Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 34
* 34 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listin að fyrirgefa Áður fyrr skalfkaþólskur heimurþegar Páfagarðurgafút tilskipanir. Nú er öld- in önnur, því miðurfyrir velflesta fanga sem geta víst ekki vænstþess að þjóðar- leiðtogar opni fangelsi til að fagna heil- ögu ári kaþólskra. Breytingin erhins vegar til blessunarfyrir samkynhneigða. / : Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen ARIÐ 2000 er heilagt ár í kaþólskum sið, en kaþólska kirkjan heldur sérstakar i trúarhátíðir á aldar- fjórðungs fresti. Meðal merkra siða á helgum árum kirkjunnar mun vera, að trúaðir fá fyrirgefn- ingu synda sinna og þurfa ekki einu sinni að arka suður til Rómar að leita sér syndaaflausnar, heldur geta tekið við henni hvar í heimi sem þeir eru staddir. Á svo heilögu ári þarf ekki að koma á óvart að páfi hefur verið óvenju iðinn við að brýna fyrir ver- aldlegum yfirvöldum og öðrum dauðlegum að sýna kristilegan VIÐHORF íeTtóS'rir- gefa þeim sem gert hafa á hlut þeirra. Hann hefur t.d. valdið verulegum usla í pólitík- inni á Italíu með því að óska eftir að tekið verði mildilega á glæpa- mönnum og þeir sem þegar sitji inni jafnvel náðaðir. Þar hefur páfi sjálfur gengið fram fyrir skjöldu. Hann lýsti því yfir árið 1983 að hann hefði fyrirgefið Mehmet Ali Agca, tilræðismanninum sem reyndi að myrða hann tveimur ár- um íyrr og nú hefur Mehmet verið náðaður og sendur heim til Tyrk- lands, að tilstuðlan Páfagarðs, eftir 19 ár í ítölsku fangelsi. Ástandið í ítölskum fangelsum mun ekki vera par gott þessa dag- ana, þar sitja öllu fleiri inni en gert var ráð fyrir við byggingu tugthús- anna. Um síðustu helgi hélt páfi messu í fangelsi nokkru í Róm og lagði þar með enn meiri áherslu á ósk sína um að refsingar fanga yrðu mildaðar, en í ávarpi til þjóð- arleiðtoga í lok júní sagði hann að mildun fangelsisdóma, jafnvel þótt hún teldist aðeins minni háttar, myndi færa fongum heim sanninn um að menn sýndu aðstöðu þeirra samúð. Miðað við fréttafrásagnir af messunni í fangelsinu gátu sumir fangamir ekki leynt tilfinningum sínum heldur grétu og skulfu, en aðrir þjónuðu fyrir altari og sungu í kór. Haft hefur verið á orði að vart muni áhrifameiri atburður færast á spjöld sögu kaþólsku kirkjunnar á þessu heilaga ári. Það skaut því óneitanlega skökku við að sama sunnudag kom páfi fram á svalir við Péturstorgið í Róm og tilkynnti að hann gæti ekki annað en lýst biturleika vegna þeirrar lítilsvirðingar sem sýnd hefði verið heilögu ári kaþólsku kirkjunnar og þeirrar atlögu sem gerð hefði verið að kristilegum gildum Rómaborgar, borgarinnar sem stæði svo nærri hjörtum kaþ- ólskra manna um allan heim. Það sem hafði komið páfa svona rækilega úr jafnvægi var sú stað- reynd, að alþjóðleg samtök sam- kynhneigðra halda hátíð í Róma- borg á heilaga árinu. Daginn fyrir messuna í fangelsinu höfðu sam- kynhneigðir gengið fylktu liði um borgina, sem stendur kaþólskum hjörtum nærri, og það var meira en páfi þoldi. Hann sagði áheyr- endum sínum á Péturstorginu að kirkjan myndi ekki leyna sannleik- anum, því þar með gengi hún gegn trúnni á Drottin skapara himins og jarðar og það myndi ekki hjálpa fólki til að greina rétt frá röngu. Athafnir samkynhneigðra gengju gegn náttúrurétti. Páfi heldur fast í þá skilgrein- ingu sína að samkynhneigð sé ,göng“ og því fordæmanleg. Án efa kann hann boðorðin nægilega vel til þess að vita að þjófnaðir og morð, svo upp sé talinn hluti af af- rekaskrá þeirra sem gista fangelsi, eru brot þar á. Hann telur þó eðli- legt að taka vægt á föngunum, jafnvel náða þá svo þeir geti um frjálst höfuð strokið á heilögu ári. Líklega verða þeir engin ógn heiðvirðu fólki, fái þeir fyrirgefn- ingu synda sinna. Samkynhneigðir virðast, skv. páfa, líklegri til að umbylta æskilegri heimsmyndinni. Flestir vita að kaþólska kirkjan hefur tekið sönsum í ýmsum mál- um í gegnum aldimar, a.m.k. er það engin dauðasynd lengur að þræta fyrir að jörðin sé flöt. En páfi heldur þó í sum fomeskjuleg „vísindi", þar á meðal þau að sam- kynhneigð gangi gegn náttúm- rétti. Þeir vita það þó sem vilja vita að samkynhneigð er að finna víða í náttúmnni og það „afbrigði" hlýt- ur því að teljast náttúrulegt, enda er hlutfallið of hátt til að afneita því. Það mætti hins vegar benda páfa á, að hvergi í náttúmnni þekkist skírlífi, sem þykir þó nauð- synlegt lífsmunstur presta innan kirkju hans. Því heimatilbúna lög- máli eiga reyndar sumir guðs- mennimir erfitt með að fylgja, enda gengur það þvert á mannlega náttúm. Páfinn kemur fram sem mildi- legur kirkjufaðir þegar hann mót- mælirvillimennsku dauðarefsing- ar og hvetur þjóðarleiðtoga til að líta í meðaumkun og umburðar- lyndi til þeirra sem sitja í fangels- um heimsins. En svo snýr hann við blaðinu og ræðst að hópi fólks, sem erfitt er að sjá hvað hefur til saka unnið. Á heilögu ári virðist páfi til- búinn til að fyrirgefa flestum flest. Nema samkynhneigðum. Áður fyrr skalf kaþólskur heim- ur þegar Páfagarður gaf út tilskip- anir sínar. Núna er öldin önnur, sem er auðvitað miður fyrir vel- flesta fanga heimsins, sem geta víst ekki vænst þess að þjóðar- leiðtogar opni fangelsin til að fagna heilögu ári kaþólskra. Breytingin er hins vegar til bless- unar fyrir samkynhneigða. Þegar páfi heimsótti Bandaríkin fyrir fjórum árum gerðu nokkrir fjöl- miðlar, Time, CNN og U.S. News & World Report, skoðanakannanir meðal þarlendra kaþólikka um hvort þeir væru sammála afstöðu Páfagarðs í ýmsum málum. Um 80% bandarískra kaþólikka sögð- ust ánægðir með störf páfa, en að- eins um 15% töldu að þeir ættu alltaf að fylgja kenningum kirkjunnar í siðferðilegum álita- málum. Tæp 80% kaþólskra sögð- ust geta tekið sjálfstæðar ákvarð- anir í slíkum málum. Helmingur aðspurðra hafði þegar gert upp hug sinn varðandi samkynhneigða og var ekki sammála kirkjunni. Kammersveit Reykjavíkur á Europamusicale Kammersveit Reykjavíkur. Kynnir íslenska tón- list í Miinchen KAMMERSVEIT Reykjavíkur kemur fram á tónleikum á tónlist- arhátíðinni Europamusicale í kvöld, laugardagskvöld, í Carl Orff-salnum í Gasteig í Múnchen. Til hátíðarinnar er boðið kamm- erhópum, kammersveitum og kór- um frá 33 Evrópulöndum, sem leika skulu og kynna tónlist síns heimalands. Hátíðin er nú haldin öðru sinni og er boðið upp á tón- leika í tíu borgum í Bæjaralandi, Búdapest og Prag. Á efnisskrá Kammersveitarinn- ar á þessum tónleikum eru eftir- talin verk: Á Kýpros eftir Leif Þórarinsson (1994), Nótt, op. 59 eftir Jón Leifs (1964), Kristallar 2(000) eftir Pál Pampichler Páls- son, Umleikur eftir Þorkel Sigur- björnsson (1998) og Á gleðistundu eftir Atla Heimi Sveinsson (1989). Sautján hljóðfæraleikarar fara í ferðina og verður Rut Ingólfsdótt- ir einleikari í fiðlukonsert Þorkels Sigurbjörnssonar, einsöngvarar í Nótt Jóns Leifs verða Bergþór Pálsson og Gunnar Guðbjörnsson, sem kemur frá Berlín til að taka þátt í tónleikunum. Stjórnandi verður Bernharður Wilkinson. Tónskáldin þrjú, Páll P. Pálsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson, verða viðstödd tónleikana. Einnig verður sendi- herra Islands í Berlín, Ingimundur Sigfússon, á staðnum ásamt konu sinni, Valgerði Valsdóttur. Einkunnarorð Europamusicale- hátíðarinnar eru „kynnist - lærið að meta“ og vilja forsvarsmenn hennar ýta undir umburðarlyndi og virðingu milli þjóða í Evrópu, og jafnframt stuðla að menningar- sambandi Evrópu með áherslu á varðveislu menningar hverrar þjóðar fyrir sig. Fyrsta Europamusicale-hátíðin var haldin í október 1993 og héldu 30 sinfóníuhljómsveitir frá Evrópu tónleika á einum mánuði. Sinfón- íuhljómsveit íslands var boðið og hélt hún tónleika í tónlistarhúsinu Gasteig. Frú Vigdís Finnbogadóttir var með í för og ávarpaði tónleikagesti á undan tónleikunum. Blikar og bakkelsi Ljósmynd/Halldór B. Runólfssön Eitt af verkum Emu G. Sigurðardóttur í Galleríi Sævars Karls. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls MÁLVERK & HÖGG- MYNDIR/ERNA G. SIG- URÐARDÓTTIR Til 20. júlí. Opið á verslunartíma. RAUNSÆ málverk af einangruðu myndefni eru svo sem ekkert ný- næmi. Eftir því sem málaralistin leitast meira við að halda fengnum hlut og reka af sér slyttmælið - að hún sé ekki lengur svipur hjá sjón - verð- ur viðfangsefni málarans víðfeðm- ara án þess að stfllinn eða tæknin taki miklum stakkaskiptum. Nú leitast margir við að nota miðilinn líkt og skiltamálarar til að draga upp óræðar myndir eða myndagát- ur - rebus heitir það víst á latínu - í anda Forn-Egypta. Reyndar er samlfldngin við fugla- málara fjórða konungdæmisins ekki svo langsótt því Ema G. Sigurðar- dóttir er jafnupptekin af svönum á sundi og meistarinn frá Medúm var af spígsporandi gæsum fyrir einum 45 öldum. Og nákvæmlega eins og fiðurfé Egyptanna eru fuglar Emu í prófíl. I tveim verka sinna nýtur hún aðstoðar Sigurðar Einarssonar - gæti verið faðir listakonunnar - en hann tálgar smágerða svanina sem sitja eins og þægar höggmynd- ir ofan á minnstu römmunum. Auk fuglanna eru málverk af bakkelsi, svo sem kringlum, snúð- um og öðru dæmigerðu kaffibrauði. í einu verkinu eru brauðin heil en í öðm era þau hálfétin. Það fer ekki á milli mála að listakonan er með hugann við Tjömina og þá skýrist þetta með hálfétna sætmetið. Ón- eitanlega verða tengslin við forn- egypsku múrmeistarana enn nær- tækari, eða hver man ekki eftir meistaranum mæta frá Þebes sem myndskreytti Nakht-gröfina með fuglaveiðum í sefgrasinu á tímum átjándu konungsættarinnar? Sæta- brauðsmyndir Ernu taka fram öðr- um verkum hennar þótt ekki væri nema vegna þess að það er mun sjaldgæfara að sjá bakkelsi - eink- um hálfétið - á striga en fugla. Satt best að segja era fuglar ofnotaðir í íslenskri samtímalist. Þetta er sagt þótt Þorsteinn heitinn Erlingsson hefði eflaust verið því ósammála. Myndrænt séð era sætabrauðs- myndirnar einnig mun áhugaverð- ari en fuglamyndimar. Þær era ór- æðari og hleypa bakgrunninum upp - og virkja hann - með mun líflegri hætti. Þetta era því framtíðarverk- in á sýningunni og leiðarljós lista- mannsins þegar hún tekur aftur til við að mála. Fortíðin birtist hins vegar í titl- unum. Þeir era ekki góðir og reyndar óþarfir með öllu því vænt- anlega er Erna að mála fyrir full- orðna sem löngu hafa meðtekið sitt Gagn og gaman. Kauðskar nafngift- ir era eins og fuglarnir, ofnotaðar í íslenskri samtímalist. Það er vegna þess að listamenn treysta ekki gestum sínum fyllilega til að nota hugmyndaflugið. Bjánaleg tilsvör sem heyrast oft á sýningum, svo sem: „Þetta er nú aldeilis kyndugt“, eða „Ja héma; hvað skyldi hún nú meina með þessu?“, gera listamenn óöragga. Þeir halda að gestir séu skyni skroppnari en þeir era í raun og vera. En ekkert er verra en að reyna að pota hækju undir hefla áhorf- enda með því að ofskfra verk sín. Séu sýningargestir ekki búnir að tapa óeðlilega miklu af þessum vanalegu fimmtán hundrað kúbik- um sem við drögnumst með dags daglega er engin ástæða til að auka hugsanaleti þeirra. List er til að skerpa andann, tilfinningarnar og ímyndunaraflið. Sú nauðsynlega brýning misheppnast ef gestir era reyrðir ofan í andlegan hjólastól og hossað um allt með barnalegri ítr- oðslu. Því þarf Erna að hafa mun meiri áhyggjur af textavali sínu en myndefni. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.