Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVTKUDAGUR 21. JIJNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Mikil-
vægasta
augnablikið
„Efég tæki upp á peirn óskunda að
hugsa mérsjálfan migsem hlutverk og
léki migsíðan affullkominni einbeit-
ingu og innlifun gæti égpá höndlað
nútíðina beturen ella?“
AUGNABLIKIÐ. Líð-
andi stund. Mikil-
vægasta stundin í
ævi sérhverrar
i manneskju. Án
augnabliksins væri engin fortíð og
engin framtíð. Nútíðin. Mörgum
reynist erfítt að staldra við hið ei-
lífa „nú“ í huganum í stað þess að
hugsa sífellt fram í tímann eða
velta sér upp úr því sem þegar
hefur gerst. Fortíðardvali eða
framtíðarþrá. A morgun verður
allt betra. Dagurinn í dag er ein-
ungis undirbúningur að því sem
koma skal. Eftir viku ætla ég að
skemmta mér.
VIÐHORF
Eftlr Hávar
Sfgurjónsson
Eftir mánuð
fer ég í frí. Á
næsta ári verð
ég kominn út
úr mestu skuldunum og get farið
að lifa lífínu. Eftir fimm ár verða
börnin orðin nægilega stálpuð til
að ég geti sinnt eigin áhugamál-
um. Eftir tíu ár... fimmtán ár...
tuttugu ár... Ekki núna. Núna
þarf að þrauka og fínna sífellt upp
á einhverju til að hlakka til. Enda-
lausar gulrætur. Setja girnilega
gulrót fyrir framan nefið á sér,
rétt utan seilingar, svo grámyglu-
leg nútíðin verði bærileg. Gengur
ekki allt lífið út á stöðugar vænt-
ingar um betri tíð? Og blóm í
haga? Erum við ekki alltaf að búa
í haginn fyrir framtíðina? Það sem
þú gerir núna verður fortíð á
morgun. Þannig er hver og einn
sinnar eigin gæfu smiður. Og
áfram er hægt að rekja viturlega
málshætti og spaka orðskviði þar
til út úr flóir. En hveiju erum við
bættari? Enginn verður óbarinn
biskup. Það verður að hafa fyrir
hlutunum. Til að manni líði vel
verður hann að þjást svolítið
fyrst. Hin trúarlega hlið tilver-
unnar. Þjáning og umbun. Hið
jayðneska streð og eilífa sæla.
„Eg vil frekar gráta í Rolls Royce
en Volkswagen," sagði hin ham-
ingjuleitandi Zsa Zsa Gabor sem
giftist til fjár hvað eftir annað og
leið ágætlega þegar síðast fréttist.
Þetta átti nú ekki að verða pist-
ill um hvernig best sé að lifa lífinu
eða láta daginn í dag verða „besta
daginn í lífi mínu“ eins og amer-
ískar lífsleiðsögubækur kenna
manni og virðist ekkert mál.
Reyndar er fátt jafn leiðinlegt og
að lesa yfrmáta glaðlegan texta
markaðsþenkjandi sálfræðinga
um hversu auðvelt sé að snúa við
blaðinu, verða jákvæður, glaður
og ríkur bara með því að hætta að
hugsa eins og maður hefur gert og
fara að hugsa öðruvísi. „Þú breyt-
ir ekki öðrum. Aðeins sjálfum
þér,“ er orðin afsökun fyrir að-
gerðaleysi einstaklingsins og
hvetur aðeins til þess að fólk sætti
sig við orðinn hlut og láti ekki
hvarfla að sér að það geti haft
minnstu áhrif á nokkurn skapað-
an hlut í kringum sig. I stað þeirr-
ar gömlu kenningar að með því að
sætta sig við jarðlífið bíði eilíf
sæla hinum megin hljómar nú um
hinn ofmettaða vestræna heim:
„Breyttu engum nema sjálfum
þér!“ Með því að setjast í hæg-
indastól, lygna aftur augunum og
hugsa af krafti um eitthvað já-
kvætt og dvelja í „núinu“ getur
manni semsagt hugsanlega liðið
eitthvað betm-. Hvemigí andsk...
eiga fjárhagsáhyggjur, áhyggjur
af börnum, áhyggjur vegna
vinnu, allai’ heimsins áhyggjur að
hverfa við það eitt að setjast í stól
og hugsa af alefli. „Mér finnst
hlutirnir bai’a ekki gerast ef eng-
inn hefur áhyggjur af þeim,“
sagði hin vel meinandi móðir í
leikritinu Að eilífu eftir Árna Ib-
sen. Og það er rétt. Það er h'tið
varið í þær áhyggjur sem enginn
hefur.
Það furðulega er að hvað mest
er sóst eftir því að dvelja í núinu
við tilbúnar aðstæður. Á leiksvið-
inu. ,M vera í núinu og upplifa
augnablikið11 eru algengir frasar í
leikhúsinu og beinast að því að
leikarinn á að vera svo fullkom-
lega upptekinn af því sem er að
gerast á hverju augnabliki að
hann hugsar ekki um hvað gerist
næst. Hann á semsagt ekki að
vera að leika núið með mestan
hluta hugsunar sinnar upptekinn
af því sem hann á að segja eða
gera næst. Enda má halda því
fram að ef hann væri persónan
sem hann er að leika þá hefði
hann ekki hugmynd um hvað út
úr honum ylti eftir eina, tvær eða
þrjár mínútur. Blekkingin er því
sem næst fullkomin ef leikaran-
um tekst að útiloka allt úr huga
sér nema hið líðandi augnablik.
Og blekkingin verður því gagn-
særri sem greinilegra er að leik-
arinn er að þylja utanbókarlærð-
an texta og hreyfa sig samkvæmt
forskrift. „Hann lék ekki Pétur
Gaut. Hann var Pétur Gautur,"
hrópaði gagntekinn áhorfandi að
gefnu tilefni. En hvað segir það
svosem? Var Pétur Gautur í
núinu? Var hann ekki sjálfur elt-
andi gulrætur allt sitt líf? Og
hvernig leikur maður persónu í
núinu sem er sjálf aldrei í núinu?
Vandast nú málið.
Og hvemig er hægt að leika
betur aðra persónu en sjálfan
sig? Getur leikari sem aldrei er
sjálfur í núinu, yfirspenntur af
lágkúrulegum veraldlegum
áhyggjum, sífellt lítandi á klukk-
una í stöðugum ótta við að vera of
seinn á næstu æfíngu, við að lesa
inn á næstu teiknimynd, auglýs-
ingu eða hvað það nú er; getur
hann dvalið í núinu þegar hann
stígur fram á leiksviðið í gervi
annarrar persónu? Er kannski
auðveldara að upplifa augnablik-
ið í hlutverki einhvers annars en
sjálfs sín? Ef ég tæki upp á þeim
óskunda að hugsa mér sjálfan
mig sem hlutverk og léki mig síð-
an af fullkominni einbeitingu og
innlifun gæti ég þá höndlað nú-
tíðina betur en ella? Gallinn er
auðvitað sá að vera fastur í hlut-
verkinu hvort sem leikið er vel
eða illa. Og vandast þá fyrst mál-
ið fyrir alvöru ef maður er lentur
í því kviksyndi niðurlægingarinn-
ar að leika sjálfan sig illa. Þá veit-
ir ekki af nokkrum vænum gul-
rótum til að rífa sig upp og
breyta um leikstíl. Ekki annarra
leikstfl, bara sinn eigin.
ANDRIMÁR
GUÐMUNDSSON
+ Andri Már Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 29.
nóvember 1976.
Hann lést á Akranesi
13. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðmundur Már
Þórisson, f. 31.12.
1955, verkstjóri hjá
Járnblendiverk-
smiðjunni á Grund-
artanga, og María
Edda Sverrisdóttir,
f. 28.3. 1956, leik-
skólaleiðbeinandi á
Vallarseli á Akra-
nesi. Foreldrar Guðmundar eru
Þórir Þorsteinsson, f. 9.5. 1923,
og Arndís Halla Guðmundsdótt-
ir, f. 1.12. 1934, búsett í Kópa-
vogi. Foreldrar Maríu Eddu eru
Sverrir Ormsson, f. 23.10. 1925,
og Dadda Sigríður Árnadóttir, f.
14.9. 1931, búsett í Garðabæ.
Systkini Andra eru: 1. Sverrir
Þór, starfsmaður Norðuráls á
Grundartanga, f. 30.1. 1974,
kvæntur Guðrúnu Fanneyju Pét-
ursdóttur, húsmóður, f. 15.1.
1974. Börn þeirra eru Guðmund-
ur Darri, f. 21.2. 1996, og Marfa
Edda, f. 5.11. 1999. 2. Arndis
Halla, starfsmaður hjá Akranesti
og nemi í Viðskipta-
og tölvuskólanum, f.
22.6. 1978, í sambúð
með Hjalta Helga-
syni, starfsmanni
hjá Klafa ehf., f.
13.2. 1976. Börn
þeirra eru Arnþór
Snær, f. 22.10. 1996,
og Marinó Hrannar,
27.8. 1998.
Unnusta Andra er
Maríanna Sigurðar-
dóttir, leikskólaleið-
beinandi, f. 22.12.
1975, sonur hennar
er Stefán Már Guð-
mundsson, f. 21.12. 1995.
Eftir grunnskóla starfaði
Andri í nokkur ár við ýmis störf
á Akranesi, m.a. við lögreglu-
störf, en sfðastliðin tvö ár stund-
aði hann nám f Borgarholtsskóla
í bifvélavirkjun og starfaði hjá
Bfla- og vélaþjónustu Hjalta
Njálssonar á Akranesi. Andri var
mikill áhugamaður um mótorhjól
og hafði unnið að þvf á síðustu
mánuðum ásamt félögum sfnum
að stofna bifhjólasamtökin Flæk-
ingana í heimabæ sínum.
Útför Andra fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
í dag er til moldar borinn ástkær
frændi okkar, Andri Már, en hann
lést af slysförum hinn 13. júní síðast-
liðinn. Andri var aðeins 23 ára gamall,
var í blóma lífs síns og hafði nýlega
náð að uppfylla þá ósk sýna að eign-
ast nýtt mótorhjól og leðurgalla með
bestu öryggishlífum í stfl við hjólið.
Áhugi á mótorhjólasportinu var mik-
ill en fyrir þremur mánuðum höfðu
þeir félagamir stofnað bifhjólasam-
tök á Akranesi sem þeir nefndu
Flækingana. Andri var þar fremstur í
flokki og ásamt vinum sínum og fé-
lögum, sem nokkrh- voru lengra að
komnfr, óku þeir um bæinn þennan
örlagaríka dag á hjólum sínum. Á
einu andartaki, einu broti úr sekúndu
grípa hin æðri máttarvöld í taumana.
Oll áformin, allar væntingamar, allt
hrynur. Dökkt ský færist yfir og ást-
vinir sitja eftir sem þmmu lostnir.
Andri Már var fæddur í Reykjavík
29.11.1976 en bjó sín fyrstu ár í Þor-
lákshöfn. Árið 1980, þegar Andri var
þriggja ára, fluttist fjölskyldan upp á
Akranes þar sem betra útlit var með
atvinnu. Guðmundur faðir Andra hóf
strax störf við Jámblendiverk-
smiðjuna á Gmndartanga. Fyrstu
uppvaxtarárin var móðir Ándra
heimavinnandi og ól önn fyrir bama-
hópnum. Henni fórst það vel úr hendi
því áhugi hennar á bömum var alltaf
mikill enda fór það svo þegar börnin
uxu úr grasi að María Edda fór að
starfa við leikskóla á Akranesi og hef-
ur gert alla tíð síðan. Andri fékk gott
uppeldi og vom þau systkinin mjög
samrýnd. Fjárhagserfiðleikar sem
fylgdu mörgum fjölskyldum á verð-
bólgutímum upp úr 1980 vora einnig
viðloðandi og aðdáunarvert hve fjöl-
skyldan stóð þétt saman. Á þessum
áram fluttist fjölskyldan nokkram
sinnum og hún virtist eflast við
hverja raun. Síðustu fimm árin hefur
fjölskyldan búið á Vestm’götu 46 og
var Ándri búsettur þar ásamt for-
eldram sínum en systkini hans,
Sverrir og Amdís, höfðu flutt sig um
set og stofnað sín eigin heimili. Þrátt
fyrir það hefur Vesturgata 46 verið
miðpunktur fjölskyldunnar og ekki
liðið sá dagur að allir væra ekki sam-
ankomnir þar í minni eða stærri hóp-
um. En heimilið hefur einnig staðið
opið fyrir stóram vinahópi þeirra
systkina og oft hefur verið glatt á
hjalla.
Áhugi Andra á stangveiði kom
snemma í ljós. Hann var ekki hár í
loftinu þegar hann eignaðist sína
fyrstu veiðistöng og ófáar hafa ferð-
irnar verið sem fjölskyldan hefur far-
ið í vötn í næsta nágrenni við Akra-
nes. Það hefur oft verið sagt um
Andra að hann hafi haft einstakt lag á
því að þefa uppi góða veiðistaði.
Veiðisögur úr ferðum þeirra feðga
era margar og munu þær lifa í minn-
ingunni um góðan og fengsælan veiði-
mann. Einu sinni sem oftar þegar
feðgamir vora við veiðar á Seleyri og
stóðu á bakkanum þi-ír, þannig að
Andri var á milli pabba síns og bróð-
ur, var veiði dræm en Andri veiddi þó
þrjá fiska á meðan hinir urðu ekki
varir. Þannig enduðu flestar veiði-
ferðimar, Andri veiddi mest. Önnur
áhugamál eins og bflar og mótorhjól
hafa átt hug hans allan og var Andri
einkar laginn við að gera við alla hluti
sem úr lagi fóra, sérstaklega ef það
sneri að vélum. Þessi áhugi kom einn-
ig berlega í Ijós strax á unga aldri eða
þegai’ Andri eignaðist sitt fyrsta
verkfærasett. Þetta var á jólum og
var Andri þá fimm ára. Á jóladags-
morgun þegar foreldrai-nir vöknuðu
og fóra að huga að ungviðinu sat
Andri í stofunni og var búinn að
skrúfa af skápahurðirnar á hillusam-
stæðunni. Þessi áhugi Andra á vélum
og verkfæram leiddi hann til náms í
Borgarholtsskóla en þar vai’ hann
búinn að ljúka tveimur vetram í námi
í bifvélavirkjun og starfaði við Bíla-
og vélaþjónustu Hjalta Njálssonar á
Akranesi. I þessu staifi var Andri á
heimavelli, hann var vandvirkur, dug-
legur að finna réttu lausnirnar þegar
bilanir vora annars vegar og óþreyt-
andi að ljúka verkinu auk þess sem
hjálpsemin var honum í blóð borin.
Sumarið 1997 trúlofaðist Andri
vinkonu sinni Irisi Dögg Sigurðar-
dóttur og bjuggu þau saman á Vest-
urgötunni. Á síðastliðnu ári skildu
leiðir þeirra en þau fundu bæði að
áhugasvið þeirra lá í sitt hvora áttina.
Engu hefur þetta þó breytt um vin-
skap þeirra og mun Iris ætíð vera
aufúsugestur á Vesturgötunni.
Andri eignaðist nýja vinkonu undfr
lok síðasta árs, Maríönnu Sigurðar-
dóttur, og höfðu þau ákveðið að byrja
búskap. Maríanna á ungan dreng
sem heitfr Stefán Már og hafði hann
þegar tekið miklu ástfóstri við Andra.
Ekki að sökum að spyrja en Andri
var einstaklega laginn við böm og
vora frændur hans litlu, Guðmundur
Darri og Arnþór Snær, einnig miklir
aðdáendur. Andri var hetjan í augum
þessara drengja, mótorhjólakappinn
sem stundaði líkamsrækt og hafði
unnið í löggunni.
Andri var glaðlyndur að eðlisfari
en ef eitthvað kom upp á var hann
fljótur að fyrirgefa, hann var dýravin-
ur mikill og munu tveir ferfætlingar,
hundurinn Neró og kötturinn Vera,
velta því fyrir sér um ókomna tíð á
Vesturgötunni hvenær vinur þeirra
komi nú aftur.
Elsku Edda og Gummi, Sverrir og
Guðrún, Arndís og Hjalti, við sendum
ykkm- hugheilar samúðarkveðjur,
bömunum, Maríönnu og Stefáni Má,
írisi og öllum vinahópnum. Megi Guð
vera með ykkur í þessari miklu sorg
og munið að minningin um góðan
dreng mun lifa.
Systkinin Þóra, Ámi, Ormur,
Brynja, Linda og fjölskyldur.
Elsku Andri minn. Það verður erf-
itt að brosa þegar það vantar bros-
karlinn sjálfan. Þú gast alltaf fengið
fólk til að brosa, eiginleiki sem ég öf-
undaði þig svolítið af og dáðist alltaf
að. Þú munt og hefur alltaf átt þinn
stað í hjarta mínu. Þegar ég hugsa til
baka um þessi 24 ár sem þú lifðir hér
hjá okkur, sé ég ekkert nema lífsvilj-
ann og gleðina sem fylgdi þér hvert
sem þú fórst. Allir brostu í kringum
þig, það var ekki annað hægt. Þótt þú
baunaðfr illkvittum hæðnisglósum á
mann, þá var bros þitt svo glaðlegt og
sérstakt að maður gat ekki annað en
hlegið með.
Eg á eftir að sakna þeirra stunda
er þú varst í stuði og enginn var
óhultur fyrir stríðni þinni, sem stund-
um áttu sér engin takmörk og bára
þó ekki vott af illsku.
Þú hafðir svo gaman af lífinu sem
þú lifðir hratt og vel, þú nýttir hverja
mínútu af þinni stuttu, allt of stuttu
ævi. Það er ein setning sem þú sagðir
við mig sem situr fastast í mér og ég
gleymi aldrei. Þú sagðir við mig: „Ég
vil ekki lána þér mótorhjólin mín því
ég vil eiga bróður áfram.“ Þú vissir
hvað hættan var mikil á hjólunum.
En ég vil líka hafa bróður minn áfram
hjá mér en fæ engu um það ráðið.
Sonur minn á eflaust eftir að muna
þig sem mótorhjólatöffarann sem
hann leit svo upp til. Töffarann sem
alltaf gaf sér tíma fyrir htlu krakkana
í lífi hans. Dóttir mín litla fær víst
ekki að kynnast þér nema af myndum
og því sem við munum segja henni af
þér. Þær sögur munu eflaust vekja
góðar minningar og hlátur. Enda var
hlátur þitt aðalsmerki. Við munum öll
sakna þín sárt.
Vertu sæll, elsku bróðir minn.
Sverrir Þór Guðmundsson.
Halló elsku bróðir. Ég þurfti mik-
inn kjark til að setjast niður og skrifa
þér nokkrar línur því mér finnst alltaf
eins og þú eigfr eftfr að koma aftur og
þá sá ég engan tilgang í að skrifa þér,
en svo er víst ekki raunin og ég verð
að kveðja þig í síðasta sinn. Eg sit inni
í eldhúsi og horfi á nýja mynd af þér
sem við létum stækka daginn eftir
þetta hræðilega slys. Ég veit varla
hvað ég á að segja við þig en ef ég
gæti sagt það með táram væri ég
búin að skrifa heila bók. Ég á svo
margar ljúfar og góðar minningar um
þig en ég skil bara ekki af hverju þú
varst tekinn burt frá okkur, þú sem
aldrei máttir neitt aumt sjá og gerðir
allt fyrii’ alla. Þú varst bara í einu orði
sagt yndislegur og ég á eftir að sakna
þín sárt eins og við öll. Amþór Snær
skilur ekkert í því af hverju hann get-
ur ekki bara flogið upp í himin og náð
í þig. Svo spurði hann mig í dag hvort
þú værir að vinna þarna uppi. Æi
Andri, þetta er svo sárt og óréttlátt
að þetta er fyrir ofan minn skilning.
En það hlýtur að vera einhver til-
gangur með þessu. Þú varst í öllum
nýjustu og bestu græjunum og ég
hélt að þú ættir að vera ósnertanleg-
ur en svo var víst ekki raunin.
Ég ætla bara að biðja þig, elsku
bróðfr, að gefa okkur styrk til að tak-
ast a við daginn í dag.
Ég spyr mömmu á hveijum
morgni hvernig ég eigi að komast í
gegnum þetta en einhvern veginn
rúllar alltaf dagurinn.
Ég veit að þú varst hamingjusam-
ur þegar þú varst hrifinn í burtu frá
okkur en eftir situr unnusta þín, hún
Maríanna, og geymir þitt ófædda
bam sem verður okkar sólargeisli og
við munum varðveita þau og passa
þótt ég viti að þú munfr gera það.
Hann séra Björn fann hérna Ijóð
eftir þig þegar þú fermdist og ég ætla
að láta það fylgja.
Guð er okkar besti vinur
og hjálpar okkur eins og hann getur,
en því miður hefur hann ekld nóga mögu-
leika
til að hjálpa okkur öllum,
þótt við til hans köllum.
Guðreynirþaðbesta
oggleymirþvíversta