Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 27
Verkefninu
„Útflutningsaukning
og hagvöxtur“
lokið 110. skipti
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag luku
9 islensk fyrirtæki þátttöku í verk-
efninu „títflutningsaukning og
hagvöxtur" á vegum títflutnings-
ráðs fslands. Þetta er þróunar-
verkefni sem títflutningsráð
gengst fyrir í samstarfi við Sam-
tök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð at-
vinnulífsins og íslandsbanka -
FBA fyrir lítil og meðalstór fyrir-
tæki, sem hafa áhuga á að hefja
útflutning eða festa í sessi út-
flutning sem þegar er hafínn.
Verkefnið tekur 10 mánuði og
þetta var í 10. skiptið sem það var
haldið.
Fyrirtækin 9 sem þátt tóku í
verkefninu að þessu sinni eru:
Ásprent hf. og Glófi ehf. á Akur-
eyri; Eyrareldi ehf. og Þingból hf.
á Tálknafirði; Sjávarleður hf. á
Sauðárkróki; Pottagaldrar, Gull-
smiðja Reykjavíkur, Leðuriðjan
ehf. og Ishreinn í Reykjavík. Þátt-
tökufyrirtækin kynntu vörur sínar
og þjónustu í lokahófi sem fram
fór í fyrradag. Fyrr um daginn
höfðu þau kynnt markaðsáætlanir
sínar fyrir stýrinefnd verkefnisins
sem vaddi bestu áætlanirnar. Fyrir
valinu voru áætlanir frá Glófa ehf.,
prjónaverksmiðju á Akureyri, og
Ishreini í Reykjavík, sem er með
háþrýstihreinsibúnað fyrir mat-
vælaiðjur. Valgerður Sverrisdótt-
ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
flutti ávarp í lokahófinu og afhenti
þátttakendum staðfestingarskjöl.
Verkefnið „títfiutningsaukning
og hagvöxtur" er írskt að uppruna
og er efht til þess í 12 löndum. Is-
land hefur m.a. haft umsjón með
því að koma verkefninu á fót í
Eystrasaltsríkjunum og í Malasiu.
I verkefninu eru kennd markviss
vinnubrögð og fyrirtækin vinna
stefnumótandi markaðsáætlanir.
Samtals hafa um 80 íslensk fyr-
irtæki tekið þátt í verkefninu frá
upphafi. Dæmi um sprotafyrirtæki
sem tóku þátt fyrir nokkrum árum
og hafa síðan vaxið ört eru Bakka-
vör hf. og Össur hf., en þau hafa
bæði hlotið títflutningsverðlaun
Forseta Islands.
Haukur Björnsson, skrifstofu-
stjóri títflutningsráðs íslands, hef-
ur verið verkefnissjóri verkefhis-
ins frá upphafi.
Á myndinni eru, talin frá vinstri:
Halldór Björnsson, verkefnisstjóri
og skrifstofustjóri títflutningsráðs,
fulltrúar þeirra 9 fyrirtækja sem
þátt tóku í verkefninu, Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, og Jón Asbergs-
son, framkvæmdastjóri títflutn-
ingsráðs.
Austurbakki einkafull-
trúi annars stærsta bjór
fyrirtækis Evrópu
AUSTURBAKKI hf. hefur endur-
nýjað samning sinn við Scottish &
Newcastle Breweries Export. Fyr-
irtækið verður með þessum samn-
ingi einkafulltrúi bjórframleiðand-
ans á Islandi en hefur verið
dreifingaraðili fyrir hann undanfar-
in 5 ár. Scottish & Newcastle sam-
einaðist nýlega franska bjórfyrir-
tækinu Danone, sem er stærsti
bjórframleiðandi í Frakklandi og
Italíu og sá næst stærsti í Belgíu.
Með sameiningunni er Scottish &
Newcastle orðið annað stærsta
bjórfyrirtæki Evrópu og það fjórða
Æðsti stjórn-
andi Saatchi
& Saatchi til
landsins
KEVIN Roberts, æðsti stjóm-
andi Saatchi & Saatchi-auglýs-
ingastofunnar, er væntanlegur
hingað til lands í skemmtiferð
með fjölskyldu sinni og mun
hann ávarpa gesti í lokuðu hófi
Islensku auglýsingastofunnar
næstkomandi mánudag.
Kevin Roberts býr ásamt
fjölskyldu sinni á Nýja Sjálandi
og hefur hann öðlast heims-
frægð í auglýsingaheiminum
síðan hann tók við hjá Saatchife-
Saatchi árið 1997. Saatchi er ein
stærsta auglýsingastofukeðja í
heimi með um 7000 starfsmenn
í rúmlega 90 löndum. Stofan
vinnur fyrir 70 af 100 stærstu
auglýsendum í heimi og velta
síðasta árs nam rúmlega þre-
földum fjárlögum íslenska ríkis-
ins. Áður hafði Kevin starfað í
þrjá áratugi að markaðsmálum
fyrir heimsþekkt vörumerki. ís-
lenska auglýsingastofan hefur
um árabil átt óformlegt sam-
starf við Saatchi í London og
víðar og er þessi heimsókn upp-
skera þess samstarfs.
stærsta í heimi. Austurbakki hefur
nú aðgang að yfir 200 bjórmerkjum
frá Scottish & Newcastle. Meðal
tegunda sem Austurbakki selur frá
Scottish & Newcastle eru Fosters,
Mc Evans lager, Newcastle Brown
ale, Beamish Irish stout, John
Smith English bitter og Old Pecul-
iar.
Víndeild Austurbakka hefur vax-
ið mikið frá því hún tók til starfa á
árinu 1995. Salan á því ári var 10,3
milljónir króna, 94,0 milljónir 1996,
138,4 milljónir 1997, 256,2 milljónir
1998 og 464,2 milljónir á árinu 1999.
Kjörinn í
stjórn EVCA
GYLFI Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri EFA hf., hefur verið
kjörinn í stjóm EVCA, European
Venture Capital Association, sem
eru samtök evrópskra fyrirtækja
og sjóða sem sérhæfa sig í áhættu-
fjárfestingum.
EVCA er mikil-
vægur samstarfs-
vettvangur þess-
ara félaga og
stendur meðal
annars fyrir miðl-
un upplýsinga um
áhættufj árfesting-
ar, skipuleggur
ráðstefnur um ný
fjárfestingarsvið,
vinnur að sam-
ræmingu aðferða
við mat á fyrirtækjum og býður
upp á námskeið fyrir sérfræðinga í
því sambandi.
Innan raða EVCA eru öll helstu
áhættufjárfestingarfélög í Evrópu
og í árslok 1999 voru aðildarfélögin
um 500 talsins. í tilkynningu frá
EFA segir að með þátttöku í stjórn
EVCA hyggist EFA sinna bæði
vaxandi erlendu samstarfi og miðl-
un upplýsinga með skipulagðari
hætti til annarra aðildarfélaga hér
á landi.
Gylfi
Arnbjörnsson
ff "-.i Ifl jk
JBa
m lk_ ív
Maxon MX-2450
EkkertStofngjald
í júní ogjúlí erekkert stofngjald í
NMT farsímakerfinu.
NMT - langdræga farsímakerfið
Tilboð:
Listaverð: 19.980,-
15-980,-
Léttkaup Símans
3.980,- út
og i.ooo kr. ámán. íár
www.siminn.is
Fáðu nánari upplýsingar um NMT i
gjaldfrjálsu númeri I 800 7000 j eða á netinu
SIMINN
Nú ber vel
1 veíðil