Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 37 HARALDUR ÁGÚSTSSON unarheimilinu Grund síðustu tvö og hálft ár ævinnar og undi hag sínum þar vel. Sigurður Kristjánsson. BJÖRK DUADOTTIR + Haraldur Ágústs- son fæddist í Reykjavík 31. maí 1910. Hann lést 26. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru Ágúst Kristján Sig- urðsson, f. 23.6.1873, d. 27.4.1943, prentari í Reykjavík, og Ingi- leif Anna, fædd Bar- tels, f. 25.1.1878, d. 27.5.1958. Haraldur kvæntist 17.12.1949 Baldvinu Halldóru Hafliða- dóttur, f. 25.11.1908, d. 23.7.1991. Foreldrar Baldvinu voru Hafliði Baldvinsson, fisksali í Reykjavík, og Ágústina Margrét Aradóttir. Bræður Haraldar voru: Sigurður, f. 6.4.1903, d. 28.5.1979 og Henrik Wilhelm, f. 19.3.1905, d. 11.11.1966. Haraldur var teiknikennari við Iðnskólann í Reykja- vík árin 1937 til 1981, þar af yfir- kennari frá árinu 1976. Hann var teiknikennari við Iðnskólann á Pat- reksfirði árið 1947, við Gagnfræðaskóla verknáms árin 1951 til 1960, kennari í teiknifræði við verk- fræðideild Háskóla íslands árin 1962 til 1975 og aðjúnkt árið 1969, stundakennari í teiknifræði við MT árin 1972 til 1976, auk þess sem hann kenndi teiknun og viðarfræði á fjölda námskeiða. Útför Haralds fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar undirritaður gerðist kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík haustið 1950 hófust kynni okkar Haraldar Ágústssonar. I þau nærri 50 ár sem síðan eru liðin höfum við átt margvísleg og góð samskipti, sem starfsmenn skólans og einnig í 27 ár sem nágrannar. Þegar við fyrstu kynni kom í ljós að Haraldur var fús til að styðja þennan reynslulausa byrjanda fyrstu sporin í kennarastarfinu og entust hjálpsemi hans og góðvilji í öll þau 30 ár sem við störfuðum saman við skólann. Haraldur var kennari við Iðnskólann í 44 ár og kenndi jafnframt tímabundið við aðra framhaldsskóla. Einnig kenndi hann við verkfræðideild Háskóla Islands í 13 ár. Hann bar hag Iðn- skólans ætíð mjög fyrir brjósti og sér þess víða stað. Næmt auga hans STEINUNN ÁRNA- DÓTTIR + Steinunn Árnadóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1951. Hún lést á Landspítalanum 17. júní siðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Hallgrímskirkju 29. júní. fyrir því sem betur mátti fara varð til þess að hann kom ýmsu til betri vegar í því efni, m.a. með því að bæta kennslugögn í sínum greinum, skrifa kennslubækur o.fl. Margt af því sem hann þannig gerði tengt skólanum og kennarastarfinu náði langt út fyrir veggi skólans. Þannig stóð Haraldur oft fyrr á árum fyrir námskeiðum fyrir iðnskólakennara, einkum utan af landi, sem þá áttu ekki í annað hús að venda með leið- beiningar. Haraldur var mikill áhugamaður um ýmis fræðistörf, t.d. orðasöfn og orðasmíði og hafði samstarf við marga vísindamenn og aðra kunnáttumenn, sem oft leituðu ráða hjá honum eða vísuðu til hans. Merkur þáttur í fræðimennsku hans eru rannsóknir í viðarfræði og hið mikla safn hans yfir meira en 1600 viðarsýni, sem talið er hið stærsta sinnar tegundar á Norður- löndum. Hann var í mörg ár félagi í alþjóðlegum samtökum fræði- manna á þessu sviði. Eftir að ég varð nágranni Haraldar og elskulegrar eiginkonu hans Baldvinu Hafliðadóttur árið 1973 urðu samskipti okkar meiri en áður hafði verið. Þá átti ég að fagna mörgum heimboðum og öðrum samskiptum með þeim hjónum. Eft- ir að Baldvina lést hafði ég nánast daglega samband við Harald. Ég mun ávallt minnast þeirrar vin- semdar og miklu gestrisni með þakklæti sem ég naut hjá þeim. Haraldur dvaldi á elli- og hjúkr- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 m blómaverkstæði I I lllNNAte | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. Langri lífsgöngu Haraldar Ágústsonar eða Halla eins og við kölluðum hann er nú lokið. Við höf- um þekkt Halla alla okkar ævi og voru hann og Vina okkur sem amma og afi. Minningarnar hrannast upp á stundu sem þessari og erum við komnir á Brávallagötuna litlir hnokkar í heimsókn til Vinu og Halla. Það var gott að hafa þau þar enda við búsettir á Hringbrautinni. Þau fluttu sig þó um set en ekki of langt og nú á Miklubrautina. Þar eyddum við ófáum stundum og mörgum nóttum. Það var alltaf svo spennandi að gista uppi í í kvisther- berginu, dunda við hefilbekkinn, spila og spjalla, fá sér svo brauð með bönunum og kókóið hennar Vinu fyrir svefninn. Heilræði og skipulagning Halla er eitthvað sem við munum búa að alla ævi, hver hlutur á sínum stað allt skráð og merkt. Nýtinn var hann með ein- dæmum og hvað hann fór vel með hluti t.d. seðlaveskið sem hann hef- ur átt í yfir 70 ár var eins og nýtt og enn í notkun, svona má lengi telja. Hans uppáhaldsstaður var við skrifborðið sitt, þar sat hann tímun- um saman, pikkaði á ritvélina sína, réð danskar krossgátur, las yfir dagatalið sem sagði honum svo margt, hver ætti afmæli, hvar og hvenær hver hefði komið í það og það skiptið. Allt var skrifað niður í röð og reglu. Halli og Vina spiluðu mikið og ekki setti það strik í reikninginn þó að eitthvert okkar barnanna væri hjá þeim, okkur voru kennd ótal spilin og spiluðum við mikið. Reglurnar voru stundum öðruvísi í þessu húsi, Halli bjó t.d. til sínar eigin Ólsen Ólsen reglur sem við varðveitum nú sem okkar. Vina og Halli voru mjög samrýnd hjón og höfðu lag á að gera heimili sitt fallegt. Vina lést fyrir 9 árum. Við dáðumst að hugrekki Halla við andlát hennar. Það var svo fyrir um það bil einu og hálfu ári að Halli fluttist aftur vestur í bæ, nú á litlu Grund. Honum leið vel að vera kominn aftur vestur í bæ þar sem hann og Vina byrjuðu búskap. Halli hefur nú fengið þráða hvíld og í hjarta okkar trúum við því að nú sé hann kominn til Vinu sinnar. Elsku Halli, við kveðjum þig með hjartans þökkum fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Baldvin Guðmundsson, Albert Guðmundsson og Hreiðar Þór Björnsson. 13lómabúðiri öaúðskom v/ Fossvogskipkjw^ar'ð Sími» 554 0500 Legsteinar í Lundi SOUSTEJNAK við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Kveðja til systur Hryggð mín mun fylgja þér þegar fellur að og augu mín leika við brimið síþyrst eins og svart bergið Hrynjandi blóðs þíns berst mér frá hvítum strengjum næturinnar. Náttfjólur er ég tíni í fjörunni og fel í barmi mér Spor þín orpin sandsins mýkt ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjðri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Síðan fellur að (Þ.G.) Guðmundur og Guðbjörg. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. ðw Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is V---------------:---------:----------------------------------------J + Björk Dúadóttir fæddist á Akur- eyri 1. apríl 1951. Hún lést í bflslysi 21. júní sfðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Akureyrar- kirkju 29. júnf. Elsku frænka mín. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að birtast með brosið þitt bjarta en það lifir í minningunni sem við munum öll geyma vel í hjarta okk- ar. Ég man svo vel eftir öllum stundunum sem ég var hjá ykkur í Hjallalundinum, ég var alltaf að laga til hjá þér og gisti oftar en ekki heilu næturnar hjá ykkur. Einnig man ég eftir því þegar þú reyndir að koma slátri ofan í mig en ég var svo rosalega mat- vönd að ég hreinlega ældi ef ég fann svo mikið sem lyktina en það tókst alltaf á endanum hjá þér, en það var einmitt bara hjá þér sem ég borðaði slátur, ekki hjá neinum öðrum. Mér leið alltaf svo vel hjá þér því þú varst alltaf svo góð við mig enda hændust vel flestir að þér vegna þessara kosta í fari þínu. Þú máttir varla sjá neitt aumt, þá varstu til staðar fyrir þann sem þurfti á því að halda. Síðan byrjaði heimsóknunum til þín að fækka eins og gengur og gerist. En alltaf varstu duglega frænka mín sem átti orðið tvo litla sólargeisla, Bjarka Jón og Elísa- bet Helgu. Andlitið á þér lýstist upp þegar þau voru með þér enda góð amma þar á ferð og ekki fór það fram hjá þeim. Þegar ég hitti þig í síðasta skiptið gat ég séð í augunum þínum hvað þú varst orð- in hamingjusöm og ánægð. Við tvær höfðum einmitt verið að passa köttinn hennar Tinnu systur minnar og fór- um til skiptis að kíkja á hana. Þú komst til mín í vinnuna og hafð- ir einhverjar áhyggjur af því að kötturinn væri svo einmana. En ég veit að þú verður ekki einmana þvi Benedikt hennar ömmu Diddu á eftir að taka vel á móti þér. Elsku Björk mín, ég vildi að ég hefði sagt þér þetta seinast þegar ég talaði við þig en mér þótti rosalega vænt um þig og mun alla tíð geyma góðar minningar um þig vel í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og systkini mín. Við verðum þér ævinlega þakklát, elsku frænka. Tinna Rut vildi senda þér góðar kveðjur en hún er stödd í Þýska- landi núna, hún sendi þér þetta ljóð sem henni fannst passa svo vel við þig. Við látumst skilja lífsins duldu rök og leitum skammt á meðan værðar njótum Er dagar heyrast voðans vængjatök í veruleikans myrkri blind við hnjótum. Svo þegar æskublóma burt er kippt oss brestur þroska drottins ráð að skilja. En þá fær sorgin hug til hæða lyft, í hennar þögn við greinum eilífs vilja. Við munum þig sem fagurt Ijúflingslag, sem Ijúfast bros frá sól í austur heiði, og harmi lostin syrgir sveit í dag, hún signir þögui óskabams síns leiði. (Hjörtur Gíslason.) Ég sendi Nonna, Lilju, Steina, Kristófer, Bjarka Jón og Elísabet Helgu mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð um að styrkja þau í sinni miklu sorg. Sólveig Rósa Sigurðardóttir. + Elskuleg móðir okkar, systir og amma, INGIBJÖRG VILBERTSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 7. júlí kl. 13.00. Jóhann R. Sigurðsson, Steinunn J.L. Þórisdóttir, Hafdís Ó. Sigurðardóttir, Jakob Yngvason, Kolbrún S. Sigurðardóttir, systkini og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN Á. GUÐMUNDSSON, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum sem lést 22. júní sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Sigríður E. Guðmundsson, Jóhann E. W. Stefánsson, Guðmundur W. Stefánsson, Sigurður W. Stefánsson, Guðmar W. Stefánsson, Elías W. Stefánsson, Katrín Stefánsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Ellý Elíasdóttir, Ásta Traustadóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Hjördís Guðbjartsdóttir, Steingrímur Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokaö verður dagan 7. júlí og 10. júlí vegna andláts JÓHANNESAR HELGA JENSSONAR forstjóra. Hífir — Kjarnaborun ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.