Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Náttúran skartar sínu fegursta UXAFÓTARLÆKUR var fallegur í veðurblíðunni á Suðurlandi í gær en hitinn fór yfir 20 gráður á þess- um slóðum þegar mest var. Sævar Jónsson var að dunda sér við læk- inn í gær en vinsælt er hjá krökkum úr Vík að hjóla þangað í góðu veðri og busla í köldu vatninu. Græn og falleg hvönn vex á bökkum lækjar- ins og gefur staðnum skemmtilegan svip. Fækkun nýnema í Háskólanum eftir metár MIKLU fæni nýnemar skráðu sig í Háskóla íslands í ár en í fyrra. Ný- nemar í Háskóla íslands eru nú 2.088 en voru í fyrra 2.828 og munar því 740 manns og fækkar nemendum í öllum deildum. Konur eru um 60% nýskráðra stúdenta en karlar 40% sem er svipað og í fyn-a ef allir nem- endur eru teknir með í reikninginn. Að sögn Valdísar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Háskóla íslands, er skýring fækkunar sú að óvenju margir hófu nám í Háskólanum í fyrra og var það að mestu vegna þess að þá var í fyrsta skipti boðið upp á stuttar hagnýtar námsleiðir. „Við fengum mjög marga inn í fyrra sem höfðu tekið sér frí frá námi í langan tíma en slógu til þegar þessi kostur bauðst. Einnig var stúdents- árgangurinn stærri í fyrra og reynd- ar var stutta námið meira kynnt í fyrra en í ár. Síðasti vetur var því metvetur hvað fjölda nemenda snertir." Nú eru alls 5.885 skráðir í Háskóla íslands, voru 6.679 sl. haust og 5.862 haustið 1998. Ef árið er borið saman við 1998 þegar skráðir nemendur voru álíka margir kemur í ljós að nýnemar eru heldur fæni í ár en þá þegar 2.258 nýnemar skráðu sig í Háskóla Islands og nemur fækkunin 170 nemendum eða um 7,5%. Mikil fækkun í heimspeki- og félagsvísindadeild Nemendur dreifast þó öðruvísi milli deilda en fyrir tveimur árum. Mikil fækkun er í heimspekideild og félagsvísindadeild. Nýski-áðir í heimspekideild voru 410 fyrir tveim- ur árum en eru 286 í ár sem er um 30% fækkun. í félagsvísindadeild fækkar úr 459 í 330 sem er einnig um 30% fækkun. Nýskráðum hjúkrun- arfræðinemum fækkar um nær helming úr 188 í 96. I lagadeild og viðskipta- og hag- fræðideild er fjöldi nemenda svipað- ur. Mikil fjölgun er í verkfræðideild sem skýrist að flestu leyti af flutn- ingi tölvunarfræði yfir í verkfræði- deild. Nú eru 315 nýnemar skráðir í verkfræðideild en voru 146 fyrir tveimur árum, sem er 216% fjölgun. í raunvísindadeild fækkar nemend- um úr 281 í 217 og er flutningur tölv- unarfræðinnar þar skýring. Morgunblaoið/Jónas Erlendsson Formaður Skotveiðifélagsins í bréfí til umhverfísráðherra Vill fá fulltrúa í hreindýraráð SKOTVEIÐIFÉLAG íslands hefur sent Siv Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra bréf, þar sem gerðar eru athugasemdir við nýja reglugerð um stjórn hreindýraveiða. Skotveiðifé- lagið lýsir yfir ánægju með reglu- gerðina og telur hana vera til mikilla bóta, en gerir athugasemd við tvö at- riði. „í fyrsta lagi teljum við eðlilegt að Skotveiðifélagið fái áheyrnarfulltrúa í hreindýraráði. Það er í raun tíma- skekkja að svo skuli ekki vera, þar sem við erum fulltrúar neytenda og borgum brúsann, ef svo má segja,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands. Hann segir að félagið eigi fulltrúa í svokallaðri villidýranefnd og ekki sé síður ástæða til aðildar þess að hreindýra- ráði. Fimm fulltrúar í hreindýraráði Samkvæmt reglugerðinni eru fimm menn í hreindýraráði og eru þeir skipaðir til fjögurra ára í senn. Umhverfisráðherra skipar formann án tilnefningar. Búnaðarsamband Austurlands, Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu, Samband sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi og veiðistjóri tilnefna sinn full- trúann hvert. Veiðistjóra og fulltrúa Náttúrufræðistofnunar Islands er heimilt að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Hitt atriðið sem Skotveiðifélagið gerir athugasemd við, er að starfs- leyfi eftirlitsmanna með hreindýra- veiðum skuli bundið við tiltekið veiði- svæði. „Til þess að mega stunda hreindýraveiðar verður veiðimaður að hafa með sér eftirlitsmann. Eftir- litsmaðurinn á að fylgjast með því að veiðarnar gangi rétt fyrir sig. Veiði- svæðin eru nokkur og ef vörður er með réttindi til að starfa á einu svæðinu má hann ekki starfa á öðru,“ segir Sigmar. Bið eftir eftirlitsmanni hefur valdið veiðimönnum útgjöldum Hann segir að síðastliðin tvö ár hafi veiðimenn oft þurft að bíða í nokkra daga eftir eftirlitsmanni, þar sem tiltækir eftirlitsmenn hafi ekki haft réttindi á viðkomandi svæði. „Þetta hefur valdið veiðimönnum töluverðum útgjöldum, til að mynda í gistingu," segir Sigmar. Hann segist reyndar telja að með tíð og tíma eigi að leggja eftirlitsmannakerfið nán- ast alfarið niður, enda tíðkist það varla nokkurs staðar í heiminum. „En til að byrja með viljum við að kerfið verði gert sveigjanlegra með því að leyfa eftirlitsmönnum að færa sig milli svæða,“ segir hann. Sigmar segist þess fullviss að um- hverfisráðherra taki erindi Skot- veiðifélagsins vel. „Enda hefur sam- starf okkar og ráðuneytisins verið með ágætum,“ segir hann. Vinnuslysið í Kópavogi Maðurinn látinn MAÐURINN sem slasaðist í vinnu- slysi í Kópavogi í fyrradag lést í gær. Maðurinn, sem var á sjötugsaldri, var við vinnu í Lindarskóla í Kópa- vogi þegar hann féll niður um 4-5 metra og lenti á flísalögðu gólfi. Árni Frið- riksson í reynsluferð ÁRNI Friðriksson RE 200, hið nýja rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar, kom að landi í fyrrakvöld eftir vel heppnaða tvcggja daga prófun út á Grinda- víkurdjúp. Búið er að setja ýmsan búnað um borð í skipið eftir heim- komu þess frá Chile, þar sem það var smíðað, og var sá búnaður prófaður í ferðinni. Megináhersla var lögð á að prófa togspil, veiðarfæri og ýms- an rafeindabúnað sem er um borð og segir Árni Sverrisson skip- stjóri að fcrðin hafi í stórum dráttum tekist vel. Hann segir að á næstu dögum verði unnið úr því sem fram kom í ferðinni til að gera skipið klárt fyrir sinn fyrsta rannsóknaleiðangur. Árni Friðriksson heldur siðan í sinn fyrsta rannsóknaleiðangur fljótlega eftir helgi þar sem sfld- ar-, loðnu- og kolmunnastofnarnir verða rannsakaðir. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Handtekinn með tæki til fíkni- efnaneyslu KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn á Isafirði í gær- morgun vegna gruns um fíkni- efnamisferli. Á manninum fundust sprautur sem lög- reglan á Isafirði telur að inni- haldi amfetamínefni. Mannin- um, sem hefur viðurkennt kaup og neyslu fíkniefna, var sleppt að loknum yfirheyrslum. Sérblöð í dag MSÍktlit ALAUGARDOGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.