Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 37
:
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 37
Popphroki eða
gagnrýni?
MIKIÐ afskaplega var ég sam-
mála Steinari Berg í Morgunblaðinu
sl. fimmtudag. Eg stökk upp á
náttsloppnum og hrópaði húrra fyr-
ir honum upphátt við morgunverð-
■ arborðið. Loksins reið einhver á
1 vaðið og sagði það sem segja þurfti!
Allt of lengi hafa íslenskir fjölmiðlar
fjallað um íslenska dægurtónlist á
einstaklega neikvæðan hátt.
í greininni gerir Steinar Berg
dóm Kristínar Bjarkar Kristjáns-
dóttur um tónleika Selmu að um-
ræðuefni. Undirritaður las grein
Kristínar um tónleikana og fannst
í nóg um. Neikvæði og leiðindatónn í
garð Selmu og Þoi-valdar Bjarna
1 var í fyrirrúmi og gagnrýnin ómark-
1 viss og ómálefnaleg. Það var aug-
ljóst að Kristín var búin að gera upp
hug sinn um þessa tónleika, og það
löngu áður en hún komst í Háskóla-
bíó.
Hvað tónlist varðar þá hefur Þor-
Tónlistargagnrýni
Neikvæði og leiðinda-
tónn í garð Selmu og
Þorvaldar Bjarna var í
fyrirrúmi, segir Einar
Bárðarson, og gagnrýn-
in ómarkviss og ómál-
efnaleg.
valdur Bjarni samið fjölda laga fyrir
Selmu og Todmobile í gegnum árin.
Þama er á ferðinni einn fremsti
lagahöfundur þjóðarinnar frá upp-
hafi. Þegar menn fjalla um einn
fremsta lagahöfund þjóðarinnar
gerir maður þær lágmarkskröfur að
menn sýni smávirðingu og afli sér
þekkingar á viðkom-
andi.
Islensk dægurtón-
list er afurð skapandi
og frjórra tónlistar-
manna. Þjóðin hefur í
langflestum tilfellum
gefið íslenskri dægur-
tónlist toppeinkunn
með því að kaupa og
hlusta á hana af mikl-
um móð. Maður spyr
sig á hvaða grundvelli
er sífellt dæpit?
Hvernig getur Arni
Matthíasson til dæmis
haft eitthvað um tón-
list Greifanna, Lands
og sona eða Skítamórals að segja? I
mörg ár hefur Árni verið harðdug-
legur við að hefja upp ungar og upp-
rennandi bflskúrshljómsveitir með
skrifum sínum og mér vitanlega hef-
ur hann sáralítinn áhuga á dægur-
tónlist. Hann á ekkert sameiginlegt
með þessum týpíska harðvinnandi
Islendingi sem vill skemmta sér
með góðri tónlist og kaupir plötu
þessara hljómsveita í bflförmum.
„Gagnrýnendur" Moggans eru þó
ekki verstir. Mér er til dæmis í
fersku minni það sem Dr. Gunni
skrifaði um hljómsveit-
ina Buttereup í DV fyr-
ir nokkru. Þar líkti
hann söng forsöngvara
sveitarinnar við bif-
vélavirkja að hrópa eft-
ir skiptilykli. Hvað er
unnið með svona sam-
líkingum? Er þetta
málefnalegt? Ég er
ekki búinn að gleyma
túlkun doktorsins á
„Prumplaginu“. Þar er
hins vegar söngur á
ferðinni sem minnir
mun frekar á fyrr-
nefndan bifvélavirkja.
Eini bifvélavirkinn sem
ég veit að hefur tekið upp söng op-
inberlega er Kristján Jóhannsson
og honum tókst nú ágætlega upp.
Þorvaldur og Selma eru reyndar
ekki þau einu sem hafa orðið fyrir
innihaldslausum yfirlýsingum og
ómarkvissum samlíkingum frá
„gagnrýnendum". Vinsælustu tón-
listarmenn þjóðarinnar verða með
jöfnu millibili fyrir ómannlegum sví-
virðingum frá pennaglöðum ný-
græðingum sem fátt eða ekkert
hafa unnið sér til frægðar annað en
að sitja við skrifborð. Ekki þarf að
Einar Bárðarson
fara frekari orðum um tónlistina
sem þessir listamenn hafa lagt þjóð-
inni til og gagnrýnendur rífa í sig.
Einstakar íslenskar dægurperlur
sem eiga eftir að ylja fólki um ^
hjartahyrætur um ókomna tíð.
Þessir sjálfskipuðu dómarar ís-
lenskrar dægurtónlistar eru ætíð
sammála um að allt sem selst, er
vinsælt og spilað í útvarpi sé hand-
ónýtt. Ég velti því alltaf jafn mikið
fyrir mér hvemig þessir einstakl-
ingar geti dæmt tónlist fyrir þjóðina
ef þeir eru alltaf á öndverðum meiði.
Vissulega eru blöðin að bjóða upp á
dægradvöl með þessum dálkum, en
þetta sífellda neikvæði er algjörlega
óþolandi og hjálpar ekki við að hefja
íslenska tónlist til vegs og virðingar.
Að semja og flytja góða dægur- -
tónlist er vandaverk og á fárra færi.
Þess vegna er ekki hægt að túlka
það sem annað en dónaskap að setja
það í hendurnar á óvitum að gagn-
rýna hana. íslensk dægurtónlist
lengi lifi!
Höfundur er meðlimur í Félagi í's-
lenskra tónskálda og textahöfunda.
ÍSLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1066. þáttur
Jón ísberg bekkjarbróðir minn
sendir mér bréf með tveimur
efnisatriðum. Hann rifjar upp
að sér hafi verið kennt að rétt-
ara væri að segja þröskuldur
en „þrepskjöldur“. Svo kenndi
Halldór Halldórsson okkur, og
má fmna fjölda orða í skyldum
málum sem þetta styðja.
Asgeir Blöndal Magnússon
segir í orðsifjabók sinni miklu
og góðu „Forliður orðsins á
efalítið skylt við so. þreskja,
þriskja... Upphafl. merk. e.t.v.
„þreskitré, þreskifjöl eða gang-
fjöl“. Styður hann þetta þeim
rökum að á slíkum fjölum tróðu
menn öxin undir fótum sér til
að losa kornið. Er þá skammt
yfír í þá merkingu orðsins
þröskuldur sem við þekkjum:
tré sem við stígum á eða stíg-
um yfír.
Þar sem stutt er síðan þetta
var hér til umræðu, læt ég við
nema, en kem að hinu efnisat-
riðinu í bréfi Jóns. Hann segir
m.a.;
„Ég átti erindi í nýtt hús,
sem raunar er enn í byggingu,
og átti að fara upp á 3. hæð.
Þegar inn var komið í ófrá-
gengið anddyri blasti við mér
skilti sem á var eitt 0. Ég hélt
upp stigann hugsaði ekki frek-
ar út í þetta núll, en á næstu
hæð eða 2. hæð stóð 1 og svo
áfram á þriðju hæð stóð stór-
um stöfum 2 og fjórða hæðin
var merkt með 3. Þá rann upp
fyrir mér að hér var verið að
merkja hæðirnar á „útlenska“
vísu. Við verðum þá að merkja
fyrstu hæðina sem jarðhæð
o.s.frv.
Þetta eru ef til vill smámunir
eða eru þeir það?
Með bestu kveðju.“
Nei, þetta eru ekki smámun-
ir, og þó svo væri, þurfa þeir
líka athugunar við, því að á
mjóum þvengjum læra hund-
arnir að stela. í því efni, sem
Jón greinir, eigum við ekki að
apa útlenda siði. Ég mæli með
því að við segjum neðsta hæð,
önnur hæð og svo áfram.
★
Maður, sem biður mig að
dylja nafn sitt, óskar þess að
meira væri hér í pistlunum af
málfræði „handa byrjendum“.
Fyrst vil ég þakka manninum
fyi’ir að nota forsetninguna
handa fremur en fyi-fr. Sú góða
forsetning á í vök að verjast.
Umsjónarmaðm’ heldur að
þættirnfr yrðu einhæffr og lítt
skemmtilegir, ef þeir væru ætl-
aðir að mestu handa áður-
nefndum byrjendum. Þó er
með lagi hægt að gera byrj-
endamálfræði skemmtilega. Sá
góði kennari minn, Björn Guð-
fínnsson, sem ég nefni í heiðurs
skyni, hefur í málfræði „handa
byrjendum“ að endingar lýs-
ingarháttar þátíðar af sögnum
geti haft fimm mismunandi
gerðir: -inn, -aður, -ður, -dur
og -tur. Dæmi: tekinn, elskað-
ur, færður, hengdur og reykt-
ur. Þegar ég kenndi byrjend-
um í skóla, sáu sumir þeirra
hvað þetta var hrikaleg ævi-
saga, en höfðu þó gaman af og
lærðu vel.
★
Hlymrekur handan kvað:
Ég sá hana netta og nipra
og með nautnasvip varimar kipra,
en hún Kolfinna Beck
hafði brigðulan smekk
og bjargaði Þór frá að pipra.
★
Gea er jörðin á gn'sku, og því
er það, að jarðfræði er á vest-
urlöndum geología, en landa-
fræði geographia. Gea var með
Fom-Grikkjum persónugerv-
ing jarðarinnar og kona Uran-
usar (himinsins). I grísku þýddi
orgos = verk, og samsetningin
georgos var þá bóndi, jarð-
yrkjumaður. Þetta varð skírn-
arheiti sveina og barst út um
allar jarðir. Georg var sérlega
mikill verndardýrlingui* í Eng-
landi, Þýskalandi og í Portúgal,
enda hafði hann unnið dreka
mikinn og illan. Messudagur
hans er 23. aprfl, en víða tíðk-
aðist að skíra böm nafni þess
dýrlings sem daginn „átti“.
Ekki fer hjá því að nöfn, sem
víða berast, breytist meira og
minna, og svo er um Georg.
Það er t.d. Jorge á spönsku og
Yuri á rússnesku. Þótt nafnið
sé lítt breytt viða í Norður- og
Vestur-Evrópu, eru til af því
margar hliðannyndfr eða auka-
gerðir sem seinlegt yrði upp að
telja, en t.d. Jörgen og Jörin.
Hins vegar er þetta með öllu
óskylt norræna nafninu
Jörundur, enda þótt því nafni
væri vegna hljóðlíkingar troðið
á Hundadagakonunginn.
Hér á landi er þetta nafn
notað endingarlaust, en óbreytt
frá grískunni að öðm leyti.
Ekki er vitað hvenær það var
tekið upp hér, en talið komið
gegnum dönsku. Það tyllti tán-
um hér á fyrri hluta 19. aldar,
þó aðeins orðnir fímm árið
1855. Síðan hefur fjölgað mjög.
Árið 1910 era Georgar 71, þar
af 14 fæddir í Reykjavík og 12 í
Húnavatnssýslu. A tímabilinu
1921-1950 era 95 sveinar skírð-
ir Georg, og nú era í þjóð-
skránni mikið á 3. hundrað,
meira en helmingurinn sem
heitir svo seinna nafni.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sagði Milla: Már er ekkert
hrak,
mjög er fallegt og sterklegt
hans bak;
liðsforingi er hann,
og í langstökki fer hann
jafnt áfram sem afturábak.
★
„Hljóðgap (á latínu: hiatus)
myndast í braglínu, þegar
endasérhljóð orðs er hið sama
og upphafssérhljóð næsta orðs
á eftir og hvort fyrir sig er bor-
ið skýrt fram. Raskast oft við
það hrynjandin og er fyrra sér-
hljóð því fellt brott...“
Svo segir í bókinni Bók-
menntir eftir Hannes Péturs-
son.
Samskonar árekstur sér-
hljóða getur orðið í óbundnu
máli, og er þá álitamál hvort
bera eigi fram fyrra sérhljóðið
og skrifa það í letri. Um þetta
verða engar reglur gefnar.
Þetta fer „eftir atvikum" og
smekk. Tökum sem dæmi
„gráðaostasósa“. Þarna verður
gap á milli a og o. Maður, sem
þetta framleiðir, hefur ekki
fellt sig við hljóðgapið og
sleppt a-inu á undan o og letr-
að orðið gráðostasósa. Þetta
þykii* umsjónarmanni renna
miklu mjúklegar og ekki
ástæða til að vera svo mikill
bókstafsmaður að fínna að
þessu. Þess má svo geta að um-
sjónarmaður segir og skrifar
sós, svo sem hann lærði á
æskuheimili sínu. Og ætli það
sé þá ekki líka best að geta
þess að frummerkingin í tök-
uorðinu sós(a) er salt.
Ekki leiðist þeim
gott að gera
ÞAÐ BIRTIST
fróðleg úttekt í Morg-
unblaðinu 29.júní sl.
um breytingar á þátt-
töku almennings í
lyfjakostnaði á síð-
ustu ánim.
Margir eldri borg-
arar, sem þurfa orðið
að nota þó nokkuð af
lyfjum, hrukku nokk-
uð við prósentutölurn-
ar sem þarna komu í
ljós um hækkanir og
fannst þær ekki vera
alveg í takt við þær
hækkanir sem þeim
voru kunnastar um
breytingar á ellilífeyrisgreiðslum
frá almannatryggingum.
Þegar nánar voru skoðaðar töfl-
urnar, sem birtar voru í þessari
úttekt Morgunblaðsins, en þær
voru sagðar unnar skv. heimildum
frá heilbrigðisráðuneyti, Trygging-
astofnun og Þjóðhagsstofnun, kom
í ljós hvernig hlutdeild almennings
í lyfjakostnaði hefur verið að
Lyfjakostnaður
Landssamband
eldri borgara hefur
þegar vakið athygli
heilbrigðisráðherra
á þessu misræmi,
segir Benedikt Davfðs-
son, og býst auðvitað
við að það verði leiðrétt
hið fyrsta.
hækka á undanförnum misserum.
T.d. við skoðun þeirrar töflu um
svokölluð B-merkt lyf, en eldra
fólk er sagt nota allmikið af þeim,
enda nýtur það fólk sérstakra vild-
arkjara skv. töflunni, sem ég leyfi
mér að endurbirta hér:
Hlutur almennings
í lyfjakostnaði hefur
aukist frá 1997:
Ellilífeyriþegar og öryrkjar, B-merkt lyf
Jan’97 Jan’98 Jan’99 Jan’OO Jún’00
Fyrsta gr. (kr) 250,- 300,- 350,- 400,- 550,-
Hlutfallsgr. 12% 15% 20% 30% 50%
Hámarksgr. (kr) 400,- 500,- 600,- 800,- 950,-
Skv. töflunni kemur í ljós að
hækkun kostnaðarhlutdeildar elli-
lífeyrisþega nemur:
25% frá jan. 1997 til jan. 1998
16,7% frá jan. 1998 til jan. 1999
14,3% frá jan. 1999
til jan. 2000.
37,5% frá jan. 2000
til júní 2000.
Eða samtals 120%
hækkun frá jan. 1997
til júní 2000.
En það má einnig
benda á það að í þess-
ari sömu töflu kemur
einnig í ljós að hlut-
fallsgreiðsla ellilífeyr-
isþega á þeim kostn-
aði sem er umfram
fyrstu greiðslu hefur
vaxið frá því að vera
12% í jan. 1997 til
þess að vera nú 50% í
júní 2000.
Af þessu tilefni þótti mér for-
vitnilegt að skoða hvort greiðslur
fró almannatryggingum til ellilíf-
eyrisþega hefðu kannski breyst í
svipuðu hlutfalli á þessu tímabili
svo sem ætla hefði mátt en þar
kvað við nokkuð annan tón. Sam-
anlagður grunnlífeyrir almanna-
trygginga og óskert tekjutrygging
hafði á þessum tímabilum verið
sem hér segir:
ljan. 1997 kr. 38.739,- 1. jan.
1998 kr. 42.947,-
hækkun milli dagsetninga 10,8%
þegar lyfjahlutdeildin hækkaði um
25%.
l.jan. 1999 kr. 44.665,-
hækkun milli dagsetninga 4%
þegar lyfjahlutdeildin hækkaði um
16,7%.
l.jan. 2000 kr. 47.414,-
hækkun milli dagsetninga 6,2%
þegar lyfjahlutdeildin hækkaði um
14,3% og júní 2000 kr. 47.841,-
hækkun milli tímabila um 0,9%
þegar lyfjahlutdeildin hækkaði um
37,5%
Samtals hækkun grunnlífeyris
og tekjutryggingar frá 1. jan 1997
til júní 2000 23,5% en hækkun
kostnaðarhlutdeildar ellilífeyris-
þega í algengustu lyfjum ó sama
tímabili 120%.
Landssamband eldri borgara
hefur þegar vakið athygli heil-
brigðisráðherra á þessu misræmi
og býst auðvitað við að það verði
leiðrétt hið fyrsta.
Það mætti vitaskuld benda á
ýmislegt fleira þar sem nokkurs
misræmis gætir í þróun almanna-
trygginga og kostnaðargreiðslna,
eldri borgara, nú síðast iðgjöld
vegna bifreiðatrygginga.
Það mætti æra óstöðugan en ég
læt nú staðar numið að sinni.
Höfundur er formaður Landssam-
bands eldri borgara.
Benedikt Davíðsson
J