Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bjóða við-
skiptavinum
ísund
SJÓVÁ-ALMENNAR í samstarfi
við fimm bæjarfélög bjóða nú Stofn-
félögum félagsins í sund í sumar.
Petta er í fyrsta sinn sem slíkt er
gert en alls eru Stofnfélagar, sem
eru viðskiptavinir félagsins með allar
tryggingamar sínar sameinaðar,
rúmlega 25.000 talsins. Þau bæjar-
félög sem að samstarfinu standa ei-u
Borgames, Húsavík, Egilsstaðir,
Hella og ísafjarðarbær, þ.e. ísa-
fjörður, Flateyri, Þingeyri og Suður-
eyri. Með framtakinu vilja Sjóvá-Al-
mennar stuðla að auknum ferða-
lögum innanlands og hvetja um leið
til hollrar hreyfmgar.
Sundmiða á ofantalda staði hafa
viðskiptavinir fengið senda með
fréttablaði félagsins, Bót í máli, en
hver miði gildir fyrir allt að fjóra í
eitt skipti. Með því að skipuleggja
ferðalagið hringinn í kringum landið
geta því viðskiptavinirnir farið frítt í
sund og um leið heimsótt bæjarfélög-
in sem öll hafa upp á að bjóða fram-
úrskarandi afþreyingar- og gistiað-
stöðu,segir í fréttatilkynningu.
Nýr bandarísk-
ur ísbrjótur
til sýnis
NÝR ísbrjótur bandarísku strand-
gæslunnar, USCGC Healy, hefur
viðdvöl í Helguvík dagana 29. júní til
2. júlí. Skipið er 16.000 lestir að
stærð og er í reynsluför. Það kemur
hingað til lands frá Labrador og
Baffinflóa þar sem það hefur verið
við reynslusiglingar í ís síðan í apríl-
mánuði og heldur áleiðis til Irlands.
Isbrjóturinn Healy er stærsta
skip bandarísku strandgæslunnar,
128 m að lengd, 25 m á breidd og rist-
ir 10 metra. 80 manna áhöfn er á
skipinu auk 25 vísindamanna en
skipinu er m.a. ætlað að stunda
rannsóknir á heimskautasvæðum.
Tvær þyrlur af Dauphine-gerð eru
um borð í skipinu.
Almenningi er boðið að skoða
skipið frá kl. 13 til 16 fimmtudaginn
29. júní, föstudaginn 30. júní og laug-
ardaginn l.júlí.
196 nemendur útskrifast frá Endurmenntunarstofnun HÍ
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, afhendir nemendum Endurmenntunarstofnunar HÍ skírteini.
Aldrei áður hafa fleiri
útskrifast í einu
196 nemendur voru útskrifaðir 23.
júní sl. úr lengra námi Endurmennt-
unarstofnunar HÍ. Aldrei hafa fleiri
útskrifast í einu frá stofnuninni og
fór útskriftin fram í Háskólabíói.
Útskrifað var af átta námsbraut-
um, þar af fjórum nýjum. Nýju
námsbrautimar eru: Viðbótamám í
hjúkrun sem síðan skiptist í þijár
sérgreinar; svæfingar-; gjörgæslu-
og skurðhjúkmn. Námið var skipu-
lagt í samstarfi við námsbraut í
hjúkmnarfræði og stóð í fjögur
misseri. 31 nemandi var útskrifaður.
Faghandleiðsla og handleiðslutækni
sem skipulagt var í samstarfi við
Tengsl sf. og stóð í þrjú misseri.
Átján nemendur útskrifuðust úr því
námi. Námskrárfræði og skólanám-
skrárgerð sem skipulagt var í sam-
starfi við menntamálaráðuneytið.
Tók námið tvö misseri og 29 fram-
haldsskólakennarar útskrifuðust úr
því. Rekstur og stjómun í matvæla-
iðnaði stóð yfir þrjú misseri og út-
skrifuðust þrettán nemendur úr
náminu.
Aðrar námsbrautir vom rekstrar-
og viðskiptanám sem 36 nemendur
útskrifuðust úr, tólf nemendur vora
útskrifaðir úr rekstrarfræði, 35 úr
markaðs- og útflutningsfræði og loks
22 úr námi í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun.
Endurmenntunarstofnun HÍ bauð
íyrst upp á nám samhliða starfi árið
1990 og útskrifuðust fyrstu nemend-
urnir í júní 1991. Frá þeim tíma hafa
um 1200 nemendur útskrifast úr
lengra námi frá stofnuninni.
Lengra nám hjá EHI er nám sam-
hliða starfi sem tekur tvö til fjögur
misseri og hefur aðsóknin aukist ár
frá ári. Ný námsbraut um bama-
vernd verður í boði í haust.
Námskeið um
iðjumiðað mat
hjá börnum
NÁMSKEIÐ um iðjumiðað mat hjá
bömum verður haldið dagana 29. og
30. júní. Námskeiðið er haldið á veg;
um Endurmenntunarstofnunar HÍ
og fræðslunefndar Iðjuþjálfafélags
Islands. Áhersla verður lögð á tvö
matstæki; „Schooi Function Assess-
ment“ (SFÁ), sem þýtt hefur verið
sem skóla-fæmi-athugun og „Pedi-
atric Evaluation Disability Invent-
ory“ (PEDI).
Kennari er dr. Wendy Coster,
prófessor í iðjuþjálfun og yfirmaður
náms í iðjuþjálfun við Háskólann í
Boston. Hún er jafnframt einn að að-
alhöfundum þessara matstækja.
SFA kom fyrst út árið 1998. Það
byggist á flokkunarfræði Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar
(ICIDH II), hugmyndafræði iðju-
þjálfunar og nýjustu kenningum inn-
an sérkennslufræða og endurhæf-
ingar. Metin er þátttaka og
frammistaða barna á aldrinum 6-12
ára í skólastarfi, segir í fréttatil-
kynningu.
Með hugtakinu skólafæmi er átt
við færni nemandans til að fram-
kvæma mikilvægar athafnir sem
styðja við eða efla þátttöku í námi og
félagsfæmi í skóla. Virk þátttaka
byggir á ákveðinni gmnnfæmi s.s.
að beita skriffæri, biðja um upplýs-
ingar eða aðstoð, fara um kennslu-
stofu og skólabyggingu, sinna per-
sónulegum þörfum á viðeigandi máta
og hafa samskipti við bekkjarfélaga
við verkefnavinnu, svo eitthvað sé
nefnt. Til þess að nemandi nái ár-
angri þarf hann að taka virkan þátt á
öllum sviðum skólastarfsins.
SFA veitir sértækar upplýsingar
um þátttöku barna með sérþarfir við
mismunandi viðfangsefni í skólan-
um. Það fjallar um kröfur innan
kennslustofunnar og tekur einnig til
athafna við aðrar aðstæður, þ.á m. á
snyrtingu, skólalóð og við að fara
um. Gert er ráð fyrir að ýmsir, sem
þekkja til nemandans, geti lagt
matstækið fyrir, svo sem kennarar,
sérkennarar, iðjuþjálfar, talmeina-
fræðingar, sjúkraþjálfarar og stuðn-
ingsfulltrúar.
Til að matstækið nýtist sem best
hefur nú þegar farið fram talsverð
vinna við að þýða matshefti og leið-
beiningar yfir á íslensku. Tveir nem-
endur við námsbraut í iðjuþjálfun við
Háskólann á Akureyri hafa verið
styrktir af Nýsköpunarsjóði náms-
manna til að vinna við þýðinguna,
undir leiðsögn kennara og starfandi
iðjuþjálfa. Þar að auki hafa fengist
veglegir styrkir frá fleiri aðilum til
verkefnisins, segir í tilkynningunni.
■ VERKALÝÐSHREYFINGIN,
verkfallsrétturinn ogverkfall Sleipn-
is verður umræðuefni málfundar
fimmtudaginn 29. júní kl. 20 á Klapp-
arstíg 26, 2. hæð. Ræðumenn verða
félagar í Eflingu í Reykjavík og full-
trúi verkfallsmanna í Sleipni. Fyrir-
spumir og umræður. Að fundinum
standa aðstandendur vikublaðsins
Militant og Ungir sósíalistar.
■ FEGURÐARSAMKEPPNI ís-
lands hefur sent frá sér eftirfarandi
yfirlýsinígu: „Vegna fréttaflutnings í
fjölmiðlum undanfarna daga um
„fegurðiu-drottningar á torfæmtröll-
um“ skal það tekið skýrt fram að
þama var ekki um að ræða keppend-
ur úr Fegurðarsamkeppni Islands
og var uppákoma þessi fegurðar-
samkeppninni alls óviðkomandi."
LEIÐRÉTT
Nafnið misritað
í VTÐTALI við þýska þingmann-
inn Karl-Heinz Hornhues, sem birt-
ist á miðopnu í gær, var nafn hans
misritað. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.