Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 ALDARMINNING ömmu. Þeir voru svo mjúkir og gáfu frá sér mikla hlýju. Amma Hanna var eins og svo margar aðrar ömmur með það að hún hafði alltaf áhyggjur af því að maður borðaði ekki nógu mikið, alltaf að tína eitthvað til handa manni. Oftar en ekki fengum við pönnsur, túnfisksal- at og snakk. Það var alveg sama hve- nær maður kom til hennar í sveitina, hún átti alltaf snakk. Ég spurði hana einhvem tímann að því hvemig stæði á því að hún ætti alltaf snakk og hún sagði: „Æi, krökkunum finnst þetta svo gott.“ Við Leifa nutum góðs af og held ég að ömmu og mömmu hafi nú stundum þótt nóg um hvað við gátum étið af þessu en alltaf bætti amma þó í skálina jafnóðum og við kláruðum úr henni. Oft kom það í hlut mömmu að laga hárið á ömmu, lita það, túbera og leggja það. Mér er það minnisstætt þegar amma bað okkur Leifu að sjá um þetta einn daginn. Við vomm nú aldeilis til í það enda höfðum við oft horft á mömmu gera þetta. Við byrj- uðum og fljótlega tók amma nú að kvarta undan handtökunum. Við skildum að sjálfsögðu ekkert í þvl enda fannst okkur við bera okkur fagmannlega að. Við túbemðum á henni hárið og reyndum svo að laga þetta alltsaman eftir kúnstarinnar reglum. Það verður nú að viðurkenn- ast að ekki leit þetta nú alveg eins vel út og þegar mamma gerði þetta en við vomm þess þó fullvissar að þetta mætti nú laga með smá meiri túber- ingu og hárspreyi. Þegar amma sá lokaútkomuna var hún lítið hrifin og hét því að hún myndi aldrei biðja okkur um að laga á sér hárið aftur og við það stóð hún. Við stríddum henni oft eftir þetta með því að spyrja hana hvort hún vildi ekki að við löguðum á henni hárið. Hún horfði þá á okkur og sagði: „Ég ætti nú ekki annað eftir.“ Það jafnaðist ekkert á við kleinurnar hennar ömmu nema ef vera skyldu fiskbollurnar hennar. Gunni bróðir var sá sem átti auðveldast með að fá ömmu til að baka kleinur. Hann hringdi stundum í hana og tilkynnti henni að nú væri hann á leiðinni í heimsókn í mjólk og kleinur. Viti menn, oftar en ekki var amma búin að baka kleinur þegar við komum. Þó svo að hún hafi átt erfitt með að hnoða í kleinur undanfarin ár lét hún sig hafa það. Eftir að við Finnur flutt- um til Bandaríkjanna sendi hún okk- ur með rabarbarasultu með okkur svo að Finnur fengi nú sultu á pönnu- kökurnar. Finnur var alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni. í síðasta samtali okkar, viku áður en hún dó, sagði ég henni frá lífi okkar Finns héma í At- lanta. Ég sagði henni að ég væri búin að vera að vinna mikið og spurði hún þá strax hver sæi eiginlega um Finn, hvort hann þyrfti nú að gera allt sjálfur. Ég sagði svo vera og þá hafði hún orð á því að það væri nú alls ekki nógu gott því að hún myndi vel eftir því að ég hefði einhvern tímann talað um að hann gæti ekki gert tvennt í einu og svo hló hún og sagði að sér hefði verið mikið skemmt þegar ég var að segja henni frá þessu. Hún hafði alltaf svo gaman af því þegar ég var að fíflast með svona hluti. Það var ósköp gott að heyra í henni þennan dag, hún var hress og við náðum að spjalla og hlæja saman. Elsku amma mín, nú ertu komin á góðan stað þar sem þér líður vel. Búin að hitta strákana þína, Ása og Gunnar Finn. Hvíl í friði. Þín Sigríður. Elsku amma, nú er komið að því að kveðja þig. Þú áttir heima í litlu sætu húsi sem heitir Ömmukot. Þú áttir heima stutt frá okkur og ef okkur vantaði eitthvað fórum við bara yfir. Þú bakaðir kleinur og bjóst til bestu fiskibollur í heimi. A hverju sumri fórstu í berjamó. Þér fannst það svo skemmtilegt. Þú tókst tvær dollur og settir krækiber í aðra og bláber í hina og þegar þú komst til baka varstu með troðfullar dollur. Þú gafst okkur krækiberin en þú tókst bláberin. Á sunnudögum komst þú og borðaðir hjá okkur. Á veturna þegar þú komst um helgar og borðaðir, t.d. á laugar- dögum, spurðum við oft hvort við mættum sofa og þú sagðir alltaf já eða oftast. Þú labbaðir oft yfir þótt það væri snjór. Þegar við sváfum löbbuðum við yfir. Við horfðum upp í himininn og skoðuðum stjörnurnar og norðurljósin. Þér fannst það svo fallegt. Ef við báðum um eitthvað í jólagjöf keyptir þú það. Allavega það sem við vildum mest í jólagjöf. Oft þegar við komum í heimsókn gafstu okkur kúlur og snakk. Svo gafstu okkur líka Pepsi. Þig langaði í bangsa til að láta liggja á rúminu þínu. En svo fékkstu bangsa sem er ekkert stór en það var belja sem heldur á kálfi, þér fannst hún svo flott. Svo fékkstu hund sem liggur en hann er heldur ekki stór. Þú lést þá liggja í rúminu þínu á koddum. Við eigum eftir að sakna þín. Barnabörnin þín, Helga, Jóhannes og Einar Asgeir. Með fáum orðum viljum við bræð- m- úr Stórahjalla minnast hennar ömmu Hönnu. Fyrstu minningarnar eru frá kjallaranum í Nökkvavogin- um þar sem amma bjó, ásamt afa Gunna og bömunum þremur sem enn voru heima. Ailtaf vora allir vel- komnir og ekkert mál að fá að sofa eina og eina nótt ef maður nennti ekki heim. Það var langur gangur fyrir stutta fætur því þá bjuggum við bræður í Ljósheimunum en þær voru ófáar ferðimar sem farnar voru til að heilsa upp á frændfólkið og þá ömmu og afa í leiðinni. Ef gist var í kjallar- anum þurfti mikið að ræða á kvöldin þó allir ættu að vera sofnaðir. Ef ömmu þótti nóg um sagði hún alltaf: „Ég vil ekki heyra boffs í ykkur meira í kvöld.“ Við bræðumir flutt- umst í Kópavoginn með foreldmm okkar og urðu heimsóknirnar þá ekki eins tíðar. Ógleymanlegur er tíminn þegar amma vann í eldhúsinu undir súð í risinu á Bræðraborgarstíg. Þar var alltaf tími fyrir spjall þrátt fyrii' annríki. I eldhúsinu, þai' sem amma réð ríkjum, var alltaf allt í röð og reglu eins og heima hjá henni. Það kemur upp í hugann að sennilega hefur mamma erft þessa hæfileika frá ömmu, að allt skuli vera á sínum stað og tandurhreint. Meira að segja straujaði amma gallabuxur, hún sagði að þær yrðu mýkri við það. Eftir að amma flutti að Klaustur- hólum var hún meðal sinna kærastu og undi sér vel í litla húsinu sem kall- að var ömmuhús, setti niður sínar kartöflur og hugsaði um blómin af mikilli nærgætni. Eftir að hún flutti í ömmuhús fjölgaði heimsóknum okk- ar til ömmu aftur en þar var gott að kíkja inn í tíu dropa af kaffi, kleinur og til að spjalla um daginn og veginn, hvort sem var á leið austur eða suður. Það er ekki lengra síðan en í fyrra- haust að amma vai- sprangandi um móana á Klausturhólum, tínandi ber. Berin vora þó að hennar sögn ótta- legt smælki miðað við berin „fjTÍr vestan“, en í hennar huga var Snæ- fellsnesið miðdepill alheimsins. Heilsunni hrakaði síðan fljótt á þessu ári en amma stóð sig eins og hetja í erfiðum veikindum. Margar minningar koma upp í hugann frá liðnum tíma þar sem samverastun- dimar vora margar en ömmu leið alltaf best með ættingjana sér við hlið. Við kveðjum ömmu Hönnu með söknuði. Gunnar og Baldur. Hanna frænka mín, nú skilja leiðir að sinni en minningin lifir þar til ég fer þessa sömu leið. Þá vænti ég end- urfunda. Þú varst ein af þeim perlum sem ég hef kynnst í lífinu, alltaf hlý- leg, sanngjörn og heiðarleg. Ég man það fyrst er þú gættir okkar bræðra er við voram börn. Þó þú værir örfá- um áram eldri þá gættir þú okkar vel. Alla tíð síðan hefur verið innilegt samband milli mín og fjölskyldu þinnar. Ég var oft í Reykjavík á mínum yngri áram og alltaf átti ég griðastað á heimili þínu hvort sem var að nóttu eða degi þó oft væri þröngt. Hanna mín, ég sakna þín, en allt tekur enda. Ég veit að þú átt góða heimkomu handan móðunnar miklu. Við bræðurnir sendum saman okk- ar hinstu kveðju og biðjum þér bless- unar. Við sendum einnig börnum þín- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ársæll Guðmundsson, Aðalsteinn Guðmundsson. Sigurður Zóphonías Gíslason fæddist 15. júlí 1900 á Egilsstöðum í Vopnafirði, sonur hjón- anna Jónínu Benedikts- dóttur og Gísla Helga- sonar. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri 1920 en tók stúdentspróf í Reykjavík 1923. Emb- ættisprófi í guðfræði lauk hann vorið 1927. Þá um haustið vígðist hann til Staðarhóls- þinga í Dölum og sat til vors 1929, er hann fékk veitingu fyrir Sanda- prestakalli í Dýrafirði. Þar þjónaði hann þar til hann féll frá 1. janúar 1943, er snjóskriða féll á hann á leið til útikirkju hans að Hrauni í Keldu- dal. Kona hans var Guðrún, f. 5. janúar 1904, d. 9. september 1963. Foreldr- ar hennar vora hjónin Ólöf Jónsdótt- ir og Jón Gunnarsson bóndi í Hvammi í Landsveit. Börn þeirra vora: 1) Ólöf, f. 25.11. 1927, hús- mæðrakennari, d. 4. ágúst 1995, maki, Hjörtur Þórarinsson. 2) Dóra Laufey, f. 16.12. 1928, símastar- fsmaðm-, maki 1. Hörður Kristins- son, d. 8.2.1959, maki 2, Gissur Krist- jánsson. Þau skildu. 3) Jón, f. 14.3. 1932, hljómlistarmaður, maki Jó- hanna G. Erlingsson. 4) Ásgeir, f. 11.11.1933, skólastjóri, maki Kristín I. Ingólfsdóttir. 5) Jónas Gísli, f. 22.5. 1935, símvirki, maki 1, Gyða Guð- mundsdóttir, þau skildu, maki 2, Hrafnhildur Halldórsdóttir, þau skildu, maki 3, Ragnhildur Ásbjörns- dóttir. 6) Gunnar, f. 25.1. 1939, end- urskoðandi, maki, Guðný Leósdóttir. Stólræður sr. Sigurðar, erfiljóð og fjölmargar tækifærisræður hafa varðveist. Stólræðurnar lýsa glöggt eldhuga hans og trúarsannfæringu. Við þessi aldarminningar tímamót hefur verið ákveðið að færa Skál- holtsbókasafni allar stólræður sr. Sigurðar til varðveislu og skráning- ar. Þar verður tækifæri að kynnast nánar útleggingu hans á hinni helgu bók. Einnig verður þar skrá yfir tækifærisræður hans og manna- minni, bæði prentuð og í handriti. Vígsluræðu sína hinn 24. nóvem- ber 1927 hóf hann á þessari bæn: „Ástríki frelsari vor, Drottinn Jes- ús Kristur. Lofaður sértu og vegsam- aður íyrir kærleika þinn og að þú manst stöðugt til vor, sérð þarfir vor- ar og kemur til vor til þess að hjálpa oss. Gef að vér megum í dag opna hjörtu vor fyrir þér, að vér megum loka þig inni í sál vorri svo að vér get- um verið heillaðir af þér og öðlast þitt heilaga líf. Guðdómleg elskan víki aldrei frá oss svo vér getum lifað sem sannir lærisveinar þínir...“ I bemskuminningum hans kemur fram lotning fyrir preststarfinu og milli línanna má lesa að preststarfið hafi verið honum hið glæsta og æðsta markmið. Fyrstu kirkjuferðinni lýsir hann þannig. „Var nú gengið til kirkju. Sú för safnaðarfólksins frá bæ til kirkju var svo prúð að mig greip helgitilfinning, hefur hún vafalaust verið andleg samstilling við allra hugi. Eigi skyldi bamið orð mæla. Þögnin var guðleg. Við voram á leið til fundar við Guð í húsi hans. í kirkjunni hafði ég augun aldrei af prestinum í hinum skínandi fögru messuklæðum. Svipur hans var svo dásamlega fagur og góðleg- ur.“ Mestur hluti starfstíma hans var á Þingeyri. Margar prentaðar greinar og aðrar í handriti era varðveittar. Tilfinningahiti hans og lotning fyrir starfinu skín alls staðar í gegn í frá- sögnum hans. Árið 1930 minntist hann 20 ára afmælis kirkjunnar á Þingeyri, en kirkjan er eitt af lista: verkum Rögnvaldar Ólafssonar. í ræðunni segir hann m.a.: „Mig hefur frá því fyrsta langað til að hugir sem flestra hneigðust að þessari kirkju, til þess að dáðin sem rist er á þessa veggi og þessa hvelf- ingu mætti efla hug og sál hvers manns til manndóms, drengskapar og dyggða í þessu samfélagi við þann anda guðstrúar, bæn- ar og lotningar sem slíkt sem þetta ætíð mun rúma og geyma. Takmark safnaðarins er: Gott og innilegt trúar- og kirkjulíf í búnaði slíkra fórna, al- úðar og umhyggju kærleikans sem hér hefur verið sýnd. Ungi maður elskaðu þetta mikla guðshús og láttu þín ljúfust spor liggja hingað. Megi tign þess hrífa þig í hæðir há- leitra hugða og sókna til frama og giftu á vegi ljóssins og elskunnar til alls sem er fagurt og gott. Þú mann- dómsmaður, kom hingað og hvíldu anda þinn frá ys, önn og kvíða erfið- leika og óvissu æfinnar. Þú aldur- hniginn, halla höfði þínu hér í Drott- ins friðarskaut. Og við okkur öll segi ég hvem og einn: Hér inni býðst okk- ur blessun og náð Guðs, allt frá heil- agri skírn, um fermingu, við band ævitryggða lífsföranautar og til hinstu ferðar, þegar heimförin til Guðs er hér vígð Herrans hendi yfir börnum vorum.“ Safnaðarstarfið rækti hann af mik- illi alúð. Um bamafræðsluna segir hann í grein er hann ritaði: „Presturinn skal sjá um hina innri fræðslu anda hennar og farveg hvernig henni er miðlað ungdómn- um. Þar sem skólanum sleppir á presturinn að taka við, móta ung- mennið í trúar- og siðgæðisátt, móta þar fagra kristna lífsskoðun, verma sál þess til göfugra tilfinninga, lífga og hvetja vilja þess til helgra áforma og skerpa vitsmunalíf þess tO fagur- rar breytni, gjöra það kristna mann- eskju og gæta sál þess.“ Á Þingeyri hafði verið deild KFUM. Á vegum þess barnastarfs vann hann mikið með börnunum. Hann segir í grein sinni um KFUM að þar gefist gott tækifæri að tala við börnin um efni sem þau skilja t.d. góða hegðun á götunni, í leikjum að húsabaki, hlýðni við foreldrana, ástundun, dyggðir o.fl. Mikill sálma- söngur var á fundunum. Einn veturinn samþykkti sóknar- nefnd af spamaðarástæðum að fækka messum og fella niður föstu- messurnar. Á almennum safnaðfundi mætti þetta mikilli andstöðu. Fólkið virti sparnaðaráformin en mótmælti að fella niður föstumessumar. Mála- miðlun varð þannig að föstumessum- ar héldust áfram en sunnudagsmess- um var fækkað, en um leið hét fólkið því að mæta þeim mun betur í sunnu- dagsmessumar. Um þetta samstillta átak sagði hann: „Kristinn bróðir og systir. Gleðst þú ekki af þessu? Svona er nú okkar daufa kirkjulíf þegar á reynir. Það er meiri veigur í kristnihaldi okkar en margur hygg- un“ í Kirkjuritinu birtist athyglisverð grein sem skógræktarmenn ættu að kynna sér. Greinin nefndist Fæðing- arreitur, í þessari grein leggur hann til að í hverri sveit sé komið upp fögr- um trjáreit til hvíldar og hressingar, en uppbygging reitsins væri þannig að plantað væri einum græðlingi íyr- ir hvert barn sem fæðist í sókninni. Þetta tré væri einskonar skírteini um upprana hvers íbúa er fæddist þar. „Kvartað er um rótleysi og burtflutn- inga úr byggðum landsins, en hér væri hver og einn bókstaflega rót- fastur á æskustöðvum sínum. Myndu þó andlegu áhrifin af fæðingartrénu verða langdrýgst. Lifandi guðlegur helgidómur er stækkaði og greri á hveiju sumri myndi opna marga sál fyrir dýr lífsins og tilgangi þess í hendi Guðs.“ Sr. Eiríkur J. Eiríksson á Núpi lét þess getið að lang glæsilegasta ræð- an sem hann hefði heyrt sr. Sigurð flytja hefði verið um mæðralaunin. „Það sem gjöra þarf er þetta: Við- urkenna rétt heimilanna til þess að ala börnin upp án þess að lenda á vonarvöl og þar komi greiðsla fyrir. Einkum þarf að viðurkenna rétt SIGURÐUR Z. GÍSLASON móðurinnar. Þannig að það sé talið nægilegt starf að vera móðir og ann- ast um bömin. Og ekki nóg með það hver móðir sem hefur 2 böm eða fleiri á rétt á því að eingöngu móður-^ starfíð sé fullkominn verkahringur og fullkomið starf. Móðurhlutverkið sé talið veglegasta starfið og þýðing- armesta í hverju þjóðfélagi.“ Síðar segir hann: „Móðir sé móðir, aðeins móðir, uppeldisstarf hennar sé þýð- ingarmesta starfið. Því til hvers er að eignast allan heiminn, ef mannssálin glatast, sakleysi barnsisn er fótum troðið og verðmæti manngildis ein- staklingsins blásið burt í vanhirðu og skilningsleysi. Bömin í dag era þjóð- in á morgun.“ Sálgæsla hans var víðfeðm og^ næm. Það kom í hans hlut á stríðsár- unum að færa mörgum ekkjum og föðurlausum börnum þá sorgarfregn að skip ástvina þeirra hefði farist eða verið skotið niður. í þessar vitjanir tók hann stundum eldri dóttur sína og bað hana að vera hjá börnunum og tala við þau meðan hann ræddi sorg- aratburðinn við móðurina og heimil- isfólkið. Börn skilja oft betur tilfinn- ingalíf hvers annars heldur en fullorðnir. Óafvitandi var hann þama að undirbúa hana undir það óvænta áfall er hún og fjölskyldan máttu þola nokkra síðar. Útfararræður hans vora áhrifarík- ar og eftirminnilegar. Við eina jarð- arfór lagði hann út af gríska máls- hættinum: „Dropinn holar steminn"?^ Það sem gerði þessa minningarat- höfn hans sérstaka var tvennt, þarna var um að ræða einn af hinum minnstu bræðram mannfélagsins, fá- tæka konu í lægstu þrepum mannfé- lagsins, sem hann var að kveðja. Minningarræðan var þrangin kær- leika, næmleika og skilningi hins kristna manns. I sannleika minnist hann orða Krists. ,Að eins og þér er- uð mínum minnstu bræðrum þannig erað þér mér.“ Hitt atriðið var að þessa minningarræðu endurtók han«*r í bundnu máli. Þar nafngreindi hann ekki persónuna. I erfiljóðinu segir hann m.a.: Burt hið illa víkja verður, vonskastensteinein, þrautseig hönd hins göfga góða græðirsárogmein. Guðadropinn holað hefur heimsinsvítisstein. Mörg erfiljóð hafa varðveist sem hann orti. Tengdi hann oft minning- arræður sínar þessum bundna texta. Sr. Jón Ólafsson í Holti þekkti vel til hans. Þeir voru samstarfsmenn og nágrannar. I minningarræðu um hann sagði sr. Jón: „Sífellt vora að kvikna ný hugar- leiftur í sál hans. Við hrifumst með af** eldmóði hans og bjartsýni. Hann var mjög tilfinninganæmur og viðkvæm- ur í lund. En hann var alltaf hlýr í viðmóti og barnslega einlægur og laus við undirhyggju. Þess vegna held ég að menn hafi borið því hlýrri hug til hans sem þeir kynntust hon- um betur. Greiðvikinn var hann með afbrigðum. Hann var eindreginn bindindismaður. Sigurður var skáld- mæltur. Ekki hélt hann skáldskap sínum á lofti. Þó komu oft fyrir at- burðir er snertu hans næmu tilfinn- ignar að þeir yrðu honum að yrkis- efni. Var þá til þess tekið hversu fljótur hann var að yrkja.“ Hið ótímabæra og skyndilega frá- fall hans bar að á nýársdegi er hann^ vai- á leið undir Ófæranni til kirkju sinnar að Hrauni í Keldudal. Hér verður ekki lýst hversu mikið áfall þetta varð hjá fjölskyldunni. Annað vekur athygli þeirra sem vita nánar um þennan atburð. Það vora við- brögð sóknarbarnanna, alúð þeirra og kærleikur til fjölskyldunnar. Hinn kærleiksríki boðskapur sem sr. Sig- urður flutti söfnuði sínum og allt hans lífemi féll saman við hina miklu samúð, kærleika og fjái-hagslegu að- stoð sem söfnuðurinn veitti fjölskyld- unni á þessari örlagastundu. Þar va^ eins og söfnuðurinn væri verkfæri í hendi Guðs. Upphafsbænin í vígsluræðunni han er táknræn: „Ástríki frelsari vor, Drottinn Jesús Kristur. Lofaður sértu og vegsamaður fyrir kærleika þinn og að þú manst stöðugt til vor, sérð þarfir vorar og kemur til vor til þess að hjálpa oss.“ Hjörfur Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.