Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aldraðir skulu
lifa á bjartsýni
Fyrr má nú dæma
en dauðadæma
Frá Karli Gústafi Agústssyni:
MIKIÐ var ánægjulegt að hlusta á
forsætisráðherra okkar, herra Dav-
íð Oddsson, er hann ávarpaði þjóð
sína á þjóðhátíðardaginn. Þar talaði
hann um að þeir eitt hundrað og
þrjátíu þúsund Islendingar sem
byggðu Island og tóku þá ákvörðun
um og stóðu að stofnun lýðveldis
ættu skilið æðstu bjartsýnisverð-
laun. Það lá við að maður táraðist
við að hlusta á þetta, en það breytt-
ist fljótlega þegar mér var hugsað
til þess að þeir íslendingar sem
hann talaði um og eru enn á lífí eru
flestir ellilífeyrisþegar, sem búa við
sultarlaun, verða að lifa af naumt
skömmtuðum ellilífeyri og tekju-
tryggingu, því flestir þeirra hafa
ekki nema mjög lítinn lífeyrissjóð
sem þeir fá greitt úr. Ég held að
þessum íslendingum sem forsætis-
ráðherra vildi verðlauna kæmi það
best að kjör þeirra yrðu bætt þannig
að þeir gætu lifað mannsæmandi lífí
af sínum lífeyri, ellilífeyri og tekju-
tryggingu, og að þessi lífeyrir fylgdi
almennri launaþróun í landinu.
Nýlega var í sjónvarpi viðtal við
fjármálaráðherra um kjör aldraðra
og áhrif jaðarskatta á kjör þeirra,
en það er staðreynd að ef eftirlauna-
þegi eða maki vinnur sér inn nokkr-
ar krónur er tekjutryggingin skert
að stórum hluta. Ráðherra sagði að
verið væri að skoða þessi mál og að
búið væri að skipa nefnd til að kanna
og vinna að tillögum um þessi mál
og væri niðurstöðu að vænta. Ekki
heyrði ég hvenær niðurstaða kemur
hvort það er á þessu ári, næsta ári
eða þarnæsta. Éina leiðin sem fjár-
málaráðherra sér er að skipa enn
eina nefndina þó svo að fjölmargir
aðilar bæði innlendir og erlendir
hafi með rannsóknum og könnunum
á undanförnum árum staðfest að
ellilífeyrisþegar hér á landi búi við
mikið lakari kjör en ellilífeyrisþegar
í nágrannalöndum okkar. Allir sem
hafa kynnt sér þessi mál komast að
sömu niðurstöðu, nema sérfræðing-
ar ríkisstjórnarinnar, sem geta
reiknað það út að kjör ellilífeyris-
þega hér á landi séu allaf að batna.
Það er kannski hluti af bjartsýnis-
verðlaununum, sem forsætisráð-
herra talaði um, að í sömu viku til-
kynnti heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra hækkanir á lyfja-
kostnaði þeirra sem þurfa að nota
lyf, með því að hækka hlut sjúklinga
og draga úr kostnaði ríkisins. Þama
er enn einu sinni verið að vega að
ellilífeyrisþegum og skerða kjör, því
stór hluti þeirra þarf á lyfjum að
halda og margir í verulegu magni.
Nýlega var verið að lækka tolla á
lúxusbifreiðum, sem nam mörg
hundruðum þúsunda króna á hverja
bifreið og má ætla að með hækkun
lyfja til sjúklinga sé verið að fjár-
magna tollalækkunina á þessum
lúxusbílum, eða er ekki eðlilegt að
tengja þetta saman þegar svona
skammt er á milli?
Ég hef rakið í nokkrum greinum
undanfarna mánuði þau fjölmörgu
atriði þar sem við ellilífeyrisþegar
erum beittir óréttlæti og verið
sviptir góðærinu, sem allir sjá nema
við og öryrkjar, og enn er haldið
áfram.
Það virðist alltaf vera að styttast í
það að við verðum að lifa á bjartsýn-
inni einni saman, en það get ég sagt
forsætisráðherra og ríkisstjórn af
eigin raun, að bjartsýni vegur ákaf-
lega létt í maga.
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON,
formaður Félags eldri borgara
í Kópavogi.
Frá Sigrúnu Stefánsdóttur:
SJALDAN hef ég orðið jafnundrandi
og reið og við lestur pistils Víkveija
miðvikudaginn 14. júní sl. Þar fer
pistilhöfundur, sem nýtur nafnleynd-
ar, með niðrandi fullyrðingar og al-
hæfír um tregt gáfnafar íslenskra
unglinga út frá afar undarlegum for-
sendum. Af frásögn vinkonu sinnar af
óþarflega góðum undirtektum ungl-
inga við sviðsframkomu Blóðhunda-
gengisins á tónleikum í Laugardals-
höll ályktar þessi Víkveiji: Islenskir
unglingar eru heimskir, hafa á sér
óorð sem varla er á bætandi og munu
ekki kaupa sér Biblíu eða mæta á
kristnitökuhátíð á Þingvöllum! Þvílík
röksemdafærsla.
Ég er móðir og uppalandi þriggja
ungmenna (þar af eins sem var á um-
ræddum tónleikum) og hef í gegnum
þau, sem og á öðrum vettvangi,
kynnst stórum hópi unglinga. Þetta
eru upp til hópa greind og glæsileg
ungmenni með heilbrigð og skemmti-
leg áhugamál og sum hver meira að
segja þátttakendur í kristilegu starfi
ef Víkveija er einhver huggun í því.
Hann virðist hins vegar vera dæmig-
erður „vegprestur" sem vísar öðrum
veginn en fer hann ekki sjálfur,
predikar virðingu fyrir hverri einustu
Kfveru en skrifar svo af dæmalausu
virðingarleysi um stóran hóp fólks.
Auðvitað geri ég mér grein fyrir því
að
í hópi unglinga, sem og í hópi okkar
fullorðinna, finnast einhverjir sem
kalla mætti svarta sauði. Þessir ein-
staklingar eru þó sjálfum sér verstir
og ég get ekki með nokkru móti fallist
á að þeir komi óorði á aðra sem til-
heyra af tilviljun sömu aldursflokkum
en eiga ekkert annað sameiginlegt.
En ég vildi þó síður vera í hópi starfs-
fólks Morgunblaðsins um þessar
mundir, einhveijum gæti nefnilega
með ofanskráðri röksemdafærslu
dottið í hug að á þeim bæ væru allir
fullir af fordómum og mannfyrirlitn-
ingu. Ekki dettur mér í hug að mæla
aumkunarverðri framkomu Blóð-
hundanna bót (þeir eru víst reyndar
komnir af unglingsaldri) en vænti
þess að þeir áheyrendur, sem í hóp-
hrifum staðar og stundar tóku undir
uppátækin, bíði þess fljótlega bætur.
Víkveiji telur sig hafa komist til
manns eftir unglingsárin. Ég ætla að
hann eigi þar nokkuð í land, að
minnsta kosti hvað umburðarlyndi og
stafsetningu eða prófarkalestur varð-
ar (ritar t.d. „að búazst" og „háttar-
lag“) en það hefur vonandi ekkert
með gáfnafar að gera.
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Kambaseli 49,Reykjavík.
Merkingar í
föt og skó
yLaugalækur 4 • S: 588-1980^
Silki-damask
í metratali
í úrvali
Póstsendum
riiði»
Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050.