Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 12

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skotar gefa Al- þingi sjö feta stól FORSETI skoska þjóðþingsins, Sir David Steel, mun afhenda Alþingi Is- lendinga forláta eikarstól að gjöf um helgina í tilefni kristnihátíðarhald- anna. Stólinn, sem er sjö fet eða 2,10 m á hæð og fagurlega útskorinn og er ætlaður forseta Alþingis, elsta þjóð- þings Evrópu, að því er fram kom í dagblaðinu The Scotsman nú í vik- unni. Blaðið skýrir frá því að upphaflega hafi verið hugmyndin að skera út tvo eins stóla úr skoskri eik fyrir forseta elsta þjóðþings Evrópu og þess yngsta, Islands og Skotlands. íslend- ingar hafi þegið sinn stól með þökkum í tilefni kristnihátíðai-, en enn sé óljóst með öllu hvort hinn stóllinn endi í fyr- irhuguðu húsi skoska þjóðþingsins. Smíði stólanna tveggja hefur orðið að bitbeini embættismanna í Lundún- um sem töldu ófært að um gjöf til Is- lands frá skosku þjóðinni gæti verið að ræða, þar eð Skotland væri ekki futivalda ríki. Þvi var fallið frá þeirri hugmynd og formlegur gefandi verð- ur því skoska þingið. Ónafngreindur heimildarblaðsins segir að aðalatriðið sé að um prýðilegan smíðisgrip sé að ræða og án efa verði honum vel tekið á Islandi. Hvað verður um hinn stólinn er annað mál. Samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins ber að bjóða út stærri verk á svæðinu öllu, en mikill vilji er fyrir því í Skotlandi að hús- gögn í þinghúsinu verði gerð úr skoskum viði, hönnuð af heimamönn- um og framleidd þar í landi. --------------- Kröfu um geðrann- sókn hafnað HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur hafnað kröfu sýslumannsins í Kópavogi um að maðurinn sem er í haldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða stúlku með því að hrinda henni fram af svölum í Kópavogi, sæti geðrannsókn. Hér- aðsdómur taldi að með geðrann- sókn hefði ekki átt að skera úr um sakhæfi mannsins heldur hefði verið beðið um hana vegna gloppna í frásögn hans. Sýslumað- urinn getur kært úrskurðinn. -------------------- Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á dreng á reiðhjóli á Sauðárkróki laust eftir klukkan 8 á miðvikudagskvöld. Slysið átti sér stað á mótum Hólmagrundar og Hegrabrautar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust þær upplýs- ingar að meiðsl drengsins væru talin lítils háttar. --------------- Fimm og hálfs árs dómi áfrýjað JÚLIUS Kristófer Eggertsson, sem hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm vegna síns þáttar í Stóra fíkniefna- málinu svonefnda, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Kristján Stefánsson, veijandi Júlíusar, segir að skjólstæðingur sinn hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu og á þeim forsendum sé dómnum áfrýjað. Kristján segir að sakfelling Hér- aðsdóms sé byggð á afar veikum grunni. Morgunblaðíð/Ásdís Geir Magnússon, forsljóri Olíufélagsins hf. og Siv Friðleifsdóttir um- hverfísráðherra fylla á fyrsta metanbílinn hérlendis. Niðurgreiðsl- ur á raforku til húshitunar auknar VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Niður- greiðslurnar eru auknar með tvennum hætti þar sem þær ná til allt að 50.000 kWh notkunar á ári, en á síðasta ári var miðað við allt að 30.000 kWh notkun á ári auk þess sem upphæð niðurgreiðslna á orkueiningu er aukin. Þessi hækk- un á niðurgreiðslum ríkisins kemur til framkvæmda nú þegar. I fjárlögum yfirstandandi árs voru fjárveitingar til niðurgreiðslu á raforku til hitunar íbúðarhús- næðis auknar um 160 milljónir króna eða úr 600 milljónum í 760 milljónir. I samræmi við tillögur nefndar sem iðnaðarráðherra skip- aði sl. vor hefur ráðherra ákveðið að auka niðurgreiðslur á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Við lok þessa árs verður fram- kvæmd sérstakt uppgjör vegna tímabilsins frá 1. janúar sl. og þar til hækkunin kom til framkvæmda. Fyrir þá sem hlut eiga að máli verður reiknuð eingreiðsla frá þeim tíma og þar til breytingar voru gerðar á gjaldskrám orkufyr- irtækja. Þessar aðgerðir lækka hitunar- kostnaðinn verulega hjá þeim sem nota meiri orku til hitunar íbúðar- húsa en sem samsvarar meðalnotk- un og sem dæmi lækkar kostnaður hjá notanda sen notar 50.000 kWh á ári á algengasta hitunartaxtanum hjá Rafmagnsveitum ríkisins úr um 160 þúsund kr. á ári í um 101 þús- und kr. á ári, eða um 37%. Notandi sem kaupir 30.000 kWh á þessum taxta greiðir nú um 67 þúsund kr. á ári í stað 73 þúsund krónur, sem er um 8% lækkun. Meðalnotkun á þessum taxta hjá Rafmagnsveitun- um er um 33.000 kWh á íbúð á ári. Hlutfall útblástursefna frá vélum sem brenna metani miðað við efni í útblæstri þegar þær brenna bensíni og dísilolíu Útblástursefni 4 & Hlutfall miðað við bensínvél Hlutfall miðað við dísilvél Koldíoxíð (C02) 20% minna 20% minna Kolmónoxíð (CO) 74% minna 90% minna Köfnunarefnisoxíð (NOx) 36% minna 60% minna Sót (hærri kolvetni) 60% minna 80% minna Fyrsti metan- bíllinn fylltur FYRSTI metanbíllinn fékk áfyll- ingu á nýrri metanáfyllingarstöð ESSO sem opnuð var á Bíldshöfða 2 í gær. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra dældi gasinu á VW Transporter bíl sem er einn af tuttugu fjölorkubilum sem ganga jafnt fyrir metani og bens- íni og hafa verið fluttir inn til iandsins af Heklu hf. Þetta eru þjónustubflar í eigu Reykjavíkur- borgar, Sorpu, ESSO, Landssím- ans og fleiri aðila. Metangasið er unnið af Metan hf., dótturfyrir- tæki Sorpu, og Aflvaka hf. á urð- unarsvæði Sorpu í Álfsnesi. Markmið Metans og ESSO er að metan verði ávallt ódýrara en bensin. Metanið er seit í rúmmetr- um og kostar hver eining 80 krón- ur. f hverri einingu metans er 12% meiri orka en í einum lítra af 95 oktana bensíni. Orka metans, sambærileg við orkuna í bensín- lítranum, kostar 71,43 krónur sem er 23% minna en Iítri af 95 oktana bensfni. Ögmundur Einarsson, for- stjóri Sorpu, sagði við kynningu á metani á áfyllingarstöðinni á Bfldshöfða, að eldsneytið væri ekki skattlagt og verðlagningin tæki einvörðungu mið af kostnaði við vinnslu þess. Hann sagði að ef metan yrði skattlagt á sama hátt og bensín yrði það aldrei valkost- ur sem orkugjafi hér á landi. Miðstöð fyrir áfallahjálp á Hellu lokað Þörfin fyrir hjálp enn fyrir hendi SKAMMT er liðið frá því að stórir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland. Eftir jarðskjálftana setti Rauði kross íslands upp fjöldahjálpar- stöðvar á Hellu og Selfossi en þangað gat fólk leitað og fengið stuðning. Miðstöðvunum var lok- að á mánudag en margir finna ennþá fyrir vanlíðan og kvíða í kjölfar jarðskjálftanna. Ágústa Gunnarsdóttir sálfræð- ingur starfaði við áfallahjálp á Hellu og Selfossi eftir jarðskjálft- ana. Ágústa segist hafa haft spurnir af því að fólk leiti enn eft- ir áfallahjálp en komi að lokuðum dyrum þar sem fjöldahjálpar- stöðvunum hafi verið lokað. „Sumir búa enn í tjöldum og hjól- hýsum þar sem þeir þora ekki að flytja aftur í hús sín af ótta við annan skjálfta jafnvel þótt húsin hafi ekki skemmst í stóru skjálft- unum,“ segir Ágústa. Eins segir hún að mörgum þeirra sem búa einir líði mjög illa og dvelji jafnvel hjá vinum og ættingjum. Mikilvægt að skilja líðan þeirra sem urðu fyrir áfalli Hún segir að fólk sem þarf á hjálp að halda geti nú leitað til heilsugæslustöðva eða sjúkra- húsa en í Sjúkrahúsi Reykjavíkur f Fossvogi sé miðstöð fyrir áfalla- hjálp á landinu. Ágústa segir að eftir atburði í líkingu við þá sem urðu nú í júnímánuði geti oft liðið nokkur tími þar til áfall kemur í ljós. „Það verður oft þegar meiri ró hefur færst yfir og í þessu til- felli hefur það líka áhrif að margir óttast annan og stærri skjálfta." Ágústa segir að sem betur fer komist flestir heilir í gegnum at- burði sem þessa en mikilvægt sé að taka mark á áhyggjum fólks sem hefur orðið fyrir áfalli og gera ekki lítið úr ótta þess. Fólk finni fyrir mikilli vanlíðan og sýni því oft sterk viðbrögð. Að sögn Ágústu var meirihluti þeirra sem leituðu sér hjálpar eft- ir skjálftana börn og konur, minna hafi sést af karlmönnum. „Það segir þó lítið um líðan þeirra, þeim er kannski tamara að harka af sér og bera ekki tilfinn- ingar sínar á torg,“ segir Ágústa. Áfallahjálp nokkurs konar sálræn skyndihjálp Hún segir að sumir þeirra sem leituðu eftir hjálp hafi verið þjak- aðir af innilokunarkennd og eftir- skjálftarnir hafi haft slæm áhrif á fólk. „Það kom fyrir að fólk, sem var hjá okkur í viðtali, stökk hreinlega upp og fór jafnvel að titra og skjálfa þegar eftirskjálft- ar gerðu vart við sig,“ segir Ágústa. Hún segir að börn leiti eftir ör- yggi og meiri nærveru við for- eldra eftir að þau verða fyrir áfalli. „Mörgbörn ogjafnvel ungl- ingar vilja smeygja sér upp í til foreldranna á kvöldin og vera að- eins nær þeim en venjulega,“ seg- ir Ágústa. Hún segir að yngstu börnin þurfi mikið á hjálp foreldr- anna að halda. Þeim sem séu ung gagnist lítið að koma í hjálpar- viðtöl en foreldrar geti hjálpað þeim og stutt þau með því að veita þeim skilning og nærveru. Aðspurð segir Ágústa að lang- flestir sem verða fyrir áfalli jafni sig á stuttum tíma. „En það eru einnig dæmi um að langan tíma taki fyrir fólk að jafna sig. Áfallið getur líka kallað á slæmar minn- ingar sem gera fólki erfitt fyrir,“ segir Ágústa. Aðspurð segir Ágústa að áfalla- hjálp sé ekki meðferð. „Þetta er stuðningsviðtal og úr þessu viðtali á fólk að fara aðeins sterkara í burtu. Það má eiginlega kalla þetta sálræna skyndihjálp,“ segir Ágústa. Ágústa segir að rann- sóknir hafi sýnt að þeim sem leita sér hjálpar eftir áfall gangi betur að vinna sig út úr vanda sínum en þeim sem ekki leita sér hjálpar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.