Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 51

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 51. UMRÆÐAN Eg er ekki guðfræðingur MÉR varð það á í messunni að vitna í Biblíuna (Lesbók 15/4, 29/4), án þess að hafa próf upp á það, og að draga upp eins milda mynd af friðarhugtakinu þar og mér var unnt. En megineinkenni hugtaks- ins er að vegurinn til friðar er ein skýrt afmörkuð braut og að friður- inn er gefinn af Guði en ekki mönn- um (24/4). Undir greinarnar var ritað: „Höfundurinn er heimspek- ingur.“ Ég er nefnilega ekki guðfræðing- ur. En eftir að hafa íhugað það vandlega, vegna tegundar gagnrýni Skúla S. Olafssonar prests Islend- inga í Svíþjóð (Lesbók 27/5, 3/6 og 23/6, verð ég að álykta að honum finnist próf vera skilyrði þess að vitna í hinn helga texta. Að minnsta kosti felst aðalmálflutning- ur hans í því að telja lesendum trú um vanþekkingu mína á kristinni guðfræði og einnig að íslenskir heimspekingar séu léttvægir í sam- anburði við kirkjunnar menn. Hann skrifar um afrek guðfræðinga, en erfitt er að greina áhuga hans á friðarhugtakinu sjálfu því hann gefur lítið af sér í þeim efnum, og það er einmitt ástæðan fyrir því að okkur tekst ekki að ræða saman Heimspeki Dapurlegust er miðaldaleg andúð Skúla á heimspekingum, segir Gunnar Hersveinn, sem vitna í ritninguna án þess að vera með emb- ættispróf. um frið á jörðu. Hann langar mest, að mínu mati, til að ræða um hug- takið paradox eða þverstæðu, segir það úr smiðju Sókratesar og að það merki að það sé andstætt eðli mannsins að vilja það sem illt er. Honum til fróðleiks má nefna að paradox er reyndar kennt við Zen- on frá Eleu (f. 490 f.Kr.), nemanda Parmendíesar. Eina slíka þver- stæðu taldi Zenon að mætti leiða í ljós með sögunni af Akkillesi og skjaldbökunni. Zenon reyndi að verja kenninguna um að breyting sé röklega ómöguleg með því að sýna fram á að þær kenningar sem gera ráð fyrir að breyting geti átt sér stað feli í sér rökvill- ur. (Heimspekisaga, bls. 32, HÍB, 2000). Petta er aukaatriði. Dapurlegust er miðaldaleg andúð Skúla á heimspeking- um sem vitna í heil- aga ritningu án þess að vera með embætt- ispróf í þeim fræðum. En kjarninn í gagn- rýni hans, að mínu mati, er einmitt ímynduð, fyi’irfram- gefin og óprófuð (van) þekking mín sem hann klifar á. Nú ætla ég að tiltaka nokkur dæmi úr fyrsta andsvari hans (27/5), þessari tilgátu til sönn- unar, en vegna fullyrðinga hans í garð heimspekinga, sem ég benti á í Lesbókinni 10/6, álykta ég að Skúli eigi við að stríða nokkra for- dóma gagnvart heimspeki. En hér eru dæmin um heimspekinginn sem „gerir sig sekan um slíka vankunnáttu". Ég vitna, að hans mati, „samhengislaust í Biblíuna“, geri „hvergi grein fyrir kristinni guðfræði", „vinn undir merkjum umburðarlyndis en þau bera frem- ur merki hins gagnstæða“, vanvirði „viðfangsefnið og eigin fræðihefð“, „les Biblíuna eins og siðfræðirit en ekki trúarrit", hef „ekki skilning á grundvallaratriðum kristinnar trúar“, og „enga slíka þekkingu um slíkt er að finna í grein Gunnars Hersveins". Ég svaraði Skúla í Lesbókinni 10/6 en hann heldur áfram að endurtaka trú sína á vanþekkingu mína: „Væri þekking Gunn- ars á kristinni guð- fræði betri hefði hann getað lesið sér til um þetta efni áður en hann tók að fjalla um það“ (23/6). Enn of- metur Skúli þekkingu sína á mér, leggur svo áherslu á orð sín og skrifar: „Leita ætti til guðfræðinga þar sem fjallað er um áhrifa- sögu kristindómsins.“ Skúli segir hinsvegar að kjaminn í gagnrýni sinni á túlkun minni á friðarhugtakinu í Biblíunni standi enn óhaggaður. Kjarninn er, að hans mati: 1) Ekki er nægilega gætt að því samhengi sem tilvitn- aðar ritningargreinar standa í. 2) Biblían er lesin sem siðfræðirit en ekki trúarrit. Bæði þessi atriði eiga enn að benda á vanþekkingu mína. En hér er svarið því fullyrðingar Skúla eru veikar: 1) Ég valdi sér- staklega eina tilvitnun (ég var ekki að skrifa bók) til að sýna að bæði samhengið og innihaldið væri virt í greininni: „Ætlið þér, að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki." Ég reyndi m.a. að sýna fram á að Jesús væri ekki með þessum orðum að blása í herlúður, því hann leggur ávallt áherslu á orðin: „Miskunn- semi vil ég, ekki fómir.“ (15/4) 2) Gunnar Hersveinn Skúli vill að ég sanni að ég lesi Biblíuna sem siðfræðirit en ekki ( trúarrit. Ég get aðeins sagt að ég geri það ekki. Ég skrifaði það skýrt ’ að friður mannsins fengist aðeins v i samkvæmt heilagri ritningu frá Guði. Guð gefur friðinn („Frið læt | ég yður eftir, minn frið gef ég yð- i ur.“ Jóh. 14,27). Friðurinn er skil- greindur hér út frá sambandi Guðs , og manna. Þar af leiðandi les ég < Biblíuna sem trúarrit, og gagnrýni Skúla er fallin. ( Ég held að mergur málsins sé að i undirskrift greinanna „höfundurinn er heimspekingur" (og þ.a.l. leik- , maður í guðfræði) hafi villt Skúla < sýn og slegið hann út af laginu, og að í viðbrögðum hans hafi spennan , hjá honum milli guðfræði og heim- : \ speki opinberast. Dr. Sigurjón Árni ' Eyjólfsson gerir einmitt góða grein , fyrir þessari spennu í bók sinni < „Guðfræði Marteins Lúthers" (HÍB, 2000), t.d. í 14. kafla, „Trú og , skynsemi“, og í niðurstöðum sínum, l þar sem hann hrej'fir við alvarleg- ' um málum. Ég hef sterkan gran , um að Skúli S. Ólafsson hafi hugs- unarlaust ályktað að fyrst höfund- ur greinanna um friðarhugtakið sé , heimspekingur geti skynsemi mín ekki skilið kærleika Guðs og pro me frelsun hans í Kristi. Ein af bráðabirgðaniðurstöðum mínum 29/4 var að hlýða ætti Sókratesi um „að verða sjálfur sem beztur og vitrastur" áður en maður les öðram - messuna. Um það getur Skúli lesið í Síðustu dögum Sókratesar (HÍB). Höfundur er heimspekingur. y 0 Meira um „takt og trega“ ÉG ER búinn að melta þetta allt í tvær vikur og nú hef ég ákveðið að bregðast við gagnrýni þinni vegna tónleika sem haldnir voru 16. júní í Bláa Lóninu. Ég hef lesið grein þína að minnsta kosti hundrað sinnum tO að vera viss um að ég hafi ekki misst af neinu og misskilji ekkert. Því miður sé ég ekki eitt orð um hvemig tónleik- amir fóra fram og hvað gerðist á meðan á þeim stóð. Ég byrja á smáatriði sem sló mig alveg út af laginu. Þú hefur það eftir tónskáldinu, sem leyfði sér að láta þau orð falla á staðnum, að Tríó fyrir klarinett, fiðlu og píanó hefði verið undirbúið á 2 dögum?!!! Það er fyrst og fremst ósatt og kemur að auki engum við hve löngum tíma maður eyðir í undirbúning. Það er útkoman sem gildir og skiptir máli. Ég get að- eins talað íyrir mig, en ég lagði hart að mér um leið og nótumar komu til landsins. Ég er viss um að það gildir einnig um aðra aðila sem hlut eiga að máli. Til að nefna annað dæmi þá datt engum í hug að hugsa, eða skrifa, að ballettinn Svanavatnið hefði verið undirbúinn á örfáum dögum hér. Dóttir mín, sem var þátttakandi á frumsýningu, lagði margra mánaða vinnu í undirbúning og sama gerðu allir hinir svo hægt væri að setja sýn- inguna upp í því þrönga rými sem Borgarleik- húsið býður upp á. Það tókst vegna þess að all- ir vora svo vel undirbúnir. En förum nú aðeins yfir hvemig tónleikamir fóra fram þann 16. júní. Tónleikamir hófust á söngatriði. Viðkvæm bandarísk söngkona, Lynn Helding, kom fram og söng í tæplega 40 mínútur mörg sorgleg lög með fal- legum undirleik Jennifer Blyth. Það vora svo mikil læti á borðinu fyrir aftan þig á meðan að tæplega heyrð- ist í söngkonunni á sorglegustu og veikustu stundunum. Borð með bæj- arstjóranum í Grindavík og liði hans Tónlistargagnrýni Málefnið drukknar í sýndarmennsku pistla- höfunda, segir Szymon Kuran í viðbrögðum við tónlistargagnrýni frá 20. júní sl. skilaði á sama tíma ákveðinni „sur- realisma fílingu", því þaðan heyrðist „HA, HA“ og „HA, HA, HA!“ í mik- illi andstöðu við textann sem sunginn var. Söngkonan söng áfram af mikl- mn trega, lætin í salnum jukust..., og þá gerðist kraftaverk! Það bilaði vatnsdæla í miðjum salnum (ég biðst velvirðingar, - listaverk með renn- andi vatni, en tæknilega ekkert ann- að en dæla) og vatn byrjaði að leka um allt gólfið! Flestm gestir stein- hættu að kjafta og einbeittu sér að bleytunni. Það var náttúralega for- vitnilegt að vita hvort pollurinn næði alla leið að söngkonunni! Ki’akkar sem vora á staðnum skemmtu sér konunglega á meðan. Þrátt fyrir allt þetta hélt tregafullur söngurinn áfram. Starfsmenn Bláa Lónsins hlupu á staðinn og reyndu að stoppa bilunina í hvelli og með miklum lát- um. Þetta fannst mér svo óþolandi að ég varð að skipta mér af málinu. Ég bað þá að stoppa þennan hamagang á stundinni og gera við bilunina í hléinu. Því var vel tekið, sem betur fer, og Lynn Heldig gat nú klárað sitt í friði. Manstu eftir þessu? Og svo kom hlé og listaverkið = dælan komst í lag. Og þá var komið að flutningi á Tríó (klarinett, fiðla og píanó) eftir G. Shapiro. Ég hef á til- finningunni að við skiluðum eldheit- um flutningi og maður fann það á mótttökunum. Shapiro sjálfur öskr- aði að þetta væri besti „performans" á þessu verki sem hann hefði orðið vitni að fram að þessu. Manstu eftir því!? Varstu þarna!? Að lokum kom fram karlakór og söng hressilega af mikilli prýði og án nokkurra traflana. Nokkrum Könum sem mættu var þetta til mikillar skemmtunar (?). Einn af þeim sat all- Szymon Kuran an tímann með hatt sinn fyrir and- litinu vegna þess að honum fannst karlasöngur svo fyndið fyrirbæri að hann vildi ekki trafla aðra áheyrend- ur með flissi sínu. Svo ótrúlega kurt- eist fólk þessir Kanar. Manstu eftir þessu Ríkarður? Ég held að þetta sé það sem í gróf- um dráttum fór þarna fram þann 16. júní og lesendur eigi skilið að fá að vita það. Af hverju getur þú ekki sagt frá eins og maður hvernig allt fór og hvað átti sér stað? Ég dái tón- listarkunnáttu þína, en eins og hjá mörgum öðrum sem skrifa um list, og tónlist, þá drakknar málefnið í sýnd- armennsku pistlahöfunda og hræðslu við að sýna sína eigin skoðun, að ég nefni nú ekki mannleg viðbrögð og tilfinningar - það er BANNAÐ! Höfundur er fiðluleikari að mennt og tónlistarmaður af ástrfðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.