Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 53. FÓLK í FRÉTTUM Dansgjörningur undir fullu tungli annad kvöld Ósýnilegar hreyfíngar Annað kvöld ætla Butohdansarinn Tadashi Endo og fjöllistamaðurinn Robin Von Hoeg- en að fremja dansgjörning í malarfjörunni neðan við Ljósaklif. Birgir Örn Steinarsson hitti þá og fræddist m.a. um það af hverju Butohdansarar kjósa að dansa naktir. Listamennirnir koma sér notalega fyrir á sýningarstaðnum. Tadashi Endo stígur dans. EGAR FLESTIR íbúar höfuðborgarsvæðisins verða stynjandi síðustu andvörpunum á sunnu- dagskvöldið yfir andláti nýliðinnar helgar verða tveir erlendir lista- menn að gera sig klára til þess að beisla krafta náttúrunnar í sam- stíga dansi undir hinu sérstæða hjónabandi fulls tungls og miðnæt- ursólarinnar. Mennirnir eru þeir Tadashi Endo, sem er einn fremsti Butoh- dansari heims, og Robin Von Hoeg- on fjöllistamaður og hljóðfæraleik- ari. Saman ætla þeir að flytja dans- gjörninginn „Hikari“ á miðnætti sunnudagskvöldsins á fullu tungli í malarfjörunni neðan við Ljósaklif, rétt neðan við Hrafnistu í Hafnar- firði. Japanar og Svanavatnið Butohdans er fyrirbrigði sem reynist okkur íslendingum afar framandi og líklegast það eina sem nær athygli okkar meðalborgar- anna í fyrstu er sú staðreynd að dansararnir dansa við flest tæki- færi án klæða. „Butoh er dans sem þróaðist úr klassískum og framúrstefnulegum dansi,“ útskýrir Tadashi Endo. „Þetta var frekar byltingarkennd þróun sem braut sig frá eldri jap- önskum hefðum.“ Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér af hverju við sjáum sjaldan jap- anska karlmenn dansa Svanavatnið þá hefur Endo prýðisskýringu á því. „Butoh er hannaður fyrir jap- anska líkama en þeir eru öðruvísi en evrópskir. Við erum með stutta fætur og hendur sem þykir ekki fagurt í klassískum dansi.“ Endo segir að dansinn hafi komið fram á sjónarsviðið um miðja síð- ustu öld þegar japanskur dansari að nafni Tatsumi Hijikata vildi sér- hanna dansstíl fyrir japanska lík- amsbyggingu. Skúffur sálarinnar Eins og svo margir japanskir hlutir tengdir menningu þá kemur þetta okkur spánskt fyi-ir sjónir. Oftar en ekki eru huglægir sigrar mun mikilvægari en þeir jarðnesku. „Ég vil ekki sýna dansinn," segir Endo. „Ég vil vera dansinn. Ég vil ekki sýna tækni mína eða hve góð- ur dansari ég er því ég trúi því að allir séu Butohdansarar. Þegar ég dansa er eins og ég opni skúffur í sál minni og í hverri þeirra er að finna demant. Þessir demantar eru minningar úr fortíð minni. Ég rifja upp misjafna hluti þegar ég dansa og það eru þessar minningar sam- blandaðar nærveru samstarfsaðila, áhorfenda eða náttúrunnar sem skapa dansinn. Þó að ég hafi aldrei heimsótt suma staði sem ég dansa á þá koma stundir sem mér finnst ég hafa upplifað áður og það er sú tenging sem er mikilvægust fyrir dans minn en ekki hugsanir mínar, hugtök eða lófaklöpp áhorfenda.“ „Þetta er eins með tónlist," bætir Robin Von Hoegen við. „Þú átt að láta líkamann ráða ferðinni, það er mikilvægast. Þegar þú dansar þá ertu ekki að spila tónlistina heldur er tónlistin að spila með þig. Ef áhorfendur ná þessari tilfinningu þá verður eins konar árekstur, einhvers konar tilfinningasprengj a.“ Ber þá að skilja þetta á þann veg að Butoh- dansarinn hreyfi í raun- inni ekki líkamann held- ur að líkaminn hreyfi hann? „Ef ég hreyfi útlimi mína þá sérðu það en ef ég hreyfi þá í huganum sérðu það ekki,“ segir Endo. „Ég framkvæmi samt hreyfinguna í hug- anum, þannig er ég að hreyfa mig. Það eru til sjónrænar hreyfingar og ósýnilegar hreyfingar." Blaðamaður er ein- hvem veginn ekki viss um hvort hann hafi feng- ið svar við spurningunni og framkvæmir því margar ósýnilegar hreyfingar til þess að kióra sér í hausnum án árangurs. Landslag mannslíkamans Maðurinn er hluti af náttúrunni þó svo að í eðli sínu nálgist hann óð- fluga ónáttúrulega og jafnvel yfir- náttúrulega hluti. Eins og marga grunar eflaust þá er Butohdansinn afar náttúrutengdur dans. „Jap- önsku táknin sem mynda orðið „náttúra" eru tvö,“ segir Endo. „Það fyrsta er tákn sjálfsins og það seinna stendur fyrir fordæmi. Þannig að ég t.d. er náttúran. Líkaminn okkar er landslag. Við höfum t.d. ár, fjöll og skóga. Stund- um gjósa fjöll okkar, t.d. bara þeg- ar við fáum bólur, þannig að við er- um líka fordæmi náttúrunnar. Það eru þessi tengsl sem ég legg áherslu á, það sem gerist í mér og mínum líkama er það sama og ger- ist í náttúrunni.“ Skyldi það þá vera náttúrutengt að kasta af sér klæðum og dansa um gólf nakinn? „Við hyljum okkur frá degi til dags en náttúrulegu umbúðir okkar eru einungis sýndarveruleiki. Einn hluti Butoh er að losna við þetta,“ segir Van Hoegen. „Skinnið er minn búningur utan um sái mína sem sést ekki,“ út- skýrir Endo. „Ef ég nota klæðnað við dansinn er það út af því að um- hverfisaðstæðurnar leyfa það ekki. Ég dansa þó best nakinn því þá þarf ég ekki að fela mig bak við neitt og er því algerlega heiðarleg- ur gagnvart sjálfum mér.“ Dansgjörningurinn annað kvöld er opinn öllum og eru danssporin stigin til þess að kynna Butohdans- inn fyrir áhugasömum en lista- mennirnir verða með sýningar í Bæjarbíói, Hafnarfirði, dagana 19. og 21. júlí. Forveri mótormera Eftir að hafa verið boðið upp á þrá- látan fótbolta og síðan kristnihátíð mátti allt eins búast við mikilli ho ho-hátíð um síðustu helgi. En nú brást sjónvarpið. Hestar skeiðuðu og töltu á völlum landsmóts hesta- manna við Reykjavík án þess að sæist nema partur af þeim íþrótt- um í sjónvarpi. Heiðra átti Gunnar Bjamason með því að reisa varða um hann við leikvanginn, en erfitt hefur reynst að fá það staðfest. Úr- slitatölur voru nokkuð á reiki, en þó fundust réttir sigurvegarar að lok- um. Helsta púðrið í fréttum sjón- varpa fólst í myndum og frásögn- um af stóðhesti, sem er svona samankýttur fitubelgur, eins og ís- lenski hesturinn er að verða með þrotlausri ræktun á háum herða- kambi og brattri lend tii undh-bún- ings keriingarganginum tölti, sem þykir vera gæðingsteikn. Það sem gerði þó útslagið með þennan stóð- hest, sem verður eflaust stoppaður upp að lokum, var að verð hans er stöðugt að hækka í dollurum, svo eflaust verður engin útigangsmeri samboðin honum að lokum, þegar ljóst er að afsláttarhrossið á að ganga með tugi dollara í maganum hvort sem hún er fylfull eða ekki. Frá því snemma á tuttugustu öld hefur verið unnið nær sleitulaust að ræktun íslenska hestsins. Fyrst var lagt kapp á að þeir yrðu miklir skeiðhestar; legðust þannig á skeið að tilsýndar virtust þeir eins og strik lágt yfir landinu. Kioflangir menn voru illir til ásetu á slíkum skepnum, þegar þeir voru lagstir á skeiðið og hefði raunar átt að byija á því að rækta knapana styttri til klofsins. En það var nú ekki gert enda henti það margan manninn á þessum dögum að reka tána illyrmislega í þúfnakoll við reiðgötuna og svifu þá stundum reiðskjóti og knapi bláa himinvegu. Eftir skeiðtímabilið var svo farið að tala jum notagildi hestsins til drátt- ar. íslendingar höfðu aldrei verið mikið fýrir kei-rur, en þegar sláttu- vélin kom, sem var dregin af tveim- ur hestum, þurfti sterka hesta og stillta, lurka, til að mjaka henni fyr- fr völlinn. Þá hættu menn að rækta skeiðhesta og tóku að rækta lurka fyrir sláttuvélar. Þeir hestar sem fóru á tölti lifðu allt þetta brauk og braml af. Töltið naut engrar sér- stakrar virðingar. Það dugði illa í langferðalög, þegar skeið og brokk þóttu góðir kostir. Töltið gekk und- ir nafninu kvengangur í sveitum og þótti henta konum vel. Svo kom bíliinn og hann fór nú á tölti þar sem vegir leyfðu. Nokkurt hlé varð á almennri hrossarækt eftir að dráttarvélin hafði leyst lurkinn af hólmi. Þá kom til sögunnar ungur maður mennt- aður í Danmörku og fór að annast hrossadóma hérlendis. Þetta var Gunnar Bjamason, sem fékk um sig eða fékk ekki um sig minnis- merki á landsmótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og ferðaðist á mótor- hjóli á milli hrossasýninga fyrsta kastið. Hann var maður nýrra tíma, glaðlyndur og bjartsýnn og sýndi það með ævistarfi sínu að hann vildi veg íslenska hestsins sem mestan. Bóndi í Eyhildarholti orti vísu, þegar Gunnar kom á mótor- hjólinu: Talaði bæði um tölt og skeið / og tilþrif gæðinganna. / Sinni mótormeri reið / á milli sýn- inganna. Gunnar átti stundum í karpi út af dómum, en hann stóð sig vel. Af honum verður aldrei tekið, hvort sem hann hefur fengið minn- ismerki eða ekki, að hann lagði grunninn að því sem íslenski hest- urinn er í dag; augnayndi öllum og fallega af guði gerður, sannkölluð listasmíð, ef ekki tekst að koma töltinu svo inn í vaxtarlagið, að hann eigi ekki þaðan afturkvæmt. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARP Á LAUGARDEGI Nœturga(inn sími 587 6080 I kvöld leikur Hið eldhressa Galaband ásamt Önnu Vilhjálms. NœturgaMnn^ll^^ifand^^nstónlist^Jpr Kryddið tilveruna með nýjum giftingarhringum s:568 6730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.