Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 21 Ástralía - Island - Nýja-Sjáland Halló Frjáls fjarskipti hf. og Mint Telecom hygRjast koma á fót fyrirtæki hér á landi sem yrði miðstöð heimsnets GSM-fjar- skipta. Ef fram fer sem horfír mun ársvelta fyrirtækisins skipta mörgum milljörðum. ívar Páll Jónsson ræddi við frumkvöðulinn Lárus Jónsson hjá Frjálsum fjarskiptum og Christian Hiemeyer, fjármálastjóra Mint Telecom, um samstarfíð. Morgunblaöiö /Amaldur Að ýmsu þarf að huga þegar sendum fyrir GSM-kerfi er valinn staður. Frá vinstri: John Lee, Lárus Jónsson, Christian Hiemeyer og David Greenwood. HALLÓ Frjáls fjarskipti hf. og alþjóðlega fyrirtækið Mint Telecom Ltd. undir- rituðu nýlega viljayfirlýs- ingu um áform um að gera Island að alþjóðlegri miðstöð GSM-fjarskipta. Uppbygging GSM-farsímakerfis hér á landi á vegum íyrirtækjanna er komin á fullan skrið. Ljóst er að ef viðskiptaáætlanir ganga eftir og allt gengur að óskum verður um milljarða króna veltu að ræða. Heimsnet Mint-íyrirtækisins gengur út á að notandinn geti notað farsímann sinn erlendis og gjaldið verði hið sama um allan heim. Fyrir- tækið hefur gert samninga við 240 fjarskiptafyrirtæki í 120 löndum. Kerfið byggist á notkun fyrirfram- greiddra korta, svonefndra frelsis- korta, en hingað til hefur ekki verið hægt að nota slík kort annars staðar en í heimalandinu. Viðkomandi fær símakort íyrir ákveðna upphæð og tvö lykilnúmer (PIN-númer); annað til að nota innanlands og hitt erlend- is. Mint Telecom er fyrsta fyrirtæki í heiminum til að bjóða upp á þessa þjónustu. Samvinna Mint og Halló Frjálsra fjarskipta þýðir að ísland verður miðstöð þessara fjarskipta, ásamt Sviss, en Mint er einnig í samstarfi við SwissCom-fyrirtækið þar í landi. Til að mynda mun símtal Þjóðverja sem hringir heim frá Ástralíu fara í gegnum ísland. Þetta þýðir að fjarskiptaumferð margfaldast hér á landi en ráðgert er að þegar í upphafi muni umferðin frá íslandi nema 7- 900 milljónum mínútna árlega á með- an núverandi notkun nemur um 60 milljónum mínútna. Frjáls fjarskipti hafa sótt um 5 milljón símanúmer hjá Póst- og fjarskiptastofnun í þess- um tilgangi. sleitulaust að undirbúningi verkefn- isins, bæði hérlendis og erlendis. Það er í samræmi við stefnu fyrir- tækjanna að hið sameiginlega fyrir- tæki verði að mestu leyti skipað ís- lenskum starfsmönnum að sögn Christians Hiemeyer. Lárus Jóns- son, frumkvöðull þessa verkefnis og framkvæmdastjóri tækni- og þróun- arsviðs Halló Frjálsra fjarskipta, segir að eignarhlutdeild Mint Tel- ecom verði helmingur hlutafjár í sameiginlegu fyrirtæki, sem beri vinnuheitið HalIóGSM, á móti Frjálsum fjarskiptum. Lárus segir að í fyrsta áfanga þessa samstarfs verði grunnur og innri bygging fjarskiptakerfisins reist. „Það er að segja skipti- og stjómunarkerfið og allt sem lýtur að rekstri GSM-kerfis. HallóGSM mun veita hinu alþjóðlega kerfi Mint Telecom þjónustu í haust en þar sem uppsetningin á sendum tekur heldur lengri tíma munum við ekki bjóða upp á innanlandsþjónustu um leið. Hún mun þó fylgja mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Lárus. Stærsta kerfí á Norðurlöndum Hann segir að vegna eðlis verkefn- isins verði fjarskiptakerfi HallóGSM langtum viðameira en þörf sé á fyrir innanlandsmarkað. „Kerfið verður að geta þjónað að minnsta kosti mil- ljón viðskiptavinum strax í byijun en fyrir liggja 800.000 pantanir á núm- erum í Bretlandi einu saman,“ segir hann. „Sennilega verður um að ræða stærsta GSM-kerfi á Norðurlöndun- um,“ bætir hann við. Starfsemin í Bretlandi hefur ekki hafist þótt 800.000 viðskiptavinir hafi pantað þjónustuna, en hún hefst nú í júlí. Christian er spurður hvers vegna ísland hafi orðið fyrir valinu sem vettvangur þessa verkefnis. ,AJ hveiju ekki? í fyrsta lagi er tækni- legt umhverfi hér á landi mjög hag- stætt og hér er mikið af hæfu og vel menntuðu starfsfólki. í öðru lagi skiptir auðvitað miklu máli að Halló Frjáls fjarskipti skuli hafa leyfi til rekstrar GSM-farsíma- kerfis. Annars staðar hefði tekið töluverðan tíma og fyrirhöfn að verða sér úti um leyfi. Þá má í þriðja lagi nefna að gott er fyrir Mint að þurfa ekki að reiða sig á SwissCom eingöngu," segir Christian. Lárus segir að tildrög verkefnis- ins megi rekja töluvert aftur í tí- mann. Stofnandi Mint Telecom og stærsti hluthafi fyrirtækisins, Fritz Wolf, hefur verið samstarfsmaður Lárusar og Fanneyjar Gísladóttur, fjármálastjóra Halló Frjálsra fjarsk- ipta, síðan 1993. „Samstarf okkar hefur ávallt byggst á góðu trausti og þess vegna ákvað hann að leita til okkar,“ segir Lárus. Milljarðatækifæri Lárus segir að um sé að ræða gríð- arstórt viðskiptatækifæri. „Það má líkja þessu við snjóbolta sem rennur niður hlíð og hleður utan á sig. Hann er nú orðinn stærri en við áttum nokkurn tíma von á og stækkar með hverjum deginum," segir hann. Fjárfestingin í GSM-kerfinu hér á landi nemur í upphafi 30-40 milljón- um Bandaríkjadala eða 2,3 til 3 mill- jörðum króna og 140 milljónum doll- ara en það nemur tæpum ellefu milljörðum króna á næstu fimm ár- um. Ráðgert er að lánsfé nemi 60% og eigið fé 40%. Lárus segir að fyrir- tækið feli ótvírætt í sér fjárfestingar- tækifæri fyrir stórfyrirtæki sem hyggjast komast inn á markaðinn í framtíðinni, ef til vill eftir þijú til fjögur ár. Til að komast sjálft inn á markaðinn fyrir alþjóðlega farsíma- þjónustu þurfi stórfyrirtæki að leggja mikla vinnu í uppbyggingu heimsnets, meðal annars sækja um leyfi víðs vegar um heim. Þá sé hag- kvæmara að kaupa fyrirtæki eins og HallóGSM sem hefur lokið allri þess- ari vinnu. Hvers virði verður þá fyr- irtækið? „Þetta væri kjörið tækifæri fyrir félög á borð við Vodafone til að bjóða upp á GSM-þjónustu á heims- vísu,“ segir hann. „Þegar France Telecom keypti Orange-fyrirtækið breska borgaði það á að giska 7 þús- und dollara fyrir hvern viðskiptavin. Þó ber að taka fram að það var óvenjuhátt verð en verð á hvern við- skiptavin er mismunandi eftir mark- aðshlutdeild í hverju landi," segir hann. Aðspurður segir Christian að skráning á hlutabréfamarkaði sé ávallt markmið hjá fyrirtækjum. „Hvenær það verður ræðst af því hvenær lokið er við að byggja upp gott og sterkt fyrirtæki. Við viljum fara þessa leið, hafa undirstöðurnar traustar, frekar en þá leið sem oft hefur verið farin að undanförnu, að blása upp gengi hlutabréfa með yfir- lýsingum, safna hlutafé og ætla síðan að fara að ná árangri í rekstri. Við þurfum að byggja upp alla þætti fyr- irtækisins og þegar við höfum aflað okkur nægilega margra viðskipta- vina getum við farið að huga að skráningu," segir hann. Að sögn Christians og Lárusar verður samstarf Halló og Mint Tel- ecom án vafa kærkominn vettvangur fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki til markaðssetningar erlendis. Halló Fijáls fjarskipti hafa gert samning um að markaðssetja þjöppunartækni íslenska fyrirtækisins Netverks sem gerir það að verkum að hægt er að ná ISDN-hraða í gagnaflutningum með GSM-síma. Gagnaflutningahraðinn í GSM-kerfinu er núna 9.600 bitar á sekúndu. „Með þessari lausn verður flutningurinn mjög ódýr enda tekur hann tíu sinnum skemmri tíma en annars. Öll þessi umferð mun fara í gegnum netþjóna okkar og því er lík- legt að við munum starfrækja lang- stærsta netþjóninn hérlendis til hlið- ar við GSM-þjónustuna,“ segir Lárus. íslendingar geta notað þjónustuna í haust Stefnt er að þvi að allri uppbygg- ingarvinnu hér á landi verði lokið í árslok. íslenskir neytendur ættu að geta orðið viðskiptavinir Mint Tel- ecom í ágúst en sala á GSM-þjónustu hér á landi hefst í haust. Hið nýja sameiginlega fyrirtæki mun sækja um leyfi til að reka þriðjukynslóðar-GSM-kerfi, en það felur í sér byltingu í gagnaflutning- um í GSM-kerfinu. „Öðruvísi komum við ekki til með að geta veitt við- skiptavinum okkar þá þjónustu sem þeir vilja. GSM-netið sem við erum að byggja upp hér á landi núna er þannig úr garði gert að auðvelt verð- ur að breyta því í þriðju-kynslóðar- kerfi. Öll tækni sem við notum er glæný,“ segir Christian Hiemeyer. Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsiða: www.isa.is/titan Komið með leyfi fyrir GSM- þjónustu hér á landi Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað Halló Frjálsum fjarskiptum rekstrarleyfi til að reka DCS 1800- farsímaþjónustu og fjarskiptanet. Félagið hyggst bjóða lægra verð á GSM-símtölum innanlands en áður hefur þekkst auk þess að bjóða upp á fyrmefnda alþjóðaþjónustu. í fyrsta áfanga mun farsímakerfi fyrirtækis- ins hér á landi ná til höfuðborgar- svæðisins, Reykjanesbæjar, Akra- ness og Akureyrar eða liðlega 200 þúsund manns. I öðrum áfanga fylgja Selfoss, Hveragerði, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Grindavík, Sandgerði og Garða- hreppur í kjölfarið. í þriðja áfanga verða Egilsstaðir, ísafjörður, Borg- arbyggð, Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og Hornafjörður. Hér á landi er nú staddur fjármál- astjóri Mint Telecom, Christian Hiemeyer, ásamt tveimur tækni- mönnum Mint Telecom. A næstu vik- um koma tugir sérfræðinga Mint Telecom hingað til lands til að setja upp GSM-farsímakerfi Halló og Mint auk þess að þjálfa íslenska starfsmenn. A undanförnum vikum og mánuðum hefur verið unnið Alvöru flotefni f, ABS 147 □ / 9S2S8E J Efnifrá: ABS147 OPTIROC ABS154 1 | 3 ja herb. 4ra ht rb. Laufengi 5, Reykjavík 81m2íbúð,ioi Leiguíb.Ián Búseturéttur kr. 886.162 Búsetugjald kr. 32.330 Blikaás 21, Hafnarfirði 110m2 íbúð, 101 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.362.266 Búsetugjald kr. 68.745 íbúðir með leiguíbúða- lánum veita rétt til húsaleigubóta. íbúðir með almennum lánum veita rétt til vaxtabóta. B ú s e t i h s f. S k e i f u n ii i 19 s í m i 5 2 0-5788 vv w w. b u s e t i. i s Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá 8:30 til 15:30 nema miðviku- daga frá 8:30 til 12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila launaseðlum síðustu sex mánaða og siðustu skattskvrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. júlí kl. 12:00-12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.