Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 60
D+U + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. deCODE einnig skráð á evrópskan markað STJÓRN evrópska hlutabréfamark- aðarins Easdaq hefur samþykkt að taka bréf deCODE Genetics Inc., móðurfélags Islenskrar erfðagrein- ingar, til skráningar. Er gert ráð fyr- ir að unnt verði að hefja viðskipti með bréf félagsins á markaðnum miðvikudaginn 19. júlí nk. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Easdaq-markaðarins. Easdaq er evrópsk útgáfa bandaríska hluta- bréfamarkaðarins Nasdaq. Að sögn Braga Smith hjá Verð- bréfastofunni verður um sameigin- lega skráningu bréfanna að ræða á Nasdaq og Easdaq. Hann segist hafa það eftn- heimildum hjá Easdaq að líklegt sé að viðskipti með bréf deCODE hefjist deginum fyrr á Nasdaq, en það skýrist af tímamis- mun milli Bandaríkjanna og Evrópu. A vefsíðu IPO.com í gær kom fram að líklegur skráningardagur bréfa deCODE á Nasdaq-markaðinn verði mánudagurinn 17. júlí. ■ Bréf/18 --------------- Bændur á valdi versl- unarkeðja SAMKVÆMT tölum um verð á landbúnaðarafurðum, annars vegar í smásölu til neytenda og hins vegar það verð sem framleiðendur bera úr býtum fyrir vörur sínar, hefur hvort tveggja farið verulega lækkandi síð- an 1988, ef miðað er við neysluvísi- tölu ársins 1999. Fram kemur að botninn í smásöluverði flestra kjöt- afurða var árið 1994, og þá var jafn- framt minnstur munur á smásölu- verði og verði til framleiðenda. Upp frá því hafa kjötafurðir, sérstaklega svínakjöt og kindakjöt, hækkað í smásöluverði til neytenda án þess að sú hækkun skili sér til framleiðenda, en það verð sem þeir bera úr býtum virðist fara lækkandi á sama tíma. Að sögn Ara Teitssonar, for- manns Bændasamtaka íslands, virðist sem það verð sem bændur fá fyrir framleiðsluvörur sínar muni halda áfram að lækka á næstu árum. Segir hann bændur víða um heim óttast það vald sem stórar verslun- arkeðjur eru að ná á matvælamörk- uðum og að í náinni framtíð muni bændur verða ofurseldir valdi slíkra stórfyrirtækja. ■ Verslunarkeðjur með .../11 MITSUBISHI CRRI5MR Kán Stefánsson í Washington Menn hafa samfé- lagslegar skyldur KARI Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, var sér- staklega til kallaður sem einn fjög- urra framsögumanna á fundi nefndar bandarískra öldungadeild- arþingmanna í Washington í gær. Auk Kára höfðu framsögu á fund- inum George Lundberg, aðalrit- stjóri vefsíðu um læknisfræði, Lat- anya Sweeney, prófessor í stjórnsýslu við Carnegie Mellon-há- skólann, og Janlori Goldman, stjórn- andi verkefnis um persónuvernd í heilbrigðismálum við Georgetown- háskólann í Washington. í máli sínu lagði Kári áherslu á að Islensk erfðagreining hefði að aðal- markmiði að vinna úr þeim upplýs- ingum sem þegar hefði verið safnað saman, svo ná mætti fram framför- um í læknisfræði og auka skilning á sjúkdómum, jafnt arfgengum sem öðrum. „Þetta er spurning um hvernig samspil tveggja grundvallaratriða í lífi okkar á að vera, annars vegar réttur okkar í samfélaginu og hins vegar skyldur okkar og skuldbind- ingar til þessa samfélags. Ég ber fulla virðingu fyrir rétti fólks til per- sónuverndar í samfélaginu, en um leið hlýt ég að benda á þær siðferðis- legu skyldur sem felast í því að vera hluti af einu samfélagi," sagði Kári. Að ræðum loknum sátu framsögu- menn fyrir svörum viðstaddra, bæði þingmanna og áheyrenda. Þegar talið barst að tryggingafélögum sem hugsanlega gætu misnotað upplýs- ingar um heilsufar fólks, benti Kári á að um áratuga skeið hefði viðgeng- ist að fólk fyllti út ítarleg eyðublöð þegar sóst væri eftir tryggingu í Bandaríkjunum. ■ Persónuvernd/lO Metviðskipti með íslensku krónuna Að sögn Birgis ísleifs Gunnars- sonar seðlabankastjóra hefur Seðla- bankinn tvö tæki til þess að koma á jafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Ann- ars vegar að hækka vexti og hins vegar inngrip á markaðinn. „Við teljum að á þessu augnabliki sé vaxtahækkun ekki skynsamleg þar sem við hækkuðum vexti síðast hinn 19. júní sl. Þá var vaxtahækkun- in mjög rífleg þannig að ég held að það sé ljóst að áhrif hennar séu ekki öll komin fram. Því teljum við að vaxtahækkun nú sé tvíbent og alls óvíst um hvaða áhrif hún hefði,“ seg- ir Birgir Isleifur. Gengisvísitalan fór hæst í 116 stig í gærmorgun, sem er 1,7% hækkun frá lokagengi fimmtudagsins, en lokagengi dagsins var 114,45 stig, samkvæmt upplýsingum frá Búnað- arbankanum Verðbréfum. Edda Rós Karlsdóttir segir krónuna hafa verið í „frjálsu falli“ fyrri hluta dagsins. ■ Vaxtahækkun/18 HEILDARVIÐSKIPTI með ís- lenskar krónur námu 20,7 milljörð- um króna í gær og eru þetta mestu viðskipti frá upphafi á einum degi. Síðustu þrjá daga hafa viðskipti með krónuna numið alls 48,3 milljörðum króna. A MITSUBISHI - demantar í umferb Landvörðurinn í Hvannalindum nær myndum af jökulhruni Morgunblaðið/Kári Kristjánsson Þessa mynd af íshruni úr Dyngjujökli ofan í Jökulsá á Fjöllum tók landvörðurinn í Hvannalindum sem varð vitni að því. Dyngjujökull gengur fram LANDVERÐINUM í Hvannalind- um, Kára Kristjánssyni, varð held- ur betur hverft við þegar hann var að taka myndir af Dyngjujökli fyrir nokkrum dögum, því gríðarstór klakastykki hrundu skyndilega úr jöklinum og féllu í Jökulsá á Fjöll- um með tilheyrandi gný og látum örskammt frá honum. Dyngjujökull er skriðjökull í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og gengur fram úr Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. „Jökullinn er mjög hár og brattur á þeirri hlið sem snýr að Kverkfjöllum," sagði Kári. „Ég var uppi á árbakkanum hinum megin þegar þetta gerðist, en þetta var bara svo mikið, um 30-40 tonn af ís, að ég hrökklaðist ósjálfrátt burt frá staðnum og tók myndirnar í raun og veru á hröðum flótta.“ Þegar Morgunblaðið tjáði Oddi Sigurðssyni, jarðfræðingi á Orku- stofnun, þetta sagði hann að það hefði allt oflítið verið tekið af myndum af Dyngjujökli íþessu ástandi og að þetta hafi örugglega verið gífurlegt sjónarspil. „Dyngju- jökull er vanur að skríða fram á 20- 25 ára fresti og þá 1-2 km í senn. Fyrsta þekkta framhlaup hans varð 1934 og svo hljóp hann 1951, 1977- 1978 og svo í nóvember 1999. Þetta er eiginleiki nokkurra jökla hér á landi. Þar má nefna Síðujökul, Tungnárjökul, Kaldalónsjökul og Leirufjarðarjökul í Drangajökli, Hagafellsjökul, sem gekk út í Haga- vatn í fyrra og olli stórvandræðum í Hvítá, og svo Brúarjökul, en hann er sá mesti af þeim öllum; hann hef- ur mest skriðið 10 km fram, 1963- 1964, og er einn sá frægasti hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leit- að. Þetta sem nú er að gerast í Dyngjujökli virðist benda til þess, að það sé enn einhver gangur í hlutajökulsins.“ m HEKLA - íforystu á rtýrri öld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.