Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Vatnið leikur um kroppinn GUNNAR Lórenzson og Víkingxir Bjömsson hafa stundað morgxin- sund í sundlaug Akureyrar lengur en elstu menn muna enda fátt betra til að koma sér í gang fyrir daginn en góður sundsprettur. Gunnar og Víkingur eru mjög samrýndir og nánast haldast hönd í hönd í laug- inni. Eftir sundsprettinn leggjast þeir svo undir vatnsbunumar, láta vatnið leika um kroppinn og sjást þá í hinum fjölbreytilegustu stellingum. Sumartónleikar Tónleikarnir standa yfir í klukku- stund og er aðgangur ókeypis. í fréttatilkynningu segir að dúett- inn kenni sig við norrænu gyðjuna Iðunni sem sá goðunum fyrir eplum er veittu eilífa æsku. Tónlistarmenn- imir telja að tónlistin geti komið í stað veiganna og veitt áheyrendum innblástur og innsýn í eigin hugar- fylgsni, sem þeir annars ná ekki til. AÐRIR tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 16. júlí kl. 17. Það er Ydun Duo frá Danmörku sem leikur. Dúettinn samanstendur af Lise Lotte Riisager messósópransöng- konu og Morten Spangaard gítar- leikara. Þau flytja m.a. verk eftir Carl Nielsen, Egil Harder, Manuel de Falla, Johann Sebastian Bach o.fl. Ibúðir eldri borgara á frjálsan markað BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni nýj- ar samþykktir varðandi sölu íbúða í fjölbýlishúsunum í Víðilundi 20 og 24, sem byggðar voru fyrir eldri borgara bæjarins. Með breyt- ingunum verður hægt að selja íbúðir í húsunum, aðrar en félags- legar íbúðir, á fasteignasölum á frjálsum markaði og hæstbjóð- anda. Sala íbúðanna hefur til þessa farið fram í gegnum Akureyrarbæ. Þessi breyting á líka við varð- andi sölu á íbúðum í fjölbýlishús- um aldraðra við Lindarsíðu. Tölu- verðrar óánægju hefur gætt meðal eigenda íbúða í fjölbýlishúsunum í Víðilundi og Lindarsíðu og hafa þeir ekki talið sig fá það verð fyrir eignir sínar sem markaðurinn er tilbúinn að borga. Guðríður Frið- riksdóttir, starfsmaður húsnæðis- deildar bæjarins, og fyrrverandi forstöðumaður Húsnæðisdeildar Akureyrarbæjar, staðfesti að borið hefði á óánægju en þó sérstaklega síðustu mánuði. Hún sagði að þær reglur sem giltu um söluna hefðu verið þær að kaupandi íbúðar hefði átt að greiða markaðsverð sambærilegrar íbúð- ar á Akureyri á hverjum tíma. Ekki hafi mátt meta inn í, til hækkunar verðs, hlunnindi sem leiða af nálægð við þjónustuhús fyrir aldraða í eigu Akureyrarbæj- ar. „Fasteignaverð í bænum hefur verið að hækka en það var kominn í ■ ■■ Krý^ Lallar - (rœÓAludagálira árþMAnndavcrLcfmA Hafiiarfjar6ar 09.30 10.15 Dagskrá sunnudaginn 16. júlí 2000 Rútuferð - iagt af stað frá BSÍ - komið við hjá Ferðafélagi íslands í Mörkinni 6. Rútuferð frá Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Verð 800,- kr. (kort og hádegishressing innifalin). 11.00 Messa í Krýsuvíkurkirkju. Prestur séra Gunnar Björnsson. 11.00 -12.00 Gönguferð með Ferðafélagi íslands. Gengið frá Seltúni. 12.00 Hádegishressing í Krýsuvíkurskóla (kr. 500,-). 12.45 Rúta fer til Hafnarfjarðar - möguleiki á að komast til baka. 13.00-18.00 Sveinshús opið - sýningin Maður og land. Skipulögð leiðsögn á hálftíma fresti. 13.20 Rútuferð frá Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Verð 800,- kr. (kort og síðdegishressing innifalin). 14.00 -17.00 Fræðsludagskrá um Krýsuvíkurtorfuna Kynning á búsetuminjum. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur frá Fornleifastofunni kynnir fornleifar og skráningu menningarminja. Ferðir með leiðsögn á klukkustundarfresti. 14.00 -18.00 Selatangar - dagskrá í umsjón stjórnar Reykjanesfólkvangs. Boðið verður upp á veitingar: Harðfiskur, smjör og mysudrykkur. Almenn kynning á Reykjanesfólkvangi. 14.00 og 16.00 Leiðsögn um rústir verstöðvarinnar á Selatöngum með Ragnari Eðvardssyni, fornleifafræðingi. 15.00 og 17.00 Fyrirlestur og myndefni um vinnubrögð, álag og aðbúnað í verstöðvum til forna, haldinn á Selatöngum af Magnúsi H. Ólafssyni, vinnuvistfræðingi. ■ 17.00 Kaffiveitingar í Krýsuvíkurskóla á vegum Krýsuvíkursamtakanna (kr. 500,-). Rúta fer frá Krýsuvíkurskóla að Selatöngum og til baka klukkan 16:40. Rúta fertil Hafnarfjarðar að fræðsludagskrá lokinni. Árþúsundaverkefni Hafnarfjarðarbæjar : : 1; TO C m S , .■ y \ S, 3C 5v'\5 * A>* y**? ■ • jfT ' 14.00- 15.15 17.30 Samstnrfsverkefnl vlO R E YKJAVI K MINNINQARBORQ IVRÓRU ARIS 2000 tími til að breyta þessu kerfi,“ sagði Guðríður. Húsnæðisskrifstofa Akureyrar- bæjar hefur verið lögð niður og sagði Guðn'ður að eftir að þessi mál voru færð inn til bæjarins hefði viðhorfið gagnvart þessum málum breyst hjá einstaklingunum sem þai-na koma að máli. „Það er mín persónulega skoðun að bærinn eigi ekki að vera að standa í fast- eignasölu, enda eru aðrir hæfari til þess.“ Ekki mátti verðleggja þátt bæjarins við sölu Alls eru 70 íbúðir í fjölbýlishús- unum í Lindarsíðu og um 60 í Víð- ilundi. Guðríður sagði að í mesta lagi 4-5 íbúðir við hvora götu hefðu skipt um eigendur á ári. Félag eldri borgara stóð að byggingu fjölbýiishúsanna en Akureyrarbær kom jafnframt að málinu varðandi þjónustu og byggði t.d. þjónustu- miðstöð milli húsanna tveggja í Víðilundi. Einnig keypti bærinn kjallarana í báðum húsunum í Víðilundi til að lækka kaupverð til einstaklinganna, að sögn Guðriðar. „Þegar svo byggt var í Lindarsíðu þótti rétt að hafa sömu reglur á báðum stöðum varðandi sölu íbúða.“ Guðríður sagði að ekki hefði mátt verðleggja þann þátt sem Akureyrarbær byggði upp, við verðlagningu einstakra íbúða. Hún sagði að það hefði verið ósk Félags eldri borgara og íbúanna að sala á íbúðunum færi fram í gegnum Húsnæðisskrifstofu Akureyrar- bæjar. „Nú þótti kominn timi til að breyta þessu kerfi, enda má segja að þessi nálægð við þjónustumið- stöðina í Víðilundi og aðstöðuna á Bjargi, sé ekkert öðruvísi en að búa í nálægð við skóla eða aðra þjónustu sem bærinn byggir upp.“ Morgunblaðið/Kristján Sveinbjörn Sveinbjömsson og sonur hans Sveinbjörn við bifreiðina sem þeir afhentu Samskipum á Akureyri nýlega. Smíðar yfirbygging- ar á vörubifreiðir SVEINBJÖRN Sveinbjömsson á Dalvík hefur ásamt syni syni sínum, Sveinbirni, hannað og smíðað skipt- ikassa og yfirbyggingar á vörubifr- eiðir. Hann hefur þegar selt fimm bíla og er meðíylgjandi mynd einmitt tekin þegar Samskip á Akureyri fékk afhentan síðasta bílinn sem þeir feðg- ar fullkláruðu. Að sögn Sveinbjöms hefur vakið athygli hversu léttar yfir- byggingarnar em og er það árangur nýrrar hönnunar. Hann nefndi einnig að einungis tæki um 15 mínútur að skipta um kassa á bílunum. Fyrirtækið, sem Sveinbjörn hefur myndað í kringum starfsemina, nefn- ist SxS Cargoline og hefur aðstöðu á Dalvík. Vinnuferlið fer þannig fram, að þeir feðgar fá bilana svo að segja „berstrípaða" og hanna og smíða á þá m.a. palla, kassa og tengingar fyrir krana. Einnig hafa þeir hannað grindur í einn bílinn til að flytja ferskt, hangandi kjöt. Að lokinni hönnun og smíði er þeim skilað full- búnum á götuna. Að sögn Sveinbj- arnar era fleiri bifreiðar væntanleg- ar frá honum á næstu mánuðum og tvímælalaust markaður fyrir inn- lenda framleiðslu af þessu tagi. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 16. júlí. Sumartónleikar kl. 17, Ydun Duo frá Danmörku, aðgangur ókeyp- is. Messa og ferming kl. 20. Fermdir verða: Arnar Ólafsson, Dalsgerði 5h, og Ólafur Dan Snorrason, Dalsgerði 5h. Ydun Duo flytur tónlist. Prestur er sr. Jóna Lisa Þorsteinsdóttir. Morgunsöngur kl. 9 þriðjudaginn 18. júlí. Kyrrðarstund fimmtudaginn 20. júlí kl. 12. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta verður í kirkjunni sunnudaginn 16.jtSMki.21. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 laugardaginn 15. júlí. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl 11:30 sunnudaginn 16. júlí. G. Theó- dór Birgisson forstöðumaður predik- ar. Vakningarsamkoma kl. 20 þar sem Fanney Ásgeirsdóttir predikar. Fyrirbænaþjónusta. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma sunnudaginn 16. júh' ki. 20. PÉTURSKIRKJA: Laugardag messa kl. 18, sunnudag messa kl. 11 í ka- þólsku kirkjunni Hrafnagilsstræti 2. Píanótónleik- ar í Safnað- arheimilinu PÍANÓLEIKARINN Marina Nad- iradzen frá Georgíu heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju mánudaginn 17. júlí kl. 20:30. Tón- leikarnir eru skipulagðir í samvinnu stjórnar Listasumars og Tónlistarfé- lags Akureyrar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Marina unnið til fjölmargra viður- kenninga og verðlauna fyrir píanó- leik. Síðastliðinn vetur hefur hún stundað framhaldsnám við Konung- lega skoska tónlistarháskólann og notið þar leiðsagnar Philips Jenkins, sem um árabil kenndi við Tónlistar- skólann á Akureyri. Á efnisskrá tónleikanna verða tvær sónötur eftir Scarlatti, sónata eftir Mozart auk verka eftir Debus- sy, Chopin, Schumann og Prokofiev. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1000 kr. og verða miðar seldir við innganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.