Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 41 þar af aðstoðarmaður Hannesar Lóðs. Hann sat jafnframt í hafnar- stjóm í 32 ár, þar af formaður í 20 ár. Það er oft á tíðum erfitt að vera starfsmaður hafnarinnar og jafn- framt að vera formaður hafnarstjóm- ar og síðar bæjarfulltrúi og formaður Starfsmannafélags, en Jón leysti þau mál farsællega eins og hans var von og vísa. Jón var kjörinn í bæjarstjóm Vest- mannaeyja fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1958 og var bæjarfulltrúi til árs- ins 1970 og síðar 1977 - 1978 þegar hann kom og tók sæti í bæjarstjóm vegna brottflutnings bæjarfulltrúa. Jafnframt var hann varabæjarfulltrúi 1954-1958. Jón var kosinn formaður Starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar árið 1954 og gegndi því starífi tO árs- ins 1974. Jón hefur í meira en hálfa öld þjón- að byggðarlaginu af heilindum, enda var hann mikiU Eyjamaður og var alltaf tU í að leggja góðum málstað lið. Aðalbaráttumál Jóns var bætt hafnaraðstaða og greiðari innsigling. Jón var mjög framsýnn maður og hugsaði oft fram í tímann þegar hann var að fylgja baráttumálum sínum eftir og í dag njótum við þess. Jón beitti sér fyrir að skipulagðar ferðir yrðu milh Stokkseyrar og Vest- mannaeyja og barðist fyrir því að fá hingað loftpúðaskip tU reynslu- siglinga árið 1967. Jón var alla tíð farsæll í starfi og varð m.a. þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga m/s Esju er var með 468 far- þega og áhöfn um borð, frá yfirvofandi hættu á strandi við Urðir í Vestmannaeyjum 27. janúar 1949. Þegar þetta gerðist var náttmyrkur, blindhríð og alUivass álandsvindur. Það hafa örugglega verið einhverj- ir erfiðustu starfsdagar Jóns þegar Heimaeyjargosið varð árið 1973, en þá stóð hann ótrauður við skyldustörf að lóðsa skip inn og úr höfn, stundum í náttmyrkri gegnum eimyrju og ösku úr spúandi eldfjallinu. Eftir að ég tók við starfi bæjar- stjóra leit Jón oft við hjá mér í spjall og það voru virkUega góðar stundir, enda var Jón mikUl sögumaður og var hann hafsjór af fróðleik um hin ýmsu málefni er gerst höfðu í áranna rás. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Klara Friðriksdóttir frá Látrum. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu að þar voni samhent hjón þar sem hlýhugur, skUningur og gagn- kvæm virðing ríkti á mUli þeirra. Þann 14. febrúar 1994 var Jón ísak Sigurðsson gerðm- að heiðursborgara í Vestmannaeyjum, en þann dag voru 75 ár liðin frá fyrsta fundi bæjar- stjómar Vestmannaeyja. Ég vU fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja og hafnarstjórnai' á kveðjustund þakka Jóni Isak fyrir farsæl og óeig- ingjöm störf í þágu byggðarlagsins um leið og ég sendi eftirlifandi eigin- konu, Klöra Friðriksdóttur, bömum og öðmm ættingjum mínar innUeg- ustu samúðarkveðjur. Endurminningin um heiðursmann- inn Jón á Látram er besti minnis- varðinn hans. Blessuð sé minning hans. Guðjón Iljörleifsson bæjarstjóri. í dag verður gerð frá Landakirkju útför Jóns ísaks Sigurðssonar, fyrr- verandi hafnsögumanns í Vest- mannaeyjum en hann lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 30. júní sl. en hafði átt við mikla vanheUsu að stríða undanfarið. Það er eðlUegt að í gang fari hug- leiðingar um þann mann sem Jón Is- ak var, því að hann var frábær per- sónuleiki. Hann var lóðs í Vest- mannaeyjum áratugum saman og sinnti því starfi af mikUli kostgæfni. Hann var tollgæslumaður í Vest- mannaeyjum og sinnti þvi starfi líka mjög vel. Jón gerði mikið gagn í störf- um sínum og var mjög heUl í þeim. Jón ísak starfaði líka mikið á veg- um bæjarstjómar í Vestmannaeyj- um. Hann var bæjarfulltrúi í 20 ár og formaður hafnarstjómar í 32 ár. Hann sinnti þessum störfum af mik- Uli trúmennsku og var vakinn og sof- inn yfir þeim. Jón ísak var formaður starfsmannafélags Vestmannaeyja- bæjar 1954-1974 og formaður Björg- unarfélags Vestmannaeyja 1952- 1982. Hann átti jafnframt sæti í stjóm Bátaábyrgðarfélags Vest- mannaeyja frá 1942. Hann varð heiðursborgari í Vest- mannaeyjum 1994 og var mjög vel að þeim titli kominn. Hann hafði sinnt öllum störfum sem hann hafði tekið að sér fyrir bæinn mjög vel, sérstak- lega lóðsstörf og störf tUheyrandi höfninni. Jón Isak tók virkan þátt í starfi sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum áratugum saman s.s. setu í bæjarstjóm í 20 ár og var mjög vinsæll á þeim vettvangi. Jón var Ijúf- ur maður, hvers manns hugljúfi og vinur vina sinna. Ég vil að lokum senda ættingjum Jóns ísaks og sérstaklega ekkju hans, Klöru Friðriksdóttur, Látram, innUegar samúðarkveðjur og óska þeim guðs blessunar. F.h. íúlltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Vestmannaeyjum, Sigurður Einarsson. „Hver kynslóð tekur tryggð við sínar sérstöku áhyggjur, og þó að þessar áhyggjur skipti um innihald, er vafasamt hvort tíminn breytir magni þeirra að veralegu leyti“ (Tómas Guðmundsson). í dag er kvaddur hinstu kveðju Jón Isak Sigurðsson, hafnsögumaður og fyrrverandi formaður Starfsmanna- félags Vestmannaeyjabæjar. Jón ís- ak var meðstjómandi félagsins í eitt ár 1956 og formaður var hann kosinn árið 1957 og gegndi því embætti tU ársins 1965. Með Jóni er genginn öfl- ugur sporgöngumaður úr framvarða- sveit Starfsmannafélagsins um ára- bil. I formannstíð Jóns ísaks náðist niðurstaða í þrettán ára baráttu fé- lagsins um að Eftirlaunasjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar yrði stofnaður. Fastráðning starfs- manna hjá Vestmannaeyjabæ náðist og orlofi fastra starfsmanna var einn- ig náð í tíð Jóns ísaks. Allt era þetta hlutir sem náðust ekkert baráttulaust frekar en annað í kjaramálum en þykja sjálfsagðir í dag. Formaðurinn hélt stjómaríúndina heima hjá sér að Látram og vora veittar velgjörðir reiddar fram af frú Klöra eins og fundarritari skráði í fúndargerðabók félagsins. Á fimmtíu ára afmæli Starfsmannafélagsins gerði félagið Jón ísak að heiðursfélaga. Starfsmannafélag Vestmannaeyja- bæjar þakkar Jóni Isak fyrir framlag hans til bættra kjara bæjarstarfs- manna og mikU og góð störf í þágu fé- lagsins og vottar eftirlifandi eigin- konu Jóns ísaks, Klöra Friðriksdóttur, bömum og fjölskyld- um þeirra innUega samúð í minningu um góðan mann. Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður STAVEY. SIGRIÐUR PÉTURSDÓTTIR BLÖNDAL + Sigríður Péturs- dóttir Blöndal fæddist í Reykjavík 5. september 1915. Hún lést 29. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Mig langar til að minnast æskuvinkonu minnar Sigríðar Pét- ursdóttur sem dó 29. júní sl. Kynni okkar hófust þegar ég fór að venja komur mínar á æskuheimili hennar í Aðalstræti en ég var bekkjarsystir og sessu- nautur Hjördísar yngri systur hennar í Menntaskólanum. Ég var búsett utanbæjar á þeim tíma og var því þakklát fyrir að eiga at- hvarf á hinu glaðværa og gestrisna heimili þeirra systra. Foreldrar Siggu voru mjög elskuleg og tóku því vel þegar vinir systkinanna hópuðust á heimilið og skemmtu sér saman. Sigga var þá starfandi í Félags- prentsmiðjunni sem gjaldkeri. Ég hreifst af glaðlyndi Siggu og þegar Hjördís fór til náms í Frakklandi um sumarið sem við út- skrifuðumst hélt ég áfram að hitta Siggu og áttum við margar glaðar stundir saman, fórum í útilegur o.fl. Sigga var dugnaðar- forkur og reyndi á það þegar alvara lífsins tók við af æskuárun- um. Lífið lék hana ekki alltaf létt, hún missti systkini sín fyrir aldur fram og sjálf varð hún fyrir slysi en af- leiðingar þess háðu henni æ síðan. Afrek hennar var mikið að ala upp fimm mannvænleg börn og koma þeim til mennta en Sigga var alltaf sama glaðlega og hressa manneskj- an sem lán var að eiga sem vin. Ég mun minnast Siggu sem ást- ríkrar og tryggrar vinkonu sem mikill söknuður er að. Ég votta ást- vinum hennar innilega samúð mína. Margrét Sigurðardóttir. /Æ [c, ~ ^ ARÐH í\SAA ABÚÐ STEKKJARBA ,R j SÍMI 540 3320 13lómabú5 in ,om v/ Fossvogski^kjwga^ð Sími: 554 0500 Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf gi-ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takm- arkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. t SIGURÐUR JAKOB MAGNÚSSON, Aðalgötu 15, Keflavik, andaðist 13. júlí. Kristborg Níelsdóttir, Guðlaug Rósa Sigurðardóttir, Magnús Níels Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, ÁSTA MARGRÉT AGNARSDÓTTIR fyrrverandi húsfreyja að Heiði í Gönguskörðum, Skagafirði, lést fimmtudaginn 13. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, sonar, afa og bróður, JÓNS KJARTANSSONAR, Laufrima 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans og starfsfólki Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Elísabet Ingólfsdóttir. Þorsteinn Jónsson, Ásdís Jónsdóttir, Þorvarður J. Jónsson, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Kjartan F. Jónsson barnabörn og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug og veitt okkur ómetan- legan stuðning og styrk í veikindum og við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUNNHILDAR SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólkoti, Reykjadal. Sérstakar þakkir til Ásgeirs Böðvarssonar læknis svo og annarra lækna og hjúkrunarfólks á 2. hæð sjúkrahússins á Húsavík fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Stefán Þórisson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Sveinn B. Sveinsson, Þórir Stefánsson, Svanhvít Jóhannesdóttir, Hólmfrfður F. Svavarsdóttir, Stefán Stefánsson, Lovísa Leifsdóttir, Olga Ásrún Stefánsdóttir, Sigurjón B. Kristinsson, Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson og barnabörn. Þegar andlát ber að höndum Vesturhiíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Önnumst alia þætti útfararinnar, Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan — sólarhringinn. % / Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. tT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.