Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 59 < - Endimörk í óendanleikanum I Frá Atla Hraunfjörð: I ÞEGAR huganum er leitt að him- ingeimnum, reynist mönnum hugs- unin um óendanleikann yfirþyrm- andi og mörgum verður að orði, að honum sundli við þá hugsun og reynir að leiða hana hjá sér. Þrátt fyrir að heimurinn virðist vera og er sannarlega óendanleg- ur, hefur hann takmörk, sem felast i í útþenslu og endimörkum þess efnis sem við tilheyrum og er sá útþenslumassi sem vísindamenn hafa viljað kenna við Miklahvell, en hann varð í árdaga okkar efnis- heims, fyrir tólf milljörðum ára. Nýlegar athuganir hafa sýnt, að eftir því sem nær dregur endimörkum efnisheimsins, virð- ist efnið auka hraðann og er að hverfa út úr sjónsviði okkar. Sennilega er efnið farið veg allr- ar veraldar, því það sem við grein- um, hefur verið tólf milljarða ára á leiðinni að skilningarvitum manns- ins. Hugmyndir manna um eðli efn- isins hafa verið nokkuð á reiki, en menn hafa verið almennt á því, að efnið hefði þann eiginleika að þenj- ast út og síðan dragast saman og fara aftur á byrjenda reit og verða að þéttum efnismassa, sem síðan vegna innri krafta, springi aftur út og myndar nýjan heim og svo koli af kolli í það óendanlega. í hinni miklu víðáttu geimsins eru stjörnur öðru hvoru að springa og síðan, í fyllingu tímans, aðrar að myndast úr öskustó hinna. Þrátt fyrir að tortíming sólar séu ragnarök fyrir það líf sem við- komandi sól hefur hugsanlega fóstrað í sínu lífbelti, er samt tign- arlegt og ægifagurt að verða vitni að sprengingunni og fylgjast með útþenslu þeirra efnisagna er áður mynduðu lítinn lífheim. Miðað við víðáttu heimsins, jafn- vel þó þessi fyrrum sólstjarna hafi verið í stærra lagi miðað við okkar litlu sól, þá var hún eins og ryk- korn á sendinni strönd, miðað við stærð þess heims sem hún var hluti af. Með endurbættum tækjum hef- ur ýmislegt komið í ljós sem ekki passar inn í þá mynd sem maður- inn hefur gert sér um eðli og aldur þess efnisheims er við tilheyrum. Eftir að Hubble-sjónaukinn kom til sögunnar og síðan endurbættir samþættaðir sjónaukar á Hawaii- eyjum, sem gerðu allar rannsóknir markvissari, en áður var hægt, virðist sem sumar stjörnur (sólir) séu allt að helmingi eldri en hug- myndir manna um aldur Mikla- hvells. Sólnasveipir, sem við köllum vetrarbrautir, eru samsafn sól- kerfa svo tugum og hundruð þús- unda milljónum skiptir. Ekki er ofsagt þó fullyrt verði, að vetrarbrautir þær sem tilheyra okkar efnismassa séu fleiri en þær sólstjörnur og sólhverfi sem þær eru samsettar úr. Hvað það er, sem er utan þess svæðis, sem okkar Miklahvells- massi nær til, er önnur saga, en þó má láta hugann reika og geta sér þess til, að þar séu aðrir heimar og aðrir efnismassar í útþenslu, elleg- ar í samhruni til upphafs síns og síðan í fyllingu tímans í nýrri út- þenslu og myndun nýrra veralda. Eða, að heimurinn hafi alltaf verið til og sé í sífelldri endur- nýjun, sólir fæðast og sólir deyja. Eðli heimsins er sífelld sköpun og endurnýjun, eins og við sjáum allt í kringum okkur. Heimurinn er endalaus og með endalausa möguleika til sköpunar lífs og líftegunda. Veröldin er endalaus þroskaleið lífsins, frá minnstu frumu til vitiborinna líf- vera og áfram til óendanlegra þroskaleiða hins guðlega máttar. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. i 4 i Nií reynir á ríkis- stjórn FráÁsgerði Jónsdóttur: í SJÓNVARPSFRÉTTUM að kvöldi 5. júní sl. kynnti Hafrann- sóknastofnun tillögur um heildar- veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Sumar þeirra standa í stað frá aflíð- andi ári, aðrar dragast verulega sam- an, s.s. heimildir fyrir þorsk, ýsu og rækju. Fyrstu viðbrögð gegn þess- um fréttum voru: Kristján Ragnars- son fékk skeifu og verðbréf tóku dýfu. Hvort tveggja færðist þó að fyrra horfi daginn eftir, líkt og þegar „brýnn“ Egils Skalla-Grímssonar færðust í lag eftir að Aðalsteinn kon- ungur veitti honum fébætur eftir Þórólf bróður hans. Kannski hefur strax borist einhver von um huggun. I Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. júní viðra margir málsmetandi menn á fiskimálasviði skoðanir sínar á til- lögum Hafrannsóknastofnunar. Um- ræða þeirra er að vonum mörkuð varkárni, en hnígur þó að því að draga úr þeirri vá, er lagðist í loftið við tíðindin. Enginn þeirra leggur í að gefa bein ráð nema Sverrir Her- mannsson. Utanríkisráðherra þykja tíðindin ekki váleg og vísar til sjávar- útvegsráðherra að taka ákvarðanir og veita aðgerðir. Hér hljóta að vakna stórar spurningar. Er það ekki í verkahring allrar ríkisstjórn- arinnar að móta ákvarðanir og að- gerðir í jafnstórum málum og þeim, hvort farið skuli að tillögum Haf- rannsóknastofnunar og skerða kvóta hinna tilteknu fiskitegunda og þá hvemig þeirri skerðingu skuli hag- að? Það er stórpólitísk ráðstöfun, sem öll ríkisstjórnin hlýtur að koma að en ekki aðeins einn ráðherra. Ef til skerðingar kemur, ætlar ríkisstjórn- in þá að standa við orð sín og yfir- lýsingar um stuðning við atvinnuvegi landsbyggðarfólks og skerða ekki fiskveiðirétt/veiðiheimildir þess og fiskvinnslu - eða halda áfram að gæla við kvótabraskara með fé sitt í annars konar fyrirtækjum, í verð- bréfum og í útlöndum? Hér liggur við sú ábyrgð stjómmálamanna - og embættismanna - er sífellt hækkar laun þeirra en íþyngir þó ekki ferli þeirra eða hag. Abyrgð í stórmálum eins og þeim, er um ræðir í þessari grein, hlýtur að liggja í höndum þeirra og þeir geta ekki þvegið hend- ur sínar af henni. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Drápuhlíð 32, Reykjavík. tiðlBni hreinsunin gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. ynSUS / LJ ara apmæLisHaTiÐ Hlutverk ungra sjálfstæðismanna Föstudaginn, 23. júní2000 Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 17:30 Opinn fundur um hlutverk og starf ungra sjálfstæðismanna ífortíð og framtíð. Framsögumenn: Styrmir Gunnarsson Friðrik Sophusson Egill Helgason Sigurður Kári Kristjánsson Fundarstjóri: Ásdís Halla Bragadóttir Útgáfuhóf 50 ára afmælisrits Stefnis að fundi loknum. Þingvallaferð Laugardaginn, 24. júní2000 Lagtafstað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13:00 Gengið í fylgd Geirs H. Haarde að Hvannagjá, þar sem sambandið var stofnað 27. júní 1930. Blómsveigur lagður að minnisvarða dr. Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, eiginkonu hans og dóttursonar þeirra. Hátíðarkvöldverður Laugardaginn, 24. júní2000 Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, kl. 19:00 Heiðursgestir: Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen. Skemmtiatriði. Eftir matverður stiginn léttur dans við undirleik kvintetts Árna Heiðars Karlssonar. Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði landsliðs matreiðslumeistara til margra ára töfrar fram gull úr greipum Ægis: Skötusel og humar með villisvepparisotto, basil og gulrótarolíu • Humarseyði • Steinbít og smálúðu á seljurótarmauki með engifersósu og rauðvínsgljáa • Passionfrauð á suðrænum ávöxtum. Miðaverð: 3.900 kr. Pantanir í síma 5151700 eða í gegnum tölvupóst sus@xd.is WWW.SUS.IS SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.