Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 65 Morgunblaðið/Arnór Frá leik Norðraanna og Finna í kvennaflokki á Nordurlandaraótinu í brids. Islendingar í 3. sæti eftir þ rj ár umferðir BRIDS Hðtel Órk, Hveragerðí NORÐURLANDAMÓT Norðurlandamótið í brids er haldið iHveragerði dagana 26. júnítil 1. júli. Netfang mótsins er www.bridge.is ISLENDINGAR hafa farið ró- lega af stað á Norðurlandamótinu í brids. Eftir nauman sigur á Færey- ingum í opna flokknum í fyrstu um- ferð fylgdi annar naumur sigur, 16- 14, á Norðmönnum á þriðjudags- kvöld, og í þriðju umferð í gær- morgun gerði íslenska liðið jafntefli, 15-15, við Finna. Eftir þrjár umferð- ir var íslenska liðið í 3. sæti með 48 stig, Svíar voru efstir með 66,5 stig en Normenn voru í öðru sæti með 49,5 stig. í kvennaflokki tapaði ísland fyrir Norðmönnum, 10-20, á þriðjudags- kvöld og í gærmorgun hrundu vam- irnar gegn Finnum og úrslitin voru 4-25 tap. Finnar voru efstir í kvennaflokki eftir þrjár umferðir með 69 stig. Danir höfðu 56 stig og Svíar 44. Islendingar voru með 33 stig í 5. sæti. Spiluð er tvöföld umferð í Hvera- gerði og lauk þeirri fyrri í gær en þá átti ísland að spila við Svía og Dani í báðum flokkum. I dag er frídagur en síðari umferðin hefst á morgun. Mót- inu lýkur síðan á laugardagskvöld. Doblað við bæði borð Það er ekki ólíklegt að það verði Islendingar, Svíar og Norðmenn sem koma til með að beijast um sig- urinn í opna flokknum. Norðmenn eru núverandi Norðurlandameistar- ar og þeir unnu Dani, 21-9. Þeir riðu þó ekki feitum hesti frá þessu spili þar sem dönsku spilaramir náðu að dobla þá norsku við bæði borð. Vestur gefur, NS á hættu Norður * 1043 ♦ ÁD9 + KD1084 Vestur Austur + 95 + ÁKD762 v 32 v DG76 ♦ 10875432 ♦ - + 75 * ÁG2 Suður + G8 v ÁK10985 ♦ KG + 963 Við annað borðið sátu Danimir Jens Ove Henneberg og Flemming Pedersen NS og Norðmennimir Tom Höiland og Geir Brekka AV. Þar byijaði vestur á að passa, norður opnaði á eðlilegu laufi og austur stökk í 4 spaða. Það doblaði Petersen í suður og allir sögðu pass. Suður spilaði út hjartaás og skipti í tromp. Höyland tók heima með drottningu og spilaði hjartagosa. Besta vömin hjá suðri hefði verið að gefa slaginn; þá hefði norður getað trompað og spilað trompi, en suður drap með kóng og spilaði spaða og eftir það slapp sagnhafi tvo niður, 300 til Dana. Við hitt borðið sátu Danimir Nils Mönsted og Johan Hammelev NS og Norðmennimir Boye Brogeland og Erik Sælensminde AV. Þar tóku sagnir lengri tíma: Vestur Norður Austur Suður pass 1 lauf dbl 1 hjarta pass 21auf 2spaðar 4hjörtu pass pass dobl// Sælensminde í suður gaf ekkert eftir en uppskar ekki vel í þetta sinn. Vömin byijaði á að spila þrisvar spaða og suður trompaði þriðja spað- ann með áttu. Eins og sést á opnu borði ætti vömin auðveldlega að geta tekið spilið þijá, ef ekki fjóra niður, en Sælensminde fékk afslátt og slapp tvo niður, 500 til Dana og 13 Guðm. Sv. Hermannsson FRETTIR Félagsstofnun veitir verkefnastyrk Kvæðahandrit og greindarpróf FÉLAGSSTOFNUN stúdenta út- hlutaði í gær tveimur verkeíhastyrkj- um til nemenda sem brautskráðust frá Háskóla íslands 24. júní síðastlið- inn. Annan styrkinn hlaut Drífa Krist- ín Þrastardóttir fyrir B A-verkefni sitt í sagnfræði, sem nefnist „Skreytilist og sköpunargleði í kvæðahandritum frá 17. og 18. öld“ en hinn styrkurinn féll í skaut Eyrúnar Kristínu Gunn- arsdóttur og Hinriks Sigurðar Jó- hannessonar fyrir BA-verkefni þeirra í sálfræði, sem nefnist „Ravens Progressive Matrices: Viðmið fyrir ís- lensk böm á grunnskólaaldri.“ Drífa vann verkefhi sitt undh- leið- sögn Más Jónssonar lektors en hún rýndi í myndlistararfinn sem býr í kvæðahandritum 17. og 18. aldar. í ritgerðinni vekur Drífa athygli á þeirri myndlist sem geymd er í hand- ritunum og leitast við að lýsa helstu einkennum hennar. Einnig sýnir hún fram á hvemig í sumum tilfellum má nota handritaskreytingar til að tengja á milli handrita sem hafa ekki verið sett í samhengi áður. Drífa kannaði þá þætti sem höfðu áhrif á handritaskreytingar á tímabil- inu, meðal annars prentaðar bækur, og kemst að þeirri niðurstöðu að þótt merkja megi umtalsverð áhrif prent- aðra fyrirmynda beri myndskreyting- amar fyrst og fremst vitni um lifandi alþýðulist og ftjálsa sköpimargleði einstaklingsins á 17. og 18. öld. Eyrún og Hinrik unnu verkelhi sitt undir leiðsögn Jörgens Pinds, prófess- ors í sálarfræði. Viðfangsefni þeirra var að afla viðmiða fyrir Ravens-prófið meðal íslenskra bama á aldrinum 6 til 16 ára, en Ravens-prófið er greindar- próf sem er mikið notað í fjölþjóðleg- um rannsóknum. Viðmiðin sem Eyrún og Hinrik hafa aflað munu nýtast í klínískum prófunum á íslenskum böm- um í framtíðinni en einnig við aðrar rannsóknir. Hirnik segir í samtali við Morgunblaðið að fjölþjóðleg rannsókn sé að fara af stað á Islandi þar sem Ravens-prófið verður notað og þá komi viðmiðin að góðu gagni. Niðurstöður gefa aðra mynd en samræmd próf í grunnskóla Hinrik segir að í prófinu, sem lagt var fyrir 700 skólaböm um allt land, hafi enginn munur komið fram á kynjunum en einnig sé athyglisvert að munur milli landshluta sé enginn sem sé ekki í samræmi við það sem samræmd próf í grannskóla sýni en þar nái skólabörn á landsbyggðinni að meðaltali slakari árangri en börn á höfuðborgarsvæðinu. Félagsstofnun stúdenta veitir 4 verkefnastyrid á ári, við útskrift í júní veitir hún 2 styrki, 1 í október og 1 í febrúar. Styrkurinn nemur 100.000 krónum og markmiðið með honum er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri loka- verkefna en einnig að koma fram- bærilegum verkefnum á framfæri. Morgunblaðið/Þorkell Drífa Kristín Þrastardóttir og Hinrik Sigurður Jóhannesson taka við styrkjunum úr hendi Guðjóns Ólafs Jónssonar, stjórnarforinanns FS. Eyrún Kristín Gunnarsdóttir hlaut einnig styrk en var ekki viðstödd afhendinguna. HÚSNÆOI í BOÐI Goðheimar — sérhæð í einkasölu mjög góð 121 fm íbúð á 2. hæð, auk 30 fm bílskúrs í fjórbýli. Tvennar svalir og gott útsýni yfir Laugardalinn. Mjög vel byggt steinhús. Verð 16,2 millj. Laugavegur — 3ja herb. Rúmgóð og notaleg, tæplega 80 fm íb. á 3. hæð í góðu steinhúsi. Góð geymsla. Verð 8,3 millj. Eignahöllin fasteignasala, Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF KROSSINN í kvöld kl. 20.30 verður kveðjusamkoma fyrir Curtis Silcox. Við erum búin að marg- blessast á undanförnum dögum é stórkostlegum samkomum með einlægum guðsmanni og nú kveðjum við hann í kvöld. Allir velkomnir. Kristnitökuhátíð: Við minn- um á Gospeltónleikana á hátíð- arsviði kl. 19.30 á laugardegin- um og einnig á sameiginlega samkomu frjálsra safnaða kl. 17 á sunnudeginum á þingpalli neðan við Lögberg. Samkomur í Hlíðasmáranum um helgina falla niður vegna Kristnitökuhátíðar. Guð er góðurl fomhjálp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Kristinn Birgis- son. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. í kvöld kl. 20.30: Fagnaðarsamkoma. 30 manna lúðrasveit frá Hjálpræðishernum í Drammen í Noregi leikur Hjálp- ræðisherstónlist, marsa og ein- leikaraverk. Magne Heimark syngur. Kafteinn Chris Pender talar. Deildarstjórinn, major Knut Gamst, stjórnar. Allir hjartanlsga velkomnir. Laugardagur 1. júlí Kl. 8.30 Fjallasyrpan, 4. ferð. Hekla (ca 1500 m y. s.). Gengið frá Skjólkvíum á Hátind Heklu. Um þessar mundir eru 250 ár frá því fyrst var gengið á Heklu. Verð. 3.000 kr. f. félaga og 3.300 kr. f. aðra. Brottför frá BSI. Kl. 9.00 Hvert liggur mín leið? Fræðslu- og skemmtiferð Jeppadeildar. Brottför frá Esso, Ártúnshöfða. Lónsöræfi 2.— 5. júlí (4 dagar). Örfá sæti laus. Gist i Múlaskála. Fararstjóri: Gunnlaugur Ólafsson frá Stafafelli. Miðar á skrifst. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Biskupaleið, þriðji og síðasti áfangi I kvöld kl. 19.00 frá BS( og Mörk- inni 6. Verð kr. 1.900. Guðrún Ása Grfmsdóttir, höf- undur nýútkominnar bókar um leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði, verður með í för. Bókin verður seld á félagsverði í ferðinni. Vinnuferð í Landmanna- laugar 30. júnf—2. júlí. Vinnufúsar hendur hjartan- lega velkomnar. Skráið ykkur á skrifstofu félagsins. Nokkur sæti laus í gönguferðir um hinn forna Kjalveg. www.fi.is og Textavarp RUV, bls. 619.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.