Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 22

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/KVM Fótboltamót yngri flokkanna fór fram á sunnudagsmorgninum. 1 * . , 1 w 2 * t ^ \k\ - ■: • ■ ■ : ■ - ■_• -Jr: - Grundarfirði - fþróttahátíð HSH var haldin í sfðustu viku í Grundar- firði og stóð íþrjá daga, fimmtu- dag, laugardag og sunnudag. Mikil veðurblíða var mótsdagana og aðstaða ágæt á hinu nýja íþrótta- svæði Grundfirðinga, sem vígt var í fyrra. Iþróttahátíð þessi samanstendur af nokkrum mótum, sem eru Hér- Iþróttahátíð aðsmót HSH, unglingamót, barna- mót í frjálsum íþróttum og fót- boltamót f 5. 6. og 7. flokki. Keppt var í mörgum íþróttagreinum svo sem langstökki, þrfstökki, há- stökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, nokkrum hlaupagrein- um og fleiru. Hátfðinni lauk með héraðsmótinu sjálfu á sunnudag- skvöldinu. Ungmennafélögin sem HSH standa að HSH eru: Ungmennafé- lagið Trausti, Ungmennafélagið Víkingur, Ungmennafélag Staðar- sveitar, íþróttafélag Miklaholts- hrepps, Ungmennafélaglð Eldborg, Ungmennafélagið Snæfell og Ung- mennafélag Grundarfjarðar. Á unglingamótinu og barnamótinu voru grillaðar pylsur í boði Versl- unarinnar Tanga í Grundarfirði. Mikil og góð þátttaka var á fþrótta- hátfðinni og voru allir glaðir og ánægðir eftir þessa ágætu daga þeirra Snæfellinga sem komu sam- an í Grundarfirði mótsdagana þrjá. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. Ungt fólk úr unglingavinnuflokki Norður-Héraðs vinnur við hieðslu garðsins undir stjórn Páls Benediktssonar á Hákonarstöðum. Kirkja frá kristnitöku endurbyggð Túngarðurinn hlaðinn Norður-Héraði - Unnið er við að endurbyggja kirlqu frá því um kristnitöku sem stóð á Geirsstöðum í Hróarstungu. Framkvæmdaraðili er Minjasafn Austurlands en er fjár- magnað að miklu leyti af Evrópu- bandalaginu. Hafist var handa við hleðslu kirkjutóftarinnar í fyrrahaust og unnið hefur verið við það síðan með hléum að efna niður viðina sem eiga að fara til byggingarinnar en það er eingöngu rekaviður sem verður not- aður í bygginguna. Einnig var hafist handa á síðasta hausti um að hlaða túngarð úr torfi umhverfis kirkuna og er því verki að ljúka þessa dagana. Það eru krakkar úr unglingavinnuflokki á vegum Norður-Héraðs undir stjóm Páls Benediktssonar sem vinna það verk. Garðurinn sem er um það bil metri á hæð og eins metra breiður er allur hlaðinn úr streng sem skorinn er á nálægu túni og fluttur á staðinn. Alls er garðurinn um 300 metrar á lengd og þess vegna allt að 300 rúmmetr- Jarðgerð lífræns úrgangs í Borgarbyggð Fy rsti j arðgerðar- kassinn afhentur Borgarnesi - í vor var auglýst eftir tuttugu heimiium í Borgarbyggð til að stunda heimajarðgerð í tilrauna- skyni. Ibúum var gefinn kostur á að skrá sig í þetta verkefni og fá jarð- gerðarkassa gegn vægu gjaldi. Ails sóttust 24 aðilar eftir þátttöku í þessu verkefni og gefst öllum kostur á að verða þátttakendur í þessari til- raun. Fyrstu kassamir vom afhentir 16. júní sl. og var dregið úr nöfnum þátttakenda hver þeirra tæki móti fyrsta kassanum. Það vildi til að nafn Kolfinnu Þ. Jóhannesdóttur bæjar- fulltrúa og formanns Náttúravernd- arráðs var dregið út. Jarðgerðarkassarnir era af tveim- ur gerðum, Sandvik og Gröna Johanna, sem báðir uppfylla kröfur norræna svansins sem er sameigin- legt umhverfis- og gæðamerki Norð- urlandanna. Þetta era fyrstu jarð- gerðarkassamir með merki norræna svansins sem teknir era í notkun á íslandi en þeir era fluttir inn af fyrir- tækinu Vistmönnum ehf. Stefán Gíslason umhverfisstjórn- arfræðingur hefur haft umsjón með þessu tilraunaverkefni Borgar- byggðar og útbúið ítarlegt leiðbein- Morgunblaðið/Ingimundur Stefán Kalmanssson bæjarstjóri afhendir Kolfinnu Þ. Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa og formanni Náttúruverndarráðs fyrsta jarðgerðarkass- ann í Borgarbyggð. ingarefni sem fylgir með jarðgerðar- kössunum. Stefnt er að því að flokkun á lífrænu sorpi verði tekin upp í leikskólum og grannskólum í Borgarbyggð á næstu mánuðum og síðan að fleiri heimili bætist í hópinn næsta vetur þegar reynsla verður fengin af þessum fyrsta hluta. Veröbréfaviðskipti í Kauphöll Landsbréfa eru ókeypis allan júnímánuö.* Njóttu ókeypis viðskipta á íslenska markaðnum og Wall Street í gegnum einu rafrænu verðbréfamiðlunina á íslandi. KAIÍPHOLL LANDSBRIEFA LANDSBREF i * Nánari upplýsingar um tilhögun er að finna á nýjum og stórlega endurbættum vef, www.landsbref.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.