Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 15 Láni til Skinnaiðn- aðar breytt í hlutafé BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að breyta 45 milljóna króna láni til Skinnaiðnaðar hf. í hlutafé í fyrirtækinu. Bæjar- stjórn samþykkti í október sl. að veita Skinnaiðnaði umrætt lán úr framkvæmdasjóði og var skulda- bréfið með breytirétti, þ.e. að heimilt var að breyta höfuðstól skuldarinnar í hlutafé í ágúst á hverju ári til ársins 2003. Kristján Pór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að breytirétturinn nú í ágúst væri miðaður við gengið þrjá en hækkaði um einn á hverju ári og hefði að öllu óbreyttu verið kominn í 6,0 í ágúst 2003. Bæjarstjóri sagði að ástæða breytingarinnar væri sú að menn teldu það hagstæðara að breyta skuld fyrirtækisns í hlutafé en að liggja með skuldabréfið inni í fyrir- tækinu. „Við höfum trú á því að framtíðaráform félagsins muni ganga eftir og þá er óumdeilt að um hækkun á bréfunum geti orðið. I kjölfar sölu á húsnæði Skinna- iðnaðar og flutnings á fyrirtækinu í Folduhúsið óskaði Skinnaiðnaður eftir því að Akureyrarbær kæmi að málinu með áðurgreindum hætti. Oskin var fram komin vegna flutn- ingsins og hagræðingar í tengslum við hann.“ Rekstrarár Skinnaiðnaðar stend- ur yfir frá 1. september til 31. ágúst. Fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs var hagnaður fyrirtæk- isins 72 milljónir króna. Á sama tímabili árið áður var félagið rekið með 86 milljóna króna tapi og nema umskiptin tæpum 160 milljónum króna. Meginskýringin á bættri af- komu fyi-ri hluta rekstrarársins er sú að Skinnaiðnaður seldi mestan hluta húseigna sinna á Gleráreyrum en bókfærður söluhagnaður er 143 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi eftir skatta fyrstu sex mánuði rekstrarársins nam hins veg- ar tæpum 72 milljónum króna. Uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins Kristjana valin Sundmaður Akureyrar KRISTJANA Pálsdóttir var út- nefnd Sundmaður Akureyrar á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óð- ins, sem haldin var í sundlaugar- garðinum við Sundlaug Akureyrar í vikunni. Kristjana er vel að titlin- um komin en þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem hún er valin sundmaður ársins. Sundmaður Akureyrar er sá ein- staklingur sem sýnt hefur góðan árangur, sinnt íþróttinni af áhuga og samviskusemi, sýnt háttprýði í framkomu og er yngra sundfólki félagsins til íyrirmyndar. Kristjana fékk jafnframt verðlaun sem stiga- hæsta konan innan félagsins en hún hlaut 535 stig fyrir 100 metra skriðsund. Stigahæsti karlmaðurinn varð Arnar Freyr Ólafsson fyrrverandi landsliðsmaður en hann fékk 640 stig fyrir 100 metra skriðsund. Verðlaun fyrir mestu framför kvenna hlaut Sigrún Bene- diktsdóttir fyrir 50 metra flugsund en hún bætti sig um 168 stig á einu ári. Verðlaun fyrir mestu framför karla hlaut Sverrir Sigmar Björns- son fýrir 100 metra bringusund en hann bætti sig um 110 stig á einu ári. Það var Samherji hf. sem gaf verðlaunin sem veitt voru á upp- skeruhátíðinni. Sunddrottningin Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem verið hefur yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins síðastliðin tvö ár, lætur nú af störf- Morgunblaðið/Kristján Frá uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins, f.v. Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, fráfarandi þjálfari félagsins, sem tók við viðurkenningu sonar síns, Arnars Freys Ölafssonar, Kristjana Pálsdóttir, Sundmaður Akur- eyrar, Sverrir Sigmar Björnsson, Sigrún Benediktsdóttir og Margrét Ríkarðsdóttir forinaður Óðins. um og færði Margrét Ríkarðsdóttir henni viðurkenningu á upp- skeruhátíðinni fyrir vel unnin störf. Margrét sagði við Morgunblaðið að Hrafnhildur hefði unnið frábært starf fyrir félagið og að vissulega væri eftirsjá í henni. Margrét sagði að á þjálfaratímabili Hrafnhildar hefði iðkendum fjölgað úr tæplega 100 í yfir 170 iðkendur. Við starfi Hrafnhildar tekur Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, sem þjálfað hefur sundfólk á Akranesi undanfarin ár. Sundfélagið Óðinn stóð fyrir ald- ursfiokkameistaramóti fslands í Sundlaug Akureyrar seinni partinn í síðasta mánuði og sagði Margrét að mótshaldið hefði gengið mjög vel. Á uppskeruhátíðinni færði for- maðurinn Helgu Sigurðardóttur sérstaka viðurkenningu fyrir fram- lag hennar við undirbúning ald- ursflokkameistaramótsins og móts- haldið sjálft. Æfingar hjá Óðni hefjast um miðjan næsta mánuð og sagði Margrét að framundan væri hefðbundið starf innan félagsins. Dagskrá Lista- sumars til 21. júlí ÞANN15. júlí kl. 16.00 verður opnuð í Deiglunni myndlistarsýning Rögnu Hermannsdóttur sem stendur til 8. ágúst. Á morgun, sunnudag, kl.17.00 verða sumartónleikar í Akureyrar- kirkju. Ydun Duo frá Danmörku. Lise Lotte Riisager - sópran og Morten Spanggaard - gítar. Aðgangur er ókeypis. Mánudaginn 17. júlí kl. 20.00 verða píanótónleikar í Safnaðarheimilinu við Akureyrarkirkju. Mariana Nadirazi leikur. Þriðjudagskvöldið 18. júlí kl. 20.00 verða í Deiglunni fagurtónleikar. Elín Halldórsdóttir syngur, undirleikari Hannes Guðrúnarson. Aðgangseyrir 1000 kr. Þann 19. júlí kl. 16.00 opnar Jón Laxdal Halldórsson myndlistarsýn- ingu í Kompunni í Kaupvangsstræti. Sama dag í Deiglunni kl. 21.00 held- ur hljómsveitin Jagúar fönktónleika. Aðgangseyrir 1000 kr. Fimmtudaginn 20. júlí í Deiglunni kl. 21.30 Túborg jazz, kvartett Hauks Gröndal frá Kaupmannahöfn. Að- gangur er ókeypis. Föstudagskvöldið 21. júlí kl. 20.30 verður í Deiglunni bókmenntavaka „Heimsókn skáldsins“. Hannes Pét- ursson les ásamt öðrum eigin Ijóð. Sýning Tinnu Gunnai’sdóttur, Snagar, í forstofu Deiglunnar stendur allt sumarið. Málverkasýning Sigtryggs Bjama Baldvinssonar og einþrykksmyndir Josep Kurhajec eru í Ketilhúsinu og Níels Hafstein sýnir í Kompunni. Sýn- ingin er opin alla daga, nema sunnu- daga og mánudaga, kl. 14.00-17.00. I Samlaginu Listhús stendur yfir sýningin „leikur með línur og spor“. Karl Guðmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir sýna. Opið er daglega, nema mánudaga, frá kl. 14.00-18.00. I Gallerí +, Brekkugötu 35, stendur sýning Guðrúnar Pálínu Guðmun- dsdóttur til 16. júlí. Opið daglega frá kl.14.00-17.00. Frábær aðstaða sundfólks í bænum Margrét sagði að sundfólkið í Óðni hefði æft í báðum laugunum, Sundlaug Akureyrar og Glerár- laug. „ Aðstaða til æfinga, keppni og mótahalds er alveg frábær í bænum og við höfum átt mjög gott sam- starf við starfsfólk sundlauganna." Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Fæst I Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavlk, Sheilstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri og Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200 Orð dagsins, Akureyri Fi.YK.1fwK KrÍt\Ck(*j\ MIR 5 E Vi F'k J R R T fl fi SLItR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.