Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 22

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/KVM Magnús Gíslason borstjóri, Sigurður Hreinsson og Guðmundur Örn Hansson aðstoðarborstjóri. Heitavatnsfundur í Eyja- og Miklaholtshreppi Grundarfirði - Heitt vatn hefur fundist f Eyja- og Miklaholtshreppi, nánar til tekið f landi Eiðhúsa, skammt frá Vegamótum. Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Sigurður Hreinsson, sem fæst við hausaþurrkun á Miðhrauni í Miklaholtshreppi, stuðlaði að og hvatti til leitar að heitu vatni í ná- grenni býlisins. Eftir ákveðið ferli var hafist handa við þessa framkvæmd á veg- um hreppsins undir leiðsögn Krist- jáns Sæmundssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, og með stuðningi orkusjóðs. Nokkur árangur er nú fenginn því á laugardaginn var komu bor- menn niður á sprungu á rúmlega 200 metra dýpi, sem gefur um 4 sekúndulítra af sjóðandi sjálfrenn- andi vatni. Að sögn Kristjáns Sæmundssonar er verkefni þessu ekki lokið. Ætlun- in er að finna legu sprungunnar en vatnið í henni er 110-120 gráðu heitt og bora sfðan dýpri holu ofan í hana í von um að finna meira vatn, sem nýst gæti íbúum hreppsins til húshitunar og annarrar orkuþarfa. Nýr golfskáli í notkun í Miðdal VÍGÐUR var nýr golfskáli Golf- klúbbsins Dalbúa laugardaginn 23. júní sl. Golfvöllurinn er í Miðdal, rétt innan við Laugarvatn. Skálinn er rúmlega 60 fm að stærð og hinn veglegasti að allri gerð. Hann stendur á fögrum stað rétt ofan við hina aldagömlu kirkju í Miðdal. Fagurt útsýni er yfir golfvöllinn og mikinn hluta Laug- ardals. Karl Eiríksson bygginga- meistari reisti húsið en Laugardals- hreppur veitti styrk til þess verks. Að öðru leyti unnu félagsmenn að byggingunni í sjálfboðavinnu. I skálanum er daglega boðið upp á veitingar og golfvörur og unnið er af krafti við framkvæmdir á vellin- um. Þessi nýi skáli gerbreytir allri aðstöðu Dalbúa. Fjölmenni var við opnunina og blessaði sóknarpresturinn, séra Rúnar Egilsson, húsið og starfsem- ina þar. Formaður klúbbsins, Gunnar G. Schram, prófessor, lýsti framkvæmdum og þakkaði öllum sem hönd höfðu lagt á plóginn við gerð þessa glæsilega húss. Stjóra Dalbúa við vígsluna. Siguróli Jóhannsson, Gunnar G. Schram for- maður, Jón Þ. Hilmarsson, Olafur Pálsson og Þórir B. Guðmundsson. Morgunblaðið/J6n Sig Skemmtiferðabáturinn Kópur HU 2 frá Blönduósi mun sigla um Húnaflóann f sumar. Sæheimar á Blönduósi Töfrar Húnaflóa í boði fyrir almenning Blönduósi - Fyrirtækið Sæheimar ehf. á Blönduósi býður upp á dagleg- ar skemmtisiglingar í Húnafirði í sumar á farþegabátnum Kópi HU 2. Báturinn, sem er keyptur frá Isa- firði, getur tekið fimmtán manns og er boðið upp á hvala-, sela- og fugla- skoðunarferðir með leiðsögn og er lagt frá bryggju frá Blönduósi kl. 10 og tekur hver ferð um eina og hálfa til tvær klukkustundir. í áætlunarferðum er siglt út að Eyjarey sem er milli Blönduóss og Skagastrandar eða Fásla-úð við Vatnsnes ef veður leyfir. Á þessum slóðum er mikið dýralíf. Landsþekkt selalátur eru á þessu svæði og hvalir ekki óalgengir. Auk þess sem að framan greinir er boðið upp á margskonar ferðir utan hefðbund- inna áætlunarferða að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, markaðsfulltrúa fyrirtækisins. Nefndi hún m.a. sjó- stangaveiði, siglingu til Skaga- strandar með kvöldverði í Kántríbæ, kvöldsiglingu inn í sólarlagið, ferðir til Hólmavíkur og margt fleira. Möguleikar á notkun bátsins ein- skorðast ekki bara við það sem áður er upptalið því töfrar Húnaflóans eru óendanlegir þannig að verkefnin ættu að vera næg. Unnur gat þess að gott samstarf væri við kaffihúsið Við árbakann á Blönduósi sem m.a. sér um bókanir í ferðir og útbýr veit- ingar. Hitaveita Rangæinga í stórframkvæmdum Ný hitaveitulögn kom sér vel eftir jarðskjálftana Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Starfsmenn Hitaveitu Rangæinga hífa rör og koma fyrir á sínum stað en nýja lögnin gegndi stóru hlutverki í nýafstöðnum jarðskjálftum. Myndin er tekin fyrir skjálftana. Nýja lögnin er úr foreinangruðum stálpípum Hellu - í nýafstöðnum jarðskjálft- um fór heitt vatn af stóru svæði sem Hitaveita Rangæinga þjónar. Það tók ekki nema tvo daga að koma heitu vatni á aftur til Hellu og ná- grennis en örlítið lengri tíma til Hvolsvallar. Skipti sköpum að starfsmenn veitunnar hafa í vor unnið að nýrri lögn í stað upphaf- legrar asbestlagnar frá 1982. Að sögn hitaveitustjórans, Ing- vars Baldurssonar, er nýja lögnin frá Laugalandi að Hellu um 10 kíló- metra löng en gamla lögnin er enn í notkun milli Hellu og Hvolsvallar, um 16 km. Starfsmenn hafa þurft að gera við hana á mörgum stöðum auk lagna innan þorpanna sem skemmd- ust nokkuð við skjálftana, aðallega þó þann stærri á þjóðhátíðardaginn. Gamla lögnin á svæði frá Rauða- læk að Hellu skemmdist gífurlega mikið og sagði Ingvar að þeir væru sannarlega í mjög erfiðri stöðu núna ef vinna við þessar framkvæmdir hefði ekki verið komin eins langt og raun ber vitni. Framkvæmt fyrir hundruð milljóna „Vinna við þessa nýju lögn er framhald af fyrra árs vinnu er ný borhola var tekin í notkun í Kaldár- holti, einmitt þar sem upptök fyrri skjálftans voru. Leit hófst að heitu vatni ’97-’98 er boraðar voru 36 rannsóknarholur sem endaði með því að á þessum stað fannst nægi- legt 70° heitt vatn. Farið var út í 180 milljóna króna framkvæmdir. Boruð var vinnslu- hola og hún virkjuð, byggt dæluhús og 10 km lögn lögð að dæluhúsi okk- ar á Laugalandi. Nýja dælustöðin í Kaldárholti var svo gangsett í jan- úar sl. Við erum núna með tvær hol- ur á Laugalandi þar sem vatnið er um 100° heitt í annarri þeirra en vatnsmagnið ekki nægilegt. í Kald- árholti er nægilegt vatnsmagn og til að geta nýtt það var nauðsynlegt að skipta um lagnir. Asbestlagnir hafa þann ókost að hitatapið verður allt að 30%, þær liggja ofanjarðar í moldargarði huldar grasi og það er mikill kostnaður við að verja garð- inn. Auk þess er lögnin, eins og fram hefur komið, illa varin fyrir jarðskjálftum. Nýja lögnin er úr foreinangruð- um stálpípum, grafin í jörð og á að standast betur skjálfta eins og við erum nýbúin að reyna. Áætlaður kostnaður við nýju lögnina alla leið á Hellu er um 100 milljónir króna,“ sagði Ingvar. Hönnun nýju lagnarinnar var í höndum WVS-verkfræðiþjónust- unnar. Ný sóknarfæri með nýrri lögn Að sögn Ingvars hafa með auk- inni afkastagetu skapast möguleik- ar á að stækka þjónustusvæði hita- veitunnar. I fyrra var lögð lögn að Sumarliðabæ í Ásahreppi og að kjúklingahúsum Reykjagarðs á Ás- mundarstöðum í vor. „Við erum í viðræðum við stóra notendur í Gunnarsholti og Þykkva- bæ og sumarhúsabyggðin við Gísl- holtsvatn, á Ketilsstöðum og víðar hefur einnig möguleika á að fá teng- ingu eftir þessar aðgerðir,“ sagði Ingvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.