Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 11
FRÉTTIR
Verð á landbúnaðarvörum farið lækkandi frá 1988 til 1999
Verslunarkeðjur með
ægivald yfir bændum
Verðlag á landbúnaðarvörum hefur sigíð að
undanförnu en virðist nú á uppleið aftur á
nokkrum vörum, án þess þó að það skili
sér í auknum tekjum til bænda. Valgarður
Lyngdal Jónsson kynnti sér verðþróun
síðustu ára og rabbaði við formann
✓
Bændasamtaka Islands.
Nokkrar landbúnaðarafurðir: Smásöluverð'' og verð”’ til framleióenda 1988-1.955
VERÐ á landbúnaðarvörum lækk-
aði jafnt og þétt, með nokkrum
sveiflum þó, frá árinu 1988 til 1999,
sé verðlag á hverjum tíma miðað við
vísitölu neysluverðs á síðasta ári. Á
þetta einkum við um kjötafurðir og
egg, en mjólkurverð hefur verið að
stíga á ný síðan 1995 þegar bæði
smásöluverð á mjólk og það verð
sem rann til mjólkurframleiðenda
voru í lágmarki.
Meðfylgjandi línurit eru annars
vegar byggð á upplýsingum frá
Bændasamtökum Islands um verð
til framleiðenda á mjólk, kjöti og
eggjum, og hins vegar á tölum Hag-
stofunnar um smásöluverð sömu
vöruflokka í maí ár hvert. Eru allar
tölur miðaðar við vísitölu neyslu-
verðs árið 1999 og ættu því að gefa
raunsanna mynd af verðþróun á
þessum árum. I tölum um verð á
mjólk og kindakjöti er tekið tillit til
niðurgreiðslna þessara afurða, en
hvað kindakjötið varðar hafa á
þessu tímabili orðið miklar breyt-
ingar á tilhögun þeirra, sérstaklega
árið 1995 þegar niðurgreiðslur
hættu að miðast við magn fram-
leiðslu. Geta þær því nokkuð skekkt
þennan samanburð.
Eins og glögglega má sjá helst
þróunin á því verði sem framleið-
endur fá greitt fyrir vöru sína mjög
í hendur við þróun smásöluverðs.
Hins vegar er bilið á milli smásölu-
verðsins og þess verðs sem fram-
leiðendur fá í sinn hlut mjög mis-
munandi eftir afurðum. Þannig má
nefna að nautakjöt skilar mun
lægra verði til framleiðandans en
kindakjötið, en er þó dýrasta kjötið
þegar keypt er út úr búð, en það
smásöluverð sem hér birtist er á
nautagúllasi sem reyndar er mikið
unnin afurð. Hafa ber þó í huga að
sauðfjárbændur fá greiddan hluta
af verði fyrir afurðirnar úr ríkis-
sjóði, og er tekið tillit til þeirra
greiðslna í því verði sem hér birtist.
Nautakjötið nýtur hins vegar ekki
slíkra greiðslna.
Bilið milli smásöluverðs og verðs
til framleiðenda á öðrum kjötvörum
hefur aukist, bæði á kindakjöti og á
svínakjöti. Þannig hefur verðið til
framleiðenda haldið áfram að
lækka, en það virðist hins vegar
ekki skila sér í smásöluverðinu sem
hefur farið hækkandi á kindakjöti
síðan 1995 og á svínakjöti síðan
1994. Það ár varð reyndar mikil
lækkun á smásöluverði svínakjöts
frá árinu áður, án þess þó að verð til
framleiðenda lækkaði eins mikið.
Að sögn Ara Teitssonar, formanns
Bændasamtaka Islands, má skýr-
inga á þessari verðþróun svína- og
kindakjöts að hluta til leita í aukinni
og bættri vinnslu á kjötinu frá því
að það fer frá framleiðanda þar til
neytandinn kaupir það úti í búð. Á
kjúklingum og eggjum er vinnslu-
ferillinn hins vegar styttri.
Kjúklingar hrynja í verði
Á sama tíma og aðrar kjötafurðir
hafa hækkað í smásöluverði á
nýliðnum árum hafa kjúklingar
þvert á móti hríðfallið í verði síðan
1998. Ólíkt því sem gildir um aðrar
kjöttegundir virðast þessar verð-
lækkanir á markaði skila sér í lægra
verði til framleiðenda, en árið 1999
fengu kjúklingaframleiðendur að
jafnaði 280 krónur á kílóið í stað 325
króna árið áður.
Ari Teitsson segir kjúklinga
reyndar hafa verið tiltölulega hátt
verðlagða á árunum 1996 til ’98 í
samanburði við nágrannalöndin og
því hafi verið full þörf á að lækka þá.
Ægivald stórra verslunarkeðja
Hvað egg og mjólk varðar, þá
virðast sveiflur í smásöluverði
þeirra afurða ekki hafa verið eins
miklar og í kjötvörunum, en þó fer
bæði smásöluverð og verð til fram-
leiðenda greinilega niður á við.
Hvað eggin varðar virðist ekki enn
sjá fyrir endann á þeirri þróun, þau
eru enn á niðurleið en mjólkurverð-
ið hefur þó stigið á ný síðan 1997. Á
síðasta ári jókst hins vegar munur-
inn á smásöluverði mjólkur og verði
til framleiðenda þegar smásölu-
verðið hélst nánast stöðugt, en verð
til bænda fór úr 63,38 krónum niður
í 61,87 á mjólkurlítrann. Munurinn
er þó fjarri því orðinn eins mikill og
hann var árið 1988, eins og sjá má á
myndritinu.
Á heildina litið má af tölum þess-
um ráða að verð á landbúnaðaraf-
urðum hefur almennt þokast niður á
við síðustu 11 til 12 árin, og á það
bæði við um smásöluverð og það
verð sem framleiðendur fá fyrir
vörur sínar. Segir Ari Teitsson
margt benda til þess að sú þróun
haldi áfram á næstunni, að bændur
beri sífellt minna úr býtum fyrir
framleiðslu sína. Segir Ári eitt erf-
iðasta vandamálið sem landbúnað-
urinn glímir við núna, ekki aðeins á
íslandi heldur víða um heim, vera
það sem hann kallar ægivald stórra
verslunarkeðja gagnvart bændum.
Segir Ari öll merki þessarar þróun-
ar sjást hér á landi, en hún sé einna
lengst komin í Bandaríkjunum.
„Bandarískir bændur segjast ekki
hafa val um að skipta við nema eina
verslunarkeðju á hverju svæði,“
segir Ari. „Sú verslunarkeðja færir
þeim aðföngin og ræður algjörlega
verði á þeim. Hún tekur svo vörum-
ar þegar hún vill, í því magni sem
hún vill og á því verði sem hún vill.
Bóndinn er því raunverulega orðinn
ekkert annað en vinnumaður hjá
viðkomandi verslunarkeðju.“
Segir Ari ýmis teikn á lofti hér á
landi sem benda til þess að þessi
þróun sé hafin hér. Þannig fari
verslunarkeðjur hér sífellt stækk-
andi og geri jafnvel lokaða samn-
inga við ákveðna framleiðendur og
nefnir sérstaklega eggjabændur
þar til sögunnar. „Ég þekki til
dæmis eggjabændur sem framleiða
og pakka fyrir verslanir og verð-
merkja síðan með útsöluverði, en
það virðist vera algert leyndarmál
hvað bændurnir raunverulega fá.
Bændur í þessari stöðu óttast það,
að birti Bændasamtökin slíkar upp-
lýsingar verði þeim einfaldlega
fleygt út úr viðskiptum við verslan-
irnar,“ sagði Ari að lokum.
Rejynbogahópurinn sýnir leikrit í Hagaskóla
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Linda Rós Pálmadóttir dansaði um sviðið og Gísii
Björnsson var í hlutverki drottningarinnar.
Linda Rós Pálmadóttir, Sigmundur Valdimarsson,
Jón Ragnar Hjálmarsson og Sigurður Tryggvason
stóðu sig með prýði eins og aðrir leikarar.
Hæfileikaríkir krakkar
hrifu áhorfendur
Leikgleðin skein úr
augum ungra leikara
sem sungu einnig og
röppuðu fyrir áhorf-
endur. Efnið var líka
hugljúft, um prinsess-
una fögru og prinsinn
hugprúða.
KAREN Karen nefhist sýning sem
félagar í Regnboganum sýndu í
Hagaskóla í gær. Sýningin var ein-
staklega skemmtileg en þama var
dansað, sungið og jafnvel rappað af
mikilli list. Leikgleði þátttakenda
var slík að þeir hrifu alla áhorfend-
ur með sér og var þeim margsinnis
klappað lof í lófa á meðan á sýning-
unni stóð. Leikritið ijallar um prins-
essu, sem er numin á brott af galdra-
nom, en hugprúður prins kemur
siðan tíl skjalanna og frelsar prins-
essuna úr klóm nornarinnar. Allt fer
vel að lokum þar sem prinsinn og
prinsessan gifta sig og eignast kon-
ungsríkið.
Þátttakendur í sýningunni em á
aldrinum 14 til 16 ára og sömdu
krakkamir Ieikritíð upp á eigin
spýtur en Kristjana Skúladóttir
leiklistarnemi hefur leikstýrt hópn-
um. Regnboginn er samstarfsverk-
efni á vegum ÍTR, Vinnuskóla
Reykjavíkur, Svæðisskrifstofú um
málefni fatlaðra í Reykjavík, Félags-
þjónustu Reykjavíkur og Miðgarðs.
Flestir á leið í sumarfrí
Krakkamir, sem taka þátt í verk-
efninu, em hálfan daginn við garð-
vinnu á Miklatúni en hinum helm-
ingi dagsins veija þau í Hlíðaskóla
þar sem þau kynnast atvinnulífinu
frá öðmm hliðum og fást við ýmis
spcnnandi verkefhi. Hópurinn hefúr
tU að mynda heimsótt fyrirtæki
borgarinnar, farið í sund og ýmsar
ferðir en stundum em þau að dunda
sér við ýmislegt í Hlíðaskóla. Krist-
inn Ingvarsson, umsjónarmaður
starfsins, segir starfið í sumar hafa
gengið einstaklega vel en krakkam-
ir séu mjög áhugasamir.
Eftir sýninguna var haldið
frumsýningarpartí á skólalóðinni
þar sem sólin skein á leikara og sýn-
ingargestí. Þama var glatt á hjalla
og gæddu menn sér á grilluðum
pylsum og prins pólói í góða veðr-
inu. Leikritíð verður ekki sýnt aftur
á þessu sumri þar sem margir
leikaranna em á leið f sumarfrí og
er sýningin því endapunkturinn á
farsælu starfi þeirra með vinnuskól-
anum i ár.
Grænlendingar
minnast landafunda
og kristnitöku
GRÆNLENDINGAR efna til hátíð-
arhalda á Suður-Grænlandi í tilefni
af því að þúsund ár eru liðin frá því
Leifur Eiriksson fann Vínland hið
góða og kristnitökunnar árið 1000.
Áætlað er að um 300 gestir verði
við hátíðarhöldin, meðal annars
Margrét Danadrottning og Henrik
prins og Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Islands. Hátíðarhöldin hefj-
ast formlega með komu víkinga-
skipsins íslendings til Brattahlíðar í
dag klukkan 14 að staðartíma.
Forseti íslands, ásamt Dana-
drottningu, mun taka á móti áhöfn
skipsins og flytja henni kveðjur ís-
lensku þjóðarinnar. Við athöfnina
munu grænlenskir kórar fagna
komu íslendings og kajakar fylgja
skipinu til hafnar.
Afhjúpuð stytta af
Leifi Eiríkssyni
Eiríkur rauði reisti sér bú í
Brattahlíð sem nú heitir Qassiarsuk.
Þar verður í dag afhjúpuð stytta af
Leifi Eiríkssyni sem gefin er af
Leifs Eiríkssonar stofnuninni í
Seattle.
Á morgun, sunnudag, mun Vest-
norræna ráðið afhenda grænlensku
landstjóminni bæ Eiríks rauða og
Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð til af-
nota. Byggingamar, sem era ná-
kvæm eftirlíking af framgerð hús-
anna, verða vígðar við hátíðlega
athöfn og er athöfnin hluti af hátíð-
arhöldum Grænlendinga vegna
landafunda Leifs Eiríkssonar og
kristnitöku.
Hugmyndin um byggingu hús-
anna var lögð fram á aðalfundi
Vestnorræna ráðsins á Akureyri ár-
ið 1992. Síðan þá hefur verið unnið
markvisst að verkefninu. Snemma
árs 1997 var sett á laggimar sérstök
byggingamefnd, skipuð fulltrúum
Vestnorræna ráðsins og hagsmuna-
aðila í Grænlandi, sem hefur frá
upphafi verið Árni Johnsen, þing-
maður.
Verktakafyrirtækið Istak hefur
séð um byggingu húsanna, en bygg-
ingarframkvæmdir í Grænlandi hóf-
ust vorið 1999. Fjöldi aðila hefur
styrkt byggingu húsanna, en
stærstu styrktaraðilar hafa verið
ríkisstjóm íslands og grænlenska
landsstjórnin.
Aðdráttarafl íyrir ferðamenn
Byggingamar í Brattahlíð, sem
staðsettar era stutt frá rústum Þjóð-
hildarkirkju og bæjar Eiríks rauða,
eiga að skapa tengsl á milli sögu nor-
rænna manna í Grænlandi og nútím-
ans. Einnig er vonast til þess að
byggingamar komi til með að hafa
mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn
og renni þannig styrkari stoðum
undir ferðamennsku í Grænlandi,
auk þess að styrkja samstarf vest-
norrænu landanna á sviði ferða-
mennsku.
Á mánudag minnast Grænlend-
ingar kristnitöku norrænna manna á
íslandi og Grænlandi árið 1000. Fer
sú athöfn fram í Görðum sem nú
heita Igaliku.
Áætlað er að íslendingur haldi
áleiðis frá Brattahlíð 20. júlí, í kjöl-
far Leifs Eiríkssonar vestur til Ný-
fundnalands. Mikil hátíðahöld verða
í Leifsbúðum, L’Anse aux Meadows
þegar skipið kemur þangað 28. júlí.
Það kemur síðan við á fjölmörgum
stöðum í Kanada og Bandaríkjun-
um.