Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 47
Naflaskoðun
siðfræðinnar
BÆKUR
Siðfræði
HVERS ER SIÐFRÆÐIN
MEGNUG?
SAFN RITGERÐA í TIL-
EFNI TÍU ÁRA AFMÆLIS
SIÐFRÆÐISTOFNUN AR
Tdlf íslenskir heimspekingar.
Ritstjóri Jón Á. Kalmansson.
títg. Heimspekistofnun,
Háskdlaútgáfan, 1999.
KANNSKI er athyglisverðasta
spui'ningin sem siðfræðin getur
spui-t um sjálfa sig sú, hvort hún geti
kennt siðferði. Það er svo aftur enn
önnur spurning hvort siðfræðin geti
sjálf svarað þessari athyglisverðu
spurningu. I þessu safnriti, þar sem
helstu heimspekingar íslands eiga
framlag, virðist þessi spuming liggja
í loftinu, og stundum er hennar næst-
um spurt beint. Það er aftur á móti
ekki alveg ljóst hvort mikið er um
svör.
Jón Á. Kalmansson ritstjóri grein-
ir frá því í formála að ritið sé einskon-
ar naflaskoðun siðfræðinnar þai' sem
athygli höfundanna beinist að henni
sjálfri, „hlutverki hennar, aðferðum
og umfjöllunarefni, enda er tilgangur
ritsins fyrst og fremst sá að kynda
undir umræðu um greinina, forsend-
ur hennar og markmið“ (bls. 8).
Einnig kemur fram í formála Jóns,
að í bókinni séu ritgerðir um siðfræð-
ikennslu, og ennfremur um eðli
þeirrar þekkingar sem siðfræðin
leiti. Þá eru þar einnig ritgerðir sem
eru fremur tæknilegs eðlis, ef svo má
segja, greining á hugtökum, ritdeilur
um merkingu og greinarmun, líkt og
er háttur fræðinga. Þá hlýtur það
einnig að vera ein ástæða útgáfunnar
að Siðfræðistofnun er að vaxa fiskur
um hrygg, en ástæðan fyrir því að
stofnuninni vai- komið á fót, segir Jón
í formála, var sú að aukin þörf er í
samfélaginu fyi-ir skipulagða um-
i’æðu um siðfræði og siðferði. En líka
hin, að siðfræðimenntuðu fólki hefur
fjölgað mikið.
í stuttri umfjöllun er ekki hægt að
fara nákvæmlega í saumana á öllum
ritgerðunum, og verður hér vikið að
fjórum, næstum af handahófi. Fyrst
verður fyrir valinu ritgerð Kristjáns
Kristjánssonar, Fjársjóður fordóm-
anna. (Það er ekki vafi á að þetta er
lang mest spennandi titillinn í efnis-
yfirlitinu.) Kristján ætlar sér hvorki
meira né minna en sýna fram á að
fordómar séu kannski ekki alvondir.
Þetta gerir hann með því að gera
greinarmun á tvenns konai' fordóm-
um, annars vegar því sem hann nefn-
ir fljótadóma og hins vegar það sem
hann kallar forherta dóma. Hinir
fyrmefndu „endurspegla ýmsar erfi-
skoðanir og alþýðuspeki, lausahjal og
almælt sannindi sem viðkomandi hef-
ui' ekki fyrir að staðfesta en étur upp
eftir öðrum íhugunarlaust" (bls. 44).
Forhertir dómar „eru dómar sem
eru ekki einasta felldir áður en rök
og réttmæti liggja fyrir heldur af að-
ila sem veit eða á skilyrðislaust að
vita betur en þrjóskast í villu sinni“
(bls. 45).
Hugmynd Kristjáns er síðan sú, að
fljótadómar séu nytsamlegir til þess
að hefja umræðu og verða skotspón-
ar gagnrýni. Til dæmis hin algenga
afstæðishyggja ungs fólks, sem
Kristján sýnir með dæmum að hægt
sé að veikja hastarlega og gefa þar
með í skyn að siðferðileg hugsun
kunni að vera sammannleg. Sá „fjár-
sjóður“ sem Kristján finnur í for-
dómunum reynist þannig vera þau
not sem hafa má af þeim. Hann ætlar
sér því ekki, þegar allt kemur til alls,
að hafna þeirri útbreiddu skoðun að
fordómar séu einfaldlega slæmir.
Það er samt forvitnilegt að sjá fræði-
mann gera eitthvað annað við for-
dóma en fordæma þá. Til er sú kenn-
ing, sem kannski mætti vekja máls á
hér, að síðan á tímum Upplýsingar-
innar hafi fræði- og vísindamenn ver-
ið helst til heittrúaðir á röklega skyn-
semi og þessi trú þeirra hafi leitt af
sér það sem nefnt hefur verið for-
dómar gagnvart fordómum. Þýsku
rómantíkinni er oftast eignuð þessi
uppgötvun, en það má samt ekki
ganga svo langt að segja þetta fela í
sér að allri skynsamlegri og rökvísri
hugsun sé hafnað.
Kristján virðist þó ganga út frá því
sem gefnu, að fordómar séu á endan-
um af hinu illa og að þess vegna skuli
unnið gegn þeim og þeir helst upp-
rættir. En hversu raunhæf er þessi
stefna? I framhaldi af skilgreiningu
Kristjáns á fljótadómum, sem til-
greind er hér að ofan, má spyrja
hvort það sé yfirleitt hægt að stað-
festa hvaðeina? Og um forhertu dóm-
ana má spyrja hver nákvæmlega sé
munurinn á því að maður haldi fram
forhertum dómi og hinu að maður sé
viss um eitthvað. Jú, auðvitað getur
maður bara verið viss um það sem
maður hefur sannreynt, en þá kvikn-
ar sú spurning hvemig maður geti
sannreynt aðferðina sem maður not-
ar við að komast að hinu sanna og
þannig er komin af stað vítaruna, því
að maður situr alltaf uppi með óstað-
festa aðferð, eða leið (eða frumfors-
endur), til að sannreyna, og getur
ekki með réttu beitt aðferðinni til að
sannreyna hana sjálfa. Til dæmis er
ekki hægt að sanna hina vísindalegu
aðferð vísindalega. Af þessu öllu leið-
ir einfaldlega það, að þekking manns,
hversu sannreynd og skoðuð og rök-
lega mótuð hún kann að vera, virðist
óhjákvæmilega eiga sér óstaðfestar
rætur. Það er að segja, maður er á
endanum viss um eitthvað sem mað-
m- hefur ekki sannreynt sjálfur -
heldur reiðir sig á hefð og arfbundna
þekkingu. Og það em fordómar. Með
þessu er ekki verið að halda því fram
að Kristján - og flestir aðrir fræðing-
ar sem um fordóma skrifa - vaði í
villu og svima. Bara verið að benda á
að það eru kannski fordómar að vilja
uppræta alla fordóma, því að þar með
er hætt við að maður grafi undan
möguleikanum á þekkingu yfirleitt.
I ritgerðinni Siðfræðikennsla í
skólum gerir Sigii'ður Þorgeirsdóttir
gi'einarmun á lífsgildastefnu annars
vegar og sjálfræðisstefnu hins vegar
og telur að hinni síðarnefndu stefnu
skuli fylgt í siðfi'æðikennslu. (Sigríð-
ur segir áðumefndan' Kristján Krist-
jánsson vera fylgismann lífsgilda-
stefnunnar.) Munurinn á þessum
tveimur stefnum virðist vera sá, að
lífsgildastefnan geri ráð fyrii' að
nemendum séu kennd einhver tiltek-
in lífsgildi, en markmið sjálfræðis-
stefnunnai' sé „að efla siðvit nem-
enda, sem felst í því að örva
siðferðilegt næmi, þroska siðferði-
legt sjálfræði og siðgæðisvitund
þeirra" (bls. 75). Þetta á að gera
nemendum kleift að „taka gagnrýna,
sjálfstæða og ígrundaða afstöðu til
þeiira gilda, viðmiða og vandamála
sem fjallað er um“ (bls. 80). Sigríður
segh' þessa stefnu verða að svara
ásökunum um að hún leiði til afstæð-
ishyggju. Það má efast um að þetta
sé helsti vandinn sem stefnan stend-
ur frammi fyrir, og er öllu líklegra að
svara verði þeirri ásökun að sjálf-
ræðisstefnan sé á endanum tóm. Það
er að segja, hvaðan koma nemendum
forsendur sjálfstæðrar og ígrundaðr-
ar afstöðu til mála, ef ekki úr þeim
þekkingarbrunni sem þeir spretta úr
og taka þannig í arf?
Án slíks brunns væri ekkert að
hafa nema tómið, en svona brunnur
er nær því að vera eins konar lífs-
gildabrunnur, og þar með andstæður
þeirri stefnu sem Sigríður vfil fylgja.
Hún segir að maður eigi að taka
ákvörðun „í ljósi rökstuddra siðferð-
isviðmiða" (bls. 82), en það er óljóst
hvaðan þau viðmið koma, ef ekki úr
einhverjum lífsgildabrunni. Á endan-
um virðist sjálfræðisstefnan sem Sig-
ríður vill fylgja vera sú stefna að
kenna beri nemendum gagnrýna
hugsun. Sigurðm- Kristinsson fer
einnig í saumana á sjálfræðishugtak-
inu í ritgerð sinni, Sjálfræði, löngun
og skynsemi, og ver þá skoðun „að
einstaklingur hafi því meira sjálfræði
sem hann hefur betur ígrundað þau
gildi og þær skoðanir sem ákvarðanir
hans ganga út frá“ (bls. 96). Þannig
virðist Sigurður í grundvallaratrið-
um sammála Sigríði um að forsenda
sjálfræðis sé gagnrýnin hugsun. Páll
Skúlason hefur velt fyrir sér þessu
sama efni, og skrifaði fyrir mörgum
árum um þetta ritgerðina Er hægt að
kenna gagnrýna hugsun? sem er að
finna í Pælingum er út kom 1987. Það
er hægt að vera sammála Sigríði (og
Sigurði og Páli) um mikilvægi gagn-
rýnnar hugsunar, en það má um leið
efast um að kennsla á henni feli í sér
höfnun á lífsgildaviðhorfinu sem Sig-
ríður eignar Kristjáni. Því að hvað er
gagnrýnin hugsun annað en hefð-
bundið, vestrænt lífsgildi?
Guðmundur Heiðar Frímannsson
fer sennilega næst því í sinni ritgerð,
Kennimenn og kennivald, að svara
beinlínis spurningunni um það hvort
siðfræði geti kennt siðferði, og því er
ritgerð hans eiginlega sú athyglis-
verðasta í ritinu. Guðmundur ræðst
þannig á gai'ðinn þar sem hann er
hæstur, en svar hans við spurning-
unni er kannski af þeim sökum frem-
ur óljóst. Hann byrjar á því að gera
greinarmun á kennivaldi og kenni-
mönnum, og telur að hvort tveggja sé
mögulegt í siðferðilegum efnum.
Hann virðist telja að siðfræðingar
geti kennt siðferði. Þeir séu kenni-
menn, því þeir hafi kennivald. Það er
ekki alveg ljóst hvort Guðmundur
gerir greinarmun á siðferðilegu
kennivaldi og siðfræðilegu kenni-
valdi, og dregur hann úr þeirri hefð-
bundu venju að gera skarpan grein-
armun á siðferði og siðfræði.
Niðurstaða Guðmundar virðist vera
sú (sé þetta ekki stórkostlegur mis-
skilningur á ritgerð hans), að ef sið-
ferðisleg þekking sé yfirleitt mögu-
leg, hverjir geti þá helst haft hana ef
ekki þeir sem eru sérfærðingar á
þessu tiltekna þekkingarsviði? Og
það eru siðfræðingar. En gallinn við
þetta er kannski helstur sá, að þekk-
ing í siðferðisefnum er öðru vísi en
mörg önnur þekking. Til dæmis eru
læknisfræði og siðfræði ekki „fræði“
í alveg sama skilningi. Munurinn er
sá, að siðfræði, líkt og aðrar húman-
ískai' greinar, er ekki vísindaleg
fræði líkt og læknisfræðin er (að
mestu leyti að minnsta kosti), og því
er vafasamt að samanburður við
læknisfræði komi að gagni í skrifum
um siðfræði.
Spm'ningin um það hvort siðfræð-
ingar geti kennt siðferði er spurning-
in um það hvort siðfræðingar eigi að
hafa það sem kalla mætti siðferðis-
legt yfirvald (hér er „yfirvald" notað
til að þýða enska hugtakið „author-
ity“). Þá verðm- að taka með í reikn-
inginn, að það er til tvenns konar yf-
irvald; annai-s vegar fonnlegt, og
hins vegar það sem kalla mætti ekta
(á ensku „authentic"). Formlegt yfir-
vald er það sem menn hafa í krafti
starfs síns eða opinberrar stöðu.
Þannig hafa til dæmis ráðherrar
fomlegt yfirvald, en ekki er þar með
sagt að þeir séu ekta yfirvald. Aftur á
móti eru foreldrar ekta yfirvald
barna sinna.
Ef spurningin frá í byrjun er vakin
á ný má velta því fyrir sér hvort önn-
ur hvor þessara gerða yfirvalds eða
báðar eða hvorug sé möguleg í sið-
ferðisefnum. Til dæmis má spyi'ja
hvort það gefi manni siðferðislegt yf-
irvald að maður þekki siðfræðikenn-
ingai' og vinni hjá Siðfræðistofnun.
Svarið virðist augljóslega vera nei-
kvætt. Þetta bendir til þess að fom-
legt yfirvald sé vart mögulegt í sið-
ferðisefnum. Það er að segja,
siðfræðingar eru ekki sérfræðingar í
sama skilningi og til dæmis nýrna-
sérfræðingar. En þótt maður hafni
fomlegu yfirvaldi er ekki þar með
sagt að öllu yfirvaldi sé hafnað. Þess
vegna leiðir það ekki til afstæðis-
hyggju að hafna formlegu siðferðis-
yfii-valdi, því að allt bendir til þess að
ekta yfírvald sé til í þeim efnum. (Að
minnsta kosti útilokar höfnun á
fomlegu yfirvaldi ekki ekta yfir-
vald.) Hvert snýr maður sér þegar
maður leitar svara við siðferðislegum
spurningum? Til sémenntaðra sið-
fræðinga? Það er ólíklegt. Reyndar
virðist manni sem sú stétt vilji gjarn-
an fara að líta á sig sem fomlegt yf-
irvald í siðferðisefnum, samanber þá
yfirlýsingu Jóns í fomálanum að
vaxandi sérhæfing og þróun vísinda
og tækni í nútímanum leiði til auk-
innar þarfar fyiTr skipulega umræðu
um siðferðisleg álitamál, og þess
vegna hafi siðfræðistofnanir orðið til
um víða veröld þar sem sérmenntað-
ir siðfræðingar sitji. Sigurður Rrist-
insson virðist eiginlega gefa sér að
þetta sé hlutverk siðfræðinnar þegar
hann segir í upphafi ritgerðar sinnar:
„Það kemur í hlut siðfræðinnar að
fella rökstudda dóma bæði um það
hvenær fólki sé siðferðilega heimilt
að breyta eftir eigin höfði, óháð kröf-
um eða óskum annarra, en þó ekki
síður um það hvaða siðferðilegar
skyldur leiði af kröfunni um að virða
sjálfræði einstaklinga" (bls. 93-94).
En vandinn er sá, að fomlegt sið-
ferðisyfirvald sémenntaðra siðfræð-
inga er það sem virðist leiða til for-
ræðishyggju í siðferðisefnum. Ekta
siðferðisyfirvald gerir það kannski
síður vegna þess að það er einstakl-
ingsbundnara og geíúr ekki beinar
fyrirskipanii', heldur er nær því að
lu-efjast þátttöku einstaklingsins
sjálfs. Það er líklega nálægt því sem
Guðmundur Heiðar talar um sem
visku, en í stað þess að líta svo á, eins
og hann gerir, að viska sé einn þátt-
urinn í siðferðilegu kennivaldi, er lit-
ið á visku sem grundvöll siðferðislegs
yfirvalds. I íslensku samfélagi, að
minnsta kosti, fer afskaplega lítið
fyrir virðingu fyrir fomlegu siðferð-
isyfirvaldi, og reyndar finnst manni
líklegt að Gallúpkönnun myndi leiða í
ljós að íslendingum væri afskaplega í
nöp við að siðfræðingar segi þeim
hvað sé rétt og hvað sé rangt, en um
leið séu þessfr sömu íslendingar al-
veg til í að fylgja ráðum annarskonar
sérfræðinga, til dæmis hjartasér-
fræðinga. En eru íslendingar þar
með siðferðislegir afstæðishyggju-
menn? Það þarf alls ekki að vera.
Þeiira ekta siðferðisyfirvöld eni
skáldin og rithöfundarnir, og núorðið
jafnvel íhugulir raunvísindamenn.
Til dæmis má telja víst að Halldór
Laxness hafi haft meiri áhrif á ís-
lenskt siðferði en allir háskólamennt-
aðir íslenskir siðfræðingar til sam-
ans.
Kristján G. Arngrímsson
Sýningum lýkur
Listasafn ASI
Sýningum í Listasafni ASI á
verkum Magdalenu Margrétar
Kjartansdóttur í Ásmundarsal og
M.E. Prigge í Gryfjunni lýkur 2.
júlí.
Magdalena Margrét sýnir verk
unnin á mannhæðarháar pappírs-
arkir, myndefnið er tileinkað ýms-
um eftirtektarverðum konum,
þekktum sem óþekktum, sem eru
horfnar af sjónarsviðinu.
I Gryfjunni sýnir M.E. Prigge
grafíkverk þar sem áhrifa gætir af
Islands- og Irlandsdvöl.
Listasafn ASI, Freyjugötu 41
er opið alla daga nema mánudaga
kl. 14-18.
i8, Ingólfsstræti 8
Sýningu á verkum listamanns-
ins Tony Cragg lýkur á sunnudag.
Cragg varð þekktur í byi’jun 9.
áratugarins fyrir verk sem hann
gerði úr lituðum plasthlutum sem
hann týndi gjarnan upp af götu,
flokkaði eftir litum og raðaði sam-
an á mismunandi hátt. Verk hans
hafa tekið miklum breytingum í
gegnum tíðina bæði hvað varðar
efni og form þó enn sé hann í raun
að fást við það sama.
Á sýningunni í i8 eru ný verk
eftir listamanninn úr bronsi og
gifsi ásamt teikningum.
i8 er opið fimmtudaga til sunnu-
daga frá kl. 14-18.
Ein myndanna á sýningunni.
Hláturgas
til Akur-
eyrar *
SJOTTI áfangi farandsýningarinn-
ar Hláturgas, læknaskop frá vöggu
til grafar, verður opnaður á Fjórð-
ungssjúkrahúsi Akureyrar föstu-
daginn 30. júní kl. 15, en sýningin
kemur frá Heilbrigðisstofnun Eg-
ilsstaða.
Á sýningunni er að finna fjölda
skopteikninga eftir innlenda og er-
lenda höfunda, en af íslenskum
teiknurum má nefna Þorra Hrings-
son, Hallgrím Helgason, Brian Pilk-
ington, Gísla Ástþðrsson og Halldór
Baldursson. Efnið er ýmist gamalt
eða unnið sérstaklega fyrir Hlátur-
gasið. Hláturgas er unnið í sam-
starfi við íslandsdeild Norrænna
samtaka um læknaskop (Nordisk
selskap for medisinsk humor). Það
er Islenska menningarsamsteypan
art.is sem stendur að þessari far-
andsýningu sem er í boði Glaxo
Wellcome á íslandi. Næst fer sýn-
ingin til Heilbrigðisstofnunar Húsa-
víkur.
Lokatón-
leikar í
minningu
Bach
LOKATÓNLEIKAR orgeltón-
leikaraðar í Skálholtskirkju
sem borið hefui' nafnið Fimm
fimmtudagar í júní verða í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20.30. Tónleikaröðin er helguð
minningu J.S. Bach á 250 ára
dánarafmæli hans.
Þeir sem leika eru Glúmur
Gylfason, organisti í Selfoss-
kirkju, og Örn Falkner. Báðir
hafa gegnt stöðu dómorganista
í Skálholi.
Einnig koma fram Robert
Darling, organisti í Þorláks-
höfn, og Haukur Gíslason, org-
anisti á Eyrarbakka.
Orgelið í Skálholtskirkju hef-
ur verið endurbyggt og bætt
við fimm röddum.