Morgunblaðið - 15.07.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Áætlun Landsvirkjunar um mat á umhverfísáhrifum Kárahnúkavirkjunar
Eiginleg-t mats-
ferli er hafið
LANDSVIRKJUN afhenti í gær Skipulags-
stofnun áætlun um mat á umhverfisáhrifum
Kárahnúkavirkjunar. Afl fyrirhugaðrar
virkjunar er allt að 750 MW með allt að 2.200
G1 miðlun. Virkjunin verður byggð í áföngum
og er áætlað afl allt að 500 MW í fyrsta
áfanga og að virkjunin verði gangsett árið
2006. Gert er ráð fyrir að frumvarp til laga
um virkjunina verði lagt fram á Alþingi
snemma á næsta ári.
Með tillögunni hefst hið eiginlega mats-
ferli vegna Kárahnúkavirkjunar. Stefnt er að
því að ljúka matsskýrslunni í mars á næsta
ári. Tímaáætlun Kárahnúkavirkunar er eftir-
farandi: Matsskýrsla auglýst í mars 2001,
úrskurður Skipulagsstofnunar júní 2001,
gerð útboðsgagna hefst sumarið 2001, upp-
haf framkvæmda verður sumarið 2002 og
virkjunin gangsett sumarið 2006.
Jökulsá á Dal og Jökulsá
í Fljótsdal stíflaðar
Með Kárahnúkavirkjun eru Jökulsá á Dal
og Jökulsá í Fljótsdal virkjaðar með stíflum
og jarðgöngum í einni virkjun með stöðvar-
húsi neðanjarðar við mynni Norðurdals í
Fljótsdal. Fyrirkomulag virkjunarinnar er
þannig að Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri
Kárahnúk og þannig myndað miðlunarlón
sem nefnt hefur verið Hálslón. Frá lóninu er
vatninu veitt um aðrennslisgöng til stöðvar-
húss neðanjarðar í Norðurdal og þaðan út í
Jökulsá í Fljótsdal skammt frá Valþjófsstað.
Jökulsá í Fljótsdal er stífluð skammt neðan
við Eyjabakkafoss og vatni úr henni er veitt
um jarðgöng inn í aðrennslisgöng Kára-
hnúkavirkjunar. Þá er vatni af Hraunum
veitt til Jökulsár í Fljótsdal með svokallaðri
Hraunaveitu.
I tillögunni kemur fram að fyrirhugaðar
framkvæmdir komi til með að hafa víðtæk
umhverfisáhrif meðan á framkvæmdum
stendur og eftir að þeim lýkur. Lagt er til að
notuð verði vinsun til að meta helstu áhrif á
náttúru og umhverfi, en það er aðferð sem
hefst mjög snemma á matsferlinum. Tilgang-
urinn með vinsun er að skilgreina helstu um-
hverfisþætti sem gera má ráð fyrir að sér-
fræðingar og almenningur telji mikilvæga
svo að hægt sé að lýsa líklegum áhrifum fyr-
irhugaðrar framkvæmdar.
Allt að 60 ferkílómetrar lands
undir Hálslón
Nokkurt landsvæði mun hverfa undir
uppistöðulón og þeirra stærst er fyrirhugað
Hálslón sem verður allt að 60 ferkílómetrar
að stærð og er hluti svæðisins á náttúru-
minjaskrá, að því er fram kemur í tillögunni.
Neðan við stíflur verða breytingar á rennsli
og eðli vatnsfalla. Vatnsrennsli Jökulsár í
Fljótsdal mun aukast en Jökulsár á Dal
minnka verulega.
Fyrirhugað er að dýpka og víkka farveg
Lagarfljóts á nokkrum stöðum til að auka
flutningsgetu árinnar þannig að yfirborð
hækki ekki. Þá mun veita Jökulsár á Dal yfir
í Fljótsdal hafa áhrif á sameiginlegan ós
ánna og strönd við Héraðsflóa. Samkvæmt
tillögunni verður breytt grunnvatnsstaða og
önnur afleidd áhrif á gróður og búskap metin
sem og áhrif á lífríki sjávar fyrir utan
ströndina. Þá verði áhrif vegna mannvirkja-
gerðar metin með tilliti til landslags, gróð-
urs, dýralífs, jarðvegsrofs, aurburðar, um-
ferðar, titrings og annarra umhverfisáhrifa.
Fyrirhugað er að leggja 20 km langan veg
frá Laugarfelli um Tungu og yfir
Kárahnúkastíflu.
Lagt er til að samfélagsleg og þjóðhagsleg
áhrif framkvæmdarinnar verði metin, bæði
svæðisbundið og á landsvísu.
Þessa mynd tók Helgi Torfason jarðfræðingur í fyrradag og sýnir hún
Geysi í Haukadal og fyrsta fullkomna gos hans í áratugi.
Geysir gaus
25-30 m
háu gosi
í FYRRADAG náði Helgi Torfa-
son, jarðfræðingur á Orkustofnun,
myndum af Geysisgosi. Tók hver-
inn upp á því að gjósa af eigin
rammleik og telur Helgi þetta
vera fyrsta fullkomna gos hans í
áratugi, enda tæmdi hann sig al-
veg og endaði með sterku gufu-
gosi. Náði gossúlan 25-30 metra
hæð. Er þessi virkni hversins núna
talin afleiðing jarðskjálftanna á
Suðurlandi í júní sl.
Geysir í Haukadal, sem áður var
ætíð nefndur Stóri-Geysir, er einn
frægasti goshver í heimi og hefur
nafn hans komist inn í erlend mál
sem samheiti yfir goshveri. Geysir
er þó hvorki stærstur né mestur af
goshverum jarðarinnar en frægð
hans er líklega til komin vegna
þess að hann varð fyrr þekktur í
Evrópu en aðrir goshverir. Hann
er talinn hafa myndast í jarð-
skjálfta í lok 13. aldar. Geysisskál-
in er um 20 metrar í þvermál og
um 1 metri á dýpt og niður úr
skálinni gengur rúmlega 20 metra
langur strokkur. Mestu gos í Geysi
hafa náð 70-80 metra hæð og
staðið í um 10 minútur. Til saman-
burðar er turn Hallgrímskirkju í
Reykjavík 74,5 metra hár.
Geysir hefur gosið öldum saman
en virknin er breytileg og vex hún
yfirleitt við öfluga jarðskjálfta en
dvínar þess á milli. I Suður-
landsskjálftanum 1896 jókst
virknin mjög en dvfnaði sfðan og
hætti með öllu árið 1916. Þá var
vatnsyfirborðið lækkað og gaus
Geysir þá að nýju en gosvirknin
dvínaði smám saman aftur. Geysir
hefur nú verið í hvíld í áratugi en
hægt er að framkalla gos með
ýmsum aðferðum. Slík inngrip
hafa orðið tilefni deilna milli
þeirra sem telja að náttúran eigi
að fara sfnu fram og hinna sem
ekki telja Geysi mikils virði meðan
hann ekki bærir á sér. Eflaust er
mörgum í fersku minni kröftugt
gosið í hvernum hinn 8. júní sl.
eftir að rúm 40 kíló af sápu voru
látin í hann.
Útboð á rekstri Herjdlfs og Baldurs auglýst eftir tíu daga
Ferj ureksturmn
forauglýstur á EES
ÚTBOÐ á ferjuleiðunum á milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar og
Stykkishólms, Flateyjar og Bijáns-
lækjar verður auglýst á Evrópska
efnahagssvæðinu 23. júlí næstkom-
andi. Utboðið hefur þegar verið for-
auglýst innan EES.
Starfsmenn Vegagerðarinnar eru
að leggja síðustu hönd á útboðslýs-
*
Alagningar-
skrá birt
31. júlí
SAMKVÆMT upplýsingum
frá Skattstjóranum í Reykjavík
verður álagningarskrá birt
hinn 31. júlí næstkomandi. Um
þessar mundir er Ríkisbókhald
að vinna að útreikningum um
innheimtu og álagningu sem er
svo deilt niður á gjalddaga.
ingu, að sögn Gunnars Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra stjómsýslu-
sviðs. Við gerð lýsingarinnar er haft
samráð við viðkomandi sveitarfélög
sem fulltrúa notenda þjónustunnar.
Ákveðið er að útboðið verði auglýst
sunnudaginn 23. júh' og að sala út-
boðsgagna hefjist 26. júh. Þá er stefnt
að opnun útboða 11. september.
Leigja aðstöðumannvirki
Ríkið á ferjumar Heijólf og Bald-
ur sem notaðar era á þessum feiju-
leiðum og munu verktakarnir fá þær
til afnota. Þá er Vegagerðin að ljúka
samningum við Heijólf hf. um leigu á
aðstöðumannvirkjum í Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn og aðgöngu-
rana. Að sögn Gunnars er talið nauð-
synlegt að láta væntanlegum
samningsaðila þá aðstöðu í té því ann-
ars yrði aðstaða fyrirtækja til að
bjóða mjög mismunandi. Heijólfur
hf. sem nú annast siglingamar hefði
þá mikið forskot á aðra. Þá segir
Gunnar að til athugunar sé að leita
einnig samninga við Breiðafjarðar-
ferjuna Baldur ehf. um leigu á að-
stöðu feijunnar í Stykkishólmi og á
Bijánslæk en það væri ekki eins
nauðsynlegt því þær eignir tengdust
ekki beint aðkomu ferjunnar.
Ferjuleiðimar era boðnar út til
þriggja ára með möguleika á fram-
lengingu samnings í tvö ár. Ríkið hef-
ur greitt Herjólfi hf. um 100 milljónii-
kr. á ári og Breiðafjarðarfeijunni
Baldri ehf. 30 milljónir fyrir að reka
ferjurnar og nema þessir styrkir um
650 milljónum kr. á fimm ára tímabili.
Gunnar segir að núverandi rekstr-
arfyrirtækjum sé heimilt að bjóða í
áframhaldandi rekstur þótt ríkið eigi
80% í Breiðafjarðarfeijunni Baldri
ehf. og 46% í Heijólfi hf. Hann sér
einnig fyrir sér að stóru skipafélögin
geti haft hug á að bjóða og vísar í því
efni til þess að dótturfélag Samskipa
annast siglingar á feijuleiðum Sæ-
fara á Eyjafirði. Þá kunni fleiri að
hafa áhuga, til dæmis fyrirtæki sem
nú gera út skip til skemmtisiglinga.
Starfsmannaekla á sambýlum í
Reykjaneskjördæmi
Horfír til
vandræða
næsta haust
TIL VANDRÆÐA horfir í
starfsmannamálum á sambýlum
sem heyra undir Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra í Reykja-
neskjördæmi þegar sumarafleys-
ingafólk lýkur störfum í haust.
Hefur skrifstofan þegar auglýst
8 til 10 stöður lausar til umsókn-
ar og aðeins fengið eina fyrir-
spurn, en enga umsókn.
Að sögn Sigríðar Kristjáns-
dóttur hjá Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra hefur það verið
miklum erfiðleikum bundið að fá
fólk til starfa á sambýlum allt frá
síðasta hausti, svo miklum að í
einstaka tilvikum hefur þurft að
leita til aðstandenda vistmanna
um aðstoð. Segir hún að til enn
meiri vandræða horfi í haust,
þegar fólk í sumarstörfum hjá
sambýlunum hverfur til náms
eða annarra starfa. „Við erum nú
þegar með eina þrjátíu til fjöru-
tíu starfsmenn sem eru að hætta
á næstu vikum,“ sagði Sigríður.
Átta til tíu stöður af þessum voru
auglýstar til umsóknar í síðustu
viku, en síðan hefur aðeins borist
ein fyi-irspurn til skrifstofunnar
og engin umsókn. Það má því
nærri geta hvernig staðan verður
þegar enn fleiri stöður losna með
haustinu.
Árið hefur verið erfitt í þess-
um málum að sögn Sigríðar,
bæði hvað varðar faglærða
þroskaþjálfa og ófaglært starfs-
fólk. „Við höfum þurft að ráða
ófaglærða í stað þroskaþjálfa til
starfa á sambýlunum og það
meðal annars í forstöðumanns-
stöður. Staðan er því sú á sumum
sambýlanna að þar eru engir
þroskaþjálfar við störf, sem mér
þykir vera orðið mjög alvarlegt
ástand."
Of mikil ábyrgð
á ungar herðar
Skrifstofan hefur einnig þurft
að brjóta sínar eigin reglur um
aldur starfsmanna, einfaldlega í
því skyni að geta mannað sam-
býlin. Hafa hingað til gilt þær
reglur að starfsmenn í þessum
störfum verði að vera orðnir tví-
tugir, en síðasta árið hafa verið
ráðnir starfsmenn, allt niður í 17
ára gamlir. Af þessari þróun seg-
ir Sigríður vert að hafa áhyggjur,
enda sé það varla ósk manna að í
framtíðinni verði sú ábyrgð sem
störfum sem þessum fylgi lögð á
16 til 18 ára unglinga. „Þessi
störf snúast ekki bara um að
sinna grunnþörfunum, heldur um
uppeldi, umönnun og þjálfun fatl-
aðra einstaklinga, oft með hegð-
unarvandkvæði eða geðræn
vandamál. Hvernig í ósköpunum
eiga unglingar, þótt þeir séu vel
að manni, að axla slíka ábyrgð?
Við getum einfaldlega ekki ætl-
ast til þess,“ sagði Sigríður að
lokum.
Alvarlegt slys í Viðey í gær
Stúlka fell 7-8 m
ofan í grýtta fjöru
SJÖ ára stúlka slasaðist alvarlega er
hún hrapaði 7-8 metra í klettum í
Viðey í gærmorgun. Stúlkan höfuð-
kúpubrotnaði og skarst á höfði en
var ekki talin í lífshættu. Hún var í
stóram hópi barna sem voru á leikja-
námskeiði í Viðey á vegum íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur,
ÍTR.
Nokkur börn veltu sér kollhnís
niður brekku en ekki vildi betur til
en svo að stúlkan fór fram af grasi
gróinni brún og féll niður í grýtta
fjöru. Hún var flutt með báti til lands
og þaðan á slysadeild Landspítalans
í Fossvogi og síðan á gjörgæsludeild.
Óhappið átti sér stað á tólfta tíman-
um í gærmorgun.