Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 41

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 41 „Frá augnabliki til augnabliks“. Horft í gegnum hraunsjávarsjónauka. vísa í þessi ólíku þemu með sömu að- ferð.“ Verk í eigu margra safna Verk Halldórs eru í eigu stærstu listasafnanna hérlendis og íslenskra stórfyrirtækja en auk þess eiga nú- tímalistasafnið í Helsinki, Guggen- heim-safnið í New York í Bandaríkj- unum og Nútímalistasafnið í New York verk eftir hann. „Yfirleitt reyni ég að vinna verkin út frá þeim stað sem þau eiga að tilheyra,“ segir Halldór. „Verkið sem ég gerði fyrir Islenska erfðagreiningu í fyrra var til dæmis unnið út frá þeim stað, bæði huglægt og í sambandi við bygginguna." Mörg verk Halldórs virðast ekki bjóða upp á miklar til- færslur, vatn í opnum skálum, ör- mjóir hraunþræðir, bambusstangir í gömlum bát - verður hann ekki að vera á staðnum til skapa verkið á hverjum tíma? „Það er auðvitað mis- jafnt. Þau verk sem eru hér verða sennilega bara tekin niður og ekkert geymd sem slík. Hins vegar get ég endurskapað verkin eða fólk sjálft tekið þátt í að skapa verkin með mér. Ég gaf til dæmis verk í brúðargjöf um daginn með leiðbeiningum um hvemig á að útbúa það. Svo getur fólkið ákveðið hvernig það vill hafa verkið á hverjum tíma.“ Lífræn myndlist framtíðarinnar Halldór telur að list og hlutverk hennar eigi eftir að breytast talsvert í framtíðinni. „Ég held að myndlist eigi eftir að verða lífrænni. Það tekur auðvitað tíma fyrir fólk að aðlagast og hætta að hugsa um myndlist bara sem málverk eða höggmynd," segir Halldór. „Ég sé það bara á því sem er að gerast. Óhefðbundin söfn eins og þetta held ég að eigi mikið upp á pallborðið hjá listamönnum nútím- ans og mér sýnist þróunin stefna nokkuð í þá átt. Ef til vill verða ekki til nein listasöfn eða gallerí í framtíð- inni.“ Peysur Æk < I Kvart- Æt * | buxur ^ ! Bolir Stretch-gallabux tiskuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680 Opið daglega kl. 10—18, laugardag kl.10—14. COMPAQ. Tæknival Tæknival býóur ávallt upp á það nýjasta í tölvutækni frá Compaq, sem er þekkt fyrir gæði og áreiðanleika. Compaq er leiðandi í framleiðslu á tölvum í heiminum í dag. Compaq tölvur hafa sannað yfirburði sína og eru óstöðvandi, á verði sem kemur þér á óvart. Þú getur reitt þig á Compaq! Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000 I Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.