Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný samtök berjast gegn eiturlyfjum Morgunblaðið/Jim Smart Allmargir voru við stofnun samtaka um baráttu við fíkniefni á Lækjartorgi í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Eldur kom upp í þaki Seljaskðla í gærkvöld. Eldur í þaki Seljaskóla ELDUR kviknaði í þakklæðningu í Seljaskóla á níunda tímanum í gær- kvöld. Verið var að klæða nýbygg- ingu með asfalti og vinna með log- suðutæki, þegar eldur barst í holræsi. Slökkvilið kom á staðinn, slökkti eldinn og reykræsti. Ein- hverjar skemmdir urðu á klæðning- unni, en ekki er Ijóst hve mikið tjón varð. SAMTÖKIN Evrópsk æska án eit- urlyfja, PATH, voru formlega stofnuð á skemmtistaðnum Astró í Reykjavík i gær, en stofnuninni lauk svo með götuveislu á Lækjar- torgi í miklu blíðviðri og var þátt- taka góð. Samtökin mynda ungt fólk í 32 Evrópulöndum sem vinnur markvisst saman í baráttunni gegn eiturlyfjum og hafa fulltrúar víðs- vegar úr álfunni setið ráðstefnu um stofnunina hér á landi. Viðstödd stofnunina voru forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra og Steinunn Valdís Óskars- dóttir, formaður stjórnar ITR, ásamt framkvæmdastjórum PATH, þeim Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Víkingi Viðarssyni. Forseti Islands óskaði aðstand- endum samtakanna heilla í ræðu sinni og lofaði framtakið. Hann vitnaði í Kleópötru, sem leikin var af Elizabeth Taylor í samnefndri kvikmynd, en þar sagði hún ekkert hættulegra en mann með metnaðar- fulla hugmynd. Forseti sagði að í þessu tilviki, og átti þá við hugmynd Jóhannesar að PATH, væri ekkert mikilfenglegra en maður með metnaðarfulla hug- mynd, en Jóhannes hefur unnið að stofnun samtakanna í þrjú ár og hefur, ásamt Víkingi, hlotið stuðn- ing víða um Evrópu, þar á meðal hjá Romano Prodi, forseta Evrópu- sambandsins, og Gro Harlem Brundtland, aðalframkvæmda- stjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Forseti sagði þetta framtak mik- ilvægt í baráttunni gegn eiturlyfj- um og líkti hann þessum skaðvaldi við stríð sem eyðileggur líf fjölda fólks og fjölskyldna þeirra. Dóms- málaráðherra sagði aðstandendur vinna nauðsynlegt verk sem væri til fyrirmyndar og þar sem eiturlyf virða engin landamörk væru sam- evrópsk samtök sem þessi sterkt vopn í baráttunni. Kári Stefánsson, forstjóri fslenskrar erfðagreiningar, fyrir bandarískri þingnefnd í Washington Persónuvernd má ekki hamla þróun ✓ Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, biðlaði til lögg;iafans um að hafa í huga gildi þess að koma hinum sjúku til hjálpar og þreng;ja ekki að möguleikum læknisfræðinnar, er hann kom fyrir nefnd bandarískra öldungadeildarþinfflnanna í Washing- ton í gær. Björn Ingi Hrafnsson sat fundinn, ásamt fulltrúum úr stjórnsýslunni, einkum á sviði heilbrigðismála og upplýsingatækni. iú' : REUTERS Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, var einn ijögurra frummælenda um ýmsar hliðar rannsókna í læknisfræði hjá bandarískri þingnefnd í gær. Washington. Morgunblaðið. KÁRI Stefánsson var einn fjögurra framsögumanna á fundi nefndar bandarískra öldungadeildarþing- manna um persónuvemd í læknis- og erfðafræði í gær. Stóð hann í ríflega tvær klukkustundir og sagði hann að læknisfræðin þyrfti að hafa mögu- leika til að nýta sjúkraskrár og aðrar heilsufarsupplýsingar til að stuðla að framþróun í læknavísindum, vinna bug á sjúkdómum og koma í veg fyrir að arfgengir sjúkdómar haldi áfram að leiða ungt eða miðaldra fólk í gröf- ina. „Ég held að segja megi, ég þori raunar að fullyrða það, að heilbrigðis- þjónustan, væri alls ekki eins og við þekkjum hana í dag, hefðu verið þau höft á nýtingu upplýsinga á fyrri tím- um sem sumir vilja nú um stundir," sagði Kári. Fundurinn fór fram í Caucus-salnum í Russel-þingbygg- ingunni á Capitol Hill í Washington. Efni fundarins var einkum með- ferð á viðkvæmum persónuupplýs- ingum á því sem kallað er upplýsinga- öld, en áheyrendur voru mest úr bandarískri stjómsýslu, flestir að- stoðarmenn bandarískra þingmanna í öldunga- og fulltrúadeild. Frjó um- ræða hefur staðið í Bandaríkjunum síðustu misseri um möguleika læknis- fræðinnar með aukinni skráningu og flokkun upplýsinga og ekki síður þær hættur sem persónuvemd fólks staf- ar af henni. Var sérstaklega óskað eftir þátttöku Kára Stefánssonar á fundinum. Tvenns konar upplýsingar Málstofan í gær var sú þriðja og síðasta í röð málstofa um tækni og nýsköpun, en um leið sú víðtækasta hingað til, þar eð hún tók einnig til endurbóta í bandarísku heilbrigðis- kerfi sem mjög er tekist á um þar í landi um þessar mundir. Öldunga- deildarþingmennimir Jay Rockefell- er og Bili Frist standa fyrir umræð- unum og tóku skýrt fram í upphafi að sjálfir væru þeir ekki málsvarar einn- ar skoðunar í þessum efnum, heldur vildu þeir kynna sér helstu sjónarmið sérfræðinga, svo þeir ættu betur með að mynda sér skoðun í framtíðinni þegar að hugsanlegri lagasetningu kæmi. Brýndu þeir fyrir fundargest- um að hlýða vel á málflutning fram- sögumanna, enda væri málefnið brýnt og snerti marga. Auk Kára Stefánssonar höfðu framsögu á fundinum George Lund- berg, aðalritstjóri Medscape, vinsæll- ar vefsíðu um læknisfræði, Latanya Sweeney, prófessor í stjómsýslu við Camegie Mellon-háskólann, og Jan- lori Goldman, stjómandi verkefnis um persónuvemd í heilbrigðismálum við Georgetown-háskólann í Wash- ington. I máli sínu lagði Kári áherslu á að íslensk erfðagreining hefði að aðal- markmiði að vinna úr þeim upplýs- ingum sem þegar hafði verið safnað saman, svo ná mætti fram framfömm í læknisfræði og auka skilning á sjúk- dómum, jafnt arfgengum sem öðmm. Hann sagði ljóst að skipta þyrfti slík- um heilsufarsupplýsingum í tvennt, annars vegar þær sem safnað væri saman í sjúkraskrám heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa vegna komu sjúklinga og hins vegar þær sem kæmu til vegna þátttöku fólks í marg- víslegum rannsóknum. „Þetta er spuming um hvemig samspil tveggja gmndvallaratriða í lífi okkar á að vera, annars vegar rétt- ur okkar í samfélaginu og hins vegar skyldur okkar og skuldbindingar til þessa samfélags. Ég ber fulla virð- ingu fyrir rétti fólks til persónu- vemdar í samfélaginu, en um leið hlýt ég að benda á þær siðferðislegu skyldur sem felast í því að vera hluti af einu samfélagi," sagði Kári. Ekki á móti persónu- vernd sem slíkri Hann sagði ennfremur að ekki mætti gleyma þeirri staðreynd að í hvert sinn sem maður leitaði til heil- brigðisþjónustu væri hann um leið að njóta fyrri heimsókna annarra og þeirrar þekkingar sem hefði skapast vegna meðhöndlunar þeirra. Að sama skapi nýttust heimsóknir nútímans þeim sem í framtíðinni muni þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustuna með einum eða öðrum hætti. Kári lauk máli sínu með því að und- irstrika að hann væri ekki á móti persónuvemd sem slíkri, en hún mætti heldur ekki verða til þess að hamla gegn framþróun í læknisfræði. Þar væru möguleikamir geipilegir og ekki mætti setja mál upp sem svo að upplýsingar af þessu tagi verði mis- notaðar. „Það er ekkert sjálfgefið og við verðum öll að berjast gegn því að svo verði. En um leið verðum við að berjast fyrir möguleikum læknavís- indanna og þeirra sem um sárt eiga að binda.“ George Lundberg, aðalritstjóri vefsíðunnar Medscape, mælti fyrir þeim sjónarmiðum að forsendur al- hliða heilbrigðisþjónustu séu óheftur aðgangur að upplýsingum, svo nýta megi þær til meðhöndlunar sjúklinga og frekari rannsókna. Lagði Lund- berg áherslu á að slíkar upplýsingar mætti ekki misnota, slíkt gætu vænt- anlega flestir tekið undir. En hann benti líka á að pottur hefði verið brot- inn í þessum efnum víða í gegnum ár- in. „Við verðum varir við áhyggjur ýmissa málsmetandi aðila yfir því að viðkvæmar persónuupplýsingar liggi allt að því á glámbekk," sagði hann, „en gleymum því ekki að í gegnum ár- in og áratugina hefur nánast hver sem er haft aðgang að slíkum upp- lýsingum, því er nú verr. Hafið þið séð þau herbergi á ykkar sjúkrahúsi sem geyma sjúkraskrámar? Ef svo er ekki, þá ræð ég ykkur að kanna málið nánar.“ Latanya Sweeney, sem raunar hef- ur verið íslenskri erfðagreiningu og deCODE til ráðgjafar á sviðum pers- ónuverndar, lýsti í máli sínu þeim veikleikum sem þegar væru á þessum sviðum í Bandaríkjunum. Tók hún nokkur dæmi um persónuupplýsing- ar sem gerðar hefðu verið ógreinan- legar, en væru það samt alls ekki. Ennþá langt í land „Staðreyndin er sú, að hvort sem menn hafa reynt að vemda þessar upplýsingar eða ekki, er unnt með næsta einföldum hætti að ráða í þær gátur sem upplýsingamar era og finna manneskjuna að baki einhverri talnaröð," sagði Sweeney ennfremur, og benti á að með því að beita úti- lokunaraðferð og ráða í kyn, aldur og litarhátt fólks væri tiltölulega auðvelt að brjóta leyndina á bak aftur. Janlori Goldman, sem stýrt hefur aðgerðahópi fólks í baráttunni fyrir aukinni persónuvemd, sagði að mál- flutningur Sweeney sýndi hversu langt væri í raun í land í þessum efn- um. Þrátt fyrir endalaus loforð og yf- irlýsingar manna, væri persónu- vemdin enn tiltölulega lítil á mörgum sviðum og það ástand væri með öllu óþolandi. Lýsti Goldman þeim hætt- um sem venjulegu fólki stafaði af þessum völdum og hvatti löggjafann til að fara að öllu með gát á viðsjár- verðum tímum. Fjöragar umræður tóku við af framsögumönnum, þar sem áhorf- endur í sal og öldungadeildarþing- menn bára fram spurningar. Kári Stefánsson fékk flestar spurningarn- ar, enda fyrirtæki hans mjög búið að vera í umræðunni í heimi læknavis- indanna og erfðafræðinnar. Fýsti fundaiTnenn til að heyra Kára lýsa möguleikum vísindanna í framtíðinni, en margir lýstu þó áhyggjum sínum yfir vernd persónuupplýsinga og beindu sumir spjótunum að fyrir- tækjum á borð við deCODE. Ekkert að því að hafa reglur Kári svaraði spurningum jafnharð- an, vai-ðist fimlega þegar þannig bar undir, og benti t.d. á að þar sem hann hefði numið og síðar starfað í Banda- ríkjunum á sviði læknisfiæðinnar um tveggja áratuga skeið þekkti hann innviði bandarísks heilbrigðiskerfis til hlítar. Brýndi hann löggjafann að hvika hvergi í að veita framsýnum fyrirtækjum og vísindamönnum brautargengi og minnti á að Banda- íTkin hefðu á liðnum áram og alla þessa öld alið af sér marga af færastu vísindamönnum og hugvitsmönnum samtímans og hvergi mætti hamla gegn nýsköpun með annarlegum boð- um og bönnum. „Það er ekkert að því að hafa reglur, þær geta meira að segja verið gagnlegar til þess að skapa ákveðna heildarmynd og grunn til að byggja á til framtíðar. En rök fyrir hverri reglu verða að vera algerlega skýr, svo hún verði ekki til trafala. Þá væri mikill skaði unninn,“ sagði hann og benti m.a. á að reglugerðir Evrópu- sambandsins væra býsna flóknar í þessum efnum, án þess þó að vera hamlandi. „Ekki var heldur stofnað til reglugerðarinnar til að hamla rannsóknum og framþróun. Regl- urnar voru gerðar til að skapa skýrari línur til að vinna eftir.“ Þegar talið barst í lokin að trygg- ingafélögum sem hugsanlega gætu misnotað upplýsingar um heilsufar fólks, benti Kári á að um áratuga skeið hefði viðgengist að fólk fyllti út ítarleg eyðublöð þegar sóst væri eftir tryggingu í Bandaríkjunum. Þar væri m.a. leitað eftir upplýsingum um sjúkdóma í fjölskyldu og heilsufar viðkomandi. Það væri því í sjálfu sér ekkert nýtt að upplýsingar um heilsu- far kæmu til álita í þeim efnum. „Það er hins vegar fráleitt að láta mögu- leika á misnotkun hamla rannsóknum og uppgötvunum í heimi vísindanna. Við verðum að treysta hvert öðra bet- ur en svo,“ sagði Kári Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.