Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUK29. JUNl 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sextíu félög í Skógræktarfélagi íslands sem fagnar 70 ára afmæli Morgunblaðið/Árm Sæberg Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðaði í ræðu sinni að skógræktarfélögum yrði Davíð Oddsson flutti ræðu í Stekkjargjá og Hamrahlíðarkórinn söng. gert kleift að taka að sér lausar jarðir í eigu ríkisins til að nýta til skógræktar. 30 til 40 millj- ónir plantna gróðursettar Síðla kvölds hinn 27. júní árið 1930 komu um 60 manns saman í Stekkjargjá á Þing- völlum til að stofna Skógræktarfélag ís- lands. Þá stóð Alþingishátíðin yfír þar. Sjötíu ára afmælis félagsins var minnst í fyrrakvöld á sama tíma og sama stað. BLÁSARASEXTETT blés til af- mælishátíðar Skógræktarfélags ís- lands í logni og og blíðu í Stekkjar- gjá og síðan setti formaður félagsins, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, hátíðina. Innan Skógræktarfélags íslands, lands- sambands skógræktarfélaganna, eru nú 60 félög með yfír sjö þúsund félagsmenn. Fjögur ný félög hafa slegist í hópinn á þessu ári. Magnús Jóhannesson sagði að einn helsti hvatamaður að stofnun Skógræktarfélagsins hefði verið Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri. Hann vitnaði til fyrstu gerða- bókar félagsins þar sem fram kem- ur að miklir möguleikar eru taldir á skógrækt á íslandi. Magnús sagði að ýmsir hefðu talið þá draumóra- menn sem vildu ráðast í skógrækt á þeim tíma og þeir jafnvel taldir óraunsæir sérvitringar. Á stofn- íúndinum í Stekkjargjá voru sam- þykkt lög fyrir félagið og kjörin stjórn sem var þannig skipuð: Ein- ar Árnason fjármálaráðherra, Sig- urður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri, Maggi Júl. Magnús læknir, Jón Ólafsson alþingismaður og Hólmjárn J. Hólmjám efnafræð- ingur. í varastjóm sátu Valtýr Stef- ánsson ritstjóri, Pálmi Einarsson ráðunautur og Ásgeir L. Jónsson ráðunautur. Magnús sagði nú rúm- lega 200 skógræktarlönd vera í um- sjá skógræktarfélaganna, alls um 20 þúsund hektarar að stærð. Talið væri að milli 30 og 40 milljónir plantna hefðu verið gróðursettar á vegum skógræktarfélaganna sem væri nærri helmingur þess sem gróðursett hefði verið á öldinni. Að lokinni ræðu formannsins framflutti Guðjón Sveinsson, frá Mánárbergi í Breiðdalsvík, ljóð sitt Skógurinn kallar og Hamrahlíðar- kórinn söng það við lag Atla Heimis Sveinssonar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn söng einnig Vormenn Islands eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld við lag Jóns Friðfinnssonar. Ýmis rök fyrir skógrækt Hátíðarræðu flutti Davíð Odds- son forsætisráðherra. Hann sagði það enga tilviljun að aldamótakyn- slóðin hefði talið það eitt höfuðverk- efni sitt að hefja landgræðslu og skógrækt á íslandi. Það væri held- ur engin tilviljun að skáld aldamót- anna, t.d. Guðmundur skólaskáld, Þorsteinn Gíslason, Einar Bene- diktsson og Hannes Hafstein hefðu allir ort um ísland viði vaxið. Hann- es hefði bent á að sú tíð kæmi að menning yxi í lundi nýrra skóga og setti þar skógrækt við hlið hugsjóna um að verslunin færðist inn í landið, fossar væra virkjaðir og atvinnulíf vélvætt. Davíð sagði rök fyrir skóg- rækt meðal annars þau að hér væra skilyrði til ræktunar nytjaskóga, skógur styddi landgræðslu og aðra ræktun og nefna mætti einnig fag- urfræðileg sjónarmið. Ráðherra kvaðst einnig vilja nefna hversu mikla ánægju hann hefði sjálfur haft af eigin skógrækt við sumar- bústað þeirra hjóna. Með því að hlúa að gróðri jarðar væri verið að skapa eitthvað nýtt sem færði mönnum gleði og lífsfyllingu. Eftir athöfnina í Stekkjargjá hélt dagskrá áfram í Valhöll og þar flutti Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra ræðu. Hann sagði atorku, framsýni og þollyndi einkenna starf skógræktarmanna og óskaði þeim til hamingju með tímamótin. Hann sagði öldina framundan vera tíma skógræktar sem stefndi að þvi markmiði að skógurinn gæfi af sér timbur, yki skjól og landgæði, skap- aði atvinnu og stuðlaði að jákvæðri byggðaþróun í landinu. Hann sagði stjómvöld treysta á þann hugsjóna- ríka her um landið allt sem nú stæði fyrir skógræktarverkefnum. Ráð- herra boðaði þá stefnu að selja ýms- ai’ ríkisjarðir, sem væra betur komnar í höndum einstaklinga, eyðijarðir og aðrar sem hentuðu vel undir skógrækt. Kvaðst hann munu ræða það í ríkisstjórn hvort lausar jarðir yrðu boðnar skógræktarfé- lögum til að taka þar upp skógrækt- arverkefni. Bfll frá Toyota Skógræktarfélaginu bárast einn- ig gjafir og kveðjur. Páll Samúels- son, stjórnarformaður Toyota-um- boðsins, P. Samúelssonar, afhenti Toyota-pallbfl sem fyrirtækið gaf félaginu og tók Magnús formaður við lyklunum úr hendi hans. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði samstarf sveitarfélaganna við skógræktarfélög hafa verið mikið. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að sambandið og Skógræktarfélag- ið legðu fram 250 þúsund krónur á ári í fimm ár til að stofna sjóð sem styrkja myndi fólk til náms í skóg- fræði. röll og álfar, draugar, huldufólk og fleiri þjóð- sagnaverur slást í förina og gera ferðalagið ^ ógleymanlegt. Rfldsstj órnarfundur Ákveðið að styrkja lokun kjarnorku- versins í Tsjernðbfl Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær- dag vora tekin fyrir nokkur mál á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar á meðal var staðfesting tvísköttunar- samnings milli Islands og Belgíu, sem kemur í veg fyrir að fólk sé tvískattað fyrir sömu tekjumar í löndunum tveimur. Einnig var til umfjöllunar skipun starfshóps sem vinna á að mótun framtíðarstefnu um þátttöku Islands í friðargæslu en vinnuhópurinn mun leitast við að fá heildarmynd af því hvernig þátttöku íslands verður háttað í framtíðinni og hvernig staðið verður að henni. Á fundinum í gær var ákveðið að haldið yrði áfram að styrkja Úkra- ínumenn vegna lokunar á kjarnorku- verinu í Tsjemóbfl. Islendingar hafa ásamt öðrum Evrópuþjóðum veitt fjármuni í þetta verkefni en gíf- urlega kostnaðarsamt er að loka kjarnorkuverinu. Umhverfisslys í Tsjemóbfl gæti haft áhrif um alla álf- una og því mikilvægt að kjarnorku- verinu verði lokað. Breytingar á viðaukum og bókun- um við EES-samninginn vora einnig teknar fyrir en þar era á ferðinni ýmsar tillögur og ákvarðanir fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um samræmingu laga aðildar- ríkjanna sem lúta að ýmsum þáttum þjóðfélagsins. Kristnihátíð Prestur í hverju héraði SAMKVÆMT upplýsingum Biskupsstofu verður prestur til taks í öllum héruðum landsins um næstu helgi þeg- ar kristnihátíð stendur yfir á Þingvöllum. Að sögn Þorvaldar Karls Helgasonar biskupsritara verða prestar í öllum héruð- um sem munu sinna prests- störfum þar en ekki fara til Þingvalla og á það sama við um höfuðborgarsvæðið. „Langflestir prestar fara til Þingvalla en það er alltaf ein- hver kirkja sem þjónar á hverju svæði,“ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.