Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 20

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kom til þakkar- og bænar- stundar í Oddakirkju á Rangárvöllum vegna jarðskjálftanna. Biskup í Odda á Rangárvöllum Þakkar- og bænastund vegna j ar ðskj álftanna Hellu - Síðastliðið sunnudagskvöld fjölmenntu íbúar í Rangárþingi til samverustundar í Odda með sókn- arpresti sínum og biskupi íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur ávarpaði samkomuna í upphafi, en biskup flutti hugleiðingu og bæn. Sérstaklega var beðið fyrir þeim sem um sárt eiga að binda vegna heimilismissis og eignatjóns auk þeirra sem í starfa í eldlínunni að björgunar- og hjálparstörfum, en hugir manna eru um þessar mund- ir fullir þakklætis vegna þeirrar staðreyndar að enginn týndi lífi í þessum náttúruhamförum. Að lok- inni athöfn áttu kirkjugestir stutta stund með biskupi yfir kaffibolla í safnaðarheimili kirkjunnar. Vínbúð opnuð í Kaup- félaginu á Hvammstanga Hvammstanga - Nú í júní var opnuð áfengisverslun á Hvammstanga. Versluninni var valinn staður í bygging- arvöruverslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, en fjórir aðilar höfðu boðið að- stöðu fyrir verslunina. Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, bauð gesti velkomna í hófi sem haldið var af tilefni þessara tíma- móta og sagði markmið iyr- irtækisins að veita lands- mönnum sem besta þjónustu. Þessi sölustaður væri einn af þremur sem opnaður yrði á þessu ári. Gunnar V. Sigurðsson kaupfélagsstjóri bauð útibú ÁTVR velkomið á Hvammstanga og sagði þessa vínbúð vera í beinu framhaldi af sameiningu sveitarfélaga í hérað- inu. Minnti hann á að menn hefðu í gegn um tíðina haft ýmis ráð til að ná sér í sopann og heimilisiðnaður hefði ekki verið minni hér en annars stað- ar á landinu. Útsölustjóri ÁTVR á Hvamms- tanga er Hrólfur Egilsson, verslun- arstjóri byggingarvörudeildar. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hrólfur Egilsson við afgreiðslu í nýrri vín- búð á Hvammstanga. Krakkamir frá Sauðárkróki og Blönduósi áttu góða stund saman á golfvellinum við Blönduós. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mikill golfáhugi hjá börnunum Blönduósi - Á fiinmta tug bama frá Sauðárkróki og Blönduósi ásamt leiðbeinendum og foreldmm hittust fyrir skömmu á golfvelli Blöndósinga í Vatnahverfi. Tilgangurinn var að efla kynni barna á Norðurlandi vestra sem áhuga hafa á golfíþróttinni og af því tilefni var komið á fót litlu móti. Keppt var í fjórum flokkum og var miðað við aldur og getu. Sigurvegarar í þessu móti voru krakkarnir allir því þau voru til fyrirmyndar eins og veðrið sem lék við þau þessa samveru- stund í Vatnahverfi við Blönduós. Minnisvarði afhjúpað- ur á Laugarbrekku Hellissandi - Listaverk Ásmundai- Sveinssonar, sem jafnframt er minnisvarði, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, var afhjúpað við hátíðlega athöfn af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Laugar- brekku á Hellnum sl. sunnudag. Listaverkið var sett upp sem minnisvarði um Guðríði Þorbjam- ardóttur og son hennar Snorra Þor- finnsson og er því komið fyrir á myndarlegum grágrýtissteini. Lagður hefur verið verið vegur frá þjóðveginum ofan Laugarbrekku að bílastæði við enda vegarins og gangstígur að tveimur grjótveggj- um sem mynda umgjörð um minnis- varðann. Við gangstíginn er skilti sem skýrir frá ferðum og ættferli Guðríðar í máli og myndum. Texti er á íslensku og ensku. Skúli Alexandersson bauð gesti velkomna og var kynnir við athöfn- ina og lýsti ánægju sinni yfir því hve margir væru komnir til þessarar at- hafnar. Hann sagði að hér væri um fyrsta áfanga að ræða í íyrirhuguð- um aðgerðum við umhverfi Laugar- brekku. Vaknað hefði áhugi hér um slóðir að vekja athygli á þessum stað sem væri æsku- og fæðingar- bær Guðríðar þorbjamardóttur auk þess að vera margháttaður sögu- staður. Næsti áfangi væri að gera göngustíga heim að bæjar- og kirkjustæðunum og að Þinghamri. Athöfnin hófst með því að tvær ungar frá Hellissandi, þær Guðríð- ur Þorkelsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, léku tónverk á flaut- ur undir stjóm Key Wiggs. Þá flutti Kristján Kristjánsson ljóðið „Vel- komin heim Guðríður" sem hann hafði gert í tilefni þessa atburðar. Guðrún Bergmann fór í ávarpi sínu yfir sögu Guðríðar Þorbjamardótt- ur og nefndi til þá aðila sem staðið hefðu að framkvæmdum á staðnum og þakkaði öllum fyrir vel unnin störf. í lok ávarps síns bað hún for- seta íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son, að afhjúpa minnisvarðann. Eftir þá athöfn ávarpaði forset- inn samkomuna. Hann þakkaði fyr- ir það framtak sem hér hefði verið gert, að minnast Guðríðar Þor- bjamardóttur á landafundaári hér á fæðingarstað hennar á svo myndar- legan hátt sem sjá mætti. Fjallaði hann síðan um sögu Guðríðar, m.a. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson forseti flytur ávarp við afhjúpun styttu Ásmundar Jónssonar. hennar sérstaka hlut sem konu og landkönnuðar. Guðríður Þorbjam- ardóttir stæði ein kvenna sem víð- förull landkönnuður í mjög fjöl- mennum hópi karla. Að lokinni ræðu forseta léku flautuleikaramir „ísland ögmm skorið“ og var síðan haldið til Hell- issands í félagsheimilið Röst þar sem öllum var boðið til kaffisamsæt- is sem konur úr Kvenfélagi Hellis- sands stóðu fyrir. Þar ávörpuðu bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, Finnbogi G. Lárusson og Friðjón Þórðarson samsætið. Að loknum þeim ávörpum þakkaði Skúli Alex- andersson gestum fyrir komuna og fyrir þá ánægjulega dagstund sem þessi athöfri hefði verið. I Guðríðar- og Laugarbrekku- hópnum em: Guðrún Bergmann, Kristinn Jónasson, Ragnhildur Sig- urðardóttir, Reynir Bragason og Skúli Alexandersson. Þessi hópur sér um framkvæmdir við Laugar- brekku. Stressið burtí Nauðsynlegt í nuddpottinní Élh leilsuhúsið Skðlavöröustíg, Ktmglunni og Smáratorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.