Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR Kaffikráin Klettur opnuð í Biskupstungum ut itieö ... og reyndu hressilega á þig! Scarna Ladakh GTX I Verð 19.490 I Burstað leður, Gore-Tex. Millistífur veltisóli, grjótvörn. Frábærir í léttar sem erfibar gönguferðir. Þeir alvinsælustu! HAHOQ+ - lífið er áskorun! Kringlunni Hjónin Guðfínna Jóhannsdóttir og Henk Hogland hafa rekið veitinga- stað í Hollandi en þau eru meðal eigenda Kletts. KAFFIKRÁIN Klettur í Biskups- tungum var nýlega opnuð í Reyk- holti á vegamótunum við Biskups- tungnabraut. Þar verða í boði margs konar drykkir og smáréttir og opið daglega frá kl. 11 til 23 og lengur um helgar. Eigendur Kletts eru fimm manna hópur sem kemur úr ýms- um áttum nær og fjær: Dóróthea Magnúsdóttir, Knútur Rafn Ár- mann, Helena Hermundardóttir, Henk Hogland og Guðfinna Jó- hannsdóttir, en tvö þau síðast- nefndu hafa um árabil rekið veit- ingastað í Hollandi sem þau hafa nú leigt. „Sú hugmynd fæddist hjá okkur að fara út í ýmsan rekstur, koma upp grænmetismarkaði og ein- hverju meira, og hér bjóðum við nú margs konar veitingar, aðstöðu fyrir fundi og veislur og framtíðar- sýnin er að byggja síðan eins kon- ar þak á súlum fyrir grænmetis- markað,“ sagði Dóróthea Magnúsdóttir er blaðamaður Morgunblaðsins leit inn á Klettinn. Hún sagði hugmyndina hafa fæðst út frá rekstri sonar síns, Knúts, í Friðheimum, en þar ræktar hann tómata, gúrkur og papriku. Eftir ýmsar vangaveltur hafi orðið ofan á að fá lóð, reisa þar hús og hefja veitingastarfsemi og aðra þjónustu. Veitingasalur fyrir 65 manns Klettur er timburhús frá Finn- landi, reist á sex vikum, og unnu íslendingar að mestu við verkið undir leiðsögn Finna. Veitingasal- urinn tekur 65 manns og úti er einnig komið fyrir borðum á góð- viðrisdögum en eftir er að ganga frá verönd og stéttum. Á efri hæð verður innréttuð aðstaða fyrir fundi sem Dóróthea segir að sé upplögð fyrir litla hópa eða fyrir- tæki sem vilja komast í rólegt um- Morgunblaðið/jt Mæðginin Dóróthea Magnúsdóttir og Knútur Rafn Ármann utan við Klett en á góðviðrisdögum er hægt að njóta veitinga úti við. hverfi til að vinna eða halda veisl- ur. Dóróthea hefur undanfarið séð um rekstur á félagsheimilinu í Ara- tungu, farfuglaheimilið í skólanum þar og tjaldstæðið og segir hún einnig kjörið fyrir hópa sem vilja t.d. halda ættarmót að fá inni í farfuglaheimilinu og nýta meðfram aðstöðuna í Kletti. Þá verður lista- mönnum boðið að sýna í veitinga- salnum og nú er þar að finna verk eftir Helgu Magnúsdóttur. Ekki þurfa allir að koma akandi eða gangandi að Kletti því í einu horni lóðarinnar er hestgerði þar sem hvíla má skepnur meðan knapar nærast og ætlunin er jafn- vel að hafa hesta til leigu og bjóða gestum að stíga á bak. Dóróthea segir sveitungana hafa tekið þessum nýja stað vel. Telur hún þá munu sækja hann jafnt og aðrir sem koma lengra að, enda sé iðulega þörf á aðstöð fyrir litlar sem stórar veislur í sveitinni. Gáfu nágrannarnir fánastöng þegar Klettur var opnaður. „Þetta byrjar framar öllum vonum og viðtökurn- ar gefa tilefni til bjartsýni um reksturinn." vetrarlistinn Flottari, betra verð Föt á alla fjölskylduna, litlar og stórar stæröir Ekkert ákveðið um hækkun húsaleigubóta AÐ sögn Páls Péturssonar félags- málaráðherra hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hækkun húsa- leigubóta, en nefnd sem ráðherra skipaði 1998 til þess að rannsaka leigumarkað og leiguhúsnæði lagði til að húsaleigubætur yrðu hækkað- ar og komið á fót stofnstyrkjum sem ætlað er að renna til sveitarfélaga og leigufélaga í stað þess að niður- greiða lán til leiguhúsnæðis. Páll sagði nefndina hafa unnið at- hyglisvert starf og sagði það úrelt að greiða niður lán. Að hans sögn var ákveðið að hætta niðurgreiðslu lána fyrir tveimur árum en haldið skyldi í gamla skipulagið í tvö ár í viðbót. Var nefndin skipuð í þeim tilgangi að athuga aðra möguleika. Ráðherra sagði stofnstyrki þá þegar hafa komið til tals en nú virtist hækkun húsaleigubóta fýsilegasti kosturinn. Hann vildi samt taka fram að enn hefði ekkert verið ákveðið. ;V, ,' Tilboð á CASABLANCA sumarjökkum í nokkra daga Verð áður: 5.900 Tilboð 3.900 Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. -___ Útsala — Útsala Ríta TÍSKU VERSLUN Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10-15. Gasvörur gas-vatnshitarar gas-kæliskápar gas-heliuborð gas-eldavélar •* gas-ofnar .* gas-ljós ; Opiö alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. ELLINGSEN Grillmarkaöur gasgrill, áhöld og varahlutir Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.