Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 54
-54 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Islensk talsetmng teiknimyndarinnar Titan A.E. VEISLA ÞEGAR VARIRNAR HVERFA , m m £0: m MM *** crnrnmmmmim'mwmmit Chuck Mitchell er staddur hér á landi til að hafa yfírumsjón með talsetningu teikni- myndarinnar stóru Titan A.E. Skarphéðiim Guðmtmdsson truflaði hann frá tökkunum og komst m.a. að því að hann hafði yfír- umsjón með rússneskri talsetningu á fyrsta hluta Stjörnustríðsmyndanna. ,;ÁSTÆÐAN fyrir veru minni hér á íslandi er sú að 20th Century Fox réð mig til þess að hafa yfirumsjón með íslenskri talsetningu myndar sinnar Titan A.E., “ segir Chuck Mi- tchell. Hann er fremur smávaxinn og snaggaralegur maður á velli, krúnu- rakaður með þriggja daga skugga í kinnum. Glaðlegur og kurteis í meira > lagi býður hann blaðamanni sæti á heimavelli sínum hljóðverinu framan við sæg af óteljandi tökkum sem hann þekkir vafalaust jafn vel til og lófa sinna. Það er kærkomið matar- hlé hjá talsetjurum í Stúdíói Sýrlandi - ein og hálf vika að baki og örfáir dagar í að verkinu ljúki. „Þetta hefur gengið eins og í sögu enda íslensku talsetjararnir miklir fagmenn, koma vel undirbúnir í hljóðverið og ráðast á verkið af miklum eldmóð. Oft á tíð- um tekur verk sem þetta einar fjórar y vikur þannig að við erum vel á undan áætlun." Raddbræðurnir Hilmir Snær og Matt Damon Titan A.E. er vitræn teiknimynd fyrir eldri börn og fullorðna sem fjallar um æsilega baráttu milli góðs og ills í himingeimi framtíðarinnar. Ungur ofurhugi er eina von mann- kynsins og til þess að koma því til bjargar þarf hann að vera á undan óvinveittum geimverum að hafa upp á földu jarðskipi. Það er fríður hópur stórstjama sem Ijáð hefur persónum rödd sína í upprunalegri útgáfu myndarinnar. Matt Damon talar fyr- ir ofurhugann en kvenhetjan talar með silkimjúkri röddu fyrrverandi barnastjörnunnar Drew Barrymore. Aðrir sem koma við sögu eru síðan Bill Pullman, Nathan Lane og rapparinn fornfrægi með striga- röddina Tone Loc. Það er orðinn siður þegar betri teiknimyndir berast í kvikmyndahús hérlendis að talsetja þær á okkar ástkæra ylhýra og þykja íslendingar orðnir nokkuð lunknir við þá iðjuna, sérstaklega ef litið er til okkar litlu talsetningarhefðar. Það eru líka eng- in smásíli sem jafnan hafa verið valin til þessa vandasama verks heldur stórlaxar úr íslenskum leikhúsheimi; stórskáld, margreyndir sviðsleik- stjórar og ástsælustu leikarar þjóð- arinnar. Hópurinn sem kemur að talsetningu Titan A.E. er þar engin undantekning því þýðandinn er Ólaf- ur Haukur Símonarson, leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson, sem marg- sinnis hefur haft umsjón með tal- setningu teiknimynda, og leikararnir eru heldur ekki af verri endanum; Hilmir Snær Guðnason ljáir ofur- huganum unga rödd sína og Þórunn Lárusdóttir kvenhetjunni en aðrir sem tala inn á myndina eru m.a. Pálmi Gunnarsson, Laddi, Hjálmar Hjálmarsson, Egill Ólafsson og Karl Ágúst Úlfsson. Vann með upptökustjóra Pink Floyd Mitchell er hljóðmaður, upptöku- stjóri og tónlistarmaður. Hann hefur vasast víða. Byrjaði á að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður, leiddist síð- an út í upptökustjórn, kynntist við þá vinnu nafntoguðum mönnum á borð við Thomas Dolby og Bob Ezrins, sem hvað frægastur er fyrir að hafa verið upptökustjóri Pink Floyd síð- ari árin, þar með talið á The Wall. Með þessum köppum vann Mitchell að tón- og hljóðsmíðum fyrir tölvu- leiki og rekur í dag eigið tölvuleikja- fyrirtæki sem heitir Voice of the Árts. Það var í gegnum tölvuleikina sem Mitchell leiddist út í talsetninguna og hefur hann síðastliðin sex ár starf- að sjálfstætt við að sendast um heim allan fyrir kvikmyndarisana til að hafa yfirumsjón með talsetningum, ekki bara á teiknimyndum heldur einnig leiknu efni en víðast hvar í heiminum er nákvæmlega allt efni talsett á móðurmálinu. Ferðaglaður landinn hefur þannig vafalaust ein- hvem tímann heyrt olíuómennið J.R. brugga niðurrif sín á þýskri tungi, Hómer Simpson ákalla kleinuhringi á spænsku eða James Bond panta drykkinn sinn hrista á hindí. „Tals- etning er mikil kúnst og kallar á mjög góða hljóðversþekkingu," skýrir Mitchell. „Eins og gefur að skilja er mun erfiðara að talsetja leiknar myndir en teiknimyndir. Tækninni fleygir hinsvegar svo ört fram að ég þori að fullyrða að ef vel er að verki staðið þá ætti ekki að sjást að um talsetningu sé að ræða, meira að segja í leiknum myndum.“ Eitt af helstu verkum Mitchells sem umsjónarmanns talsetningar var að færa fyrsta hluta Stjörnu- stríðsmyndanna The Phantom Menace yfir á rússnesku: „Það var sérlega mikil áskorun. Bæði vegna þess hversu rússnesk tunga er erfið og einnig - verð ég að viðurkenna - vegna þess að framleiðendumir ætl- uðu sjálfur að vera viðstaddur framsýninguna sem var á Kvik- myndahátíðinni í Moskvuborg og við vildum að sjálfsögðu ganga í augun á honum, sem og við gerðum.“ Veit ekki hvernig reiðin hljómar á íslensku Aðspurður hvort vélmenni eins og Morgunblaðið/Arni Sæberg Chuck Mitchell segir Svarthöfða og vélmennin félaga hans draum allra talsetjai'a. Titan A.E. er æsilegt geimævintýri sem væntanlegt er í bíóhús borgar- innar með íslensku tali. Svarthöfði - þar sem engar varir sjást - sé ekki draumur hvers talsetj- ara þá svarar hann glottandi að svo sé sannarlega: „Bara ef allir væra með grímur í bíómyndum, þá væri lífið sko ljúft. Við talsetjarar þökkum guði í hvert sinn sem varirnar hverfa áhorfandanum úr augnsýn.“ Mitchell viðurkennir að það sé vissulega erfitt að finna út hvort efni sé vel talsett á tungumál sem hann skilur ekki.: „Það er alltaf betra að skilja málið sem talsett er á. Eg veit t.d. ekki hvemig reiður maður hljómar á íslensku. Þar kemur að hlutverki leikstjórans og verð ég að reiða mig á hans hæfni við að meta og skynja slík gæði. Ég get hinsveg- ar alltaf metið hvort um rétta hljóð- klippingu og tímasetningu hljóðs og myndar er að ræða. Sá þáttur er al- gjörlega óháður því á hvaða tungu- máli er mælt.“ Chuck Mitchell segir að Titan A.E. verði í heild talsett á yfir tutt- ugu tungumálum og fullyrðir að ís- lenska talsetninginn sé fyrir langs- mæsta markhópinn: „Ég hélt að katalónska talsetningin væri ætluð fámennum hópi en sá skiptir milljón- um þannig að hinn íslenski er lang- smæsti hópur sem ég veit til að myndir séu talsettar fyrir.“ Héðan heldur hann síðan til Grikklands í sömu erindagjörðum, til að hafa yfir- umsjón með talsetningu Titan A.E. á grísku en þaðan heldur hann til Dan- merkur til að vinna lokahljóðvinnu á bæði íslensku og grísku útgáfunum. „Síðan er mjög annasamir tímar framundan," segir Mitchell mæðu- legur en þó af áhuga. „Ég verð á fullu að kynna framleiðslu tölvufyrirtæk- isins og síðan býst ég við að koma með einum eða öðram hætti að næstu Stjörnustríðsmynd.“ ERLENDAR oooooo Skúli Helgason kynnti sér fyrstu sólóskífu Richards As- hcrofts Alone With Everybody Hrotur Messíasar HLJÓMSVEITIN The Verve varð mörgum harmdauði þegar hún lagði upp laupa í apríl 1999, með hendur fullar fjár eftir metsöluplötuna Urban Hymns. Viðbrögð flestra vora fyrst og fi*emst undrun, þessi hljómsveit sem svo nýlega hafði skotið upp á stjömuhimininn var nú horfin að því * er virtist jafnskjótt og hún kom. Reyndar vora The Verve búnir að hamra jámið í nokkur ár áður en hitn- aði en hljómsveitin var stofnuð í Wig- an á Englandi árið 1989 af fjóram köppum 18 og 19 ára gömlum. Strax með fyrstu plötunni Storms in Hea- ven (1993) var sveitin hyllt sem stjama morgundagsins í bresku pressunni og næsta plata: A northem soul var lofuð bæði austan hafs og vestan og seldist nægilega vel til að setja mark á vinsældalista. Strax eftir Norðursál hætti sveitin fyrra sinni vegna deilna Ashcrofts, söngvara og Nick McCabe gítarleikara. The Verve komu þó saman á ný nokkram miss- eram síðar og gerðu Urban Hymns, sem seldist í 7 milljónum eintaka. Urban Hymns var hlaðin frábæram lögum, Bittersweet Symphony hrein- asta perla sem fyrir miÚigöngu kexraglaðra lögfræðinga malar nú gull fyrir Rolling Stones bræðurna Jagger og Richards því verkið styðst við smalað undirspil úr gömlu Stones lagi. Þetta mál er svartur blettur á skrá tvímenninganna, því það nær „Nei Ríkharður - við hljótum að fara fram á miklu meira en þetta.“ auðvitað ekki nokkurri átt að allar tekjur af þessu lagi The Verve renni í drekkhlaðnar ldstur Rollingana þó þeirra grannur sé mikilvægur hluti lagsins. Urban Hymns er ein besta platan sem kom frá Bretlandi á síð- asta áratug og því talsverð eftirvænt- ing í loftinu nú þegar leiðtogi hennar Richard Ashcroft sendir nú frá sér fyrstu sólóplötuna. Það kemur enda fram í því að platan fór beint á topp enska breiðskífulistans í síðustu viku. Nafnið boðar ekkert gott: Aleinn með öllum var greinilega pantað úr innkaupalista frá auglýsingastofu. Sama framleika leggur því miður af tónlistinni á plötunni. Ashcroft er hér í afspymu luralegu formi, hann hefur ekki nennt að skipta um upptöku- stjóra frá Urban Hymns og allt yfir- bragð plötunnar er afar kunnuglegt. Það er víða eins og rólegu lögin af Urban Hymns hafi hreinlega verið klónuð og svo klædd í föt af ömmu sinni. Einn með öllum verkar á mann eins og Ríkharður hafi tekið hana upp í silkislopp og flókum liggjandi í hom- sófa með skemli um hádegisbil á sunnudegi. Útsetningar eru svo syk- urstráðar að maður fær tannverk og einhver undarleg miðöldran í gangi eins og hjá mönnum sem hafa verið í hljómsveit í áratugi og er svo skyndi- lega ýtt út á sólóbrautina nauðugum viljugum. Ef ég á að finna samsvöran detta mér í hug léttvægari sólóplötur manna eins og Tom Verlaine (Televis- ion) eða Ian McCulloch (Echo & the Bunnymen). Áður en lesendur sökkva í hyldýp- isfen örvæntingar og draga upp í huga sínum mynd af lúsugum ef ekki holdsveikum aumingja tel ég rétt að reka þann vamagla að Aleinn með öll- um er plata þar sem benda má á ýmis áferðarfalleg lög. Upphafslagið: A song for the lovers stendur upp úr, falleg laglína og dramatík sem því miður skortir víðast á plötunni. Brave World og On the beach eru snotur en minna mjög á Sonnet og Luck Man af Urban Hymns og sá samanburður verður alltaf erfiðui- fyrir þessi nýju lög. Lokalagið Everybody er alvöru- lagasmíð og ÚMon People er heil- steypt lag þrátt fyrir að vera hefð- bundinn popprokkari en það minnir mann að minnsta kosti ekki á Urban Hymns. Það er hins vegar einkenni- legt að flest lögin era orðin langdreg- in strax um miðbikið og byggjast upp á eilífum endurtekningum fyrirsjáan- legra stefja. Niðurstaðan er sú að Al- einn með öllum er eins og slímug fylgja Urban Hymns og fölnar í öllum samanburði. Richard Ashcroft fékk Messíasar- meðferðina hjá bresku poppblaða- mönnum eftir Urban Hymns og hefur reyndar verið á stalli hjá þeim kump- ánum megnið af síðasta áratug. Slíkur maðui’ þarf að skila kraftaverki til að halda stöðu sinni og Aleinn með öllum mun því valda mörgum miklum von- brigðum. Hér er ekkert nýtt, þetta er bara venjulegt popprokk, fínt sem lull í útvarpi eða við uppvaskið en algjör- lega ósamboðið manni sem margir líta til sem leiðandi í breskri rokktón- list. Þetta er hálfgerð heimaslátran eins og fyrsta sólóplata Paul McCartneys eftir að Bítlarnir hættu árið 1970. Snotur en smá. Ég verð að lokum að vekja athygli á ummælumRíkharðs í nýju viðtali sem annað tveggja era vísbending um hreinan geðklofa eða þá mannleg mis- tök í plötupressufabrikkunni. Þar lætur hann þau orð falla að þessi plata hafa verið slík píslarganga fyrir sig að minni helst á Víetnamvíti Coppolas: Apocalypse Now! Eftir að lögin höfðu verið tekin með logandi töngum tók við tímabil þar sem þau fór í gegnum hreinsunareld skynörvunar og geð- veiki. Sjaldan heftir syfjulegum sófa- ketti verið lýst með tilþrifameiri hætti. Nei Ríkharður - við hljótum að fara fram á miklu meira en þetta. Aleinn með öllum er gamaldags, bitlaus plata frá manni sem getur miklu betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.