Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 30

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Vigfús Jóhannsson, formaður LFH, um gagnrýni á fiskeldi í Nature Hræðsluáróður vísindamanna og hagsmunaárekstrar DR. VIGFÚS Jóhannsson, formað- ur Landssambands fiskeldis- og haf beitarstöðva á íslandi (LFH) og for- maður Alþjóðasambands laxeldis- framleiðenda, segir að skýrsla vís- indamanna í breska tímaritinu Nature í gær, þar sem því er haldið fram að fískeldi hafi skelfileg áhrif á un.hverfíð og villta fiskstofna, komi ekki á óvart. Hins vegar sé ástæða til að vara við slíkum greinum því um hræðsluáróður sé að ræða. Greint var frá skýrslunni í Morg- unblaðinu í gær og aðspurður segir Vigfús að skýrslan endurspegli að sumu leyti þá stöðu sem fiskeldið virðist vera í. Stjórnvöld vör um sig .Alþjóðasamband laxeldisfram- leiðenda og reyndar öll fiskeldissam- tök í heiminum eru að snúa vörn í sókn með betri upplýsingaöflun og síðast en ekki síst með markvissri samvinnu við hlutlausa vísinda- menn,“ segir Vigfús. „Þetta hefur meðal annars leitt til þess að stjóm- völd í flestum löndum þar sem við störfum eru líka að snúa við blaðinu. Þau eru hætt að hlusta á hvaða vit- leysu sem er sem kemur í nafni vís- inda en berst oftast í gegnum um- hverfissamtök ekki ósvipuð þeim sem við Islendingar þekkjum best og höfum mátt glíma við í sambandi við hvalveiðar okkar. Nýjasta dæmið í þessu sambandi fengum við að heyra á fyrirlestri hér á Islandi fyrir skömmu þar sem meðal annars var verið að kynna veiðar og vinnslu á náttúrulegum fiski í Bandaríkjun- um. Þá var sýnd bók þar sem fisk- réttir í Bandaríkjunum voru kynntir og þar voru lax og þorskur frá ís- landi settir saman yfir vörur sem neytendur skyldu forðast. Skilaboð mín til almennings eru því að hlusta mjög varlega á slíkar yfirlýsingar vegna þess að þarna er um mjög mikla hagsmunaárekstra að ræða.“ Ströngustu umhverfís- reglurnar í fískeldi í skýrslunni segja vísindamenn- irnir að fullyrðingar um að fiskeldi geti orðið uppspretta ódýrrar fæðu sé vitleysa, aðallega vegna þess að gífurlegu magni af fiski sé mokað upp og gert að fóðri. Vigfús segir að það gildi ekki að- eins um fiskeldi heldur alla matvæla- framleiðslu að hráefni sé nýtt til að framleiða það sem markaðurinn vill. „Fóðurhlutfallið á móti því sem við framleiðum af fiski á markaði er óvenju hagstætt í laxi. I umræddri grein tala vísindamennirnir um Kína og fleira fyrir þúsundum ára en iðn- aðurinn sem er í umræðunni er að- eins 15 til 20 ára gamall. Þar af leið- andi kemur hann inn í myndina eftir að þróuðu þjóðirnar hafa skapað sér mjög ákveðna mynd af því hvernig vistvænn rekstur skuli vera. Því held ég að ég geti fullyrt að enginn mat- vælaiðnaður hefur raunverulega þurft að hlíta jafn ströngum um- hverfisreglum eins og fiskleldi. Fisk- eldinu hefur tekist að aðlagast þessu og náð æ betri árangri með hverju árinu, ekki síst í fóðurnýtingu. Það er athyglisvert að undanfarin tvö ár, þegar fiskeldi, fyrst og fremst í laxi, hefur skilað meiri hagnaði en nokkr- ar aðrar sambærilegar greinar, virð; ist þessi áróður verða enn ákafari. I þessu sambandi má ekki gleyma því að við erum í samkeppni við fram- leiðendur á öðrum sviðum og þá sér- staklega framleiðendur á hvítu kjöti, það er svína- og kjúklingarækt. Þar aukum við markaðshlutdeild okkar um nokkur prósent á hverju ári.“ Hrun fískistofna ekki tengt fískeldi Vigfús segir að fóðurumræða vís- indamannanna í Nature sé fáránleg. „I fyrsta lagi er í megintilfellum verið að nota fiska eða hluta úr fæðukeðjunni í sjónum sem ekki eru nýttir til manneldis. Því er ekki hægt að segja að milljón tonn af loðnu sem fara í fiskafóður yrði neytt á borðum landsmanna hér eða í Evrópu því ekki er verið að nýta slíka fiska. Ef reikna á hlutina út á þennan hátt má ekki gleyma því að fiskifræðingar hafa sýnt ágætlega fram á að 0,7 milljón tonn af þorski gefur aðeins 0,25 milljón tonn af flökum til manneldis. Þýðir þetta að við eigum að hætta að veiða þorsk því miklu hagkvæmara sé fyrir okk- ur að fara neðar í fæðukeðjuna og ná stærri hlutdeild? Þessar fullyrðing- ar umræddra vísindamanna sýna hversu lítið þeir hafa kynnt sér hvað raunverulegur rekstur og fiskveiðar snúast um. Við vitum að það að setja samasemmerki milli hruns fiski- stofna og fiskeldis er slíkur þvætt- ingur að ég held að enginn fiskifræð- ingur eða stjómvöld nokkurs staðar í heiminum velti slíku fyrir sér enda snýst ofveiði fyrst og fremst um veiðistjórn og þar státum við íslend- ingar af því að hafa náð betri árangri en flestir aðrir.“ Sjúkdómar ekki úr fískeldi í villtan fisk í skýrslunni segir að fiskeldi sé víða beint tilræði við vistkerfið og víða í Austur-Asíu hafi strendur og strandskógar verið eyðilögð vegna fiskeldis en Vigfús vísar þessum staðhæfingum á bug. „Þessi eyðilegging hófst löngu áð- ur en fiskeldi kom til sögunnar og er af allt annarri ástæðu,“ segir Vigfús. ,A síðustu 15 árum hefur gríðar- lega miklum fjármunum, meðal ann- ars af fiskeldismönnum sjálfum, ver- ið varið í rannsóknir á hugsanlegu samspili villtra og náttúrulegra stofna og hefur fyrst og fremst verið horft á Norður-Atlantshafslaxinn í þvi sambandi. Sérfræðingar eru nánast á einu máli um það að hætta á að sjúkdómar berist á milli sé ekki til staðar. Sjúkdómar berast ekki úr fiskeldi í villtan fisk. Því hefur verið haldið fram í nokkrum tilfellum, meðal annars nýlega í Skotlandi, en þetta er ekki staðfest og sú aðferða- fræði sem beitt er er ekki samþykkt innan Evrópusambandsins." Hrun ótengt kynblöndun Fram kemur að kynblöndun eldis- lax við náttúrulega stofna flýti fyrir hruni þeirra en Vigfús vísar ummæl- unum heim til föðurhúsanna. „Þrátt íyrir ítarlegar rannsóknir er ekkert sem bendir til að slíkt hafi átt sér stað eða geti átt sér stað. í nýlegri grein hafa þekktir vísindamenn við háskólann í Maine bent stjómvöld- um á rökleysur og slök vísindi á bak við slíkar fullyrðingar. Enn fremur má nefna að mikið starf hefur verið unnið í Skotlandi að undanförnu þar sem ályktanir um þessa hættu eru birtar. Þar er niðurstaðan sú að al- mennt sé þessi hætta lítil.“ Varar við svona greinum Vigfús áréttar að um atvinnu- mennsku sé að ræða til að tryggja aðilum í nafni vísinda fjármagn. „Mér finnst rétt að vara við greinum eins og þessari í Nature. Þær eru mjög í takt við það sem við þekkjum í sambandi við hvalveiðamar okkar. Þetta er atvinnumennska og hræðsluáróður, jafnvel frá opinber- um vísindamönnum komið, og miðar að þvi að halda pólitíkinni óttasleg- inni vegna hættunnar á stofnahruni til að tryggja sér fjármagn til að stunda áframhaldandi rannsóknir. I þessu ljósi verður að líta á skýrsl- ERLENT Kohl í yfírheyrslu hjá rannsóknarnefnd þýska þingsins Asakanir á báða bóga Asakanir um „sýndar- réttarhöld“ gengu á víxl milli stjórnarandstæð- inga og stjórnarliða í rannsóknarnefnd þýska þingsins þegar Helmut Kohl sat fyrir svörum í gær. Pétur Blöndal og Davíð Kristinsson fylgdust með framvindu mála. YFIRHEYRSLA rannsóknarnefnd- ar þýska þingsins yfir Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara, sem beðið hafði verið með nokkurri eftirvænt- ingu, fékk óvæntan og heldur snubbóttan endi í gær. Þá hafði verið leitt í ljós að einn meðlima nefndar- innar og samflokksmaður Kohls, Andreas Schmidt, hafði fundað tíu sinnum með Kohl og alltaf einum til tveim dögum áður en nefndin kom saman. Var því haldið fram af full- trúum stjórnarflokkanna að þetta sýndi að Schmidt og Kohl hefðu haft samráð og tilgangslaust væri að halda yfirheyrslunni áfram; hún væri sviðsleikur einn. Yftrheyrslan hófst með klukku- stundar langri málsvörn Kohls, sem hafði lögfræðing sér til halds og trausts. Hann virtist alveg eins og hann á að sér að vera, svo yftrvegað- ur að jaðraði við hroka, kátur á köfl- um og hvein í honum þess á milli. Á stundum hrópuðu hann og Volker Neumann, formaður nefndarinnar, hvor á annan þvert yfir salinn, sem var þéttsetinn af meðlimum rann- sóknarnefndarinnar og fjölmiðla- mönnum. Yfirheyrslan fór fram fyrir luktum dyrum og máttu fréttamenn hvorki taka upp á snældur né filmur. Raunar var það gagnrýnt, m.a. af Kohl, hversu illa var búið að fjöl- miðlamönnum, þar sem mikilvægt væri að miðla viðburðum sem þess- um til almennings í upplýsingaþjóð- félagi. Sem kunnugt er hefur Kohl viður- kennt að hafa tekið á móti leyni- greiðslum til Kristilegra demókrata upp á tvær milljónir marka [rúmar 70 milljónir króna] og neitar hann að gefa upp nöfn þeirra sem létu fjár- munina af hendi rakna. Hann vék ekki frá því í yfirheyrslunum en ít- rekaði að ekki væri um peninga- þvætti að ræða. Þá sagði hann að þeir sem hefðu greitt þessa fjármuni væru þýskir ríkisborgarar; einnig að hann hefði metið það svo að styrkt- araðilamir hefðu haldið að sér hönd- um nema hann lofaði nafnleynd. Pólitískt og sögulegt samhengi Kohl vísar á bug ásökunum um að hann hafi tekið við mútufé við sölu á austur-þýsku olíuhreinsunarstöðinni Leuna árið 1990. Hann sagði að það gleymdist oft í umræðunni að það væri langt í frá að slegist hefði verið um að kaupa fyrirtækið. Verksmiðj- umar hafi verið úreltar og í fremur slæmu ásigkomulagi. Lokun verk- smiðjunnar hefði haft mjög slæmar afleiðingar fyrir byggðarlagið og að endingu hefði aðeins eitt fyrirtæki sýnt kaupum á Leuna áhuga, Elf Aquitaine. Hann hafi samið við það fyrirtæki til að forða þúsundum frá atvinnuleysi og tíminn hafi leitt í ljós að það hafi verið skynsamlegt, því fyrirtækið hafi náð að komast á rétt- an kjöl. Varðandi hina umdeildu sölu á skriðdrekum til Saudi-Arabíu á ár- unum 1990 til 1991 reyndi Kohl einn- ig að skýra mál sitt út frá „pólitísku og sögulegu samhengi". Ákvörðunin hafi byggst á „pólitískri nauðsyn“, m.a. vegna þess að Saudi-Arabar og Israelar hafi í fyrsta skipti myndað Reuters Helmut Kohl á blaðamannafundi í gær að loknum yfirheyrslunum. bandalag í Persaflóastríðinu og þar sem þegar hafi átt sér stað vopnasala til Israela hafi ekki þótt rétt að meina Saudi-Aröbum það. „Eg tók þessa ákvörðun vegna þess að ég taldi hana vera rétta út frá alþjóðleg- um öryggismálum, en ákvað að halda þessu leyndu vegna þess að ég vissi að þetta yrði umdeilt innanlands." Úr tengslum við veruleikann Neumann var ómyrkur í máli þeg- ar hann ræddi frammistöðu Kohls í yfirheyrslunum. „Það er eins og hann hafi misst öll tengsl við veru- leikann. Fyrst kvartar hann yfir því að þurfa að bíða í sjö mánuði eftir því að komast að [hjá nefndinni] og síðan vill hann ekki segja neitt, nema að það séu gamlar klisjur á borð við framlag hans til sameiningar Þýska- lands.“ „Það er vitað að fylgt var handriti í Flick-málinu árið 1984,“ sagði Neu- mann enn fremur um fundi Kohls og Schmidt og skírskotaði til svipaðs fjármálahneykslis, sem Kristilegir demókratar voru flæktir í á sínum tíma. „Kohl tók þátt í þeim málatil- búningi og þess vegna vöknuðu grunsemdir okkar að þessu sinni. Allt bendir til að hér hafi sambærileg handritagerð átt sér stað.“ Schmidt aftekur með öllu að fylgt hafi verið fyrirfram skrifuðu hand- riti í yfirheyrslunum. „Þá kemur handritið frá sósíaldemókrötum og græningjum," segir hann og bætir við: „Það nefnist: Útúrsnúningur í stað upplýsingar.“ Hann heldur áfram: „Meirihluti nefndarmanna er ábyrgur fyrir því að leiða starf henn- ar út í fáránleika. Þeir vilja ekki upp- lýsa málið vegna þess að þeir hagn- ast á þvi að halda því óupplýstu." Hann segist hafa hitt Kohl oft- sinnis og að hann viti ekki nákvæm- lega hvenær. „Það hefur alveg áreið- anlega verið oftar en tíu sinnum og mér finnst ekkert athugavert við það, þar sem hann hafði fullan rétt til þess sem þingmaður. Það að nefndin velti sér upp úr þessu smáatriði sýn- ir best að þetta eru sýndarréttar- höld. Það stendur aðeins til að halda í grunsemdir og velta sér upp úr óstaðfestum sögusögnum." Hann heldur áfram: „Ég hef ekki haft samráð við Kohl fyrir nefndar- fundi. Ég hef aðeins sagt honum að mér fyndist að það þyrfti að spyrja út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sín- um tíma, ég hygðist gera það, en ég sagði honum ekki hvaða spurningar það yrðu.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að skipta honum út úr nefnd- inni í ljósi síðustu upplýsinga, svarar hann: „Ég sé enga ástæðu til þess.“ Er kominn upp úr lægðinni Þegar yfirheyrslunni er slitið stormar Kohl út úr salnum á fund blaðamanna og uppi verður fótur og fit; minnstu munar að nokkrir blaða- menn verði undir í troðningnum. Hann byrjar á því að veifa mynd sem máluð var af honum í réttarsalnum og slá á létta strengi. Brátt berst tal- ið að því hvort hann hafi undirbúið handrit fyrir yfirheyrsluna ásamt Schmidt. „Ég hef aldarfjórðungs reynslu af því að gegna forystuhlutverki og hlýt þar af leiðandi að hafa lágmarks- greind til að vita hvemig ég á að hegða mér í yfirheyrslu af þessu tagi,“ svarar hann. ,Að sjálfsögðu hef ég ekki búið til neitt handrit. Það er aðeins hugarburður nokkurra sósíaldemókrata. Ef einhverjir hafa stundað handritsgerð era það þeir, enda hafa þeir ekki neitt höndunum; það er þeirra vandamál.“ „Herra Kohl...“ byrjar fréttamað- ur spurningu nokkru síðar á fundin- um og gleymir í hita leiksins að kanslarinn fyrrverandi er ávallt kall- aður herra doktor Kohl. „Er ég í þínum huga herra Kohl?“ svarar hann hvasst. „Herra doktor Kohl,“ segir þá fréttamaðurinn. „Ég hef engan áhuga á að kynnast þér á persónulegri nótum en það,“ segir Kohl. Spurningin er einhvern veginn orðin aukaatriði. Kohl svarar því til um þau gögn sem hann hefur verið sakaður um að eyða áður en Schröder tók við kanslaraembætt- inu, að þegar farið hafi verið ofan í kjölinn á því máli hafi komið í Ijós að stjórnendur innan ráðuneytisins hafi ekkert haft með það að gera. „Ég þekki þessa menn og þetta eru æru- verðugir einstaklingar,“ segir hann. Þá er hann spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar fólk sneri við honum baki í kjölfar fjármálahneykslisins. „Þannig gengur þetta fyrir sig,“ svarar Kohl. „Þegar maður er í æðstu stöðum fylgir því ákveðið vald og þá safnast hópur af fólki í kring- um mann. Ef maður stígur niður af þessum stalli, að ég tali nú ekki um þegar maður hrapar eins og ég,“ segir hann og hlær, „þá snýr fólk við manni baki“. Hann þagnar smástund áður en hann bætir við: „Svo snýr það að hluta til aftur.“ Hefur þetta verið erfitt tímabil? „Síðustu sjö mánuðir hafa verið erfiðir,“ segir Kohl. „Núna er ég hins vegar kominn upp úr lægðinni. Það sjá allir að ég er í betra jafnvægi og ég finn fyrir jákvæðari viðbrögðum frá þjóðinni með hverjum degi sem líður. Ég hef fengið sömu undirtektir erlendis frá. Spyrjið þá sem hafa komið í opinberar heimsóknir hingað upp á síðkastið,“ segir hann og vísar m.a. í nýlegar heimsóknir forseta Frakklands og Rússlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.