Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 2

Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR5. JÚLÍ2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur Einsamall í sveitinni ÞAÐ getur verið ljúft að leika sér í sveitinni á sumrin, Á sólríkum dögum breytist litróf náttúrunnar og hún jafnvel þó maður sé bara einn með sjálfum sér, því í virðist full af lífi, þá er eins og blómin dansi í kringum sveitinni leiðist manni aldrei, þar er alltaf nóg að gera. mann og þá er gaman að vera til. • 0 Ossur hf. hyggst auka hlutdeild sína á heimsmarkaði Á höttunum eftirfyrirtæki á sviði stoðtækja JÓN Sigurðsson, forstjóri stoð- tækja- og hátæknifyrirtækisins Öss- urar hf., segir ekkert launungarmál að fyrirtækið sé á höttunum eftir er- lendu fyrirtæki eða fyrirtækjum á sviði stoðtækjaframleiðslu til kaups. Hann segir ekki rétt að segja að við- ræður hafi farið fram við erlenda að- ila en staðfestir að óformlegar þreif- ingar hafi átt sér stað. Óssur hf. keypti í mars sl. banda- ríska fyrirtækið Flex-Foot Inc. fyrir 5,3 milljarða króna og saman eru fyrirtældn tvö annar stærsti framleið- andi stoðtækjalausna á heimsmarkaði. Jón Sigurðsson segir að áfram sé unn- ið eftir þeirri áætlun að geta boðið heildarlausn á sviði stoðtækja. Mikil áhersla á eigið þróunarstarf „Við leggjum afar mikla áherslu á eigið þróunarstarf en hinn möguleik- inn er að taka stærri stökk fram á veginn með kaupum á réttu fyrir- tækjunum á þessum markaði. Össur er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu hulsa og með kaupunum á Flex-Foot náðum við góðri stöðu í smíði gervi- ökkla. Eftir stendur að við þyrftum að bæta stöðu okkar í gervihnjáliðum og alls kyns íhlutum," segir Jón og bætir við að stefnan sé einnig að styrkja markaðsmál fyrirtækisins á erlendum vettvangi. Talið er að heimsmarkaður á sviði stoðtækja nemi um 1-1,2 milljörðum dala eða um eitt hundrað milljörðum króna. Markaðurinn hefur aukist að umfangi um 5-6% á ári, en stefna Össurar er að auka markaðshlutdeild sína tvö- til þrefalt á næstu árum. Fjármagnið til „Fjármagnið er til finnist rétta fyrirtækið," segir Jón, aðspurður um hvort fjármögnun verði vandamál við frekari fjárfestingar á erlendum vettvangi, sé haft í huga að kaupin á Flex-Foot voru þau stærstu sem ís- lenskt fyrirtæki hafði gert á erlend- um markaði. „Það er í sjálfu sér nóg framboð á fyrirtækjum en hvort þau eru þau réttu er annað mál.“ Sjúkralið- ar vænta kjarabóta UM átta af hveijum tíu sjúkraliðum sem sögðu upp á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi í vor hafa tekið upp- sögn sína til baka. Kristín A. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands, segir að komin sé ró í starf sjúkraliða við spítalann en ljóst sé að sjúkraliðar bindi miklar væntingar við kjarabætur í væntan- lega kjarasamningnum en núgildandi samningar renna út í lok október nk. Um 65% allra sjúkraliða á Land- spítalanum sögðu upp starfi sínu í vor vegna óánægju með kjör en Kristín segir að komist hafi á réttur skilning- ur á núgildandi kjarasamningi og því hafi velflestir sjúkraliðar kosið að draga uppsagnir sínar til baka. „Ein- hverjir hafa engu að síður kosið að skipta um starfsvettvang í von um betri laun,“ sagði hún. Samkvæmt könnun Landlæknis- embættisins frá síðasta ári er mikill skortur hér á landi á sjúkraliðum. Þannig kom fram í könnuninni að á landinu öllu eru 1.364 stöðugildi fyrir sjúkraliða en þeir fylli þó í reynd að- eins 994 stöðugildi. Erfitt að fá ungt fólk í námið Kristín segir ekkert launungarmál að framtíðin sé ekki ýkja björt í þess- um geira heilbrigðiskerfisins. Erfitt sé að fá ungt fólk í sjúkraliðanám og þrátt fyrir mikinn skort á sjúkralið- um um land allt séu kjörin lítt eftir- sóknarverð. Framkvæmdastj óri ASÍ segir kiarasamninga í hættu vegna verðlagsþróunar Allt bendir til að uppsagn- arákvæðið verði virkt ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, segir að það þurfi nánast krafta- verk til að koma í veg fyrir að verðlagsforsendur kjarasamninga bresti ekki um áramót í kjölfar verðhækkana undanfarið. Sér sýnist allt benda til að uppsagnarákvæði samninganna verði virkt. Enginn aðili í þjóðfélaginu virðist vinna að því að tryggja stöðugleika. Hann telur boðaða hækkun Sjóvár-Almennra á ábyrgðartryggingum bifreiða vond skilaboð frá aðila innan Samtaka atvinnu- lífsins. Undur og stórmerki þurfa að gerast Ari segir að sér sýnist núna allt benda til þess að uppsagnarákvæði kjarasamninga verði virkt vegna verðlagsþróunarinnar. „Það eru 3-4 mánuð- ir síðan fyrstu samningar voru gerðir og þeir voru gerðir á þeim grunni að verðlag færi hratt lækk- andi en verðlag hefur ekki farið hratt lækkandi heldur hækkandi," segir Ari. „Það þurfa að gerast undur og stórmerki á þeim tíma sem eftir er fram að áramótum, til að þetta fari á þann stað sem menn höfðu óskað sér. Mér sýnist á öllu að það þurfi að gerast kraftaverk til að það náist.“ Hann sagði að staðan mundi væntanlega skýrast á haustmánuðum. „Ef heldur áfram í sama horfinu - og það er ekkert sem bendir til annars - þá sjá menn fljótlega í hvað stefnir." Hann sagði að þegar könnun á því hvort upp- sagnarákvæði kjarasamninga væru orðin virk væri lokið stæðu menn frammi fyrir þeirri spumingu hvað væri skynsamlegast að gera. „Það gefur augaleið að við fórum út í það að gera það sem kall- að var raunhæfír eða skynsamlegir kjarasamning- ar. Það voru mjög miklar væntingar um launa- hækkanir en það var slegið á þær, t.d. var slegið verulega af kröfum innan Verkamannasambands- ins í ljósi þess að það næðist að halda stöðugleikan- um og tryggja hann.“ Ari sagði að sér virtist hins vegar enginn vera að vinna sérstaklega í því að halda stöðugleikanum eða tryggja hann. „Stjómvöld segja að það sé allt í fínu lagi. Við emm búnir að heyra forsætisráð- herra tala um það aftur og aftur að það sé allt í góðu lagi.“ Fólki fínnst það gabbað „Stundum hefur verið talað um að það þurfi að bíða aðeins og menn era búnir að bíða aðeins nokkram sinnum og þetta er orðið töluvert langt tímabil. Þannig að ég held að það sé full ástæða til að hafa mjög miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Ari, sem segir að ekki sé ástæða til að ætla að launafólk muni eitt vilja taka á sig ábyrgð á því að halda hér stöðugleika. „Það er augljóst mál að forysta hreyfingarinnar tók að sér að tala félagsmenn inn á það að sýna ábyrgð með því að slá af launakröfum. En mér sýn- ist að það taki enginn þátt í að tryggja forsendur- nar þannig að verðið lækki. Mér finnst mjög líklegt að fólki finnist að það hafi hreinlega verið gabbað." Ari sagði að boðaðar hækkanir á ábyrgðatrygg- ingum bifreiða hjá Sjóvá-Almennum væra mikið högg. Erfitt væri að ráða við verðhækkanir á fast- eignum, olíu og bensíni og fleira. Hvað varðar bensínið mætti að vísu hugsa sér grandvallarbreytingar á verðlagningu í þá átt að ríkið taki minna til sín af verðinu en verið hefur en það væri meira en að segja það að gera slíkar breytingar. Sjóvá-Almennar aðili að SA „En þessar hækkanir á tryggingunum finnst mér vera vont merki. Þetta segir manni að þessir aðilar hafa engar áhyggjur af þessu. Sjóvá-Al- mennar era aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Við gerðum samninga við Samtök atvinnulífsins, sem eru byggðir á ákveðnum forsendum, en það virðist ekki vera nein binding þarna til þess að tryggja að þær forsendur haldi. Eg hef áhyggjur af því og líka af því að þetta séu skilaboð til annarra um að það sé í lagi að halda áíram á sömu braut." sagði Ari. Hann sagði að tryggingaiðgjöldin hefðu hækkað veralega í fyrra og aftur núna og kvaðst sannfærð- ur um að í nágrannalöndunum gætu hækkanir af þessu tagi ekki orðið án þess að virk samkeppni á markaði gerði þær að engu. Hann kvaðst hins veg- ar sannfærður um að önnur tryggingafélög ættu eftir að fylgja í fótspor Sjóvár-Almennra með hækkanir. „Það segir mér að það sé ekki nokkur samkeppni á markaðnum og enginn hafi viðleitni til þess að vera öðra vísi en hinir til þess að laða til sín viðskiptavini. Þetta finnst mér vera mjög slæm boð og alls ekki passa við það að við lifum hér í stöðugleikasamfélagi. Þetta er nákvæmlega sama ferlið og nákvæmlega sami hugsunarhátturinn og gilti hér fyrir 15-20 árum síðan.“ Sérblöð í dag —-------------- í VERINU í dag er farið í róður með loðnuskípinu Súl- unni EA, sagt frá úthafskarfaveiðum á Reykjan- eshrygg og síldveiðum. Þá eru í blaðinu hefðbundnar uppiýsingar um aflabrögð og staðsetningu f iskiskipa á Islandsmiðum. Liam O’Sullivan kallaður f rá Keflavlk / B1 FH skellti Stjörnunni í Bikarkeppni KSÍ / B2 ■ 4 ZlDDli ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.