Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 51
Sveitarfélög og ríki
stunda ferðaþjónustu
ÞAÐ kemur oft
fram í máli manna,
þegar þeir tala um
heildaryfirbragð og
skipulag/erðaþjónust-
unnar á íslandi, að allt
kerfið sé flókið. Það er
sagt að skipulagið sé
óskýrt og fæstir viti
hvað sé hvað, hverjir
tilheyri hvaða samtök-
um og hverjir eigi að-
ild að hvaða ráðum.
Þegar grannt er skoð-
að kemur þó í ljós að
heildarskipulag ferða-
þjónustunnar er ein-
falt í samanburði við
hvernig skipulag ann-
arra atvinnugreina á Islandi hefur
þróast í gegnum tíðina. Þetta ein-
falda skipulag er án efa að nokkru
leyti því að þakka að opinberir aðil-
ar hafa frekar lítið skipt sér af
greininni. Hún hefur þróast með
sjálfri sér frjáls og óháð eins og
sagt er.
Fagleg samvinna er vitaskuld
mjög nauðsynleg nú orðið, þegar
barnið hefur fengið að dafna. Sam-
vinna og samráð samtaka og stofn-
ana eins og samtaka fyrirtækja í
greininni (SAF), Ferðamálaráðs
Islands, Ferðamálasamtaka Is-
lands (FSÍ) og ráðuneytis ferða-
mála hefur verið mikið og með
miklum ágætum undanfarin fimm
til tíu ár. Þetta sást gleggst þegar
unnið var að stefnumótun í ferða-
þjónustu á vegum samgönguráðu-
neytisins 1996 og einnig þegar unn-
in var verkefnaáætlun 1998. Milli
fimmtíu og hundrað manns komu
að þessari vinnu, aðallega fulltrúar
fyrirtækja og samtaka í greininni
auk embættismanna. Þessi sömu
samtök og stofnanir ásamt Sam-
bandi ísl. sveitarfélaga eiga full-
trúa í sjö manna Ferðamálaráði Is-
lands. Ráðherra ferðamála, SAF
og Reykjavíkurborg skipa fulltrúa
sem mynda Markaðsráð ferðaþjón-
ustunnar. Ferðamálasamtök Is-
lands og ferðamálafulltrúar á land-
inu hafa í gegnum árin átt mikið
samstarf við Byggðastofnun og
nýlega var hafinn undirbúningur
að nánu samstarfi Ferðamálaráðs
íslands og Byggðastofnunar.
Ferðamálasamtök Islands og sveit-
arfélögin víða um land hafa átt í
miklu samstarfi í gegnum hin átta
ferðamálasamtök landshlutanna.
Frumkvöðlar
í ferðaþjónustu
En ferðaþjónustan er ung at-
vinnugrein og hefur byggst upp af
frumkvöðlum í greininni, sem hafa
látið áhuga, dugnað og tilfinningu
ráða ferð. Þessir
menn hafa í gegnum
árin og ekki síst á síð-
ustu árum stofnað til
margra nýrra fyrir-
tækja í íslensku at-
vinnulífí eins og af-
þreyingarfyrirtæki á
borð við hestafyrir-
tæki, hvalaskoðun,
jöklaferðir, kajakferð-
ir, flúðasiglingar og
sjóstangaveiði svo
eitthvað sé nefnt.
Fjárhagslegur stuðn-
ingur opinberra aðila
Pétur hefur ekki skipt sköp-
Rafnsson um við uppbyggingu
þessara fyrirtækja.
Ferðaþjónustan eins og aðrar at-
vinnugreinar hefur til skamms
tíma ekki notið nægrar fyrir-
greiðslu í fjárfestingum nema því
aðeins að um væri að ræða hótel-
byggingar af einhverju tagi. Af-
þreying hefur orðið út undan hvað
fjármagnið snertir. Vegna þessarar
þróunar hefur víða á landinu átt
sér stað mjög óheppilegt misgengi
hvað varðar faglega uppbyggingu
áfangastaða.
Betur hefur þó tekist til á þeim
stöðum þar sem fjármálastofnanir
og sveitarfélög hafa skilið tækifær-
in og séð mikilvægi þess að afþrey-
ing þróaðist í takt við aðra þætti
ferðaþjónustunnar á svæðunum
eins og t.d. flutninga- og gistirými.
Menntun
og rannsóknir
Það sem okkur hefur skort einna
mest fram á síðustu ár er sér-
menntað fólk auk kannana og rann-
sókna í atvinnugreininni. Nú horfir
þetta þó til betri vegar. Fjöldinn
allur af sérmenntuðu fólki í ferða-
málum kemur til landsins ár hvert.
Hólaskóli og Háskólinn á Akureyri
hafa þegar útskrifað nemendur
með ferðamál sem sérgrein. Ferða-
málaráð íslands hefur stundað
mjög faglegar og hnitmiðaðar
kannanir síðustu fjögur ár og nú
hefur Ferðamálaráð fengið til
rannsókna sérmenntaðan starfs-
kraft. Háskóli íslands og Háskól-
inn á Akureyri hafa sett á laggirn-
ar Rannsóknarstofnun ferðamála á
íslandi og menntamálaráðuneytið
og Rannís hafa í auknum mæli
styrkt rannsóknir sem tengjast
ferðamálum.
Hverjir
hagnast?
Hverjir hagnast svo á ferðaþjón-
ustunni? Eru það fyrirtækin, sveit-
arfélögin eða er það ríkið? Fyrir-
Ferðamál
Því líflegri sem ferða-
þjónustan er 1 sveitar-
félögunum, segir Pétur
Rafnsson, þeim mun
meiri tekjur hefur
sveitarfélagið af henni.
tækin verða að hagnast til að
eðlileg þróun geti átt sér stað en til
þess þarf rekstrarumhverfið að
vera fyrirtækjavænt. Það er og rík-
inu mikilvægt að sem mestur virð-
isauki af ferðaþjónustu renni í okk-
ar eigin ríkiskassa en ekki í þeirra
á Spáni eða einhverra annarra
ríkja. Þess vegna er ríkinu í mun
að sem flestir ferðamenn, hvort
heldur eru erlendir eða innlendir
ferðist um Island án þess þó að
valda spjöllum á náttúru eða
mannvirkjum. Því er eðlilegt að
ríkið taki þátt í íslenskri ferðaþjón-
ustu með þeim hætti sem það gerir.
Ríkið er m.a. aðili að Markaðsráði
ferðaþjónustunnar sem markað-
ssetur landið í samkeppni við önn-
ur lönd. Ríkið fjármagnar að hluta
landafundanefnd, ríkið fjármagnar
kristnitökuhátíð og ríkið tekur þátt
í rekstri upplýsingamiðstöðva á
lykilstöðum á landinu.
Sveitarfélögin hafa sömu hags-
muna að gæta. Því líflegri sem
ferðaþjónustan er í sveitarfélögun-
um þeim mun meiri tekjur hefur
sveitarfélagið af henni.
Sveitarfélög víða um land eru
mjög stór í ferðaþjónustu. Þau hafa
lagt sig í líma við að skapa rétt um-
hverfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
og styðja við bakið á þeim aðilum
sem á einhvern hátt hafa snúið sér
að ferðaþjónustu og auðveldað
þeim leiðina að markmiðum þeirra.
Ferðamálasamtök
íslands
Sameiginlegur vettvangur fyrir-
tækja í ferðaþjónustu á landsvísu
eru Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamálasamtök Islands og
ferðamálasamtökin í landshlutun-
um eru aftur á móti vettvangur
sveitarfélaga, fyrirtækja utan
SAF, ferðatengdra félaga og
áhugasamra einstaklinga í ferða-
þjónustu á svæðunum. Þau hafa á
undanfömum árum hvatt til og
unnið ötullega að sameiginlegum
markmiðum ferðaþjónustunnar í
fjórðungunum. Þeim hefur tekist
vel til eins og dæmin sanna. Nú eru
markaðstæki svæðanna eins og
Markaðsstofa Austurlands og
Markaðsráð Suðausturlands orðin
að veruleika.
Upplýsinga- og kynningarmið-
stöð Vesturlands hefur þegar verið
opnuð og um þessar mundir er
unnið að útfærslu og stofnun
Markaðsskrifstofu Suðurlands.
Ferðamálasamtök íslands eru
sameiginleg regnhlífarsamtök
landshlutasamtakanna sem vinna
fyrir þeirra hönd að ýmsum þeim
verkefnum sem mikilvægust þykja
hverju sinni. I vetur og vor beind-
ust augun að tölvuvæðingu upplýs-
ingamiðstöðva og þátttöku lands-
hlutanna í ferðasýningu í Laug-
ardalshöll og í haust mun verða
haldin ráðstefna á vegum FSI með
fulltrúum sveitarfélaga á landinu.
Fulltrúi Ferðamálasamtaka ís-
lands situr fyrir hönd samtaka
landshlutanna í Ferðamálaráði ís-
lands og í stjórn Upplýsingamið-
stöðvar ferðamála í Reykjavík.
Höfundur er formaður
Ferðamálasamtaka íslands
og situr i Ferðamálaráði.
Er fótbolti meiri frétt
en Suðurlandsskjálfti?
ÞAÐ fór lítið fyrir
öryggishlutverki rík-
issjónvarpsins 17. júní
sl.
Kl. 17:00 var leikhlé
í landsleik milli Rúm-
ena og Portúgala. Þá
mætti Logi Bergmann
og sagði lauslega frá
landskjálftanum, e.t.v.
í tvær, þrjár mínútur.
Kl. 18:45 hófst
landsleikur milli Eng-
lendinga og Þjóð-
verja. Leikurinn var
ekki rofinn kl. 19:00 á
eðlilegum fréttatíma
og þulur sagði ekki
frá því, hvenær frétta
væri að vænta. Ekki var heldur
brugðið á skjáinn tilkynningu um,
hvenær frétta væri að vænta. I
leikhléi var snakkað um leikinn og
sýndar auglýsingar, en ekkert
minnst á náttúruhamfarirnar. Á
þessum bæ var augljóslega ekkert
markvert að gerast á íslandi.
Ekki voru hádegisfréttir í sjón-
varpi á sunnudag, eins og oft hefur
verið gert, þegar miklir atburðir
verða. Var það þó hægt, því að
Formúlukappaksturinn var ekki
byrjaður.
Haraldur
Blöndal
Síðar um daginn
var hins vegar skorið
af upphafi á landsleik
til þess að ljúka mætti
beinni útsendingu á
Formúlukappakstrin-
um. Landsleikur var
aftur á fréttatíma og
voru því ekki fréttir
kl. 19:00.
Þetta dæmi sýnir
tvennt um fréttamat
sjónvarpsins:
1. Formúla 1-kapp-
aksturinn er svo mik-
ilvægur, að það má
skera af fótboltaleikj-
um til að ljúka hon-
um.
2. Fótboltaleikir eru hins vegar
svo mikilvægir, að það má ekki
rjúfa sendingingu, þótt mesti land-
skjálfti frá 1912 hafi riðið yfir, og
gífurlegt eignatjón hafi orðið á
Suðurlandi.
Ekki ætla ég að gera lítið úr
mikilvægi landsleiksins milli Eng-
lendinga og Þjóðverja. Hins vegar
held ég, að enginn hefði gert at-
hugasemd við það, þótt sjónvarpið
hefði verið með fréttir á eðlilegum
tíma á þjóðhátíðardaginn. Miklu
frekar held ég að almenningur hafi
Ríkissjónvarpið
Held ég að almenn-
ingur hafí verið
hneykslaður á frétta-
matinu og lofað Guð
fyrir, segir Haraldur
Blöndal, að til var
önnur sjónvarpsstöð.
verið hneykslaður á fréttamatinu
og lofað Guð fyrir, að til var önnur
sjónvarpsstöð.
Mér sýnist að röksemdin um ör-
yggishlutverk ríkissjónvarpsins sé
fallin.
Höfundur var varamaður
{ útvarpsráði.
Baðherbergisflísar, gólfflísar, útiflfsar, eldhúsflísar o,fl...
J)? Gott úrvall
Qr Góð þjónusta!
& Gottverð!
GOLFEFNABUÐIN
traust undirstaða fjölskyidunnar
REYKJAVÍK I AKUREYRI
Borgartún 33 I Laufásgata 9
V