Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 ERLENT Uppreisnar- menn á Fídjí láta vopn sín af hendi Suva. Reuters, AFP. Reuters George Speight, leiðtogi uppreisnarmanna á Fi'djí, stendur við vopn sem hann afhenti hernum íþinghúsi eyjanna eftir að hafa steypt stjórninni. UPPREISNARMENN á Fídjí, sem héldu forsætisráðherra eyjanna í gíslingu í 56 daga, létu vopn sín af hendi í gær og hétu því að binda enda á uppreisnina ef ríkisstjóm eyjanna yrði undh’ forystu frumbyggja. Leiðtogi uppreisnarmannanna, George Speight, afhenti um 60 vél- byssur og sjálfvirka riffla, 14 skammbyssur, sprengjur, táragas- hylki og gasgrímur í þinghúsinu í Suva, en flestum vopnanna hafði ver- ið stolið úr herbúðum. Um 200 frum- byggjahöfðingjar og fleiri stuðnings- menn Speights voru viðstaddir afhendinguna. „Þetta em ekki endalokin. Þetta er upphafið. Við eigum mikið verk fyrir höndum í landi okkar,“ sagði Speight, sem tók fyrsta forsætisráð- herra eyjanna af indverskum ættum og 26 ráðherra og þingmenn í gísl- ingu til að steypa stjórainni. Þeim var ekki sleppt fyrr en ráð æðstu höfðingja landsins samþykkti að verða við kröfum uppreisnarmann- anna um að eyjamar yrðu undir stjóm frumbyggja. „Markmiðið var ekki að taka völd- in í mínar hendur, heldur að koma þeim aftur í hendur fmmbyggja," sagði Speight. „Það verður aldrei aftur mynduð ríkisstjórn á Fídjí und- ir forystu Indverja, aldrei." Speight bætti við að stjómar- skrárbundnu lýðræði yrði aldrei komið á aftur á Fídjí og hvatti til þess að sett yrði ný stjómarskrá sem tryggði að eyjarnar yrðu undir stjórn frumbyggja. Indverjar em um 44% af 800.000 íbúum Fídjí og mjög áhrifamiklir í efnahagslífinu. Tugir þúsunda Ind- verja flúðu eyjamar eftir valdarán frumbyggja árið 1987. Nýi forsetinn á að skipa forsætisráðherra Höfðingjaráðið varð við kröfu Speights um að höfðinginn Josefa II- oila yrði skipaður forseti eyjanna. Annar höfðingi, Jope Seniloli, sem styður uppreisnarmennina, var síðan skipaður varaforseti í gær. Ekki er enn ljóst hvers konar stjórn verður mynduð á eyjunum. Höfðingjaráðið lýsti yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn, sem herinn myndaði eftir stjómarbyltinguna, þótt Speight hefði áður hafnað henni. Speight kvaðst í gær ekki vilja verða forsætisráðherra og lagði til að höfð- inginn Epeli Kanaimawai yrði skip- aður í embættið. Formaður höfðingjaráðsins sagði að nýi forsetinn myndi skipa næsta forsætisráðherra en ekki hefði verið ákveðið hvenær hann gerði það. Fangar kreijast einnig sakaruppgjafar Her eyjanna samþykkti að veita uppreisnarmönnunum sakarappgjöf gegn því að þeir slepptu gíslunum. Speight veifaði stoltur skjali um að honum hefðu verið gefnar upp sakir í þinghúsinu í gær. Fangar í einu af fangelsum eyj- anna hafa gert uppreisn til að krefj- ast þess að þeir fái einnig sakarupp- gjöf. Þeir hafa haldið 27 fangavörðum í gíslingu frá því á þriðjudag og einn fangi beið bana og tveir særðust lífshættulega í átökum í fangelsinu í fyrradag. Stjóm Ástralíu hvatti til þess í gær að Speight og liðsmenn hans yrðu sóttir til saka. „Þessir menn gerðust sekir um hermdarverk og því ætti að draga þá fyrir rétt. Það veldur okkur miklum vonbrigðum og áhyggjum að Speight skuli hafa fengið sakarappgjöf,“ sagði Alexander Downer, utanríkisráð- hema Ástralíu. Áströlskum og bandarískum ríkis- borguram hefur verið ráðlagt að fara frá Fídjí eftir að landeigendur, sem styðja Speight, lögðu undir sig nokkra ferðamannastaði á eyjunum fyrr í vikunni. Þrír staðir vora enn á valdi þeirra í gær en þeir héldu eng- um ferðamönnum. Ferðamönnum hefur fækkað mjög á Fídjí vegna uppreisnarinnar og ólgunnar á eyjunum. Ferðamanna- ráð Fídjí sagði í gær að andvirði 47 milljóna króna töpuðust á degi hverj- um vegna samdráttarins í ferðaþjón- ustunni. Phil Goff, utanríkisráðherra Nýja- Sjálands, sagði í gær að stjóm lands- ins kynni að minnka fjárhagsaðstoð sína við Fídjí um helming ef fullu lýð- ræði yrði ekki komið á að nýju. Fídjí- eyjar hafa fengið andvirði tæpra 400 milljóna króna árlega í fjárhagsað- stoð úr ríkissjóði Nýja-Sjálands. Goff sagði að stjómin kynni einnig að hætta öllu hemaðarlegu samstarfi við Fídjí og framlengja bann við ferðum íþróttamanna frá eyjunum til Nýja-Sjálands. Stjóm Ástralíu kvaðst ekki ætla að grípa til efnahagslegra refsiað- gerða gegn Fídjí. „Við viljum ekki eyðileggja efnahag Fídjíeyja," sagði ástralski utanríkisráðherrann. Hjartahollir tómatar London. Reuters. TÓMATURINN, þessi ljúffengi ávöxtur, er ekki aðeins góður í salöt og sósur heldur er hann líka alveg einstaklega hollur. Hafa breskir vís- indamenn komist að þeirri niður- stöðu. í rannsókn, sem fram fór við Rowett-rannsóknastofnunina í Aberdeen, kom fram að tómatar geta komið í veg fyrir æðastíflur sem aftur leiða til hjartaáfalla og heilablóðfalls. Valda þessir tveir sjúkdómar flestum dauðsföllum í þróuðum ríkjum. Það er fyrst og fremst hlaupið í kringum fræin í kjama tómatsinssem hindrar blóð- flögur í að festast eða klessast sam- an og þarf ekki mikið af því til að það komi að gagni. Er mikill áhugi á að framleiða lyf, sem byggir á þess- ari virkni og gæti komið í stað asp- iríns sem oft fylgja aukaverkanir. Lengi hefur verið vitað að ávextir og grænmeti draga úr hættu á hjartasjúkdómum, en vísindamenn segja ekkert virðast taka tómötun- um fram. „Kristur kommúnisti“ Havana. Reuters. JESÚS Kristur var kommún- isti að sögn Fidels Castró, hins kaþólska forseta Kúbu. Castró segist þess fullviss að Kristur hafi deilt stjórnmála- skoðunum sínum. „Kristur valdi fiskimenn af því að hann var kommúnisti," sagði Castró í yfirlýsingu sem ríkisfjölmiðlar á Kúbu höfðu eftir honum í gær. Castró vís- aði þar til þess er Jesús valdi fiskimenn frá Galíleu til að vera sína fyrstu lærisveina. Yfirlýsingin var höfð eftir Castró, sem á áram áður var yfirlýstur guðleysingi, á um- ræðufundi þjóðþingsins um fiskiðnað Kúbu. Flestir Israelar óttast ekki stund sannleikans eftir Amos Oz © Amos Oz 2000. ÞAÐ er heillandi hversu margt er líkt með þessum dögum og úrslita- stundunum við stofnun Israelsríkis: nóvember 1947 (þegar gyðingar ákváðu að samþykkja áætlun Sam- einuðu þjóðanna um að skipta Pal- estínu í tvennt) og maí 1948 (þegar David Ben Gurion lýsti yfir sjálf- stæði ísraels). Ehud Barak stendur nú frammi fyrir jafn erfiðu og ögr- andi viðfangsefni og Ben Gurion; hann virðist takast á við þau af sama hugrekki og Ben Gurion. Aðstæðurnar í Ísrael/Palestínu árið 2000 eru gjörólíkar þeim sem voru 1947-48: hættumar era aðrar og einnig sjónarhornin. Samt er vægi ákvarðananna svipað, svo og framsýnin og hugrekkið sem þær útheimta. Allir arabar höfnuðu áætlun Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu en gyðingar samþykktu hana með harmkvælum. Gyðingar viðurkenndu að landið er heimaland tveggja þjóða, ekki einnar (þvert á ríkjandi viðhorf síonista á þessum tíma); Gyðingar þurftu einnig að missa helgustu staði sína og sætta sig við að samkvæmt áætlun Sam- einuðu þjóðanna áttu nokkrir bæir og þorp þeirra að lúta yfirráðum ar- aba. Sú ákvörðun Bens Gurions að fallast á þessa lausn leiddi til heift- arlegra og háværra mótmæla her- skárra andstæðinga hans meðal gyðinga á þessum tíma. Ben Gurion Farðu til Camp David, Ehud Barak. Farðu þangað með djörf- ung, aðgát, visku, f ramsýni og samúð með öðrum og sterka tilfinningu þína fyrir raunveruleikanum... naut að vísu meiri stuðnings á þing- inu en Ehud Barak nú - en samt má ekki gleyma því að í kosningunum í fyrra fékk Barak skýrara umboð frá kjósendum en Ben Gurion fékk nokkra sinni. 14. maí 1948, þegar Ben Gurion einsetti sér að lýsa yfir sjálfstæði ísraels, tók hann áhættu sem var miklu örlagaríkari en nokkurt sam- komulag ísraela og Palestínu- manna getur falið í sér nú á tímum. Árið 1948 stóð Ben Gurion frammi fyrir allsherjarinnrás fimm herja arabalanda í ríkið sem hann var í þann mund að stofna. Andstaðan sem Ben Gurion mætti þennan maí- dag var svo öflug að söguleg yfir- lýsing hans var aðeins samþykkt með eins atkvæðis mun - atkvæði hans sjálfs réð úrslitum. Á þessum tíma vora andstæðingar hans ekki herskáir eða harðdrægir eins og í nóvember árið áður, heldur ótta- slegnir og vantrúaðir á sigur eigin málstaðar, gerðu sér ekki grein fyr- ir þessu sögulega tækifæri, reyndu að vinna sér tíma og skjóta stund sannleikans á frest. Ehud Barak og samstarfsmenn hans virðast nú þurfa að berjast við tvö ólík and- stöðuöfl af þessum toga samtímis: herskáa andstæðinga líkt og 1947 og huglausa andstæðinga líkt og 1948. Af framgöngu Baraks að dæma virðist hann hafa kjark til að takast á við þessi ögrandi öfl. Spurningin er hins vegar ekki að- eins um hugrekki Baraks, heldur einnig um hvort friðarsinnamir hafa kraft til að styðja hann meðan nokkrir af herskárri og reikulli samstarfsmönnum hans snúa baki við honum. Farðu til Camp David, Ehud Barak. Farðu þangað með djörfung, aðgát, visku, framsýni og samúð með öðram og sterka tilfinn- ingu þína fyrir raunveruleikanum. Farðu til Camp David eins og skurðlæknir gengur inn í skurðstof- una: stofuna þar sem framtíð Isra- els og Palestínu ræðst. Þorri ísraela vill gangast undir þessa aðgerð, jafnvel þótt hún sé kvalafull, því fólk veit að beri hún árangur getum við öll náð okkur af hundrað ára blóðsúthellingum. Flestir ísraelar óttast ekki stund sannleikans - þeir hafa beðið henn- ar í mörg ár. Höfundur er ísraelskur rithöfund- ur. Greinin var birt á hebresku f ísraelska dagblaðinu Yedioth Ahronot lO.júh'. , Reutcrs Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, á göngu í Camp David í Bandaríkjunum þar sem friðarviðræður þeirra fara fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.