Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 41

Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 41 HESTAR Talsverð aðsókn út- lendinga ÚTLENDINGAR voru áberandi á landsmóti hestamanna og komu þeir víða að. Þó voru Þjóðverjar og Bandaríkjamenn mest áber- andi í hópi mótsgesta. Sarah Jones og Stan Hirson hafa bæði komið áður til landsins og eiga þrjá íslenska hesta. Of lítið gert fyrir erlenda gesti „Við skemmtum okkur mjög vel og það er frábært að sjá alla þessa góðu hesta,“ sagði Sarah. Stan tók undir með Söruh en fannst allt of lítið gert fyrir er- lenda gesti og ferðamenn. „Við eigum íslenska vini og vitum því hvað um er að vera. Aðrir ferða- menn hafa hins vegar örugglega litla hugmynd um hvað er að ger- ast hér. Það eru engar auglýsing- ar í miðbæ Reykjavíkur og upp- lýsingar um mótið fyrir ferðamenn eru af mjög skornum skammti. Það er meira að fá upp- lýsingar um hvernig á að komast hingað," sagði Stan. Sarah tók í sama streng. „Ég kom hingað til að fræðast eins mikið um íslenska hestinn og hægt er. í Bandaríkjunum er þekking á íslenska hestinum ekki eins mikil og hér. Þess vegna Morgunblaðið/Kristinn Boliart-fjölskyldan frá Kaliforníu á nú 11 íslenska hesta. F.v. Randy, Bonnie, Kelly og Cliff Bohart. Morgunblaðið/Kristinn Áhugi fýrir íslenskum hestum fer vaxandi í Finnlandi. F.v. Laura Pi- hlcala-Posti, Katie Brumpton, Sirpa Brumton og Heidi Mikkola. væri gaman að sjá hvernig hross eru kynbótadæmd. Það er hins vegar erfítt þegar það er ekki hægt að fylgjast með úrslitum í kynbótadómum vegna þess að það er engin stigatafla," segir Sarah. íslenskir hestar í Kaliforníu Bandarísku hjónin Randy og Bonnie Bohart eiga níu hesta f Bandaríkjunum, þeirra á meðal stóðhestinn Demant frá Bólstað í Landeyjum. Þau voru nýbúin að kaupa tvo íslenska hesta í viðbót þegar þau komu til landsins og sáu þá fyrst sl. mánudag. „Mér líkar mjög vel við íslenska hest- inn, sérstaklega er gangurinn skemmtilegur og geðslagið gott,“ sagði Bonnie. „Börnin hafa keppt á íslenskum hestum í Banda- Morgunblaðið/Kristinn Stan Hirson og Sarah Jones töldu ekki nógu mikið gert fyrir erlenda ferðamenn á landsmóti. ríkjunum og gengið vel, jafnvel unnið til verðlauna.“ Vaxandi áhugi í Finnlandi f brekkunni fyrir ofan Hvammsbraut sátu nokkrar ung- ar fínnskar konur og fylgdust með keppni í barnaflokki. Þeim leist vel á landsmótið og hlakkaði mikið til að fylgjast með helstu gæðingum íslands. Sirpa Brum- ton var að fylgjast með landsmóti hestamanna í fimmta sinn en hún flytur íslenska hesta til Finn- lands. „Mér líst vel á staðsetning- una og bíð bara eftir að allt verði tilbúið,“ sagði Sirpa. „Áhugi fyrir íslenska hestinum fer vaxandi í Finnlandi og það eru a.m.k. 50-60 íslenskir hestar fluttir til Finn- lands á hverju ári,“ sagði Sirpa. RAÐAUGLVSIINJGAR KENNSLA Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með sumarnámskeið í líföndun 9, —11. júlí. Hvernig væri að hefja sumar- fríið á því að anda djúpt og slaka vel á? Líföndun er leið til að losa um spennu og létta á hjartanu. Gefur þú þér tíma til að lifa? Guðrún Arnalds, s. 551 8439/896 2396. TiLKYIMIMIIVIGAR Happdrætti Félags heyrnarlausra heyrnaSliiusSa Útdráttur 1. júlí 2000. Bifreið af gerðinni Fiat Punto kr. 1.112.000: 2678 Ferðavinningar frá Samvinnuferðum/Landsýn kr. 130.000: 4998 12339 13982 Ferðavinningar frá Samvinnuferðum/Landsýn kr. 60.000: 4799 8023 9679 10831 Vöruúttekt frá Japis kr. 50.000: 4866 7554 Vöruúttekt frá Nanoq kr. 25.000: 474 2583 5223 9113 11779 562 3176 8707 9214 13379 2356 3321 8872 11091 13636 Ferðaspilari með fjarstýringu frá Heimilistækj um kr. 25.000: 588 4392 7471 12435 13930 Vöruúttekt hjá Nanoq kr. 15.000,- 35 2748 7465 8939 12518 2716 5072 7916 9132 14102 Vöruúttekt hjá Heimilistækjum kr. 5.000: 839 4121 5060 9778 11066 1929 4173 6286 10206 13777 3261 4404 7124 10867 14401 4043 4636 9675 10922 14407 Birt með fyrirvara um prentvillur. Þökkum veittan stuðning. Félag heyrnarlausra, Laugavegi 26, (Grettisgötumegin), 101 Reykjavík, sími 561 3560. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNÐSENDIR 562 3219 Auglýsing um deili- skipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kjalarnes, Árvellir í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deili- skipulagi að Árvöllum á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir að auk núverandi húss megi reisa innan tilgreinds byggingarreits: allt að 300m2 vistheimili, 250m2 áhaldahús og geymslu, 180m2 starfsmannabústað auk gróðurhúss, tengiganga og skjólveggja. Selásbraut 109, Seljaskóli í samræmi við 25. gr. skipuiags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar Seljaskóla. Lóðirnar nr. 6 og 8 við Viðarás sameinist skólalóðinni og skólabygging stækki um u.þ.b. 1500m2. Laugarnes, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deili- skipulagi Laugarness. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgar- skipulags og Byggingarfulltrúa Reykja- víkur, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 5. júlí til 2. ágúst 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 16. ágúst 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. __________________________ Auglýsing um deiliskipulag frístundabyggðar í landi Snóksdals II í Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi sumarbústaðabyggðar í landi Snóksdals II, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1993. Tillagan tekurtil 15 sumarbústaðalóða, 5 rækt- unarsvæða og aðkomu að þeim. Skipulags- uppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, frá 5. júlí 2000 til 2. ágúst 2000. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til sveitarstjóra Dalabyggðarfyrir 16. ágúst og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Dalabyggðar, Einar Mathiesen. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund ( kvöld kl. 20.00. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Kvöldganga á Mosfell í kvöld kl. 19.00. Brottförfrá BSÍ og Mörkinni 6, verð kr. 500. Fjölskylduferð í Þórsmörk 7.-9. júlí. Fimmvörðuháls 7. —9. júlí. Nokkur sæti laus í ágústferðir um hinn forna Kjalveg, bókið strax. Munið aukinn opnunartíma á skrifstofu í sumar kl. 9.00— 18.00. www.fi.is og textavarp RUV, bls. 619. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30 Sverrir Axelsson segir frá ferð sinni til landsins helga. Sr. Frank M. Halldórsson flytur hugleiðingu. Árni Gunnarsson syngur. http://sik.is/ DULSPEKI Lífsins sýn Viltu skynja fortíð, nútíð og framtíð? Uppl. og tímapantanir í sím- um 561 6282 og 692 0882. Geirlaug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.