Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAG UKiö. JULi 20UU
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Vilborg Traustadóttir tekur á móti Sigurði Trygg-va Tryggvasyni.
^afnaði rúmum þremur milljdnum
Hugmyndin varð
að veruleika
„ÉG er stolt og bara virkilega mont-
in af honum,“ sagði Fríða Sigurðar-
dóttir, móðir Sigurðar Tryggva
Tryggvasonar, í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag að lokinni mót-
tökuathöfn Sigurði til heiðurs. Sig-
urður Tryggvi hjólaði eins og
kunnugt er frá Akureyritil Reykja-
víkur í víkunni ög safnaði áheitum
til styrktar MS-félagi íslands. Á há-
degi í gær höfðu safnast yfir þrjár
milljónir.
„Ég fékk þessa hugmynd þegar
ég var nfu ára gamail og vai’ á leið
frá Akureyri til Reykjavíkur í bíl,“
segir Sigurður. Hann segir ferðina
hafa gengið mjög vel og lét vel af
sér. „Éger smáþreyttur í fótunum,“
sagði Sigurður og var að heyra á
honum að hann gæti hugsað sér að
endurtaka leikinn eftir nokkur ár.
Sigurður Tryggvi kom til Mos-
fejjsbæjar á fimmtudagskvöld og
hjólaði þaðan í Perluna í Reykjavík
fyrir hádegi í gær. Með honum á
þessum siðasta hluta leiðarinnar
voru MS-sjúklingar og velunnarar
félagsins. Við Perluna tók Helgi
Pétursson á móti Sigurði fyrir hönd
Reykjavíkurborgar. KK tók einnig
lagið og spann m.a. texta um Sigurð
Tryggva sem vakti lukku hjá við-
stöddum. Þegar athöfnin stóð yfír
var tilkynnt að tekist hefði að safna
þremur milljónum og bætti Islensk
erfðagreining 250.000 krónum við
en þeir gáfu Sigurði Tryggva hjólið
og þjálfun áður en lagt var af stað.
Söfnunin heldur áfram í næstu viku.
Langaði að gera eitthvað
fyrir fólk utan af landi
Peningamir sem söfnuðust verða
notaðir í uppbyggingu á aðstöðu
fyrir MS-sjúklinga utan af landi sem
þurfa að dvelja tímabundið í Reykja-
vík en það er alveg í samræmi við
hugmyndir Sigurðar Tryggva. „Mig
langaði að gera eitthvað fyrir fólk
sem býr úti á landi og þarf að fara til
Reykjavíkur í sjúkraþjálfun.“
Fríða, móðir Sigurðar Tryggva,
er sjálf með MS og segir Sigurð hafa
verið óðan og uppvægan að fara í
ferðina alveg frá því að hann fékk
hugmyndina. „Það var svo núna
þegar hann er orðinn þrettán ára
sem hann fékk þetta í gegn.“
Vilborg Traustadóttir, formaður
MS-félagsins, var að vonum ánægð
með framtak Sigurðar Tryggva.
„Þetta hefur mjög mikla þýðingu
fyrir okkur, þetta er svo jákvætt.
Það er svo gott fyrir okkur að fá
unga fólkið með. Þetta er líka alveg
sérstakt þar sem frumkvæðið er al-
veg frá honum komið.“
Einn Bret-
anna enn í
öndunarvél
BRETI sem slasaðist í alvar-
legu umferðarslysi við Hellu
þann 3. júlí sl. er enn í öndunar-
vél á Landspítalanum. Hann er
að sögn læknis mikið slasaður.
Bretinn var farþegi í aftursæti
bifreiðarinnar en hann var á
ferð um landið ásamt tveimur
löndum sínum og íslendingi
búsettum í Bretlandi þegar bif-
reið þeirra skall á bíl sem kom
úr gagnstæðrí átt í -Varmadal
skammt áústan Hellu á Rang-
árvöllum. Ferðafélagar manns-
ins slösuðust minna og hafa all-
ir snúið til síns heima. Stúlkan
sem ók hinni bifreiðinni slasað-
ist einnig talsvert en hún brotn-
aði á læri, handlegg og úlnlið.
Lögreglan á Selfossi rannsakar
nú tildrög slyssins.
GÆÖAKtRff
ISTISO 9001
BM'VAIIA
Söludeild i Forítalundt
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
ISO 9001
ISO 9001 er alþjóðlegur staðall
um gæðakerfi sem tryggir þér
fyrsta flokks vöru. Kynntu þér
sérstöðu okkar á www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
Fundur í Sleipnisdeilunni boðaður í dag
Héraðsdómur staðfest-
ir lögbann á Sleipni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
staðfesti, með úrskurði í gærmorgun,
lögbann sem sýslumaðurinn í Reykja-
vík setti á verkfallsaðgerðir Sleipnis-
manna gagnvart tveimur íyrirtækj-
um, Austurleið hf. og Teiti Jónassyni
ehf. Þann 9. júní síðastliðinn lagði
sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann
við því að Bifreiðastjórafélagið Sleipn-
ir hindraði þrettán starfsmenn Aust-
urleiðar og tuttugu starfsmenn Teits
Jónassonar í því að gegna störfum
sínum í þágu fyrirtækjanna tveggja. I
framhaldinu stefndu fyrirtækin tvö
Sleipnismönnum fyrir dóm og kröfð-
ust bæði staðfestingar á lögbanninu
og jafnframt skaðabóta vegna þess
tjóns sem verkfallsaðgerðimar höfðu
valdið. Á móti kröfðust Sleipnismenn
þess að lögbann sýslumanns yrði fellt
úr gildi og Sleipnir sýknaður af skaða-
bótakröfunum.
Um níuleytið í gærmorgun féll síð-
an úrskurður héraðsdóms þess efnis,
að lögbann sýslumanns á aðgerðir
Sleipnis var staðfest en félagið sýknað
af skaðabótakröfum fyrirtækjanna.
Málskostnaður fellur niður.
Óskar Stefánsson, formaður
Sleipnis, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að úrskurðurinn væri Sleipnis-
mönnum þungbær en strax eftir
helgina yrði sest niður með lögfræð-
ingum félagsins til að undirbúa áfrýj-
un til Hæstaréttar. „Ég vil nú benda á
það, að þetta er ekki síðasta dómstigið
þannig að ekki er öll nótt úti enn þá,“
sagði Öskar. Sagðist hann líta svo á að
þótt umræddir menn mættu halda
áfram störfum samkvæmt þessum
úrskurði, væru Sleipnismenn enn í
fullum rétti með aðrar aðgerðir sínar.
„Við munum halda áfram að stöðva þá
menn sem við álítum að séu ólögleg-
ir,“ sagði hann.
Staðfesting á félagafrelsi
Ómar Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Austurleiðar, sagðist líta á dóm-
inn sem staðfestingu á óyggjandi fé-
lagafrelsi meðal bifreiðastjóra sem og
í landinu yfirleitt. Þeir bifreiðastjórar
sem ekki væru félagsmenn í Sleipni
mættu samkvæmt dómnum halda
áfram að vinna og þar með væri rneiri-
hluti starfsmanna Austurleiðar við
störfen aðeins fimm af u.þ.b. 30 bfl-
stjórum félagsins eru í Sleipni.
í sama streng tekur Hai-aldur
Teitsson, framkvæmdastjóri ferða-
sviðs hjá Teiti Jónassyni ehf., en þar
segir hann engan Sleipnismann hafa
starfað um árabil. Segist Haraldur
líta svo á að dómurinn staðfesti að all-
ir bflstjórar, ekki aðeins þeir tuttugu
sem sérstaklega eru tilgreindir í
dómnum, megi aka bifreiðum fyrir-
tækisins svo fremi sem þeir séu ekki
félagar í Sleipni. Segir Haraldur verk-
fallsaðgerðir Sleipnismanna hafa
valdið fyrirtækinu verulegum skaða
hingað til en vonast til að með dómin-
um sé það liðin tíð. Síðdegis í gær
stöðvuðu verkfallsverðir Sleipnis bfl
frá Teiti við Bláa lónið. Skipt var um
bílstjóra til að leysa málið en Hara-
ldur var ekki ánægður með þá fram-
göngu Sleipnismanna.
Sáttafundur í dag
Formlegur sáttafundur hefur verið
boðaður í Sleipnisdeilunni klukkan
15.30 í dag. Rfldssáttasemjari biður
fulltrúa í samninganeftidum Sleipnis
og Samtaka atvinnulífsins að tjá sig
ekki um gang fundarins meðan hann
stendur yfir.
Grassprettan víðast
hvar vel í meðallagi
GRASSPRETTA hefur yfirleitt
verið góð í sveitum landsins það sem
af er sumri og bændur margir hverj-
ir búnir að slá fyrri slátt. Á sumum
svæðum kvarta menn þó um að
þurrkar hafi hamlað sprettu. Morg-
unblaðið kannaði hljóðið í hérað-
sráðunautum fyrir sunnan, vestan,
norðan og austan.
„Heyskapartíð hefur verið með
ágætum; ég held að grasspretta sé í
tæpu meðallagi,“ sagði Sveinn Sig-
urmundsson hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands á Selfossi. „Það er búið
að vera ágætlega hlýtt síðasta hálfa
mánuðinn og sprettan ágæt, en þó
hefur þurrkur aðeins hamlað
sprettu á ginstaka sandtúnum. Mér
er t.d. kunnugt um að sandræktun
undir Vestur-Eyjafjöllum og á Sól-
heimasandi hefur farið illa, og það
er nú ekki oft sem menn kvarta und-
an skorti á vætu í Mýrdalnum. En
þetta er tilfellið. Það hefur ekki
rignt mikið, og það sem hefur þó
fallið hefur lent misjafnlega niður,
þannig að segja má að ef eitthvað er
gæti þurrkur farið að hamla sprettu,
svo einkennilega sem það nú hljóm-
ar.“
Margir búnir með fyrri slátt
Guðmundur Sigurðsson hjá Bún-
aðarsamtökum Vesturlands í Borg-
arnesi sagðist telja að grasspretta
og heyskapur væri í meðallagi.
„Túnin komu vel undan vetri, hvergi
sjáanlegar skemmdir á þeim.
Menn byrjuðu snemma og margir
bændur eru búnir með fyrri slátt.
Þetta hefur gengið mjög vel. En
auðvitað er þetta misjafnt, sumfr
ekki byrjaðir, eins og gengur, sér-
staklega sauðfjárbændur, því féð er
búið að vera á túnunum. Þeir sem
byrjuðu tímanlega fengu kannski
ekki mikið gras í fyrstu en heyin
urðu mjög góð. Síðan er búin að vera
mikil spretta og er þessa dagana. Og
svo lítur vel út með há. Þannig að við
erum bjartsýn hér á Vesturlandi.“
Eiríkur Loftsson hjá Búnaðai'-
sambandi Skagfirðinga á Sauðár-
króki kvað menn þar um slóðir bara
hafa það nokkuð gott. „Grassprett-
an fór dálítið seint af stað en hefur
verið mjög mikil undanfarna daga
og vikur, og þeir sem hafa verið að
slá hafa verið að uppskera að ég
held yfir meðallagi."
Og Þóroddur Sveinsson hjá Bú-
garði á Akureyri tók í sama streng.
„Það er ekki hægt að segja annað en
að heyskapur hafi gengið ljómandi
vel hérna, enda búin að vera mikil og
góð þurrkatíð lengi. Reyndar hafa
sauðfjárbændur lent í erfiðleikum,
vegna þess að þurrkurinn hefur
hamlað sprettu á túnum þeirra, sem
gjarnan eru mjög bitin. Én þeir sem
eru með kýr hafa sloppið; í þeim
túnum helst rakinn betur.“ Það er
helst að kveði við annan tón á Aust-
urlandi. „Menn eru byrjaðir að
heyja eitthvað, en spretta hefur ver-
ið misjöfn. Ég held að þetta sé undir
meðallagi hjá okkur, ef eitthvað er,“
sagði Jón Snæbjörnsson hjá Búnað-
arsambandi Austurlands á Egils-
stöðum. „Það er búið að vera allt of
þurrt.“
Þreföld
skírn og
tvö afmæli
ÞAÐ er alkunn íslensk venja að
halda ættarmót. Niðjamót Magnús-
ar Guðmundssonar og Ingibjargar
Björnsdóttur frá Belgstað í Saurbæ
í Dalasýslu, tók þó heldur óvænta
stefnu þegar þrjár nýbakaðar mæð-
ur á mótinu og eiginmenn þeirra ák-
váðu að láta skíra bömin daginn eft-
ir. Að sögn einnar þeirra, Hrundar
Birgisdóttur, kom hugmyndin upp á
laugardagskvöldinu og var strax
haft samband við prestinn í Staðar-
hólskirkju, séra Ingiberg J. Hannes-
Son prófast.
Hann tók vel í hugmyndina og á
sunnudagsmorgninum voru bömin
Bjarki, Daníel Breki og Ósk skírð.
Þau eru afkomendur Magnúsar og
Ingibjargar í fímmta og sjötta lið. Sá
fyrst nefndi var ekki nema tveggja
vikna gamall á niðjamótinu um síð-
ustu helgi, Daniel Breki mánaðar
gamall og Ósk tveggja mánaða.
Við athöfnina, í efri röð Gunnar Sigurðsson, Ögmundur Albertsson,
Reynir Magnússon, séra Ingibergm- J. Hannesson, neðri röð Kolbrún
Smáradóttir með Daníel Breka, Lilja Rós Agnarsdóttir með Bjarka og
Hrund Birgisdóttir með Ósk.
„Þetta kom alveg óvænt upp og
gaman hvað þetta tókst vel til. Við
athöfnina sagði svo presturinn frá
því að kirkjan á 100 ára afmæli í ár
og hann 40 ára afmæli í þjónustu á
staðnum." Hrand segir prestinn
hafa haft á orði að skímin væri
óvænt þrefold gleði á afmælisárinu.
Um 250 manns, gestir á niðjamót-
inu, vora viðstaddir skímina, meðal
annars aldursforseti afkomenda,
Ólafía Magnúsdóttir frá Brekku.
Hún er dóttir Magnúsar og Ingi-
bjargar. Að sögn Hrundar hafa af-
komendur Magnúsar og Ingibjargar
átt barnaláni að fagna og afkomend-
ur því fjölnmrgir og komust ekki all-
ir fyrir í kirkjunni.