Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 05.07.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 23 Sögulegur úrskurður Evrópudómstóls Grikkir sektaðir fyrir sóðaskap Briissel. AP, AFP. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN ákvað í gær að grísk stjómvöld yrðu beitt refsingum vegna þess að þau hafa ekki framfylgt umhverfisreglugerð- um Evrópusambandsins (ESB) hvað varðar losun úrgangs í sjó. Er þetta talinn sögulegur dómur þar eð þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll- inn fellir dóm sem kveður á um að aðildarríki ESB greiði dagsektir. Samkvæmt dómnum ber ríkis- stjóm Grikklands að greiða dagleg- ar sektir sem nema 20.000 evmm, eða tæplega 1,5 milljón ísl. kr., uns hún hlítir fyrri úrskurði þar sem þess var krafist að sorphaugar á eyjunni Krít yrðu hreinsaðir. I yfir- lýsingu sem Evrópudómstóllinn sendi frá sér í gær var sagt að sekt- arupphæðin endurspeglaði mikla al- vöra málsins og langvarandi brot grísku ríkisstjórnarinnar á reglu- gerðum ESB. Árið 1992 ályktaði dómstóllinn í þá vera að Grikkjum bæri að loka sorplosunarsvæðinu nærri bænum Chania, eftir að framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að losun eiturefna frá flotastöðvum, sjúkrahúsum og iðnaði væri skaðleg umhverfinu og heilsu manna. Gríska ríkisstjórnin virti hins vegar tilmæli framkvæmdastjórnarinnar að vett- ugi og bar því við að ekki væri unnt að flytja sorplosunina annað vegna ákafra mótmæla bæjarbúa. Fimm áram síðar, árið 1997, var svæðið enn í fullri notkun og sá þá framkvæmdastjórnin sér þann eina veg færan að kæra málið á ný til Evrópudómstólsins og fara fram á sektargreiðslur. Samkvæmt Maastricht-sáttmál- anum sem undirritaður var árið 1992, var Evrópudómstólnum í Lúx- emborg gefið vald til að fara fram á sektargreiðslur vegna brota aðildar- ríkja ESB. Hefur dómstóllinn aldrei nýtt þetta valdsvið sitt fyrr en nú, þar eð ríkisstjómir ESB-ríkjanna 15 hafa hingað til fallist á úrskurði dómstólsins. Tvö önnur mál, sem rekin era á sömu forsendum, bíða nú ályktunar dómstólsins. Annað þeirra fjallar um vinnutímareglu- gerð frönsku ríkisstjórnarinnar en í hinu era grískar reglugerðir varð- andi menntamál til skoðunar. „ Eftir skj álftar ‘4 í Berlín Berlín. AFP. PÓLITÍSKIR „eftirskjálftar" ganga nú yfir stjómmálalífið í Ber- lín, í kjölfar þess að Helmut Kohl fyrrverandi kanzlari kom í fyrsta sinn sem vitni fyrir sérskipaða rannsóknamefnd þýzka þingsins sl. fimmtudag. Þrýst er á þann flokksbróður Kohls, sem fer fyrir fulltrúum Kristilegra demókrata (CDU) í nefndinni, að víkja úr henni. Við yfirheyrsluna yfir Kohl sl. fimmtudag kom í ljós að Schmidt og fleiri CDU-þingmenn sem sæti eiga í nefndinni, hefðu átt lokaða fundi með Kohl skömmu fyrir marga fundi nefndarinnar og svo hefði einnig verið fyrir vitnisburð Kohls sjálfs. Saka stjórnarliðar, fulltrúar jafnaðarmanna og græn- ingja, Schmidt um að hafa svikið trúnað með því að veita Kohl upp- lýsingar um starf nefndarinnar, en hún hefur það hlutverk að rann- saka hvað hæft sé í ásökunum um að tengsl hafi verið milli leynilegra fjárgreiðslna sem Kohl hefur við- urkennt að hafa tekið við og ákvarðana ríkisstjórnar hans, einkum á síðustu fimm af hinum 16 valdaáram hans, 1993-1998. Schmidt segir gagnrýnina á fundahöld sín með Kohl marklausa og segist munu fara með málið fyr- ir stjórnarskrárdómstólinn í Karlsrahe, verði hann þvingaður til að segja af sér nefndarsetunni. Danska blaðið Jyllandsposten hafði á mánudag eftir formanni nefndarinnar, jafnaðarmanninum Volker Neumann, að hinar æstu umræður um yfirheyrslurnar yfir Kohl væra jákvætt teikn; nú yrðu CDU-menn varkárari. Kohl var í baráttuham er hann kom fyrir nefndina og svör hans við spurningum meðlima hennar bættu litlu sem engu við vitneskju þeirra um þá atburði sem til rann- sóknar era. ítrekaði hann þá skoð- un sína, að rannsóknin væri ekki annað en samsæri pólitískra óvild- armanna um að eyðileggja orðstír sinn sem stjórnmálaleiðtoga sem miklu hefði komið til leiðar á ferli sínum. Aftur sátt um Kohl í CDU? Svo virðist sem sumu samflokks- fólki kanzlarans fyrrverandi líki vel umgengnishættir Kohls við rannsóknarnefndina; að minnsta kosti þótti stórblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) tilefni til að slá því upp í gær, að CDU væri tekinn að „volgna“ aftur í garð Kohls. Óvilji hans til að hjálpa til við að upplýsa fjármála- hneykslismál flokksins hafði ann- ars á fyrstu mánuðunum eftir að hneykslið hófst í lok síðasta árs leitt til þess að margir flokksmenn snera baki við „flokksföðurnum“ fyrrverandi; hann var t.a.m. svipt- ur titli heiðursformanns. Yfirheyrslum rannsóknarnefnd- arinnar yfir Kohl verður fram haldið á morgun, fimmtudag. Úrhelli IBUI japönsku höfuðborgarinnar Tókýó reynir hér að ýta bíl sem lenti í vandræðum er umferðargötur fóru skyndilega á kaf í metúrhelli. Úr- koman mældist um 80 millimetrar á einni klukkustund, en það er mesta í Tókýó úrkoma sem mælzt hefur á svo stutt- um tíma á þessum slóðum. Flóð af völdum úrhellisins settu bæði bfla- og lestarsamgöngur úr skorðum. Regntími stendur nú yfir í Japan og öðrum löndum Austur-Asíu. Lœstir stálskápar fyrír fatnaðog persónulega minu UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 www.straumur.is \ Staðalbúnaður: Cott verð! Carisma GLXi 1.495.000 kr. MITSUBISHi CRRÍ5MR Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíll frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum. 1,6 I - 100 hestöfl Álfelgur ABS-hemlalæsivörn 4 loftpúðar 5 höfuðpúðar Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti Hreyfiltengd þjófavörn Diskabremsur að framan og aftan Hástætt hemlaljós í afturrúðu Þokuljós að framan Forstrekkjarar á beltum Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn Hæðarstillanlegt ökumannssæti Niðurfellanleg aftursæti Cœði þurfa ekki að vera dýr- Carisma sannar það. Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is HEKLA - íforystu á nýrri öld!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.