Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Ábætisréttir úr rabarbara RABARBARI telst til grænmet- is, þótt hann sé yfirleitt notaður á sama hátt og ávextir, þ.e. í grauta, sultu, bökur og vín. Am- eríkanar kalla rabarbara pie- plant (bökuplöntu) af því að rab- arbarabökur eru algengar þar vestra. Rabarbarinn er upp- runninn í fjalllendi Tíbet og Kína. I Kína voru hinar brún- leitu rætur jurtarinnar notaðar til lyfjagerðar í aldaraðir og eru fystu sagnir um það frá 2.700 f. Kr. Það var ekki fyrr en á 18. og 19. öld að farið var að nota leggina til matar. Fyrst var rab- arbarafræ skráð á frælista í Ameríku árið 1828. Rabarbari þrífst ekki í heitu loftslagi vegna þess að hann þarf góða vetrarhvíld til þess að hann geti sprottið á ný. Við hagstæð skil- yrði geta sum afbrigði myndað geysistóra plöntu með 90 sm langa blaðleggi, eins svera og barnshandlegg, og blöðin geta orðið hátt í metra í þvermál. Nú er sá tími sem rabarbarinn er hvað bestur, leggirnir mjúkir og safaríkir og ekki eins súrir og þeir verða þegar líður á sumar- ið. Við þurfum því ekki eins mikinn sykur í rabarbara núna. Þess vegna skulum við gera okkur dagamun og búa til góm- sæta ábætisrétti úr rabarbaran- um. Hann svíkur engan. Rabarbarafroða með rjóma ______500 g robarbari______ _________3 dl sykur________ _________4 dl vatn_________ blöð matarlím ______1 peli þeyttur rjómi_ 1. Þvoið leggina og skerið smátt. Setjið í pott ásamt sykri og vatni (notið ekki álpott) og sjóðið við hægan hita í 30 mín- útur. Sigtið síðan gegnum sigti. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Hitið saf- ann á ný, takið matarlímið upp úr vatninu og kreistið örlítið og bræðið í heitum leginum. Kælið síðan þar til safinn er við að hlaupa saman. 3. Setjið þá í hrærivélarskál og þeytið þar til þetta er orðið að þykkri froðu. 4. Hellið í smáskálar eða stóra skál og geymið í kæliskáp í minnst 5 klst. 5. Þeytið rjómann og setjið ofan á. Þegar við búum til rabarbara- sultu ættum við að nota hnúðinn neðan af leggjunum í .... Rabarbara- hnúðar með marengs 500 g rabarbarahnúðar _________216 dl sykur_______ rifinn börkur af 'h sítrónu 'A tsk. kanill _________3 eggjahvítur______ _________216 dl sykur_______ 50 g saxaðar möndlur eða hnetur 1. Skerið hnúðinn neðan af rabarbaraleggjunum, snyrtið og setjið í pott ásamt sykri, sítr- ónuberki og kanil. Sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Setjið síðan í eldfasta skál. 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum smám saman út í og þeytið vel á milli. Smyrjið síðan yfir rabarbarann í skál- inni. Stráið söxuðum möndlum eða hnetum yfir. 3. Hitið bakarofninn í 150°C, blástursofn í 140°C. Setjið neð- arlega í ofninn og bakið í um 30 mínútur. Fylgist með svo að ekki brenni. Meðlæti: ís eða þeyttur rjómi. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þekkir einhver þessa konu? ÞESSI kona var í námi í Munchen 1953 og bjó í kastala sem er innréttaður sem íbúðir. Þetta var málað 1954 af konu sem heitir Anna Marie Tripps í Munster Eifel. Baróninn þar hefur áhuga á að frétta af henni og hafa samband við hana. Ef einhver þekkir til hennar eða getur gefið upp- lýsingar, þá vinsamlega hafið samband í síma 551- 8789 eða 845-3104, netfang: kitta@li.is Fréttafíkill og fótboltabulla ÉG var að lesa greinar sem birtust í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu sunnu- daginn 25. júní sl. Onnur greinin hét RÚV - örygg- istæki íþróttamanna? eft- ir Ævar Rafn Kjartans- son. Greinin var eins og töluð út úr mínu hjarta. Ég er algjörlega sammála Ævari Rafni. Hin greinin hét Fréttafíkn? eftir Sig- urð Ola Sigurðsson. Ég er mikill fréttafíkill og jafn- framt er ég fótboltabulla. Helst vildi ég geta haft aðgang að fréttum á er- lendum sjónvarpsstöðum. Sigurður spyr hvort ein- hver þekki fréttafíkil. Mig langar að lýsa þvi yfir að ég er yfirlýstur fréttafíkill og fótboltabulla. Bergþóra Árnadóttir. Birkiaska góð við heymæði Þorgeir Þórarinsson, Mar- argötu 1, Grindavík, hringdi og vildi koma á framfæri að birkiaska gæti reynst fólki vel sem væri með heymæði, auk þess sem hann telur að hún lækni marga aðra kvilla sem og alvarlegri sjúk- dóma. Þakkir til Illuga Jökulssonar MIG langai' að þakka RÚV fyrir þættina hans Illuga Jökulssonar, Frjálsar hendur, sem eru á dagskrá Rásar 1 á sunnudagskvöld- um. Sérstaklega íyrir þátt- inn sem var á dagskrá sunnudagskvöldið 18. júní sl. Hann var alveg frábær, helst hefði ég viljað eiga hann á spólu. Ég hlusta alla daga á Rás 1 og þar er mik- ið af alls konar fræðandi og skemmtilegu efni. Hafið mínar bestu þakkir íyrir. 020521-2879. Tapad/fundid Gameboy Color- leikjatölva tapaðist BLEIK Gameboy Color- leikjatölva í fjólublárri Gameboy-tösku með gulum stöfum tapaðist í flugi frá Barcelona aðfaranótt laug- ardagsins 24. júní sl. í tölv- unni var strumpaleikur. Hennar er sárt saknað af eigandanum sem hafði safnað sér fyrir henni og keypt á leiðinni í fríið. Skil- vís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 86 205 86. Úlpa tekin í misgripum AÐ kvöldi 17. júní sl. er ég kom með flugvél Flugfé- lags íslands frá Akureyri, gleymdi ég að taka úlpu úr farangurshólfinu fyrir ofan sætið mitt. Eftir árangurs- lausa leit í óskilamunum hjá F.I. kom þó í Ijós að önnur samskonar úlpa hafði fundist. Því lítur út fyrir að einhver hafi týnt sinni úlpu og fengið mína úlpu i staðinn. Þette er gi'æn úlpa frá 66°N. I vös- unum á minni úlpu er svart lyklaveski, sem ég sakna sárt, ásamt hönskum og hárbandi. Ef einhver kann- ast við að hafa fengið þessa úlpu þætti mér vænt um að viðkomandi hefði samband við Guðlaugu hjá flugírakt Flugfélags Islands. Seiko-karlmannsúr tapaðist SEIKO-karlmannsúr tap- aðist í miðbæ Reykjavikur í kringum 6. maí sl. I skíf- unni á úrinu er hvít og blá rönd. Upplýsingar í síma 899-0777. Dýrahald Blár lítill páfagaukur fannst LÍTILL blár páfagaukur fannst í Grafarvogi fyrir um það bil tveimur vikum. Upplýsingar í síma 699- 0414. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... STJÓRNVÖLD eru farin að nota Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu talsvert fyrir fundi og móttökur, m.a. eru þar gjarnan boðaðir blaða- mannafundir. Þetta hús hentar hins vegar ekkert sérstaklega vel til fundarhalda því að hljómur í því er einstaklega slæmur og talað orð skil- ar sér illa til áheyrenda. Vikverji hefur alla tíð haft miklar efasemdir um að sú ákvörðun hafi verið rétt að setja á stofn sérstakt hús sem kennt er við þjóðmenningu, ekki síst þar sem söfn á íslandi búa almennt við mikinn fjárskort. T.d. hefur Þjóð- skjalasafnið mátt búa við það í fjölda ára að geta ekki gengið sómasam- lega frá skjölum þar sem það hefur ekki fengið næga fjárveitingu til að kaupa hillur. Skjöl liggja þar á vöru- brettum óflokkuð og óskráð. Sama má raunar segja um Náttúrufræði- stofnun sem í áratugi hefur búið við algjörlega óviðunandi ástand í hús- næðismálum. Þess vegna vegna vek- ur það nokkra furðu að stjómvöld skuli allt í einu eiga næga peninga til að byggja upp nýja stofnun, sem er þar að auki að vissu leyti í sam- keppni við Þjóðminjasafnið og Þjóð- skjalasafnið, a.m.k. hvað varðar sýn- ingarhald. FYLKIR náði í vikunni efsta sæti í úrvalsdeild knatt- spyrnu. Þetta er sögulegur árang- ur fyrir liðið, en það hefur á síð- ustu árum og áratugum barist við að halda sér í efstu deild. Liðið kom úr fyrstu deild í fyrra enn eitt árið og hefur blómstrað í sumar. Þetta er sannarlega ánægjulegt fyrir Árbæinga, sem án efa eru staðráðnir í að halda sér í toppbar- áttunni í deildinni það sem eftir lifir sumars. XXX MIÐLUN hefur undanfarin ár gefið út netfangaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um mikinn fjölda netfanga og heima- síðna á Islandi. Þessi bók hefur vax- ið hratt á seinustu árum þótt mikið vanti enn á að hún hafi náð síma- skránni að stærð og þyngd. Víkverji er farinn að nota þessa bók talsvert mikið enda hefur hún að geyma mikið af gagnlegum upplýsingum. A.m.k. hefur Víkverji vanið sig á að leita í netfangaskránni þegar hann er að leita að nafni á heimasíðu. Það er hans reynsla að það sé fljótlegra heldur en að nota leitarvélar á Net- inu. VÍKVERJI brá sér í vikunni í Bónus að versla. Þegar hann kom að afgreiðslukassa var erlend kona þar í stökustu vandræðum. Hún var aðeins með kreditkort, en sem kunnugt er tekur Bónus að- eins seðla og debetkort. Við versl- unina er kortasjálfsali, en konan gat ekki notað hann heldur þurfti að komast í banka til að geta tekið út peninga. Starfsfólkið reyndi að ráðleggja konunni hvert best væri fyrir hana að fara, en hún var ekki á bíl og ókunnug á þessum slóðum. Þar að auki var grenjandi rigning úti. Islensk kona, sem hlustaði á vandræði konunnar, bauðst til að greiða vörurnar fyrir konuna og skutla henni í banka. Erlenda kon- an var að vonum þakklát fyrir hjálpina. Svona hjálpsemi er sjálfsagt of fátíð hér á landi, en enginn vafi leikur á að svona jákvæð fram- koma felur í sér góðan stuðning við ferðaþjónustuna í landinu. Ferðamenn fara ánægðari heim ef þeir fá þá mynd af þjóðinni að hér búi hjálpsamt og kurteist fólk sem sé reiðubúið að leggja ýmislegt á sig til að rétta náunganum hjálp- arhönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.