Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 9
FRÉTTIR
Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðar-
slysa um banaslys í umferðinni 1999
Hámarkshraði
verði lækkaður
að vetrarlagi
Astfanginn af zetu
Morgunblaðið/Þorkell
Atli Freyr Þórsson var með framúrskarandi góðar einkunnir á sam-
ræmdum prófum og var hann eini nemandinn sem fékk 10 í einkunn á
samræmdu prófí í íslenzku.
RANNSÓKNARNEFND umferð-
ai’slysa beinir þeim tilmælum til
Vegagerðarinnar og dómsmálaráðu-
neytisins að athugað verði hvort
hægt sé _að lækka heimilaðan öku-
hraða á íslandi á veturna. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í nýút-
kominni skýrslu nefndarinnar um
banaslys í umferðinni árið 1999. Er
bent á í skýrslunni að slíkt hafi þegar
verið gert í Finnlandi með góðum
árangri og að í bígerð sé að hefja tO-
raunir með slíka lækkun hámarks-
hraða í Svíþjóð. Er það mat nefndar-
innar að gefa þurfi ökumönnum mun
skýrari skilaboð um æskilegan öku-
hraða, þannig að þeir verði frekar í
stakk búnir að haga akstri eftir að-
stæðum eins og segir í umferðarlög-
um að ökumenn skuli gera.
Afengi, hraðakstur
og bflbeltanotkum
Samkvæmt skýrslu nefndarinnar
voru það áfengis- eða lyfjaneysla
ökumanna, of hraður akstur og van-
höld á notkun bflbelta sem ollu flest-
um banaslysum í umferðinni á síð-
asta ári. Af 21 banaslysi á árinu má
rekja tólf tfl þessara þriggja þátta;
þar af fimm til áfengis- eða lyfjanotk-
unar, fjögur tfl hraðaksturs og þrjú
til þess að ökumenn eða farþegar hafi
ekki hirt um að nota bílbelti. Ails má
rekja sautján af 21 slysi beint til
mannlegra mistaka af ýmsu tagi og
má auk ofangreindra orsaka minnast
á að ökumenn hafi ekki virt biðskildu,
hafi ætlað fram úr hægra megin við
bíl eða að útvarp eða sími hafi truflað
einbeitingu ökumanns. Er þetta í
takt við niðurstöður síðustu ára þar
Skírteinið
klippt á
staðnum
LÖGREGLAN á Húsavík
stöðvaði um helgina ungan öku-
mann á 164 km hraða á vegin-
um um Aðaldalshraun, en þar
er hámarkshraði 90 km.
Skipti engum togum að skír-
teini ökumannsins var tekið af
honum á staðnum. Lögreglan á
Húsavík vill minna ökumenn
sem leið eiga um Þingeyjar-
sýslur á að virða hámarkshraða
á vegum.
sem mannleg mistök hafa ávallt verið
helsti slysavaldurinn.
Æfingasvæði, fræðsla
og hraðamörk á vetrum
í skýrslunni er sérstaklega tekið
tfl þess að reynsluleysi ungra öku-
manna eigi oft stóran þátt í umferð-
arslysum. Þannig sýna tölur Um-
ferðarráðs frá árinu 1999 að 17-20
ára gamlir ökumenn, sem eru um 9%
ökumanna, valdi 29% umferðarslysa
og 21-24 ára ökumenn, sem eru 7%
ökumanna, valdi 12% slysa. Rann-
sóknamefndin leggur því til að lögð
verði áhersla á þjálfún yngri öku-
manna í akstri við mismunandi að-
stæður s.s. í hálku, snjó og lausamöl,
til dæmis með því að koma upp svæð-
um utan vega þar sem nemendur geti
æft akstur við erfiðar aðstæður með
leiðbeinendum.
Meðal annarra tillagna sem fram
koma til úrbóta í skýrslu nefndarinn-
ar er að haldið verði áfram að auka
eftirlit, fræðslu og áróður til að
spoma við slysum af völdum áfengis-
neyslu, hraðaksturs og vanhalda á
bílbeltanotkun. Þá leggur nefndin tfl
að athugað verði hvort hægt sé að
lækka leyfilegan hámarkshraða á
vegum landsins yfir vetrarmánuðina.
Slíks sé full þörf þar sem íslenskir
ökumenn vanmeti oft vetraraðstæð-
ur og aki of hratt í hálku og snjó.
Gangandi vegfarendur
í hættu í höfuðborginni
Flest banaslys árið 1999 urðu í
dreifbýli, líkt og árið áður. Ríflega
70% banaslysa urðu í dreifbýli en
tæp 30% í þéttbýli og er það heldur
minni munur en árið 1998. Það sem
vekur þó athygli er að í þéttbýlinu, og
þá sérstaklega höfuðborgarsvæðinu,
em það gangandi vegfarendur sem
em í meirihluta þeiiTa sem láta lífið í
umferðinni. í Ijósi þessa leggur
nefndin til að gripið verði til afger-
andi aðgerða í því að gera fólki ókleift
að komast yfir umferðargötur ann-
ars staðar en á göngubrúm eða öðr-
um öraggum svæðum. I dreifbýlinu
leggur nefndin hins vegar til að aukið
verði við varúðarráðstafanir á vega-
mótum, að aukið verði við vegmerk-
ingar, t.a.m. við krappar beygjur,
blindhæðir og vegamót, og að haldið
verði áfram að fækka einbreiðum
brúm. Þá bendir nefndin einnig á að
kunnáttu almennings í almennri
skyndihjálp þurfi að bæta og hvetur
yfirvöld heilbrigðismála til fræðslu-
herferðar um skyndihjálp.
Framúrskarandi
námsárangur
hjá ungum
Garðbæingi
ATLI Freyr Þórsson lauk námi í 10.
bekk í Garðaskóla á dögunum og
var námsárangur hans fram-
úrskarandi, jafnt á samræmdum
prófum sem á öðrum prófum. Atli
fékk 10 í ensku, dönsku og íslenzku
og 9,5 í stærðfræði á samræmdum
prófum en auk þess var hann með
sex aðrar tíur á lokaönn sinni í skól-
anum.
„Ég fékk reyndar upphaflega 9,5
á samræmda prófinu í íslenzku en
síðan kom íljós við prófskoðun að
mistök höfðu átt sér stað við yfír-
ferð og rétt cinkunn var 10,“ segir
Atli en hann var eini nemandinn á
þessu skólaári sem fékk 10 í ís-
lenzku. Við skólaslit í vor fékk Atli
sex viðurkenningar, fyrir fram-
úrskarandi námsárangur á grunn-
skólaprófí, í dönsku, ensku, þýzku,
íslenzku og líffræði.
Atli vill ekki þakka árangur sinn
neinum sérstökum námsaðferðum
og segist ekki hafa legið í bókunum í
vetur. „Ég er tiltölulega fljótur að
tileinka mér það sem ég læri en ég
beiti engum sérstökum aðferðum
eða tækni við lærdóminn. Eitt af
mínum helztu áhugamálum er að
lesa og það hefur væntanlega hjálp-
að.“
Aðspurður hvers vegna slakur
árangur var á samræmdum prófum
í ár segist hann telja að það sé al-
mennt áliugaleysi hjá krökkunum
Forstjóri Holl-
ustuverndar til
starfa í Brussel
ÁKVEÐIÐ hefur verið að HeiTnann
Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustu-
verndar ríkisins, fari til starfa á veg-
um umhverfisráðuneytisins til
Brassel. Ráðuneytið hefur verið þar
með starfsmann í hálfri stöðu á móti
iðnaðarráðuneytinu, en Hermann
mun verða í fullu starfi á vegum
ráðuneytisins.
Margar viðamiklai’ reglur hafa
verið settar af hálfu Evrópusam-
bandsins á sviði umhverfismála og
gilda þær einnig á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Er talið brýnt fyrir ís-
lensk stjórnvöld að fylgjast betur
með því sem er að gerast hjá ESB á
þessu sviði og reyna að hafa áhrif á
efni tilskipana sambandsins.
Leifur Eysteinsson mun gegna
starfi forstjóra Hollustuverndar
þangað til búið er að ráða í stöðuna.
Gert er ráð fyrir að hún verði auglýst
í lok ársins.
sjálfum. „Ég tel að þetta sé ekki
kennurunum að kenna eins og alltaf
er verið að staglast á. Ég held að
þetta sé sökum almenns áhugaleysis
sem grafið hefur verið í fslendinga
frá alda öðli. Ef það á að bæta náms-
árangur þá þarf að bæta hugarfarið
tel ég.“
I vetur gerði Atli gott betur en að
fara í gegnum námsefni 10. bekkjar
því hann er búinn að taka fimm
áfanga á framhaldsskólastigi.
„Það er samstarf í gangi milli
Garðaskóla og Fjölbrautaskólans í
Garðabæ sem hefur gert mér kleift
að taka áfanga sem kenndir eru í
fjölbrautaskólanum. Því er ég búinn
með fyrstu önn í fímm námsgreinum
í framhaldsskóla. Þessar greinar
koma nú ekki til með að nýtast mér
neitt sérstaklega, ég hef frekar gert
þetta áhugans vegna,“ segir Atli.
Atli hefúr nám næsta vetur í
Menntaskólanum í Reykavík á mála-
braut og segir hann að það verði eitt
af hans fyrstu verkum þai’ að stofna
félag um endurupptöku zetunnar og
segir Atli að hann hafi orðið
ástfanginn af þessum staf eftir að
hafa séð hann á síðum Morgunblaðs-
ins og víðar.
I sumar verður hann að vinna í ut-
anríkisráðuneytinu við þýðingar og
önnur verk. „Ég er ekki byrjaður að
vinna ennþá en það má segja að eins
og er sé ég í fullri vinnu við að bíða
eftir símtali frá ráöuneytinu um það
hvenær ég eigi að byija þar.“
AUGUST SILK
á Islandi
HeiCdsöCuvctð á 100% siCltf í dag.
SíðnHtúCa 35, 2. (kaeð, %C. h-7.
Peysasett, peysar, náttsett, sCoppar.
ÚTSA LA
Verslunin hættir - allt á að seljast
Í3QI3I3SEE Klapparstíg 33, s. 551 2527 og 551 9801.
Fasteignir á Netinu
vfþmbl.is
W LISTIN
AÐ
GEFA
ROYAL COPENHAGEN
BING & GR0NDAI1L
GEORG JEþJSEN
HOLME
GAARD
OF COPENHAGEN
XS KÚNÍGÚND
, sími 551 3469. Lokað á iaugardögum í sumar.
Full búð af nýjum vörum.
Mæðradagsplattinn er kominn.