Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 25
b heyrir væri sett til hliðar og óbeisl- uð náttúruöfl mannsins réðu ein ferðinni. Hobbes h'tur svo á, að sér- gæska og sjálfsbjargarviðleitni séu allsráðandi þættir í fari mannsins; hver er sjálfum sér næstur og reyn- ir það eitt að fullnægja eigin löngun- um eins og náttúran býður honum. í því „náttúrlega ástandi" sem Hobbes reyndi að lýsa, eftir að hafa hugsað burt menninguna, ræður náttúrurétturinn einn ríkjum. Þessi „réttur", ef rétt skyldi kalla, felst einfaldlega í þeirri staðreynd að all- ir hafa óskorað frelsi til þess að beita öllum tiltækum ráðum í því skyni að viðhalda lífi sínu. Þetta frelsi gerir stöðu allra jafna, því þótt hinir sterku neyti aflsmunar þá geta þeir veiku jafnað metin með undirferli. Hobbes segir afl og und- irferli vera einu „dyggðirnar" í nátt- úrlegu ástandi. Þar eð ekki er nóg til handa öllum einkennist líf manna af taumlausri samkeppni um gæði og enginn getur verið óhultur um líf sitt. Náttúrlegt ástand sem lýtur engum siðareglum er því eins konar stríðsástand gerræðis og ofbeldis. Hobbes komst þannig að orði að í náttúrlegu ástandi væri líf manna „einmanalegt, fátæklegt, and- styggilegt, grimmilegt og stutt“. En hinn stöðugi ótti við dauðann felur í sér frjókom skynseminnar. Það rennur smám saman upp fyrir mönnum að náttúrurétturinn stend- ur í raun allri sjálfsbjargarviðleitni fyrir þrifum. Þeir sjá að það er hyggilegast að semja frið og ganga undir sáttmála þar sem kveðið er á um að hver og einn afsali sér “nátt- úruréttinum" í hendur sameiginlegs valdhafa gegn því að allir aðrir geri slíkt hið sama. Ríkið er því af- sprengi þjóðfélagssáttmálans, til- búningur manna í því skyni að tryggja eigin varðveislu með friði og borgaralegu öryggi. Ríkishugtakið felur hér í sér bæði samfélagið með reglum um mannlega breytni og ríkisvaldið sem sér til þess að hegnt sé fyrir brot á þessum reglum. Hobbes kallar grundvallarsiðar- eglur náttúrulög og segir þau vera boð skynseminnar um að gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, enda leiði þau röklega af sjálfsbjargarviðleitni mannsins. Hobbes segir að inntaki náttúrulag- anna sé best lýst með gullnu regl- unni þegar hún er orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér.“ Fyrsta regla þeirra er: „Leitaðu friðar og haltu hann“. Hlýðni við náttúrulögin er því forsenda þess að menn geti búið saman í samfélagi og sá sem brýtur gegn þeim segir sig í raun úr lögum við aðra menn. Slíkir menn eru óal- andi og óferjandi í mannlegu samfé- lagi og voru því áður fyrr gerðir út- lægir. Orð Þorgeirs Ljósvetningagoða þess hluta okkar sem er ómeðvitað- ur og nefndur er dulvitund eða sál. Draumar þínir Karó eru raddir úr djúpi þín sjálfs og orðunum er beint til þín. I draumunum verður systir þín tákngervingur meininganna vegna nafnsins en Hulda merkir eitthvað sem er dulið, óþekkt. Það að drengimir eru tveir (tvíburar), gefur í skyn að tengsl þín við systur þína séu sterk (draumur 3). En það er útlit tvíburanna og aðstæður í draumi 2 sem gefa í skyn að þú og systir þín eigið ykkur leyndarmál sem tengist upplifun og reynslu í æsku. Þennan óræða sannleika haf- ið þið dulið aðra til þessa og ýtt hon- um til hliðar en hann sækir stöðugt fastar á og knýr ykkur til afstöðu, að opinbera hann eða kljást einar við eigið sjálf. Þessi reynsla virðist mjög viðkvæm og því verði að vanda sig vel við að koma henni á framfæri á réttan hátt og firra sig misskiln- ingi. • Þeir lesendur sem viya fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæð- ingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is 0 Hraöi *a p Vegalenod Ivlynd 2. Á mynd (a) má sjá hvernig hraðinn er mtsjafn eftir jarðlögum og eykst eftir því sem neðar dregur. Á mynd (b) má sjá hvernig bylgjan ferðast atltaf fljótustu leið gegnum jörðina. Eftir þvt' sem hún ferðast lengri leið fer hún dýpra ofan í jörðina þar sem hraðinn er meiri. Á mynd (c) má sjá að fartími á lengdareíningu mínnkar, það er hraði bylgjunnar eykst. Mynd/Vísindavefur HÍ „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn," minna því á þessa hugmynd Hobbes. En ís- lenska þjóðveldið var samfélag án ríkisvalds og skorti þær stofnanir sem Hobbes áleit nauðsynlegar til þess að halda uppi lögum og reglu. Hann taldi að lagaveldi dygði engan veginn til að halda mönnum í skefj- um og tryggja félagslegt öryggi. Þegar allt kemur til alls ástunda menn löghlýðni og réttlæti einkum vegna þess að við lögbrotum eru ströng viðurlög og ríkið hefur vald til þess að framfylgja þeim. Þess vegna sjá þeir líka að það er hyggi- legast að hlíta reglunum, þeir græða mest á því sjálfir. Þannig verður eigingimin sem leiddi til eyðileg- gingar og dauða í náttúrlegu ástandi að siðferðilegum hyggindum í mannlegu samfélagi. Siðareglur urðu því til vegna þess að mönnum er nauðsyn á því að samskipti þeirra geti gengið frið- samlega fyrir sig. Þau eru leikregl- ur sem menn sjá að hyggilegt er að halda til þess að tryggja eigin af- komu. Þótt þær komi ef til vill í veg fyrir að einstaklingur nái að full- nægja tiltekinni löngun á tilteknum tíma, þá þjóna þær hagsmunum hvers og eins til lengri tíma litið. Að þessu leyti eru siðareglur eins og umferðarreglur; þær koma skikkan á umferðina sem gerir mér kleift að komast leiðar minnar þótt það geti skaðað stundarhagsmuni mína að bíða á rauðu Ijósi þegar mikið liggur við. Stundum eru samskipti manna á alþjóðavettvangi höfð til marks um ágæti kenningar Hobbes. Þótt al- þjóðlegar reglur og samþykktir séu í gildi, þá eru þær oft þverbrotnar vegna þess að ekkert alþjóðlegt yf- irv'ald er tii að framfylgja þeim. Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. UNDIR 1 Rafmagnsveitur ríkisins hafa á rúmlega hálfrar aldar ferli rafvætt hinar strjálu byggðir landsins og þannig gegnt lykil- hlutverki í að skapa góð búsetuskilyrði um allt land með hreinni, vistvænni orku. Raflínukerfi RARIK er nú orðið afar mikið að vöxtum, um 8.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá íslandi til Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Það eru um 85 þúsund staurar sem bera línurnar uppi og í tilefni hálfrar aldar afmælis RARIK fyrir fáum árum var jafnmörgum trjám plantað í átakinu „Tréfyrirstaur". Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á jarðstrengi í stað háspennulína og margarstaura- a línur verið aflagðar. Staurarnir sem þannig ganga af munu þó ■ nýtast áfram, því RARIK hefur fært Landgræðslu rikisins 2.000 rafmagnsstaura að gjöf sem nú munu fá nýtt hlutverk við uppgræðslu landsins. LANDGRÆÐSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.