Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 1
Skýrsla um viðskilnað ráðuneytis Kohls Gögmim var eytt Berlín. Reuters, AP. í SKÝRSLU sem var lögð fyrir sérskipaða rannsóknarnefnd þýzka þingsins í gær kemur fram að á þeim vikum sem liðu milli ósigurs Kristilegra demókrata (CDU) í þingkosningunum í Þýzkalandi haustið 1998 og formlegs valdaafsals Helmuts Kohls til arftaka síns, jafn- aðarmannsins Gerhards Schröders, var allt að tveimur þriðju þeirra gagna eytt sem geymd voru í ráðu- neyti Kohls, kanzlaraembættinu. Burkhard Hirsch, þingmaður frjálsra demókrata (FDP), sem stýrði könnuninni á því hvað hæft væri í ásökunum um að skjölum hefði verið eytt í ráðuneyti Kohls, sagði í gær að þrjú gígabæti af tölvugögnum kanzlaraembættisins úr stjórnartíð Kohls væru horfin. „Eg fæ ekki séð að það sé nokkur lagalegur grundvöllur fyrir eyðingu þessara gagna,“ sagði Hirsch. Skýrsla Hirsch, sem áður hafði verið lekið í fjölmiðla, bætti nýjum þætti við rannsóknina á hneykslis- málum þeim sem hafa stórskaðað orðstír Helmuts Kohls og valdið flokki hans, CDU, miklum skaða. Kohl ber vitni í dag Kohl kemur fyrir rannsóknar- nefnd þingsins í dag, fimmtudag, í fyrsta sinn frá því nefndin tók til starfa en hlutverk hennar er fyrst og fremst að finna út úr því hvort tengsl hafi verið milli fjárgreiðslna í sjóði CDU á stjórnarárum Kohls og ákvarðana ríkisstjórnar hans. Langvinnum málaferlum vegna kúbversks drengs lokið í Bandaríkjunum Elian Gonzalez og faðir hans veifa eftir að hafa stigið um borð í flugvél sem flutti þá til Kúbu frá Washington í gærkvöld. Elian inn til Washington, Havana. Reuters. ELIAN Gonzalez, sex ára kúbversk- ur drengur, fór til Havana á Kúbu í gærkvöld eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði föður hans að taka hann með sér til heimalands síns. Þar með lauk sjö mánaða for- ræðisdeilu sem varð að tákni 40 ára baráttu kúbverskra útlaga í Banda- ríkjunum gegn kommúnistastjórn- inni á Kúbu. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafn- aði beiðni ættingja drengsins í Miami um að hann fengi hæli í Bandaríkjun- um sem pólitískur flóttamaður. Lög- reglumenn íylgdu drengnum og fjöl- skyldu hans á Dulles-alþjóðaflugvöll- inn nálægt Washington þar sem leiguflugvél beið þeirra. Faðir drengsins sagði fyrir brottförina laust fyrir klukkan níu í gærkvöld að hann hefði eignast marga vini í Bandaríkjunum og kvaðst vona að þau vináttubönd leiddu til betri sam- skipta milli stjórnvalda í Havana og Washington. Mikil reiði var meðal kúbverskra útlaga í Bandaríkjunum og margir þeirra grétu þegar þeir fréttu af úrskurði dómstólsins en ekki var reynt að hindra heimferð drengsins. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fagnaði málalyktun- um. „Ég vona að allir virði ákvörðun hæstaréttar og taki undir árnaðar- óskir mínar til fjölskyldunnar, eink- um litla drengsins.“ kom- Kúbu George W. Bush, forsetaefni repúblikana, kvaðst hins vegar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Vonandi getur Elian þó komið aftur til Bandaríkjanna ef hann vill það einhvern tímann síðar þegar kúbverska þjóðin hefur öðlast frelsi," sagði hann. Ákvörðun dómstólsins er auð- mýkjandi ósigur fyrir hörðustu and- stæðinga kommúnistastjórnarinnar í Havana meðal kúbversku útlag- anna sem gerðu drenginn að tákni þein-a þjáninga sem þeir segja Kúbumenn líða undir stjóm Fidels Castros. Fréttaskýrendur sögðu að lyktir forræðisdeilunnar væru mikið pólitískt áfall fyrir útlagana, sem hafa verið mjög áhrifamiklir í Bandaríkjunum. Kúbumenn fagna Heimkoma drengsins er hins veg- ar sigur fyrir stjórn Castros, sem hafði skipulagt fjölmenn mótmæli á Kúbu til að krefjast þess að drengur- inn yrði sendur heim. Fyrstu viðbrögð stjórnarinnar á Kúbu við niðurstöðu bandaríska dómstólsins voru þau að hvetja þjóð- ina til að „halda reisn sinni og aga“. Engin götuhátíðahöld voru skipu- lögð í tilefni af heimkomu drengsins og embættismaður í Havana sagði að Kúbumenn myndu „fagna í hjarta sínu heima hjá sér“. Rússneska stjórnin samþykkir efnahagsáætlun Stefnt að 5% hagvexti Moskvu. AP. STJÓRN Rússlands samþykkti í gær tíu ára efnahagsáætlun sem miðar að því að auka hagvöxtinn í landinu og treysta stöðu rússneskra fyrirtækja á heimsmarkaði. I áætluninni er stefnt að því að hagvöxturinn verði a.m.k. 5% á ári og verg þjóðarframleiðsla aukist um tæp 150% fyrir árið 2010. Þá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði ekki yfir 10% á ári og fjárfestingar rúss- neskra fyrirtækja aukist um 30%. Til að ná þessum markmiðum hyggst stjórnin grípa til ýmissa að- gerða til að koma á frjálsum markaðsbúskap, draga úr skrif- finnsku, binda enda á vöruskipti, stuðla að aukinni samkeppni og beita sér fyrir réttarfarslegum umbótum. Þá er lögð áhersla á að auka aðstoð við fátækustu íbúa landsins, lækka skatta og einfalda skattkerfið. Efri deild þingsins hafnaði í gær stjórnarfrumvarpi um að héraðs- stjórar yrðu sviptir sætum sínum í deildinni. Líklegt er þó að frumvarp- ið verði að lögum því neðri deOdin getur hnekkt neitunarvaldi efri deildarinnar með því að samþykkja það með tveimur þriðju atkvæða. Vísindamenn f fímm löndum gagnrýna fískeldi í grein í Nature Tekist á um vatn Sagt ógna vistkernnu FISKELDI, sem margir telja nauðsynlegt til að brauðfæða vaxandi mannfjölda, hefur skelfileg áhrif á umhverfið og á villta fiskstofna. Er þessu haldið fram í skýrslu sem hópur vísindamanna í Bandaríkjunum, Skotlandi, Sviþjóð og Filipps- eyjum hefur tekið saman, en hún birtist í dag í breska tímaritinu Nature. Segja þeir að fiskeldi eigi sinn þátt í hruni fiskstofna víða um heim. Framleiðsla í fiskeldi var 10 milljónir tonna 1987 en var komin í 29 millj. tonna 1997. Er hún langmest í Asíu eða um 90%. Fiskaflinn, eða veiðarnar, hefur hins vegar ekkert aukist og er 85 til 95 millj. tonna árlega. Vísindamennirnir segja að fullyrðingar um að fiskeldi geti orðið uppspretta ódýrrar fæðu séu vitleysa. Aðallega vegna þess að gífurlegu magni af fiski, t.d. ansjósu og makríl, sé mokað upp og gert að fóðri fyrir eldisfiskinn. Segja þeir að um 8% af öllum fiski í vörpu og nót fari í fiskeldið og með því sé verið að kasta gífurleg- um verðmætum á glæ auk þess sem það ýti und- ir ofveiði á tegundum sem oft eru mjög mikil- vægir hlekkir í fæðukeðjunni. Villtu stofnarnir hrynja Því er haldið fram að fiskeldi sé víða beint til- ræði við vistkerfið. Víða í Austur-Asíu hafi strendur og strandskógar verið eyðilögð, af fiskeldinu stafi mikil mengun og sums staðar hafi borist frá því sjúkdómar í villta stofna. Laxeldi, einkum í Noregi og Skotlandi, er sagt stofna líffræðilegum fjölbreytileika í hættu og fullyrt er að 40% af þeim laxi sem veiðist í Norður-Atlantshafi sé eldisfiskur. Þá gerist það æ algengara að sjómenn í austanverðu Kyrra- hafi fái Atlantshafslax í net sín. Kynblöndun þessa lax við náttúrulega stofna muni flýta fyrir hruni þeirra. Eins og fyrr segir er fiskeldi mest í Asíu, einkum Kína, og þar hefur það verið hvað um- hverfisvænast. Það hefur byggst mest á fersk- vatnstegundum sem lifa á ýmiss konar gróðri og þörungum en með aukinni áherslu á afköst eru Kínverjar farnir að nota aðkeypt fóður í æ rík- ari mæli. PALESTÍNSKIR drengir keppast um að ná vatnsflöskum sem hreyf- ing ísraelskra vinstrimanna, Gush Shalom, dreifír í bænum Yatta á Vesturbakkanum. Vatnsskorturinn í Miðausturlöndum kemur verst niður á Palestinumönnum þar sem ísraelar skammta þeim aðeins þriðjung þess vatns sem ísraelsk heimili fá. Deilur ísraela og Palest- inumanna um nýtingu vatns eru á meðal erfiðustu úrlausnarefnanna í friðarviðræðum þeirra. MORGUNBLAOW 29. JÚNÍ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.