Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Morgunblaðið/Golli Viðey Safnaðarstarf Kristnihá- tíðarmessa í Viðey í TILEFNI af 1000 ára kristni- tökuafmæli íslendinga var ákveðið að á dagskrá Kristnitökuhátíðar Reykjavíkurprófastsdæma yrði sér- stök messa í Viðey sunnudag kl. 14 og kirkjukaffi, jafnframt sem farið væri í stutta skoðunarferð í eyjunni. Nú á sunnudaginn kemur, 16. ‘ júlí, verður kristnihátíðarmessa í Viðeyjarkirkju. Dómprófastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, predik- ar, organisti verður Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn syngur. Bátsferð verður kl. 13.30. Að lokinni messu er öllum kirkju- gestum boðið í kirkjukaffi á stofu- lofti Viðeyjarstofu og síðan verður haldið í barnaskólann og klaust- ursýninginn sem þar er skoðuð undir leiðsögn staðarhaldara. Kristnitökuhátíð Reykjavíkur- prófastsdæma í Reykjavík, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi. Guðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi GUÐSÞJÓNUSTA verður í Arn- arbæli í Ölfusi sunnudaginn 16. júlí kl. 14:00. Arnarbæli er fornt höfuðból og var prestssetur um aldir. Kirkju er getið þar í elstu rituðu heimildum. Síðasta kirkja í Arnarbæli var ofan tekin árið 1909, þegar sóknin var sameinuð Reykjasókn og ný kirkja byggð á Kotströnd. Síðasti prestur í Arnarbæli var séra Helgi Sveins- son, sem bjó þar 1940-1941, en flutti þá til Hveragerðis, þar sem síðar varð prestssetur að lögum. ^ Búskapur var á jörðinni fram á níunda tug aldarinnar. Guðsþjónustan á sunnudaginn er júlímessa Kotstrandarsóknar. Áætlað er að ganga frá Kotstrand- arkirkju kl. 12:30, ef veður leyfir, en leiðin er u.þ.b. 6 km. Komi fólk ak- andi er afleggjari frá þjóðvegi 1 næst austan við Kotströnd. Verði veður óhagstætt til úti- guðsþjónustu verður messað í Kot- strandarkirkju. Sóknarprestur. Kristnihátíð í Borgarfjarð- arprófastsdæmi Héraðsmessa verður við Kross- laug í Lundarreykjadal sunnudag- inn 16. júlí kl 14. Við Krosslaug í Lundarreykjadal •», voru vestanmenn skírðir á leið frá Alþingi árið 1000. Þessa verður löýK) KRISTIN TRÚ f ÞÚSUND ÁR ÁRHE) 2000 minnst með messu á merkum sögu- stað. Prestar prófastsdæmisins þjóna að messunni. Séra Flóki Kristins- son, sóknarprestur á Hvanneyri, predikar. Félagar úr kirkjukórum prófastsdæmisins leiða söng. Ung- menni fara fyrir skrúðfylkingu. Barn verður borið til skírnar. Við hvetjum Borgfirðinga og ferðafólk til að mæta til guðsþjón- ustunnar, eiga saman lofgjörðar- stund og þakka samfylgd kristni og þjóðar í þúsund ár. Hafnarfjarðar- kirkja - sumar- búðir í bæ FRÁ árinu 1997 hafa verið haldn- ar sumarbúðir í bæ á vegum Hafn- arfjarðarkirkju í ágústmánuði. Sumarbúðimar fara þannig fram að börn á aldrinum 6-12 ára mæta við kirkjuna kl. 13 mánudaga til föstu- daga, en sumarbúðunum lýkur hvern dag kl. 16. Margt skemmti- legt er gert; farið í ferðir í nágrenni Hafnarfjarðar, grillað uppi í sveit, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Reykjavík sóttur heim, Hafnar- fjarðarbær kannaður og margt fleira skemmtilegt gert. Og ef veðr- ið er slæmt verður brugðið á leik í safnaðarheimilinu. Rétt fyrir kl. 16 er síðan stutt sunnudagaskólastund í kirkjunni. Allir krakkar eiga að koma með nesti með sér og að sjálf- sögðu klædd eftir veðri. Sumarbúðir kirkjunnar hafa ver- ið vel sóttar þau þrjú sumur sem þær hafa verið haldnar. Sumarbúð- astjóri í ár er Eyjólfur Eyjólfsson en með honum eru hressir krakkar sem þekkja vel til barnastarfs. Sumarbúðum Hafnarfjarðar- kirkju er skipt í fjórar vikur. Þær hefjast mánudaginn 31. júlí og hægt er að skrá börnin í eina viku eða fleiri. Skráning er í síma 555- 1295 í Hafnarfjarðarkirkju eða hjá 'Eyjólfi í síma 696-1321. Óll börn á aldrinum 6-12 ára eru hjartanlega velkomin og er vakin athygli á að boðið er upp á systkinaafslátt. HaUgrímskirkja. Hádegistón- leikar kl. 12-12.30. José L. Gonzá- les Uriol, organisti frá Santiago de Compostela á Spáni, Ieikur. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardag- ur 15. júlí: Samkoma fellur niður vegna útivistar samfélagsins. Nán- ari upplýsingar í síma 5540086 og 8995777. Þriðjudagur 18. júlí: Bænastund kl. 20:30. Miðvikudagur 19. júlí: Samverustund unga fólks- ins kl. 20:30. Föstudagur 21. júlí: Bænastund unga fólksins kl. 19:30. Allir hjartanlega velkomnir. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta ÉG LENTI í því í síðasta mánuði að fá mjög slæma bletti í uppáhaldsfrakkann minn svo og í vesti. Mér var sagt af nokkrum „sérfræð- ingum“ að flíkurnar væru ónýtar, en þó mætti reyna að tala við starfsmenn hjá fatahreinsuninni Fönn í Skeifunni. Ég sló á þráðinn í Skeifuna og ræddi þar við Þorra nokkum, sem tók því vel að reyna að bjarga fatn- aðinum. Rúmum þremur vikum seinna fékk ég bæði frakkann og vestið sent heim, sem nýtt, en enginn reikningur fylgdi með. Ég hringdi í hreinsunina dag- inn eftir og þakkaði sérlega vel unnin störf og óskaði eftir að fá reikninginn send- an, hann hefði greinilega gleymst. Þá var mér tjáð að þar sem svo langan tíma hefði tekið að koma fatnað- inum til skila hefði verið ákveðið að láta mig ekki greiða fyrir hreinsunina. Þetta kalla ég frábæra þjónustu og þakka hér með Þorra og hans starfsfólki hjá Fönn í Skeifunni kær- lega fyrir. Gangi ykkur allt í haginn. Hrefna Baldvinsdóttir, Vestmannaeyjum. Æfingaleyfí fyrir bflpróf í FJÖLMIÐLUM undan- fama daga hefur mikið ver- ið fjailað um að 17 ára ungl- ingar valdi mestu tjóni í umferðinni og hugmyndir komið um að hækka aldur- inn í 18 ár. Tel ég að átján ára unglingur sem fær bíl- próf og sleppt er í umferð- ina sé jafn reynslulaus og 17 ára unglingur, sé ég ekki neinn mun þar á. Það sem þessa ungu ökumenn skort- ir er reynsla. Hefur mér dottið i hug hvort ekki væri ráð að gera það að skyldu að unglingar ækju fyrsta árið á æfingaleyfi áður en þeir fengju prófið. Ég á tvo drengi sem tekið hafa bíl- próf - sá yngri ók á æfinga- leyfi í eitt ár áður en hann fékk prófið og fannst mér hann mun ömggari öku- maður þegar hann fékk bílprófið og fór út í umferð- ina heldur en sá sem aldrei ók á æfingaleyfi. Tel ég að með þessu öðlist unglingar þá reynslu sem oft vantar þegar þeim er sleppt út í umferðina. Móðir. Fyrirspurn MÁLVERNDARMAÐUR hafði samband við Velvak- anda og sagðist hafa átt er- indi í vegabréfaafgreiðslu lögreglunnar í Reykjavík. Þar var miðastandur með númerum og tók hann sér einn miða. Á miðanum stóð: „Your turn is B60“. Vill málvemdarmaður beina þeirri fyrirspurn til lög- regluembættisins hvort ekki sé hægt að hafa þessa miða á íslensku. Kristíntrú MIG langaði bara að skrifa nokkur orð um misskilning vegna kristnihátíðarinnar á Þingvöllum. Það hafa heyrst gagnrýnisraddir um kostnaðinn við þetta. Ég vildi bara minna á að það er þýðingarmikið að fólkið í landinu viti hvaða veg það vill fara með líf sitt, hvort það vill lifa heilbrigðu lífi og góðu sem það getur gert með hjálp kristinnar trúar. Bæði verið sjálfum sér til góðs og öðrum líka. Sjálfs- eyðingarhvötin stafar af skorti á kristinni trú og þess vegna var þessi hátíð á Þingvöllum góð, vegna þess að kristin gildi ganga aldrei úr sögunni og em til góðs fyrir land og þjóð. Með kærri kveðju Unnur Jörundsdóttir miðill. Þalddrtíl Unnar Huldar MIG langaði að koma á framfæri þakklæti til henn- ar Unnar Huldar Sævars- dóttur, Dvergagili 15 á Ak- ureyri, en hún rekur þar brúðarkjólaleigu. Ég fór til hennar um daginn til þess að skoða hjá henni úrvalið. Þjónustan hjá Unni Huld er alveg frábær, hún er hlý og einstaklega notaleg. Það var alveg yndislegt að koma til hennar. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir. Guðmunda Guðmundsdóttir. ísfólkið ER EINHVER sem á bæk- urnar um Isfólkið og vill láta þær af hendi? Ef svo er höfum við mikinn áhuga. Vinsamlegast hafið sam- band við Kristínu í síma 567-6882 eða 866-9141 eða við Hjördísi í síma 567-6774. Tapað/fundid Rauð Nike-peysa tapaðist RAUÐ Nike-peysa tapaðist í tívolíinu á hafnarbakkan- um mánudaginn 10. júh' sl. Upplýsingar í síma 862- 9494. Gullkeðja tapaðist GULLKEÐJA tapaðist á kristnihátíðinni á Þingvöll- um 2. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 553- 6757. Heymartæki tapaðist HEYRN ARTÆKI tapaðist á kristnihátíðinni á Þing- völlum 2. júlí sl. Vinsamleg- ast hafið samband í síma 551-1799. Motorola gsm-súni týndist SÍÐASTLIÐINN mánu- dag týndist gsm-sími á búð- arrápi um bæinn. Gert er ráð fyrir að hann sé í ein- hverri búðinni. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um símann vinsamlegast hringi í síma 551-9567 eða 438- 1504. Lego-úlpa tapaðist LEGO-úlpa tapaðist í Hafn- arfirði fyrir nokkru. Úlpan er vel merkt með nafninu Viktoría Ósk og símanúm- eri. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565- 6613 eða 866-7203. Dýrahald Tumi er týndur KÖTTURINN Tumi sem er sex mánaða Abyssian- blanda, gulur og músgrár, yijóttur að lit með hvítt trýni og hvítar hosur á framfótum. Hann týndist hinn 5. júlí sl. frá Lyngási í Garðabæ. Tumi var með tvær ólar um hálsinn, eina brúna og aðra bláa. Ef þú hefur orðið Tuma var er eigandi hans í síma 896- 6317. Tuma er sárt saknað. Tweety er týndur TWEETY er grænn páfa- gaukur með blátt stél. Hann flaug út um gluggann heima hjá sér í Þingholtun- um, miðvikudaginn 12. júh' sl. Ef einhver hefur orðið hans var, vinsamlegast haf- ið samband við Hrund í síma 551-0308 eða 692-0308. Kisa í óskilum SVARTUR og grábrönd- óttur, litill og nettur köttrn- hefur undanfarnar tvær vikur gert sig heimakominn í Jörfabakka. Ef einhver kannast við lýsinguna á honum, vinsamlegast hafið samband í síma 868-4001. Grænn páfagaukur í óskilum GRÆNN páfagaukur flaug inn um glugga í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Eigendur hafi samband í síma 557-1339 eða 897-0731. Víkverji skrifar... ITILEFNI af nýafstaðinni Kristnihátíð langar Víkverja til að koma á framfæri hugvekju sem hann rakst á í gömlu eintaki af tímaritinu Iðunni, frá árinu 1920, og er í fullu gildi enn í dag. Hug- vekjan ber yfirskriftina „Tveir konungar" og hljóðar svo: „Einu sinni í fyrndinni var uppi voldugur konungur í Austurlönd- um. Hann hafði aðsetur sitt í Bab- ýlon. Hann var mikill konungur og sigursæll, lagði undir sig erlend ríki, eyddi lönd og brenndi borgir og herleiddi ýmsar þjóðir til höf- uðborgar sinnar. Annálana um hreystiverk sín lét hann rista með fleygrúnum á hamraveggina í landi sínu. En er hann færðist á efri ár, lét hann reisa sér leghöll eina mikla úr brenndum tígulsteini. Og er hann andaðist, var lík hans smurt dýrindis smyrslum til þess að verja það rotnun og lagt til hvíldar í leghöllinni miklu. Aldirnar liðu og landið blés upp. Hin mikla höfuðborg hrörnaði og hrundi í rústir og leghöllin féll til grunna. Sjálfir hamraveggirnir veðruðust upp og urpust sandi. Og nú er hróður herkonungsins mikla fallinn í gleymsku og dá og gröf hans týnd í sandi eyðimerkurinn- ar. ALDIRNAR liðu og einn kom öðrum meiri. En að lokum fæddist sveinbarn eitt í Betlehem á Gyðingalandi. Það var lagt í jötu, því að foreldrarnir voru gestkom- andi í borginni og höfðu hvergi höfði sínu að halla. En sveinninn óx og dafnaði, og er hann var orð- inn fulltíða, gekk hann út á meðal fólksins og boðaði því nýja siðu og nýja trú. Ekki brenndi hann borgimar né eyddi löndin, né heldur úthelti hann blóði nokkurs manns. En hann boðaði þá trú, að guð væri gæskuríkur faðir allra manna, og hann bað mennina um að láta af hatri sínu og hermdarverkum og elska hverjir aðra eins og bræður. Hann huggaði þá, sem hreldir voru í hjarta sínu, og hjálpaði þeim, sem sjúkir voru og hjálpar- vana. Og þó var hann krossfestur og deyddur. Ekki hafði hann rist nafn sitt á hamraveggina. Og þó lifir það enn í hjörtum manna. Ekki hafði hann heldur látið reisa sér leghöll neina. Og þó eru honum reist fleiri eða færri hús í hverri borg, í hverri sveit með krossmarkið á tindi. Og enn eru honum haldin jól með kristnum mönnum. AF ÞESSU megið þér sjá, að máttur hins góða er meiri og varanlegri en allur hergnýr og öll herfrægð veraldarinnar; að ljós gæsku og mildi lifir lengur en allir skotblossar og herbrestir heims- ins. Óttist því ei, að gæska og göf- uglyndi sé til einskis. Sérhvert mildiríkt orð, sérhver ósérplægin athöfn er ódauðleg. Hún sigrar háðung og spott andstæðinga sinna. Hún lifir í hjörtum annarra sem heilagur eldur. Og þótt kristnir menn myrði hverjir aðra og drepi, knékrjúpa þeir þó þeim, sem á krossinum dó, fyrir kærleik- sboðskap hans. En kinnroða hljóta þeir að bera fyrir trú sína á þann, sem þeir telja mestan og bestan allra manna. Og kristni-nafnið ættu þeir að réttu lagi ekki að bera.“ Að dómi Víkverja er ágætlega við hæfi að rifja þetta upp nú er við minnumst þess að þúsund ár eru liðin frá þvi kristni var lögtek- in hér á landi. Gildi góðleikans fellur aldrei úr gildi og síðustu orð hugvekjunnar má skoða í ljósi sí- endurtekinna átaka á milli mót- mælenda og kaþólskra meðal nágranna okkar á Norður-írlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.