Morgunblaðið - 05.07.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.07.2000, Qupperneq 24
64 .Ulin IKbUAliLK;). J ULl iiUUU MUKUi.'iNKLiUn^ ERLENT Nýkjörins forseta Mexíkó bíða ærin verkefni Mcxíkóborg. AP, Reuters. Unnið var að því að fjarlægja verksummerki kosningabaráttunnar í Mexíkó í gær. Hér tekur verkamaður í Mexíkóborg niður mynd af Francisco Labastida, frambjóðanda PRI-flokksins, sem tapaði. EFTIR fognuðinn og sigurvímuna í kjölfar sögulegs kosningasigurs stjómarandstæðings í mexíkósku forsetakosningunum á sunnudag standa götusóparar, hinn nýkjömi forseti, Vicente Fox, og PRI, fráfar- andi stjómarflokkur frammi fyrir umfangsmikilli tiltekt. Á Angel- torgi, þar sem þúsundir fagnandi stuðningsmanna Fox söfnuðust sam- an eftir að úrslit kosninganna voru kunngerð, varð vart stigið niður fæti á mánudag fyrir msli eftir mann- fagnaðinn og hvarvetna um Mexíkó- borg mátti sjá borgarstarfsmenn rífa niður gamlar kosningaauglýs- Ástandinu í Tsjetsjníu líkt við Afganistan Moskvu. AFP. RÚSSNESK stjórnvöld em ófær um að ráða við ástand mála í Tsjet- sjníu, að því er rússnesk dagblöð sögðu í gær, í kjölfar þess að tugir rússneskra hermanna féllu í fjölda sjálfsmorðsbílsprengjutilræða upp- reisnarmanna í héraðinu um helgina. „Bandíttamir em brjálaðir," sagði í dagblaðinu Kommersant. „Dráps- vélin fer í gang í Tsjetsjníu," sagði í fyrirsögn fréttar blaðsins Sevodnía um tilræðin í bæjunum Argun, Gud- ermes, Uras-Martan og Nojbíora í Tsjetsjníu á sunnudagskvöld. Herfréttastofan AVN hafði eftir heimildamönnum innan yfirstjómar rússneska hersins í Tsjetsjníu að 50 hefðu fallið í tilræðunum og 170 særst sem em mun hærri tölur en opinberlega höfðu verið tilkynntar. Aðstoðaryfirhershöfðingi Rússlands sagði í gær að tala fallinna væri 33, særðir væm 84 og þriggja væri saknað. Áður hafði verið tilkynnt að 49 hefðu fallið. „Harmleikurinn í Argun sýnir að yfirmennimir sem ríkisstjórnin hef- ur tilnefnt hafa engin áhrif á upp- reisnarmennina og era ófærir um að ráða við ástandið," sagði Sevodnía. .Átökin í Tsjetsjníu era farin að líkj- ast stríðinu í Afganistan. Rússneskir hermenn era stungnir í bakið á „frelsuðum“ svæðum." Rússum gerðir tveir kostir Öryggisgæsla var hert í Tsjetsjníu í gær og uppreisnarmenn hótuðu að halda hermdarverkum áfram. Rúss- neski herinn lokaði algerlega öllum leiðum til og frá bæjunum þar sem tilræðin vora framin. Er hafin um- fangsmikil leit að mönnunum er stóðu að þeim. ingar Franciscos Labastidas, fram- bjóðanda PRI. „Tími breytinga er ranninn upp,“ sagði einn götusópar- inn við fréttamann CNN. Verðandi forseta og flokks hans, íhaldsflokksins PAN, bíður ærinn starfi á næstunni ef honum á að tak- ast að hrinda kosningaheitum sínum í framkvæmd og losa mexíkóskt stjómkerfi við þann spillingarstimpil sem einkennt hefur 71 árs órofa valdatíð PRI. Landsföðurhyggjan að baki „Landsföðurhyggjan er að baki,“ sagði Fox nýverið í viðtali við frétta- stofu AP. „Við munum veita öllum tækifæri. Við munum breyta ríkis- stjóm útilokunar í ríkisstjóm sam- einingar. Ríkisstjóm sem hugsaði eingöngu um sig og sína í ríkisstjóm sem talar máli fólksins og hefur skuldbundið sig framþróun." Sergio Aguayo, mexíkóskur stjórnmálaskýrandi, sagði í gær að meginvandinn væri nú hvemig virkja mætti lýðræðisstofnanir landsins og að í raun væri sú spum- ing alls ótengd þeirri hvort kosning- ar væru frjálsar og hver úrslitin vora. „Kosningamar vora frjálsar. Og nú verðum við að virkja lýðræðið til að sigrast á þeim vandamálum sem við höfum erft.“ í viðtali við Reuters á mánudag sagðist Fox vilja stýra landinu í anda fyrirtækis og að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til að losa landsmenn undan fjötrum klíku- skapar og frændhygli. Sagðist hann munu beita sér fyrir því að störf yrðu veitt hæfu fólki að uppfylltum skýrt skilgreindum skilyrðum, ekki ólíkt því sem gerist í einkageiranum. Þá er almennt talið líklegt að Fox muni beita sér fyrir miklu aðhaldi í ríkisfjármálum og skera niður yfir- byggingu ríkisstofnana. Ennfremur þykir líklegt að hann muni þrýsta á um að mexíkósku fylkin 31 afli sér eigin tekna með skattlagningu, með það að markmiði að efla skattheimtu sem hingað til hefur verið afar slök. Ekki Mexíkó hf. „Hann hefur viðmót fram- kvæmdamannsins úr einkageiran- um, sem er afar ólíkt því sem við eig- um að venjast frá fyrri leiðtogum,“ sagði Josefina Franzoni, sérfræðing- m- Mexíkósku stjómmálastofnunar- innar, í samtali við Reuters. „Hann mun ekki skapa Mexíkó hf. í þeim skilningi að allt sé til sölu, en hann mun færa með sér nýjan stfl: aukna stjómun, aukið samráð og aukið raunsæi," sagði Javier Hurtado, yfirmaður stjómmálafræðiskorar Guadalajara háskóla. Rogelio de la 0, einn viðmælenda Reuters, sagði að Fox biðu erfið vandamál úrlausnar. „Framganga efnahagslega líkans- ins er á góðri leið vegna fríverslunar- samninga okkar við Evrópu og Bandaríkin og Kanada, aúk rétttrún- aðar í stýringu efnahagskerfisins. Þetta era ekki hlutir sem hann getur breytt og vegna þessa mun hann þurfa að gera mun umfangsmeiri breytingar á stjórnmálakerfi lands- ins hvað varðar gagnsæi. Og þá þarf hann að hlusta á vilja þjóðarinnar." Og perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem sjálfur reyndi for- setaframboð í heimalandi sínu árið 1990, spáði því í viðtali við mexíkóska dagblaðið Reforma á mánudag að leiðin frá flokksræði PRI að raun- veralegu lýðræði yrði þymum stráð. „Vicente Fox bíður gríðarlegt verk, því ef leysa á upp alræðissinnað kerfi sem haldið hefur fast um stjómar- taumana í 71 ár, þýðir það að endur- skapa verður rfldð frá granni og upp úr.“ Skipst á skotum við þinghús Fídjí-eyja Suva. AFP, Reuters. AP Hermaður stendur vörð við vegartálma fyrir utan þinghús Fídjí-eyja, þar sem 28 meðlimir fyrri ríkisstjómar eru enn í haldi Georges Speights. HERINN á Fídjíeyjum og stuðn- ingsmenn Georges Speights, for- sprakka uppreisnarmanna, lentu í skotbardaga við þinghúsið í höf- uðstaðnum í gær og særðust að minnsta kosti fimm manns, að sögn hersins. Nokkram klukku- stundum áður hafði ný bráða- birgðaríkisstjórn tekið við völd- um, skipuð af hernum, þvert ofan í vilja uppreisnarmanna. Um það bil 300 óbreyttir borg- arar sem fylgja Speight að málum urðu fyrir skothríð er þeir reyndu að flýja þinghúsið, þar sem upp- reisnarmenn hafa haldið fyrrver- andi forsætisráðherra og 25 öðr- um í gíslingu í tæpa tvo mánuði. Greindi útvarpsfréttamaður, sem er inni í þinghúsinu, frá þessu. Félagar í Anduppreisnarher- deild Fídjí, sem aðstoðuðu Speight við að taka þingið í nafni frumbyggja eyjanna, svöraðu skothríðinni til þess að verja borgarana svo þeir gætu komist aftur inn í þinghúsið, að sögn fréttamannsins. „Það er blóð út um allt,“ bætti hann við. I tilkynningu frá hernum sagði að fjórir óbreyttir borgarar og einn hermaður að minnsta kosti hefðu særst í átökunum, en á vefsíðunni Fijilive.com sagði að sjö hefðu særst, þar af tveir upp- reisnarhermenn. Einn uppreisn- armannanna í þinghúsinu sagði ríkisútvarpi Fídjí að fleiri lægju sárir skammt frá. Skotbardaginn stóð í um fimm mínútur og braust út eftir að Speight hélt fréttamannafund þar sem hann fordæmdi bráðabirgða- stjórnina sem herinn útnefndi og sagði hana skipaða „pólitískum tækifærissinnum". Speight og menn hans hafa krafist þess að fólki af indversku bergi brotið, sem er í minnihluta á Fídjí, verði bannað samkvæmt stjórnarskrá að sitja í valdastöðum. Utvarpsfréttamaðurinn í þing- húsinu sagði að skotbardaginn hefði hafist þegar óbreyttu borg- ararnir hefðu flúið þinghúsið eftir að hafa komið auga á hermenn í leynum skammt frá. „Hermenn- irnir komu eins og skrattinn úr sauðaleggnum og hófu skothríð," sagði hann. Talsmaður hersins sagði at- burðina „óheppilega" og hafa orð- ið vegna þess að tveir reynslulitlir hermenn hefðu misreiknað sig og farið of nálægt þinghúsinu. Bandarísk stjórnvöld fagna tilkynningu Saudi-Araba um væntanlega aukningu olíuframleiðslu Kom öðrum OPEC- í opna skjöldu SÚ tilkynning Saudi-Araba að þeir hyggist auka olíuframleiðslu sína tíl þess að lækka hráolíuverð kom öðr- um aðildarríkjum Samtaka olíuút- flutningsríkja (OPEC) á óvart að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá á fréttavef sínum í gær. ,Áður en Saudi-Arabía tekur nokkra ákvörðun er nauðsynlegt að halda samráðsfundi. Hingað til höf- um við ætíð tekið ákvarðanir á grandvelli einróma samkomulags," hefur BBC eftir Ali Rodriguez, for- seta OPEC. Saudi-Arabar tílkynntu á mánu- dag að þeir myndu „mjög fljótlega" auka dagframleiðslu sína um 500.000 föt til þess að reyna að halda hráoh'u- verði um 25 Bandaríkjadali. Óánægja neytenda hefur stórauk- ist bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi undanfarið vegna hækkandi ríkjum bensínverðs. Embættismenn í Saudi- Arabíu óttast að viðskiptavmir muni snúa sér til annarra seljenda ef ekki verði gerðar ráðstafanir til að lækka verðið. „Ef verð lækkar ekki mun Saudi- Arabía, að höfðu samráði við aðra framleiðendur, auka framleiðslu um 500.000 fot á dag á næstu dögum,“ hafði saudi-arabíska fréttastofan SPA eftir Ali al-Naimi, olíumálaráð- herra Saudi-Arabíu, á mánudaginn. Fregnimar komu róti á olíumark- aði þar sem verð hafði farið stöðugt hækkandi þrátt fyrir að OPEC hefði þegar aukið framleiðsluna. Verð á hráolíu féll um rúmlega einn Banda- ríkjadal á Asíumörkuðum í fyrrinótt í kjölfar tílkynningar Saudi-Áraba. Þrýstingur frá Bandaríkjunum í síðasta mánuði samþykktu OP- EC-rfldn að auka framleiðslu sína um 708.000 föt á dag í von um að verð lækkaði. Hefur aukningin þó haft lítil áhrif á verðið og við lokun markaða á mánudag var það 31,25 Bandaríkja- dalir. A1 Gore, varaforsetí Bandaríkj- anna, fagnaði ákvörðun Saudi-Araba og kvaðst vona að hún leiddi til lægra bensínverðs í Bandaríkjunum. Hvattí Gore olíufélögin til að sjá til þess að verðlækkun skilaði sér til neytenda. Fréttaskýrendur segja að tilkynn- ing Saudi-Áraba hafi komið í kjölfar stöðugs þrýstings frá Bandaríkja- mönnum. „Það er ekki svo að skilja að Bandaríkjamenn hafi einfaldlega beitt þumalskrúfum á Saudi-Ara- bana,“ hafði BBC eftir Roger Diwan hjá ráðgjafafyrirtækinu Petroleum Finance í Washington í Bandaríkjun- um. „Hagsmunir þeirra era hinir sömu. Saudi-Arabar vilja ekki lenda upp á kant við Bandaríkjamenn og þeir vilja ekki að olíuverð sé svo hátt að það bitni á OPEC til lengri tíma lit- ið.“ í Bretlandi era skattar á olíuvörur mun stærra hlutfall verðsins á bensínlítranum og hafa stjómvöld verið hvött til að lækka skattana og þar með verðið. En um síðustu helgi lét Tony Blair forsætisráðherra þau boð út ganga að skattalækkun væri ekki i farvatninu því slíkt myndi leiða tíl samdráttar í nauðsynlegri þjón- ustu, t.d. heilsugæslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.