Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 72
Drögum næst 28. júní Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Jarðskjálftinn 17. júní fannst greinilega úti á sjó Héldu bát- inn hafa strandað „VIÐ héldum fyrst að við hefðum steytt á grynningu fyrst við vorum komnir svona nærri landi því það kom mikið högg á bátinn og strákamir þustu allir út á dekk og skildu ekki neitt í neinu,“ sagði Magnús Rík- arðsson, skipstjóri á Drangvík VE en skipið var statt um hálfa sjómílu frá landi á leið inn tíi Þorlákshafnar þeg- ar jarðskjálftínn reið yfir á laugardag. „Maður góndi á dýptarmælinn og sá þá að við vorum ekki strandaðir þannig að þegar við vorum þess full- vissir að við hefðum ekki tekið niðri héldum við að við hefðum fengið eitt- hvað í skrúfúna en svo var auðvitað ekki. Ég hefði ekki trúað að maður fyndi svona vel fyrir þessu og eins lengi. Við höfum einnig heyrt frá bát- um sem voru mun lengra útí en við og þeir fundu margir mjög vel fyrir skjálftanum," segir Magnús. Lítil veiði hefur verið á miðunum út af Vík í Mýrdal síðustu daga og hafa sérfræðingar úr röðum sjómanna leitt að því líkum að aflabrestur teng- ist jarðskjálftanum á einhvem hátt. Steingrímur Jónsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir held- ur ólíklegt að hægt sé að tengja sam- an lélega veiði og jarðskjálfta. Skýr- ingin sé þó ekki út í hött þar sem jarðskjálftar hafi áhrif í sjó. ■ Skjálftí á miðunum/B4 ---------------- Slys í glerverk- smiðjunni á Hellu Slagæð skarst í sundur MAÐUR skarst illa á handlegg þeg- ar hann var að vinna við hreinsunar- störf í glerverksmiðjunni á Hellu í gær. Slagæð í handlegg mannsins fór í sundur en félagar hans bragð- ust skjótt við og náðu að stöðva blæð- inguna að mestu og koma honum síð- an á heilsugæslustöðina á Hellu. Maðurinn var síðan sendur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þaðan sem hann var út- skrifaður seinni partinn í gær eftir að gert hafði verið að sáram hans. Að sögn læknis á slysadeildinni í F ossvogi skiptí það höfuðmáli að rétt hafði verið bragðist við slysinu strax á slysstað. Þar var slagæðarblæðing- in stöðvuð og manninum síðan komið eins fljótt og hægt var undir læknis- hendur. Landspítali - hásköla- sjúkrahús Horfur á 2% halla á rekstri Á FUNDI stjómarnefndar Land- spítalans í gær var lagt fram upp- gjör fyrir rekstur spítalans fyrstu fjóra mánuði ársins. Að sögn Guð- nýjar Sverrisdóttur formanns stjómar bendir uppgjörið til þess að 300 milljóna halli verði á rekstr- inum á þessu ári en það er um 2% af veltu. Velta Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss er um 20 milljarðar á þessu ári og Guðný sagði að 2% frávik frá rekstraráætlun væri því ekki mikið en stjómendur spítalans ætluðu sér að reyna að reka hann á núlli. Það þyrfti þess vegna að beita aðhaldi í rekstri ef það ætti að tak- ast. Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans sagði að þegar hefði verið lagt fyrir stjórnendur sviða að gæta aðhalds og sagðist hann gera sér vonir um að staðan yrði betri en tölur yfir reksturinn á fyrstu fjóram mánuðunum bentu tíl. Jarðfræðingarnir Páll Einarsson, Amy Clifton og Maryam Khondayar unnu í gær við að mæla sprungur með GPS- staðsetningartæki. Morgunblaðið/Golli Ekið á átta ára stúlku BIFREIÐ var ekið á 8 ára gamla stúlku á mótum Suðm'- götu og Brynjólfsgötu í vestur- bæ Reykjavíkur um sjöleytíð í gærkvöldi. Stúlkan, sem var á reiðhjóli, fótbrotnaði og hlaut höfuð- áverka við slysið og var flutt á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Eftir aðhlynningu á slysa- deild var hún flutt á gjörgæslu- deild þar sem henni var haldið sofandi í nótt, en síðan var ætl- unin að rannsaka áverka hennar frekar með morgninum. Að sögn vakthafandi læknis á slysa- deild leikur ekki vafi á því, að reiðhjólahjálmur sem stúlkan var með hafi bjargað lífi hennar. Yisindamenn kortleggija jarðrask eftir .jarðskjálftann í Holtum Upptök misgengis á gam- alli en óþekktri sprungu PÁLL Einarsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla íslands, tel- ur að þjóðhátíðarskjálftinn eigi Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞU ERT upptök í gamalli jarðskjálftaspr- ungu sem ekki var vitað um. Hann er að skoða upptakamisgengið og segir að ummerkin í jarðveginum séu greinilega öllu minni en eftir fyrri Suðurlandsskjálfta. Það stað- festi að áætlanir um stærð fyrri skjálfta geti verið nálægt lagi. Mikið jarðrask hefur orðið víða á upptakamisgengi jarðskjálftans. Páll Einarsson og samstarfsfólk hans gengur eftir sprangunni í þeim tilgangi að reyna að staðsetja hana í landinu. Bergsprungan er að minnsta kosti 25 kílómetra löng því ummerki eftir hana sjást víða á svæðinu frá Árbæjarhjáleigu, norður Holtin og yfir Þjórsá að Hrepphólum í Hrunamannahi-eppi. Miðja hennar er talin vera við Skammbeinsstaði. Alls urðu um 2.500 jarðskjálftar á Suðurlandi í gær en þeir vora allir mjög litlir eða í kringum 1 á Riehterkvarða og þeir stærstu upp undir 2. Áttu allir jarðskjálftarnir upptök sín á Suðurlandsundirlend- inu. Skjálftinn hefur góð áhrif á vatnsbúskapinn Heildaráhrif skjálftans á vatns- búskap á svæðinu eru talin mjög góð og telur Ólafur G. Flóvenz, framkvæmdastjóri rannsóknasviðs Orkustofnunar, að áhrif skjálftans muni ganga til baka á fáum dög- um. Geir Zoéga, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir að gríðar- leg vinna bíði starfsfólks stofnun- arinnar við mat á tjóni vegna skjálftans og segir ljóst að eitt- hvað muni þurfa að fjölga starfs- fólki. Komið verður upp stjórnstöð Viðlagatryggingar í skólahúsinu á Hellu og verður fyrirspurnum fólks svarað þar og greitt úr þeim erindum sem kunna að berast. Þá leituðu á fimmta tug manna að- stoðar Rauða krossins í grunnskól- anum á Hellu í gær. Tveir flokkar björgunarsveitar- manna frá Landsbjörg í Reykjavík aðstoðuðu heimamenn í björgunar- sveitunum á Hellu í gærkvöld við að flytja innanstokksmuni úr skemmdum húsum en þeir eru sér- þjálfaðir til þeirra verka. Ailir þeir sem misstu hús sín í skjálftanum hafa fengið húsnæði til bráðabirgða, að sögn Guðmun- dar Inga Gunnlaugssonar, sveitar- stjóra á Hellu. ■ Skjálftinn/6,10,11,36-37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.