Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kom til þakkar- og bænar- stundar í Oddakirkju á Rangárvöllum vegna jarðskjálftanna. Biskup í Odda á Rangárvöllum Þakkar- og bænastund vegna j ar ðskj álftanna Hellu - Síðastliðið sunnudagskvöld fjölmenntu íbúar í Rangárþingi til samverustundar í Odda með sókn- arpresti sínum og biskupi íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur ávarpaði samkomuna í upphafi, en biskup flutti hugleiðingu og bæn. Sérstaklega var beðið fyrir þeim sem um sárt eiga að binda vegna heimilismissis og eignatjóns auk þeirra sem í starfa í eldlínunni að björgunar- og hjálparstörfum, en hugir manna eru um þessar mund- ir fullir þakklætis vegna þeirrar staðreyndar að enginn týndi lífi í þessum náttúruhamförum. Að lok- inni athöfn áttu kirkjugestir stutta stund með biskupi yfir kaffibolla í safnaðarheimili kirkjunnar. Vínbúð opnuð í Kaup- félaginu á Hvammstanga Hvammstanga - Nú í júní var opnuð áfengisverslun á Hvammstanga. Versluninni var valinn staður í bygging- arvöruverslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, en fjórir aðilar höfðu boðið að- stöðu fyrir verslunina. Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, bauð gesti velkomna í hófi sem haldið var af tilefni þessara tíma- móta og sagði markmið iyr- irtækisins að veita lands- mönnum sem besta þjónustu. Þessi sölustaður væri einn af þremur sem opnaður yrði á þessu ári. Gunnar V. Sigurðsson kaupfélagsstjóri bauð útibú ÁTVR velkomið á Hvammstanga og sagði þessa vínbúð vera í beinu framhaldi af sameiningu sveitarfélaga í hérað- inu. Minnti hann á að menn hefðu í gegn um tíðina haft ýmis ráð til að ná sér í sopann og heimilisiðnaður hefði ekki verið minni hér en annars stað- ar á landinu. Útsölustjóri ÁTVR á Hvamms- tanga er Hrólfur Egilsson, verslun- arstjóri byggingarvörudeildar. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hrólfur Egilsson við afgreiðslu í nýrri vín- búð á Hvammstanga. Krakkamir frá Sauðárkróki og Blönduósi áttu góða stund saman á golfvellinum við Blönduós. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mikill golfáhugi hjá börnunum Blönduósi - Á fiinmta tug bama frá Sauðárkróki og Blönduósi ásamt leiðbeinendum og foreldmm hittust fyrir skömmu á golfvelli Blöndósinga í Vatnahverfi. Tilgangurinn var að efla kynni barna á Norðurlandi vestra sem áhuga hafa á golfíþróttinni og af því tilefni var komið á fót litlu móti. Keppt var í fjórum flokkum og var miðað við aldur og getu. Sigurvegarar í þessu móti voru krakkarnir allir því þau voru til fyrirmyndar eins og veðrið sem lék við þau þessa samveru- stund í Vatnahverfi við Blönduós. Minnisvarði afhjúpað- ur á Laugarbrekku Hellissandi - Listaverk Ásmundai- Sveinssonar, sem jafnframt er minnisvarði, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, var afhjúpað við hátíðlega athöfn af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Laugar- brekku á Hellnum sl. sunnudag. Listaverkið var sett upp sem minnisvarði um Guðríði Þorbjam- ardóttur og son hennar Snorra Þor- finnsson og er því komið fyrir á myndarlegum grágrýtissteini. Lagður hefur verið verið vegur frá þjóðveginum ofan Laugarbrekku að bílastæði við enda vegarins og gangstígur að tveimur grjótveggj- um sem mynda umgjörð um minnis- varðann. Við gangstíginn er skilti sem skýrir frá ferðum og ættferli Guðríðar í máli og myndum. Texti er á íslensku og ensku. Skúli Alexandersson bauð gesti velkomna og var kynnir við athöfn- ina og lýsti ánægju sinni yfir því hve margir væru komnir til þessarar at- hafnar. Hann sagði að hér væri um fyrsta áfanga að ræða í íyrirhuguð- um aðgerðum við umhverfi Laugar- brekku. Vaknað hefði áhugi hér um slóðir að vekja athygli á þessum stað sem væri æsku- og fæðingar- bær Guðríðar þorbjamardóttur auk þess að vera margháttaður sögu- staður. Næsti áfangi væri að gera göngustíga heim að bæjar- og kirkjustæðunum og að Þinghamri. Athöfnin hófst með því að tvær ungar frá Hellissandi, þær Guðríð- ur Þorkelsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, léku tónverk á flaut- ur undir stjóm Key Wiggs. Þá flutti Kristján Kristjánsson ljóðið „Vel- komin heim Guðríður" sem hann hafði gert í tilefni þessa atburðar. Guðrún Bergmann fór í ávarpi sínu yfir sögu Guðríðar Þorbjamardótt- ur og nefndi til þá aðila sem staðið hefðu að framkvæmdum á staðnum og þakkaði öllum fyrir vel unnin störf. í lok ávarps síns bað hún for- seta íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son, að afhjúpa minnisvarðann. Eftir þá athöfn ávarpaði forset- inn samkomuna. Hann þakkaði fyr- ir það framtak sem hér hefði verið gert, að minnast Guðríðar Þor- bjamardóttur á landafundaári hér á fæðingarstað hennar á svo myndar- legan hátt sem sjá mætti. Fjallaði hann síðan um sögu Guðríðar, m.a. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson forseti flytur ávarp við afhjúpun styttu Ásmundar Jónssonar. hennar sérstaka hlut sem konu og landkönnuðar. Guðríður Þorbjam- ardóttir stæði ein kvenna sem víð- förull landkönnuður í mjög fjöl- mennum hópi karla. Að lokinni ræðu forseta léku flautuleikaramir „ísland ögmm skorið“ og var síðan haldið til Hell- issands í félagsheimilið Röst þar sem öllum var boðið til kaffisamsæt- is sem konur úr Kvenfélagi Hellis- sands stóðu fyrir. Þar ávörpuðu bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, Finnbogi G. Lárusson og Friðjón Þórðarson samsætið. Að loknum þeim ávörpum þakkaði Skúli Alex- andersson gestum fyrir komuna og fyrir þá ánægjulega dagstund sem þessi athöfri hefði verið. I Guðríðar- og Laugarbrekku- hópnum em: Guðrún Bergmann, Kristinn Jónasson, Ragnhildur Sig- urðardóttir, Reynir Bragason og Skúli Alexandersson. Þessi hópur sér um framkvæmdir við Laugar- brekku. Stressið burtí Nauðsynlegt í nuddpottinní Élh leilsuhúsið Skðlavöröustíg, Ktmglunni og Smáratorgi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.