Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 54
J>4 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Biblían og menningin ÞAÐ hefur vakið athygli mína að hafíð er kynningarátak á nýrri útgáfu Bibh'unnar í kiijuformi undir heitinu: „Bibhan er um þig.“ Mörgum finnst ef til vill að Biblían sé hluti af fomleifð heimsins og eigi því ekkert erindi við nútímann. Vissulega er það að hluta rétt. í Bibhunni er að finna hluti sem flest okkar tökum ekki gagnrýnis- laust upp en við getum samt ekki hafnað henni á þeirri forsendu. Ég tel að það sé jafnvel rangt að hafna mik- ilvægi hennar og gildi á þeirri for- sendu að maður sé trúlaus eða aðhyll- ist önnur trúarbrögð. Ekkert hefur haft eins mikil áhrif á menningu Vest- urlanda og Bibhan. Því er erfitt að skilja heimsmynd, siðagrundvöll og listiðn Vesturlanda ef ekki er til stað- ar grundvallarþekking á Bibhunni. Góð Bibhuþekking er því lykill að menningu stórs hluta mannkynsins. Sjálfur hef ég rannsakað Biblíuna í nútímamenningu en það hefur slegið mig hve fólk er blint á tilvísanir í hana. Kvikmyndaáhorfendur eru t.d. nær ólæsir á margar nýjar kvik- myndir sem byggjast á versum eða sögum Bibhunnar. Hér er ég ekki að tala um hinar svokölluðu ,3ibl- íumyndir" heldur venjulegar spennu- myndir, grínmyndir o.s.frv. I þessum flokki eru vinsælustu kvik- myndir síðari ára, eins og „Pleasantvihe", „The Sixth Sense“ og Clint Eastwood-mynd- in „True Crime“. En Bibhan hefur ekki aðeins haft áhrif á hstiðn okkar. Áhrif hennar á hugsunar- gang okkkar og sið- gæðisvitund eru meiri en okkur órar fyrir. Jafnvel þótt við séum ekki ahn upp á kristnu heimili eða höfum ekki lesið bókstaf í Bibhunni komumst við ekki undan áhrifum hennar. Biblían er ein- faldlega það samofin menningu, hugsunar- gangi og siðgæðisvitund þjóðarinnar að við fáum hana með móðurmjólk- inni. í raun má ganga lengra og segja að ef einhver vill losna undan áhrifum Bibhunnar verður sá hinn sami að kynna sér hana því helmingurinn af orðatil- tækjunum sem hann notar og siðgæðisaf- staðan sem hann aðhyll- ist eru komin úr Bibl- íunni. Við vísum stöðugt í Bibhuna án þess að gera okkur grein fyrir því. Því fagna ég átaki Hins íslenska biblíufélags og hvet alla, jafnt trú- Biblíuútgáfa >> Ahríf Biblíunnar á hugs- unargang okkar og sið- gæðisvitund ei*u meiri, segir Þorkell Ágúst Ottarsson, en okkur órar fyrir. lausa sem trúaða að hressa upp á Biblíuþekkingu sína í sumar. Sagt er að blindur sé bóklaus maður. Sá sem ekki þekkir Bibhuna er kannski ekki blindur en hann er að minnsta kosti verulega sjónskertur. Höfundur er guðfræðinemi. Þorkell Ágúst Óttarsson Taktuþátt i íleiknumá ^ www.bt.is [Igikur. ætlum ekki að ^ reyna sannfæra þig um ao þetta sé góður sími. Spurðu einhvem Nokia eiganda! BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500 TRYCCÐU P>ÉR IXIOKIA KROIMU m M M Pað er enginn tiíviíjun að fíeiri hafa vaiið Nokia 5110 en nokkurn annan GSM síma! Sími sem kíikkar ekkí! I • Þyngd 170gr. • 270 tíma rafhlaða • 5 tfmar f tal • Sendir og móttekur SMS • Klukka og vekjari • Möguleiki á tenginu við fartölvu • Leikir o.fl. Góð ending rafhlöðu, frábært úrval auka- hluta og hreint ótrú- lega iág bilanatfðni eru kostir sem ekki er hægt að Ifta framhjá... Veldu þér framhlið með þinu íiði til að hafa til skiptanna • þér að kostnaðarlausu! TAL12 er 12 mánaða áskrift hjá T, krónur 400 á mánuði ásamt föstu þjónustuleiða sem eru Eintal, Frftal og Tfmatál. \Lþar sem sfminn er niðurqreiddur og eru greiddar áskriftargjaldi. Hægt er ao velja á milli þriggja I og Tfmatal. TAL12 er bundið við kredit kort, Vlsa, Euro la Veltukort. Sfmkort og sfmanúmer kosta kr. 1999 og er greitt fyrir það sérstaklega. Góðsemin í garð Fram- sóknarfiokksins UNDANFARNA daga og vikur hafa hvað eftir annað birst ummæh ýmissa valinkunnra sjálfstæðis- manna um borgarmál, þar sem fram hefur komið ótrúleg um- byggja fyrir Fram- sóknarflokknum. Rauði þráðurinn í þessum skrifum er sá, að bráð- nauðsynlegt sé fyrir Framsóknarflokkinn að losa sig út úr Reykjavíkurhstanum svo að Framsóknar- flokkurinn verði sýni- legri í borginm, eins og það er orðað. Þetta kemur fram bæði í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag og grein Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sl. þriðjudag í sama blaði. Ósýnileiki Framsóknarflokksins er þó ekki rneiri en svo, að Vilhjálmur og hinn póhtíski skriffinni Reykja- víkurbréfsins telja áhrif framsókn- armanna í borgarstjórn vera svo mikil, að þeir ráði jafnmiklu eða meiru en sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík. Með minnihluta kjósenda á bak við sig Mikillar grunnhyggni gætir í þessum skrifum. Ekkert - alls ekk- ert - truflar starf Sjálfstæðisflokks- ins meira en áhrifaleysið í höfuð- borginni. Reykjavíkurlistinn er að því leyti til eins og fleinn í holdi íhaldsins. Og sjálfstæðismenn gera sér grein fyrir því, að eini möguleik- inn til að ná völdunum í Reykjavík jJjjJjjjsíujj UTANBORÐS- MÓTORAR aftur er að sundra andstæðingunum. Til þess eru refimir skornir nú með blíðmælgjum til framsóknarmanna. Aratugum saman héldu sjálfstæðismenn völdum í Reykjavík, þrátt fyrir þá stað- reynd að hafa minni- hluta kjósenda á bak við sig. Það er ekki fyrr en Reykjavíkuriistinn kemur til skjalanna, að atkvæði andstæðinga þeirra nýtast að fullu og óréttlætið er afnum- ið. Framsóknarmenn í Reykjavík, eins og aðr- ir þorgarbúar, eru meðvitaðir um störf borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins í borg- arstjórn. Þeir þekkja störf Sigrúnar Magnúsdóttur í skólamálum, sem lyft hefur Grettis- taki í þeim málaflokki eftir slæman viðskilnað sjálfstæðismanna. Reyk- Sveitarstjórnarmál Ekkert bendir til ann- ars á þessari stundu, segír Alfreð Þorsteins- son, en að Reykjavíkur- listinn muni bjóða fram í þriðja sinn árið 2002. víkingar eru einnig meðvitaðir um uppbygginguna í orkumálum undir stjórn framsóknarmanna. Áhrif Framsóknarflokksins hafa aldrei verið jafnmikil í borgarmálum og eimmitt nú. Framsóknarfólk ánægt með störf meirihlutans Framsóknarflokkurinn vinnur með Sjálfstæðisflokknum við stjóm landsmálanna. Árangur ríkisstjóm- arinnar byggist á trausti milli sam- starfsflokkanna með sama hætti og árangur Reykjavíkurlistans í borg- armálum byggist á trausti milli þeirra flokka, sem þar vinna saman. Auðvitað em skiptar skoðanir meðal framsóknarmanna á ágæti þess að starfa með Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjórn eins og að starfa með vinstri flokkunum í borg- arstjóm. Ég get þó fullyrt af samtöl- um mínum við framsóknarfólk í Reykjavík, að almenn ánægja er með störf meirihlutans í Reykjavík undir stjóm Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Þess vegna bendir ekkert til annars á þessari stundu en að Reykjavíkurlistinn muni bjóða fram í þriðja sinn árið 2002. Höfundur er borgarfulltrúi ( Reykjnvík. Alfreð Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.