Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Geysir lætur á sér kræla LITILL vafí er talinn Ieika á því að aukinn hiti sé á Geysissvæðinu í Haukadal í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi og í gær minnti sjálfur Geysir nokkrum sinnum á sig. Áhöld eru reyndar um hvort um raunverulegt gos hafi verið að ræða úr hvernum og segja kunnugir að hann hafi í raun aðeins skvett lítil- lega úr sér. Starfsfðlk Hótels Geysis í Haukadal taldi þó engan vafa leika á því að hverinn hefði gosið í um 40 metra hæð um tvöleytið í gær og sömuleiðis létu um 80 ítalskir ferða- menn, sem staddir voru í matsal hótelsins þegar Geysir yggldi brún- irnar, sig litlu máli skipta hvort um „alvöru" gos væri að ræða eður ei heldur kættust einfaldlega yfir mik- ilfengleik náttúruaflanna. Forsætisráðherra segir viðskiptasið- ferði spákaupmanna hæpið Hefði getað haft áhrif á milliupp- gjör fyrirtækja DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að hefði sú tilraun spá- kaupmanna til að lækka gengi krón- unnar tekist, sem gerð var sl. föstu- dag og mánudag, hefði það getað haft alvarlegar afleiðingar. Meðal annars hefðu sex mánaða uppgjör fyrirtækja ekki endurspeglað rétta stöðu þeirra. Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið sl. mánudag að spákaup- menn hefðu gert atlögu að gengi íslensku krónunnar í þeim tilgangi að hagnast á lækkun hennar. Seðla- bankinn brást við með því að kaupa krónur fyrir 2,3 milljarða til að vama því að gengið félli. Davíð sagði að flest benti til að reynt hefði verið að beita handafli til þess að fella gengið eða lækka það verulega og koma þannig af stað keðjuverkun. Það hefði ekki tekist sem betur fer. Voru að leika sér að eldinum „Ef þessi atlaga hefði tekist hefði það getað haft alvarlegar afleiðingar. Þama vom menn að reyna að ná fram skyndihagnaði með því að beita aðferðum sem ég held að sé afar sjaldgæft að menn grípi til innan- lands. Þetta hefur aftur á móti aðeins gerst á milli landa. Manni finnst þetta vera á ystu mörkum þess sem unandi er við og viðskiptasiðferði á bak við slíka atlögu er náttúrulega afar hæp- ið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ef þetta hefði tekist hefðu sex mánaða uppgjör margra fyrirtækja ekki endurspeglað rétta stöðu þeirra. Þetta hefði þvi getað haft áhrif á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum þó að það væru engar efnislegar for- sendur fyrir því. Þannig að menn vom þama að leika sér að eldinum," sagði Davíð. Davíð sagði að Seðlabankinn hefði bmgðist rétt við í þessari stöðu og bankinn myndi væntanlega fara yfír þetta mál á riæstunni. Davíð sagðist hafa ákveðnar gmn- semdir um hveijir hefðu staðið á bak við þessa aðgerð en vildi ekki nefna nein nöfn. Með fimm kiló af hassi TÆPLEGA þrítugur karlmað- ur var handtekinn á Keflavíkur- flugvelli með tæp 5 kg af hassi á mánudag, að því er kemur fram í fréttatilkynningu, sem Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér í gær. Þá segir að þetta sé mesta magn kannabis- efna sem tekið hafi verið í einu lagi frá því stóra fíkniefnamálið svonefnda hafi verið upplýst. Smásöluverðmæti fíkniefnanna gæti numið 7-8 milljónum króna. Segir að hassið hafi fundist við venjulega skoðun á farangri mannsins sem hafí verið að koma frá Amsterdam. Hann hafi ekki áður komið við sögu í fíkniefnamálum. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og hefur maðurinn verið látinn laus þar sem málið telst upplýst. -Zg.6* -&* ,K* -ias* Héraðsddmur Reykjavíkur dæmir í máli Eignarhaldsfélags DB hf. Kröfum hluthafanna um forkaupsrétt hafnað HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur heíúr hafnað kröf- um 17 hluthafa í Eignarhaldsfélaginu DB hf. um að forkaupsréttarákvæði, sem voru í samþykktum fé- lagsins, væru enn í gildi. Hluthafarnir höfðuðu mál- ið gegn Sveini R. Eyjólfssyni, fí’amkvæmdastjóra félagsins sem var sýknaður af meginkröfum stefn- enda. Dómurinn byggði niðurstöðu sína á því að með lögum um hlutafélög frá árinu 1978 hefðu hömlur á viðskipti með hlutabréf verið afnumdar í félögum sem eru með fleiri en 200 hluthafa. Agreiningur í máli þessu reis vegna ákvæða í samþykktum Dagblaðsins hf. (síðar Eignarhaldsfé- lagsins DB), en í 7. gr. var kveðið á um að hlutir væru bundnir forkaupsrétti. Alþingi breytti lögum um hlutafélög árið 1978, fjórum árum eftir að Dag- blaðið hf. var stofnað. Samkvæmt lögunum var bannað að leggja hömlur á viðskipti með hluti í hlutafélögum þar sem hluthafar voru fleiri en 200. Á aðalfundi félagsins 1982 voru samþykktar breyting- ar á samþykktunum til samræmis við breytt lög um hlutafélög. Tilkynning um breytingu á samþykkt- unum var hins vegar aldrei skráð og lögformlega birt. Sannað þótti að Hlutafélagaskrá hefði borist endurrit úr fundargerðabók frá 27. ágúst 1982 inn- an lögskipaðra tímamarka. Skjölin virðast hins veg- ar hafa verið endursend vegna formgalla sem ekki voru tilgreindir. Þau eru engu að síður árituð af starfsmanni Hlutabréfaskrár og skráð sem „Ný“. Forkaupsréttarákvæði andstætt landslögum Héraðsdómur komst að þeii-ri niðurstöðu að þrátt fyrir að forgangsréttarákvæðinu hefði ekki lögformlega verið breytt hefði verið til staðar „skýr og ófrávíkjanleg fyrirmæli landslaga um að hömlur mættu ekki vera á viðskiptum með hluti í félagi sem hefði 200 hluthafa eða fleiri og að hlutafélögum bæri að leiðrétta samþykktir sínar í samræmi við það. Samkvæmt þessu var forkaupsréttarákvæðið, sem enn var í gildi samkvæmt samþykktum félagsins, þar sem breyting á því hafði ekld verið lögformlega skráð og birt, andstætt landslögum. Samþykktir fé- lagsins víkja, samkvæmt eðli máls og almennum lögskýringarreglum, fyrir ákvæðum landslaga.“ Þeir sem málið höfðuðu höfðu með vísan í lög um hlutafélög óskað eftir á aðalfundi 1999 að fram færi rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í félaginu, niðurfellingu forkaupsréttar að hlutum og sölu fast- eigna félagsins. Jafnframt kröfðust þeir þess að Sveinn R. Eyjólfsson greiddi ekki atkvæði um til- löguna þar sem hún beindist að honum og ákvörð- unum hans. Fundarstjóri hafnaði þessu og var til- lagan felld á aðalfundinum. Fyrir Héraðsdómi var þess krafist að úrskurður fundarstjóra yrði ógiltur og féllst hann á kröfuna þar sem Sveinn hefði verið vanhæfur til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. ■ Skýrog/12 Nokkuð harðireft- irskjálftar TVEIR jarðskjálftar af stærðinni 3,3 og 3 riðu yfir Suðurland eftir hádegi í gær með aðeins fimm mín- útna millibili og um kl. 18 kom skjálfti af stærðargráðunni 3,2. Upptök skjálftanna voru 5 km til suðvesturs frá Skeiðavegamótum á milli Neistastaða og Þingdals. Þetta eru með sterkustu skjálftum sem j komið hafa síðan stóri jarðskjálft- inn reið yfir 21. júní. í gær mældust 70-90 skjálftar að jafnaði á klukku- stund. Kortið er fengið af vef Veður- stofu Islands, www.vedur.is/ja/ skjalftar/svest.html. Liturinn á punktum táknar hversu langt er síðan skjálftinn varð. Nýjustu skálftarnir ei-u táknaðir með dökkrauðum punktum en dökkbláir punktar tákna skjálfta sem urðu fyrir meira en 24 klst. Skjálftar stærri en 3 á Richterskvarða eru táknaðir með grænum stjörnum, óháð því hvenær þeir urðu. Sérblöð í dag SSlBUR Með Morgun- blaðinu í dag fylgir timaritið 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson. 4SlMNt Rúnar væntir tilboðs frá Lokeren / C1 Genk setur Þórði stólinn fyrir dyrnar / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.