Morgunblaðið - 05.07.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.07.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 27 LISTIR Handritshöfundur leitar til skáldagyðju KVIKMYNDIR Stjörnubíó HEILLADÍSIN „THE MUSE“ ★ ★★ Leikstjórn og handrit: Albert Brooks. Aðalhlutverk: Albert Brooks, Sharon Stone, Andie MacDowell og Jeff Bridges. Oktober Films 2000. EF Woody Allen byggi í Kalifomíu gerði hann sjálfsagt myndir eins og Albert Brooks. Albert gerir gaman- myndir sem hann leikstýrir, skrifar handrit að og fer með aðalhlutverkin í og Ij'alla oftar en ekki um tauga- strekkta einstaklinga sem lenda á einhvem hátt upp á kant við kerfið. I nýjustu mynd hans, Heilladísinni eða „The Muse“, er það sjálft Hollywood- kerfíð sem tekur hann í bakaríið. Hann er handritshöfundur á niður- leið. Það em allir að segja honum að hann hafi misst neistann og í örvingl- an leitar hann til dularfullrar skálda- gyðju eftir aðstoð. Brooks fjallar líka um þá sem eiga í einhvers konar tilvistarkreppu eins og handritshöfundurinn hans í Heilladísinni og hann gerir það á spaugilegan og skemmtilegan máta án þess að gera lítið úr vandamálinu. Handrishöfundurinn stendur á kross- götum. Framleiðandinn hans segir honum að breyta um, gera eitthvað annað. Umbinn hans segir honum að taka sér langt frí. En hann getur ekk- ert tekið sér frí, hann þarf að sjá fyrir fjölskyldu og hann hefur stöðu í kvik- myndasamfélaginu sem hann telur sig verða að halda. Svo skáldagyðjan er honum hreinasta guðsgjöf. Sharon Stone leikur hana og gerir það með nokkmm glæsibrag. Hún er vandmeðfarinn gripur, dekurdýr, eins og handritshöfimdurinn kemst að þegar hún byrjar að hringja á næt- umar með umkvörtunarefni sín úr rándým hótelsvítunni sem hann borgar íyrir. Stone er hæfilega dul- ræn og margræð í hlutveridnu, það þarf sífellt að umbuna henni og gæta þess að hafa hana góða því hún er hvatvís með afbrigðum en gott ef ráð hennar duga ekki. Heilladísin er líka mynd um Holly- wood. I henni koma fram þekktir ein- staklingar eins og Rob Reiner, James Cameron (skáldagyðjan ráðleggur honum að halda sig frá vatni á næst- unni) og Martin Scorsese sem á frá- bæra innkomu með hugmynd um endurgerð „Raging Bull“. Það hafa allir sama vandamálið þegar þeir beija á dyr skáldagyðjunnar. Þá vantar hugmyndir, vantar að láta laga hugmyndir, selja hugmyndir, kaupa hugmyndir, hugmyndir, hug- myndir, hugmyndir. Albert Brooks hefur lag á að sjá spaugilegar hliðar tilverunnar og hann þekkir vel tíl í draumaverk- smiðjunni. Það er írískandi að sjá gamanmynd sem gengur ekki út á prump og piss og eintóma heimsku heldur hefur sitthvað fram að færa. Albert sjálfur er glimrandi góður sem handritshöfundurinn og það verður ekki annað séð en að hann íylli vel út í þrefalt hlutverk sem leikstjóri, leikari og handritshöfundur myndarinnai-. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústa Frá fyrstu tónleikum Guitar Islancio í Winnipeg. s Islenskir tónlistarmenn á djasshátíð í Kanada ÍSLENSKA þjóðlagatríóið Guitar Is- lancio var meðal gesta á stórri djass- hátíð sem haldin var í Winnipeg í lok júní. Tríóið skipa þeir Björn Thor- oddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson. Tónleikarnir voru hluti af dagskránni Iceland in Canada 2000 sem haldið er úti af ræðismanns- skrifstofu íslands í Kanada. Auk tónleikanna í Winnipeg hélt tríóið tónleika í Gimli og Wynyard og kom fram á djasshátíð í Saskatchewan. Nýjar bækur • The Christmnization oflceiand. Priests, Power and Social Change 1000-1300 er eftir Orra Vésteins- son. Bókin byggist á doktorsritgerð höfundar frá 1996 og fjallar um þró- un og vöxt kirkjunnar í íslensku samfélagi 11. til 13. aldar. Sérstök áhersla er lögð á áhrif kirkjunnar á valdasamruna og þróun veraldlegs valds á þessu tímabili. I bókinni er fjallað um kristnitökuna, trúboð og upphaf kirkjulegra stofnana á 11. öld, um tíundina og elstu kirkju- byggingar. Itarlega er fjallað um kirkjulegar eignir og gefendur þeirra, og nýju ljósi varpað á staða- mál fyrri. Einnig er fjallað um bisk- upa, þróun embættis þeirra og af- skipti þeirra af stjórnmálum en meginkafli bókarinnar er um presta og stöðu þeirra í samfélagi 12. og 13. aldar. Sýnt er hvernig sjálfsmynd vígðra manna þróaðist smátt og smátt þar til þeir urðu aðgreind þjóðfélagsstétt með sérstök réttindi og skyldur í byrjun 13. aldar. Færð eru rök fyrir því að á Islandi hafi kirkjan ekki orðið sjálfstæð stofnun með eigin meðvitund og markmið aðgreind frá veraldlegum valds- mönnum fyrr en um 1200. Jafnframt eru í bókinni leidd að því rök að kirkjan hafi með ýmsum hætti verið forsenda valdasamruna og þróun ríkisvalds á Islandi á 12. og 13. öld. Orri Vésteinsson er sagnfræðing- ur og fornleifafræðingur og hefur verið forstöðumaður rannsókna- og kennslusviðs Fornleifastofnunar ís- lands frá 1995. Útgefandi er Oxford University Press. Leiðrétting VEGNA tæknilegra mistaka féll kafli úr næstsíðustu málsgrein í leikdómi Hávars Sigurjónssonar um leikþáttinn Höfuð undir feldi út í blaðinu í gær. Málsgreinin er hér birt í heild sinni: Leikhópur Þjóðleikhússins flutti leikþáttinn skýrt og sköruglega að ekki sé sagt formlega þrátt fyrir firnadjarft frávik í búningavali, þar sem enginn klæddist hinum hefð- bundnu litklæðum sem tíðkast hafa þegar fornmenn ganga aftur við hátíðleg tækifæri á Þingvöllum. Textinn var í aðalhlutverki og fyrir þá sem sátu í brekkunni ofan við sviðið á Þingvöllum var lítið að græða á svipbrigðum leikaranna og hinum fínni blæbrigðum leiksins vegna fjarlægðar frá sviðinu. Lík- legt er að þeir sem horfðu á beina útsendingu sjónvarpsins hafi notið smáatriðanna betur. Segir það sitt. Sviðsetningin var einföld og per- sónum stillt upp hverri á móti ann- arri svo ekki færi á milli máli hver væri að tala hverju sinni. Tæpast er hægt að tala um persónusköpun í þessu samhengi, hver persóna var fulltrúi ákveðinna sjónarmiða í því ferli sem þarna var rakið en þó var athyglisvert að Ólafur konungur Tryggvason var greinilega skil- greindur sem illmennið í sögunni, illa innrætt kvikindi sem setti ekki fyrir sig pyntingar og manndráp til að hafa sitt fram. Var hann þó sá eini er var hvítklæddur af per- sónum leiksins, eins konar úlfur í sauðargæru, en Islendingarnir voru í sauðalitunum, svartir, gráir og mórauðir. Tómas Lemarquis í Geysi TÓMAS Lemarquis, nemi við myndlistardeild Listaháskóla Islands, opnar sýningu á ljós- myndum, málverkum og skúlptúr í Galleríi Geysi, Aðal- stræti 2, í dag kl. 17. Sýningin er sett upp af Hópi fólks - listverksmiðju, sem samanstendur af nemum við Listaháskóla Islands, List- dansskóla íslands og Háskóla Islands. Hópurinn er styrktur af Reykjavík - menningarborg og íþrótta- og tómstundaráði. Fiðludúettinn Anima leikur fyrir gesti og framinn verður hljóðgjörningur á plötuspilara af Magnúsi Amasyni. Skúlaskeið 4, Hafnarfirði Til sölu gamalt timburhús Þarfnast mikilla endurbóta Hæð, kjallari og ris, ails 114 fm. Eignin er á eftirsóttum stað ofan við Hellisgerði. Tilboð óskast. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. ÚTSALA - ÚTSALA Otrúlega lógt verð 00-80% afslóttur Hefst í i dag Dæmi um verð Áður Nú Bouclépeysa 4300 900 Toppur með hlýrum 1900 500 Bolur m/hettu 1900 600 Taslam vesti 2700 900 Síður kjóll 4400 1700 Sumarkjóll 4100 900 sitt pils 3600 900 Dömubuxur 2700 900 Herrabuxur 4400 1500 Herrapólóbolur 2900 900 Og margt, margt fleira Einnig fatnaður í stærðum 44 - 52. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 ftfertdtex Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reyk|avík. Mýkingarefni sálarinnar APÓTEKIÐ KRINGLUNNI frá kt. 14-17 llmkjarnaolíur, nuddolíur,freyðibað, sturtusápa, augnmaski og andlitsúði frá KE LSOrf RUSSE LL AROMATHERAPY Apótekið Nýkaup Kringlunni S. 5681600 KUBOTA REYKJAVÍK: Ármúla 11 - slml 568 1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - slml: 461 1070 - www.thor.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.