Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ÍSAK SIG URÐSSON + Jón Isak Sigurðs- son, fyrrverandi hafnsögumaður, var fæddur á Merkis- steini í Vestmanna- eyjum 7. nóvember 1911 . Hann lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja hinn 28. júní siðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Sigurður Björnsson bátasmið- ur, fæddur á Árnahól á Stokkseyri 29. júní 1886, dáinn 9. júní 1928, og kona hans Sigríður Árnadóttir, fædd á Sauð- húsnesi í Álftaveri 10. apríl 1886, dáin 19. september 1972. Systkini Jóns eru Stefanía Sigurðardóttir, Við sem munum rúmlega hálfa tuttugustu öldina, minnumst tveggja hafnsögumanna er settu mikinn svip á samtíð sína. Fyrst skal frægan telja Hannes lóðs Jónsson á Miðhúsum, sem auk þess að gegna stöðunni um hálfa öld, var formaður á Gídeon tæpa fjóra áratugi. y. Jón í. Sigurðsson skilaði farsælu dagsverki og þar stendur uppúr lóðsstarfið í meira en 50 ár. Jón lóðs ólst upp við Strandveginn. Á þeim ár- um var þar miðpunktur athafnalífs- ins, og hóf hann ungur að standa sjó- inn eins og flestir jafnaldrar hans. Fljótlega fór Jón að starfa við af- greiðslu skipa, lögðust þau jafnan á ytri-höfnina og var svo fram á miðja 20. öld. Ekki var alltaf auðvelt að sinna þessu vandaverki, sjórinn og veður válynd. 'ú' Á þessum árum var langhættuleg- ast fyrir farþega til og frá Reykjavík eða útlöndum að komast úr eða í skip- in. Minnist ég þess að einu sinni vor- um við bræðumir og móðir okkar hífð í körfu ásamt sóknarprestinum séra Sigurjóni Þ. Amasyni. Þessi aðferð var áreiðanlega hættuminni í mis- sem er látin, og Árni Sigurðsson, búsettur í Keflavík. Jón kvæntist 29. maí 1939 Klöru Frið- riksdóttur frá Látr- um í Vestmanna- eyjum. Börn þeirra eru: 1) Friðrik, maki Jakobína Guð- mundsdóttir, 2) Svava Sigríður, maki Þráinn Einars- son, 3) Guðjón Þór- arinn, maki Anna Svala Johnsen og 4) Ragnar, maki Þór- gunnur Ársælsdóttir. Utför Jóns verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. jöfnum veðmm í stað þess að klöngr- ast í kaðalstigum á síðum skipanna. Enginn veit hvað oft Jón lóðs klifraði upp og niður kaðalstigana öll þau ár sem hann stundaði sitt hættulega ævistarf. Jón var mikið karlmenni og þrekmaður og oft hefur ekki mátt miklu muna. Öllum skipum skilaði Jón heilum til hafnar, var viðbrugðið hve hann naut mikils álits og trausts hjá skipstjómarmönnum, erlendum sem innlendum. Þótt Jón ætti ekki langa skóla- göngu að baki, tókst honum undravel að umgangast og skilja flestra þjóða menn, sem hann kynntist í starfinu. Það var mikil framför er hafnsögu- báturinn Lóðinn kom til Eyja 1961 fyrir forgöngu Jóns og fleiri góðra manna. Jón sat í bæjarstjóm um ára- bil og var formaður hafnarstjómar í áratugi. Ymsum fleiri ábyrgðarstöð- um gegndi hann, lengi í stjórn Báta- ábyrgðarfélagsins, formaður í Björg- unarfélagi Vestmannaeyja, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja og ræðismaður Norðmanna um langt skeið svo nokkuð sé nefnt. Við Jón vorum saman í bæjar- stjóm, það munaði um hann, gat ver- ið fastur fyrir, en ávallt sanngjam, Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvan- gsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. 'simi 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlið 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is naut hvarvetna mikils álits og vin- sælda meðal samferðamanna. Sam- göngumálin hafa alltaf brunnið á okk- ur Eyjamönnum. Jón var þátttakandi í Stokkseyrar- ferðum með m.b. Gísla J. Johnsen sem stjómað var af Sigurjóni Ingvar- ssyni með miklum ágætum. Þá var Jón einn af hvatamönnum þess að reyndur var svifnökkvi - loftpúðaskip milli lands og Eyja. Farnar vom nokkrar ferðir. Um framhald var ekki að ræða, miðað við okkar aðstæður. Fyrir framgöngu sína var Jóni sýndur margvíslegur sómi, innlendar og erlendar viðurkenningai- féllu hon- um í skaut. Hann var kjörinn heiðurs- borgari Vestmannaeyja á 75 ára af- mæli kaupstaðarins. Jón var gæfumaður í einkalífi, felldi ungur hug til eyjadísar, Klöra Friðriksdóttur frá Látrum, og ein- mitt þar stóð rausnarheimili þeirra í 60 ár. Þangað komu margir, gestrisni og myndarskapur orðlagður. Þeim varð fjögurra barna auðið, myndar- fólk eins og þau eiga kyn til. Síðustu æviár Jóns vora erfið. Klara stundaði hann af elsku og umhyggju meðan stætt var. Guð einn veit hvað innifyrir bjó er hann síðustu mánuði gat ekki tjáð sig á sjúkrabeðinum. Á kveðjustund bið ég alföður að blessa minningu góðs vinar og sendi ástvinum öllum samúðarkveðjur. Jóhann Friðfinnsson. Jón á Látram eða Jón lóðs eins og hann var ýmist kallaður átti við erfið veikindi að stríða síðustu tvö og hálft árið sem hann lifði. Á þeim tíma lá hann á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja án þess að komast sjálfur úr rúmi. En mikið var fólkið hans, bömin og eigin- konan Klara, sem heimsótti hann á hveijum degi, þakklátt fyrir góða umönnun starfsfólksins. Til þess tíma var Jón heilsu- hraustur dugnaðarforkur. Starfa hans við Vestmannaeyjahöfn verður lengi minnst fyrir farsæld og árvekni. Þau Jón og Klara hófu búskap á æskuheimili hennar, Látram, við Vestmannaeyjabraut 1939. Þau eign- uðust það fljótt og stækkuðu og bættu. Þar áttu þau heima allan sinn búskap með farsæld og hamingju í næstum 60 ár. Að loknu barnaskólaprófi fór Jón í unglingaskóla sem þá var starfrækt- ur í Eyjum. Seinna, árið 1933, lauk hann prófi frá vélstjómamámskeiði sem veitti 50 hestafla réttindi sem síðar vora hækkuð í 250 hestöfl. Eins og margir Eyjapeyjar var Jón í sveit á sumrin og þá í Landeyjum. Og sem unglingur var hann í eitt og hálft ár á Brekku í Mjóafirði. Þegar aldur og þrosld leyfðu lá leiðin á sjóinn. Fyrst á Helgu, níu tonna bát. Þorsteinn Gíslason í Görð- um var skipstjóri. Eiríkur Jónsson í Skýlinu tók síðar við Helgu og var Jón áfram hjá honum. Hann fór svo á Lagarfoss sem var 23 tonn þá hafði Þorsteinn Gíslason tekið hann. Á hon- um fóru þeir norður fyrir land á sfld á sumrin, tvílembingur á móti Frigg sem Benóný Friðriksson, Binni í Gröf, var skipstjóri á. Hann var einn- ig á Marsinum á snurvoð með Eyjólfi Gíslasyni skipstjóra á Bessastöðum. Á síldveiðunum fyrir norðan hélt hann dagbók sem nú er merk heimild um síldveiðar þess tíma. Jón byrjaði snemma að vinna við Vestmannaeyjahöfn á milli úthalda á sjónum. Fyrstu yfirmenn hans þar vora Hannes Jónsson lóðs á Miðhús- um og Geir Guðmundsson á Geirlandi sem var hafnarvörður. Ami Þórarins- son á Oddstöðum tók við lóðstörfum af Hannesi og Eyvindur bróðir hans síðar af honum. Á stríðsáranum síð- ari var Jón oft í flutningum með lóðs- inn út í skip. 1945 var hann ráðinn að- stoðarlóðs hjá Eyvindi, áður hafði hann lóðsað inn litla kugga eins og hann sagði sjálfur. Þegar Eyvindur lét af störfum 1947 var Jón ráðinn yf- irhafnsögumaður og var hann í því starfi við glæsilegan feril í 37 ár til loka ársins 1984. Alls fór hann í tæp- lega 15 þúsund skip sem vora frá ýmsum löndum. Hann hrósaði ís- lenskum sjómönnum oft og sagði að ekki væri hægt að jafna handartil- tektum þeirra saman við þá erlendu. Á þessum áram hefur orðið mikil breyting við höfnina. Sú mesta var nýja hraunið sem rann út í Víkina (ytri höfnina) í eldgosinu 1973 og gerði þessa höfn miklu vemdaðri fyr- ir austan stormi og stórsjóum. Áður var leiðin að hafnargörðum eitt brim- rót alla leið við þær aðstæður. Núna er þar alltaf sléttur sjór frá Kletts- nefi. I öllum verklegum framkvæmdum var Jón lífið og sálin sem stjómar- maður hafnarnefndar og formaður hennar í tuttugu ár. Viðlegurými var mikið aukið og lengst af var verið að dýpka höfnina en eftir því sem dýpið hefur aukist hafa skipin stækkað og djúpristan orðið meiri. Hafnsögu- maðurinn hefur því stöðugt þurft að hafa þar aðgát á. Sömuleiðis, vegna þrengsla og snúnings í innsigling- unni, ásamt þrengslum inni í henni við að snúa stórum skipum. Þetta hef- ur því verið vandasamt starf alla tíð. Þrátt fyrir það er ekki hægt að álasa Jóni fyrir að hafa valdið tjóni á skip- um eða mannvirkjum í höfninni. Ein- stök farsæld fylgdi honum alla tíð. Enginn getur heldur álasað honum fyrir að hafa verið ragur við að taka inn eða fara út með skip í vondum veðram. Mönnum fannst aftur á móti áræðið stundum full mikið en alltaf skilaði hann öllu heilu úr og í höfn. Hann þekkti allar aðstæður, strauma og sog einstaklega vel og vissi hvað hægt var að gera. Meðal farmann- anna og sérstaklega skipstjóranna ganga margar sögur af Jóni. Allar era þær á einn veg. Þeim ber öllum saman um hæfni hans sem hafnsögu- manns og þá ekki síður áræðið og kjarkinn við að koma um borð og fara frá borði í brælum sérstaklega meðan litla Léttis naut einungis við við flutn- ing á hafnsögumanni. Skipstjóram farskipanna ber líka saman um að oft hefði verið farið fram hjá Eyjum í vondum veðram ef þeir hefðu ekki þekkt og treyst Jóni lóðs. Ef Jón sagði að allt væri í lagi þá var því hlýtt og þeir sögðu að koma Jóns á stjóm- pall hefði alltaf vakið öryggi og traust. Jón hefur oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir en þær hafa alltaf verið byggðar á mikilli þekkingu og reynslu. Oft er um mikil verðmæti að tefla fyrir farmflytjendur, áætlanir skipa, farþega o.fl. hvort hægt er að taka skip inn eða ekki. Það er mikilsvert fyrir hverja byggð að hafa svona starfskrafta. Þeir auðga hana mikið. Lóðsinn er fyrsti íbúinn sem sjómaðurinn mætir í erlendri höfn og sá síðasti sem hann kveður. Allir vita að þar höfum við átt góðan fulltrúa sem Jón var. Árið 1941 hóf Jón sem ungur mað- ur baráttu fyrir því að fá hingað traustan og góðan hafnsögubát sem jafnframt gæti aðstoðað hér á haf- svæðinu í kring þegar þess gerðist þörf. Það var tuttugu áram síðar sem baráttu Jóns fyrir þessu áhugamáli lauk með komu Lóðsins sem var smíðaður í Vestur-Þýskalandi fyrir Vestmannaeyjahöfn. Koma hans var mikil bylting hvað alla starfsaðstöðu snerti við höfnina. Og hér við Eyjar og alla suðurströndina varð mikil bylting í öryggismálum sjómanna.Nú hefur hann nýlega verið seldur og nýr og öflugri Lóðs sem smíðaður var í skipalyftu Vestmannaeyja tekið við. Jón tók mikinn þátt í félagsmálum, auk setu í hafnarstjóm var hann í stjórn Björgunarfélags Vestmanna; eyja í 32 ár, þar af formaður í 28 ár. í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vest- mannaeyja í tæpa hálfa öld. Formað- ur Starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar í tuttugu ár. Varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm í átta ár og aðalfulltrúi í tólf ár. Jón tal- aði oft um hvað hann hefði verið heppinn með samstarfsmenn við höfnina og í hafnarstjórn. Fyrir vel unnin störf var Jóni sýndur mildll sómi. Árið 1967 sæmdi Lloyds í London hann viðurkenningarskjali þar sem honum era þökkuð góð störf í þágu tryggingarfélagsins og sjófar- enda. 1971 var hann sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu, 1974 sæmdur norsku Ólafsorðunni en hann var ræðismaður Norðmanna í mörg ár. Árið 1976 heiðursskjali frá Sambandslýðveldinu V-Þýskalandi fyrir aðstoð við slasaða og sjúka sjó- menn. Árið 1981 Leopoldsorðunni belgísku fyrir björgun áhafnarinnar á Marie Jose Rosette og veitta aðstoð við belgíska sjómenn. í mörg ár var Jón umboðsmaður færeyskra skipa í Vestmannaeyjum. Fyrir nokkrum áram sæmdi Skip- stjóra- og stýrimannafélag Færeyja hann heiðursskildi með flaggstöng fyrir trygga þjónustu við færeysk skip í Vestmannaeyjum. Og 14. febr- úar 1994 varð hann heiðursborgari Vestmannaeyja. Eimskipsfélag Islands bauð þeim Jóni og Klöru tvisvar í siglingu með skipum félagsins. Fyrri ferðin var 1956.1 boðsbréfi til þeirra hjóna segir þáverandi forstjóri félagsins, Guð- mundur Vilhjálmsson, m.a.: „Skip- stjórar félagsins era ekki alltaf sam- mála í öllum málum. Eitt era þeir sammála um. Þeir fá hvergi á Islandi betri þjónustu en í Vestmannaeyja- höfn. Þau hjón fóra einnig boðsferð með einu skipa Hafskips. Fyrir störf Jóns varð Vestmannaeyjahöfn ákjós- anlegur viðkomustaður skipafélaga. Undirritaður á Jóni margt að þakka. Fyrir tæpum 40 áram fór hann stundum að leysa Jón af á milli vertíða. Það var mikið traust og vin- semd sem hann sýndi mér. Sennilega hef ég nptið þar vináttu hans og föður míns, Ásmundar Friðrikssonar á Löndum. Þeir voru fornvinir. Mikið var hann mér hollráður og vandalaust var að leita til hans með hvað sem var. Það geta ábyggilega allir tekið undir. Ásamt lóðsstörfunum var Jón toll- vörður í mörg ár. Þar sem annars staðar ávann hann sér verðugt traust. Hann sem bind- indismaður alla tíð hafði þar sem ann- ars staðar hreinan skjöld. Friðrik Ásmundsson. Kveðja frá Heij ólfsbræðrum Br. heiðursfélagi Jón Isak Sigurðs- son frá Látram er fallinn frá eftir löng og erfið veikindi. Þegar ég set þessar línur á blað og hugsa til baka til þess tíma þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í Oddfellowstúkunni nr. 4, Heijólfi, fyrir tæpum tuttugu ár- um, minnist ég þess hvað br. Jón ísak hafði sterk áhrif á mig, enda maður- inn mikill Oddfellow og góður leið- beinandi fyrir nýliða í reglunni. Eg minnist þess vel hvað hann var alla tíð framsýnn maður og ég hef oft sagt frá því að eitt það fyrsta sem hann sagði við mig á fundi var hugmynd hans að taka alla bræður í stúkunni upp á myndband tU að eiga heimildir um þá sagðar í eigin persónu, frá eigin brjósti. Þessi hugmynd var ekki framkvæmd en nú löngu síðar sé ég hvað slíkar heimUdir væru óborgan- legar ef þær væra til í dag. Br. Jón Is- ak gegndi fjölmörgum embættum í stúkunni, meðal annars var hann yfir- meistari hennar og stórfulltrúi, þá var hann kjörinn heiðursfélagi stúk- unnar 15. maí árið 1991. Merkilegasta arfleifð stúkunnar eftir br. Jón ísak era fundargerðh-n- ar sem hann ritaði, hvort heldur era fundargerðir stúkunnar eða ein- stakra nefnda þar sem hann var rit- ari. Þar er um að ræða glæsilegt stflf- ar og á köflum hefur br. Jón ísak farið á kostum í skrifum sínum og lýs- ingum á mönnum og málefnum líð- andi stundar, sem era ómetanlegar heimildir um starfsemi stúku vorrar um miðja síðustu öld. Á kveðjustundu viljum við Heij- ólfsbræður þakka br. Jóni í. Sigurðs- syni, heiðursfélaga okkar, fyrir allt hans mikla starf fyrir Oddfell- owregluna og stúku vora. Eiginkonu hans, Klöra Friðriksdóttur, og fjöl- skyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásmundur Friðriksson. Jón ísak Sigurðsson, heiðursborg- ari Vestmannaeyjabæjar er látinn á 89. aldursári. Jón á Látrum eins og hann var oftast kallaður var maður sem ávann sér traust í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, enda vora þau mörg trúnaðarstörfin sem hann sinnti um ævina. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum og hefur fengið orður og við- urkenningar fyrir störf sín og má þar nefna riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Jór. var hafnsögumaður í Vest- mannaeyjum frá 1947 - 1984, en frá 1938 starfaði hann jafnframt við hin ýmsu störf hjá Vestmannaeyjahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.