Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 14

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Faðir Martin tekur hér við framlagi fyrir þrælabörn á Indlandi hjá Karli Sigurbjörnssyni biskupi. Þrjátíu milljónir til að leysa indversk börn úr ánauð BISKUP íslands, Karl Sigur- björnsson, afhenti í gær föður Martin, stofnanda og leiðtoga Social Action Movement- samtakanna í Indlandi 30 millj- önir kröna til að leysa börn úr skuldaánauð. Féð safnaðist fyrr í sumar fyrir tilstilli Hjálparstarfs kirkjunnar eftir að fréttir bárust um barnaþrælkun þar í landi og kvaðst biskup vilja þakka íslend- ingum örlæti og góð viðbrögð. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, kvaðst ekki hafa reynt slfkar undirtektir áður og sagði ekki síður hafa verið ánægjulegt að fá svo mörg símtöl þar sem fólk lýsti stuðningi sfnum og ánægju ineð framtakið. Jónas sagði féð yfirfært til Indlands smám sam- an á næstu misserum eftir því sem verkefnin þar krefjast enda væri hér um langtímaverkefni að ræða. Biskup sagði þetta eins konar þjóðargjöf Islendinga til að leysa ánauðug börn á Indlandi í tilefni af kristnihátíðinni, eins konar upptaktur að henni. Hann sagði þakklæti íslendinga endur- speglast í þessum miklu við- brögðum, þakklæti fólks fyrir barnalán og það að búa í frjálsu þjóðfélagi. Sagði biskup slíkt þakklæti spretta af rótum þess sem íslendingar væru nú að minnast með kristnihátíðinni. Mikil vinna að fá börn leyst úr ánauð Faðir Martin, eða séra Martin, kvað sér heiður að því að taka við þessum fjármunum og vildi koma á framfæri þakklæti frá skjólstæðingum sínum. Hann sagðist vilja fullvissa Islendinga um að féð yrði notað til að leysa indversk börn úr ánauð vegna skulda foreldranna. Social Action Movement-samtökin beita sér einkum í borginni Kanchip- uram þar sem er mikil miðstöð silkivefnaðar en þar er einnig há- borg hindúismans. Séra Martin sagði það oft kosta mikla vinnu að fá börnin leyst úr ánauð, greiða þyrfti skuld foreldranna með einhverju móti og siðan yrði að styðja börn- in til náms. Þau hefðu hvorki efni á að kaupa bækur né föt og því yrði að styrkja þau áfram. Þá væri oft erfítt að fá 12 til 13 ára börn til að samþykkja að setjast á skólabekk með 6-7 ára börnum og því hefði verið stofnaður sér- stakur undirbúningsskóli fyrir þau. Einnig sagði liann það iðu- lega koma fram að eigendur vef- stofanna krefðust gífurlegra vaxta sem gætu ekki verið eðli- legir og sagði hann stundum þurfa að leita réttar fyrir hönd barnanna fyrir dómstólum. 300-400 millj. framkvæmdir til að Norræna geti lagst að bryggju Framkvæmdir í Seyðisfirði ekki inni á áætlun STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að ekkert erindi hafi borist frá Smyril Line um hafnar- framkvæmdir sem nauðsynlegar eru í Seyðisfirði til að ný ferja fyrirtæk- isins, Norræna, geti lagst að bryggju þar. Hann segir að málið hafi lítillega verið skoðað hjá Siglingamálastofn- un en það sé á algeru framstigi. Jónas Hallgrímsson, stjómarfor- maðm’ Smyril Line, sagði í Morgun- blaðinu í gær að mikilvægt sé að ís- lensk stjórnvöld aðstoði fyrirtækið við að fjármagna framkvæmdirnar en þær eru taldar kosta 300 til 400 milljónir ki’. „Framkvæmdirnar eru ekki inni á neinni áætlun. Hafnaráætlun er í endurskoðun og verður lögð fram á Alþingi í haust. Þá verður væntan- lega tekið tillit til Seyðisfjarðar eins og annarra hafna og þá væntanlega þessa stóra verkefnis," segh’ Sturla. Hann lýsir ánægju sinni með það að samningar skuli hafa verið gerðir um smíði nýrrar Norrænu. LítilJ áhugi á kristnitökuhátíð FÁIR virðast ætla á kristnitökuhá- tíð á Þingvöllum ef marka má skoð- anakönnun sem fyrirtækið Price- WaterHouseCoopers gerði í júní- mánuði. Könnunin fór fram símleiðis og var úrtakið 1200 manns af öllu landinu en svarhlutfall var 60%. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir gerðu ráð fyrir því að fara á kristnitökuhátíðina. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 10,2% gera ráð fyrir því að fara en 82,8% sögðust ekki ætla. Óákveðnir eru 6,7%. Hlutfall þeirra sem gera ráð fyrir því að fara er lægst hjá aldurshópn- um 18 til 24 ára þar sem aðeins 6,7% segjast ætla á hátíðina en 86,7% búast ekki við þvi að fara. Hæst er hlutfallið hins vegar hjá aldurshópn- um 35 til 44 ára en af þeim gera 16% ráð fyrir þvi að fara á hátíðina en 75,7% ætla ekki að fara. Lítill áhugi á landsbyggðinni Áhuginn á hátíðinni virðist vera mismunandi eftir landshlutum. Mestur er hann meðal höfuðborgar- búa en samkvæmt könnuninni gera 17,5% þeirra ráð fyrir þvi að fara að I PíPÍÍl 4£^ÚS JGNA5 JÓHAHM&X KKÍHAHf £SAÚ MAltiA KMJFAS J m OOLÍAT AOAM 5VA HÓl AöftAHAM SAHA W>T S&MS&H úg gui $ $ TÓMA6 J“»Í.ArU5 UAHASBAS NTBUKADNtSAR ÍSAK íf>«ATl JlASX KS.HÍÍK.KA SACGWHN CNROTTMIMGtM AF AAfíA JgSÓA JÓHAS .i,\d i HiflWS WAH3A JHiORÉf. ?>ÍATT£UV LASAHtf*SÍMGK HÉTUHf i 1 gkáh? famiA kauœ hmmm, wtóv | Im sáká im m ttútte&msAR fsm ímzmi mmmA • ÚMf.US flUKÞúS WAHÍA AHVKt& MATTKUS UkSAmjS PÉTtitt I , TA» SAWULL DAVÍIi MAttfA MAGDALBNA JÓS*| í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi hefur Háskólaútgáfan gefið út bókina Fyrirheitna landið sem hefur að geyma þekktustu frásagnir biblíunnar. Fyrirheitna landið er úrval frásagna sem hafa orðið kveikja sköpunar meðal rithöíunda, tónskálda og listamanna í gegnum aldimar. Áhrifa biblíunnar gætir á öllum sviðum mannlegra samskipta og í daglegu máli. Hér eru saman komnar frásagnir sem eru lykillinn að dýpri skilningi á menningu okkar og samfélagi. Nuddpottan Fullbúnir acryl nuddpottar Vatnsnudd, hreinsitæki, ozintor, Ijós, höfuðpúðar, trégrind, full einangraðir með einangruðu loki. Uppsettir í sýningarsal okkar OPIÐ ÖLLKVÖLD TILKL 21 Jtfl METRO Skeifan 7 • Sími S25 0800 Þingvöllum á meðan 74% ætla ekki. Annars staðar virðist áhuginn vera minni og í þremur landshlutum kveðst enginn ætla að fara á hátíðina ef marka má niðurstöður könnunar- innar. Þetta eru Norðurland vestra, þar sem 96% ætla að sitja heima en 4% eru óákveðin, Vestftrðir, þar sem 94,7% ætla ekki að fara en 5,3% eru óákveðin, og Austurland, þar sem enginn aðspurðra gerir ráð fyrir því að fara. Rétt er að taka fram að til- tölulega fáir eru á bak við svörin í þessum landshlutum. --------------------- Borgarráð Borgarstjóri tilnefni fulltrúa í BÓKUN Reykjavíkurlista, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í vikunni í framhaldi af bókun Sjálf- stæðisflokks vegna setu í stjóm Línu-Nets hf., segir að oddviti sjálf- stæðismanna geti sjálfum sér um kennt hvemig farið hafi með stjórn- arsætið. Sú almenna regla gildi um hlutafélög í eigu borgarinnar að borg- arstjóri tilnefni fulltrúa borgarinnar. Fram kemur að allur gangur hafi verið á því hvort þar hafi átt sæti póli- tískir fulltrúar og þar með einstakl- ingai’ úr meiri- eða minnihluta borg- arstjórnar, segir ennfremur í bókuninni. Bent er á að enginn full- trúi minnihluta hafi verið í stjóm Afl- vaka hf. fyrir árið 1994. Núverandi meirihluti hafi hins vegar tekið upp þau vinnubrögð að hafa samráð við núverandi minnihluta um stjórnar- sæti. „Fyrir aðalfund Línu-Nets hf. lá ekkert fyrir um að sjálfstæðismenn vildu gera breytingar á stjórninni og Inga Jóna Þórðardóttir hafði hvorki samráð við borgarstjóra né formann stjórnar um breytingar á stjóminni," segir í bókuninni. ♦ ♦ ♦ Aukafundur í borgarstjórn BOÐAÐ hefur verið til aukafundar í borgai’stjóm kl. 17 í dag en minnihluti Sjálfstæðisflokks fór fram á aukafund á fundi borgairáðs í vikunni. I bókun minnihlutans, sem lögð var fram á fundi borgarráðs, var ákvörð- un borgarstjóra um að útiloka full- trúa Sjálfstæðisflokkins úr stjóm Línu-Nets hf. harðlega mótmælt. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra var ákveðið að verða við ósk minnihlutans um aukafund og ákvörðun tekin um að halda hann á venjubundnum fundai’tíma borgai’- stjómar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.